Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 12

Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Hvers er helst að "I QOOO minnast frá árinu -Lí/Oi—i • Líkt og undanfarin áramót hefur Morgunblaöiö snúiö sér til nokkurra fréttaritara sinna og beðið þá aö minnast ársins, sem er að líða. Þorkell Guðfinnsson, Þórshöfn Héðan af heimaslóðum kemur fyrst upp í hugann koma hins landsfræga Þórshafnartogara bv. Stakfells ÞH 360, sem kom um mánaðamótin júní-júlí. Sáum við Þórshafnarbúar þá fyrir, að hið tímabundna atvinnuleysi, sem hrjáð hefur okkur undanfarin ár, væri þar með úr sögunni. Hátíð var í bæ þegar skipið kom, frí var gefið í vinnu og meirihluti þorpsbúa mætti niður á bryggju við komu skipsins. Síðan kemur upp í hugann að nú í sumar voru afhentar fyrstu fjór- ar íbúðirnar í verkamannabústöð- um hér og byrjað var á öðrum fjórum. Margar umsóknir eru um hverja íbúð og þarf ekki að hafa mörg orð um að þessar fram- kvæmdir eru lyftistöng í félags- legri þjónustu á staðnum. Við sveitarstjórnarkosningarn- ar í vor gerðist það í fyrsta skipti að þrír listar komu fram, en hér er ekki kosið samkvæmt flokkspóli- tískum línum. Hinn mikli sigur Sjálfstæðisflokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í sumar er mér minnisstæður og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum, en Eyjarnar eru ævinlega „heimslóð- ir“ í huga mínum þar sem ég er fæddur og uppalinn í Eyjum, en flutti í gosinu 1973 til Þórshafnar. Fjöldamorð í Líbanon, stríðs- átök víða um heim, hörmungar af ýmsum toga og slíkir hlutir koma fyrst í hugann af erlendum vett- vangi. Fleira verður þó ekki tíund- að í þessari upprifjun, trúlega verða nógir aðrir um það á þessum tímamótum. Jón H. Sigurmundsson, Þorlákshöfn Þegar hringt var í mig frá Morgunblaðinu og ég beðinn að hripa niður nokkra punkta um lið- ið ár hóf ég að skrá hjá mér minn- isatriði jafnóðum og þau komu í hugann. Þegar komið var álitlegt safn settist ég niður til að athuga nánar hvenær þessir atburðir höfðu átt sér stað. Komst ég þá að raun um að sumir þeirra höfðu gerst fyrir allt að þremur árum. Tíminn líður greinilega hratt og virðist alltaf líða hraðar og hraðar eftir því sem árin líða. Það er bezt að rifja fyrst upp það sem er ferskast í minni og mikið hefur verið rætt um; hinar svokölluðu láglaunabætur. Þor- lákshöfn hefur dregist nokkuð inn í þær umræður og er haft fyrir satt, og hæstu bæturnar fái skip- stjórar og útgerðarmenn. Er nema von að undan svíði og eitthvað virðist það öfugsnúið þegar svo ekkja með rúmar 6 þúsund krónur í mánaðarlaun fær ekki eina ein- ustu krónu í bætur. Varla teljast mánaðarlaunin hennar til há- tekna. Nei góði, segir nú einhver, hún á að fá bætur, þetta hlýtur að vera einhver vitleysa, en svo er þó ekki. Svo vill til, að ekkjan á ennþá, þó skrýtið sé, fjögurra herbergja íbúð í blokk, sem hún býr í ásamt syni sínum, þetta telst of stór eign, því fær konan engar bætur. Hvað er nú til bjargar herrar mínir? Jú, selja íbúðina og leigja, segir ein- hver. Skyldi það þó ekki vera skammgóður vermir í allri vitleys- unni? Eitt hafa þessar reglur um úthlutun láglaunabóta þó sýnt mér greinilega, en það er hversu hroðalega ranglát og úrelt skatta- lög og -reglur eru. Margt er það sem gerist, en ekki fer hátt, þó vert sé að gefa því gaum. Forstöðumaður saumastofu nokkurrar hafði samband við sveitarstjórn og fleiri aðila hér í Þorlákshöfn snemma á þessu ári varðandi möguleika á að starf- rækja hér slíka stofu. Honum var vel tekið, starfsleyfi var veitt, hentugt húsnæði var fyrir hendi, og hann auglýsti eftir starfsfólki, sem skrifaði sig á lista. Þarna þótti mönnum kærkomið tækifæri til að hvíla sig á fiskvinnunni og komast í eitthvað léttara og þrifa- legra, en slíkt hefur stórvantað hér á staðnum. En viti menn, næsta sem frétt- ist er að þessi starfsemi komi alls ekki til Þorlákshafnar, heldur fari hún á Selfoss. Hvers vegna er þá spurt, jú, þar er rafmagnið ódýrara (einka- veita), hitaveita ódýrari (eldri og grónari) og þar á ofan býður svo Selfossbær ókeypis húsaleigu fyrsta árið (þar eru vannýttir iðngarðar). Vel get ég sett mig í spor atvinnurekandans, en þetta er ranglæti.sem ekki verður við unað. Þingmenn og aðrir ráðamenn geta ekki endalaust látið þetta viðgangast, þeir viðurkenna vandann, en gera ekkert raunhæft til lausnar. Landshlutaveitur eru ef til vill lausnin, en aðdragandinn má ekki vera endalaus. Þeir sem einu sinni hafa fengið sleppa ekki svo auðveldlega aftur, þvert á móti. Á Suðurlandi hafa fjöl- mennustu og áhrifamestu staðirn- ir einkaveitur og það eru hags- munir, sem þeir eru fastheldnir á. Ólafur Már Sigurðsson, Seyðisfirði Um áramót er ekki óalgengt að menn líti um öxl og láti hugann reika um liðið ár og spái í það næsta, jafnvel með heitingum um bót og betrun á nýju ári. Hjá okkur hér á Seyðisfirði var tíðar- far fremur rysjótt framan af, kuldi og umhleypingar. Fyrri hluti aprílmánaðar var góður, en sumarið fremur sólarlítið, að júlí- mánuði undanskildum, sem var bæði hlýr og sólríkur. Nú, haustið var afburðagott, svo gott að mönnum hér fannst sumum hverj- um, að um sumarauka væri að ræða. Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið þokkalegt, snjólít- ið, en fremur kalt. Miklar framkvæmdir hafa verið hér á árinu á vegum Seyðisfjarð- arkaupstaðar, unnið var að varan- legri gatnagerð og lagðir út 1600 metrar f olíumöl. Er þá búið að leggja varanlegt slitlag á 6 kíló- metra af gatnakerfi bæjarins, eða um 65%, en það er um 9 kílómetr- ar alls. Unnið var áfram við ný- byggingu sjúkrahússins og var öðrum áfanga lokið. Er þá bygg- ingin tilbúin undir tréverk og mun næsti áfangi hennar verða boðin út fljótlega á nýju ári. Hafin var bygging nýs grunnskólahúss, sem verður um 6800 rúmmetrar að stærð. Áætlað er að ljúka því verki á næstu sex árum. Hitaveita Seyðisfjarðar var formlega tekin í notkun á árinu og er þegar búið að tengja 90% af húsnæði í kaupstaðnum við veit- una. Hafnar voru og framkvæmd- ir við smábátahöfn og nýjan grasvöll, sem er staðsettur á fram- tíðaríþróttasvæði Seyðisfjarðar við Garðstjörn. Smíði hófst á 18 einbýlishúsum á vegum einstakl- inga, auk þriggja íbúða raðhúss, og eru þær byggingar mislangt á veg komnar. Áttunda sumarið í röð sigldi ferjan Smyrill á milli Seyðisfjarð- ar og Evrópu og fór 17 ferðir. Með Smyrli komu hingað 4.500 farþeg- ar og 1100 bifreiðar, en héðan fóru 4.100 farþegar og eitt þúsund bif- reiðar. Á sumri komanda mun sú breyting verða á ferðum Smyrils, að í stað þess að koma hingað á þriðjudagskvöldum, mun skipið verða hér klukkan 13 á miðviku- dögum. Hvað aflabrögðum viðvíkur var mikill samdráttur í þeim frá fyrra ári. Hingað til Seyðisfjarðar hafa borizt á undanförnum árum á milli 50 og 70 þúsund lestir af loð- nu á ári hverju, sem hefur haft geysilega mikið að segja fyrir at- vinnulífið hér á staðnum. Nú í ár hefur þessi þáttur atvinnulífsins alveg horfið með tilkomu stöðvun- ar á loðnuveiðum um síðustu ára- mót. Afli togaranna hefur einnig minnkað frá síðastliðnu ári. Afli Gullbergs NS 11 var 3170 lestir á móti 4106 lestum árið 1981, brúttó aflaverðmæti liðlega 18 milljónir króna. Gullver NS 12 fékk 2027 lestir á móti 2252 lestum árið 1981, en þá var skipið frá vegna bilana um tíma, brúttó aflaverð- mæti 11,5 milljónir króna. Afli togskipsins Ottó Wathne NS 90 nam um 1700 lestum á árinu. Salt- að var í 12.400 tunnur af síld og er það aukning frá því í fyrra. Félagslíf var allnokkurt á árinu og má nefna öflugt starf íþróttafé- lagsins Hugins, eins og glöggt kom fram á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í byrjun desember. Af innlendum atburðum, sem hæst hafa borið á árinu, að mínu mati, er- stórsigur sjálfstæð- ismanna í sveitarstjórnarkosning- unum síðastliðið vor og er það von mín, að þeim sigri verði fylgt vel eftir í komandi alþingiskosning- um. Einnig vil ég nefna ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem sennilega aldrei fyrr hefur verið verra, og vil ég þar sérstaklega minnast á hug- og ráðaleysi þeirr- ar ríkisstjórnar, sem nú situr við völd. Einn er sá þáttur, sem ég vil minnast hér og gott að menn hug- leiði á tímum sem nú, en það eru hin hörmulegu umferðarslys, sem orðið hafa á árinu. Allt það unga fólk, sem við höfum orðið að sjá eftir langt fyrir aldur fram og svo þeir hinir, sem slasast hafa og bíða jafnvel aldrei bætur á heilsu sinni. Nú er mál að linni, þjóð sem ísland hefur ekki efni á slíku. Af erlendum atburðum er mér efst í minni Falklandseyjastríðið, einnig vil ég minnast á hin hræði- legu fjöldamorð, sem framin voru í Líbanon og vöktu óhug og við- bjóð um allan heim. Þá vil ég og nefna HM í knattspyrnu og hin óvæntu úrslit þeirrar keppni. Stefán Skaftason, Straumnesi, Aðaldal Friðarjól gengu í garð með stilltu og mildu veðri, en snjór var yfir öllu og seinni part jólanætur snjóaði í logni, virkilegt hátíðar- veður. Árið sem nú er að hverfa í aldanna skaut hefur verið farsælt á margan hátt þrátt fyrir kalt veðurfar mestan hluta ársins. Sól- far og miklir þurrkar voru í júní og júlí. Grasspretta var víðast lítil vegna þurrkanna og líka brunnu tún til verulegs skaða. Heyfengur var því minni en venjulega í Suður-Þingeyjarsýslu. Munar þar allt að fjórðungi. Hins vegar varð verkun heyjanna mjög góð. Talið er að það þurfi 1,8 kíló í fóðurein- ingu á móti 2,1 kíló í fóðureiningu árið áður. Sauðfé fækkaði á þriðja þúsund á sl. hausti en nautgripum fækkaði ekki teljandi. Þurrkarnir í sumar fóru illa með afréttar- löndin og er þar víða veruleg gróð- ureyðing sem gæti haft alvarlegar afleiðingar ef við ekkert að gæt- um. í haust og fyrri hluta vetrar hefur veðráttan verið einmuna hagstæð bændum. Búfé kom því seinna á gjöf en oft áður. Beit hef- ur nýtzt með bezta móti. Það ásamt lágu fóðurbætisverði hefur reynzt bændum ákaflega dýrmætt og léttir mikið á takmörkuðum heyforða. I mannlífinu bar hæst á árinu 100 ára afmæli Kaupfélags Þing- eyinga. Það var stofnað 20. febrú- ar 1882 að Þverá í Laxárdal. Var margt gert til þess að minnast þessara merku tímamóta. Félags- líf stendur með miklum blóma. Starfandi eru félög af öllum stærðum og gerðum. Á íþrótta- sviðinu ber hæst frammistaða ungmennafélagsins Bjarma í Fnjóskadal en þeir unnu sig upp í 1. deild í blaki á síðastliðnum vetri og hafa staðið sig með mikilli prýði í 1. deildinni í vetur. Æf- ingar sækja þeir Bjarmafélagar að Ýdölum. Þar keppa þeir sína heimaleiki. Þeir eiga því langt að sækja æfingar. Karlakórinn Hreimur, en félagar í honum eru úr Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík og norðurhluta Ljósavatnshrepps, starfaði af miklum krafti á árinu, hélt víða tónleika við mjög góða aðsókn og undirtektir. Kórinn gaf út myndarlega hljómplötu fyrir jólin með lögum nær eingöngu eft- ir þingeyska höfunda. Einsöngvar- ar eru úr hópi kórfélaga þeir Bald- ur og Baldvin Baldvinssynir frá Rangá. Söngstjóri kórsins er Guð- mundur Nordal og undirleikari Ulrike Ólafsson. Helztu framkvæmdir í vegagerð á síðastliðnu sumri var lagning varanlegs slitlags á veginn frá Húsavík að Skjálfandafljótsbrú, eða 25 kílómetrar alls. Þá var unn- ið í Víkurskarðsvegi en fram- kvæmdum ekki lokið. Vegurinn var tengdur vegakerfinu og hefur því verið notaður í vetur og ljóst er að þarna verður um stórkost- lega samgöngubót að ræða fyrir byggðina austan Vaðlaheiðar þeg- ar vegurinn kemst í fulla notkun. Unnið var að byggingu tveggja kennaraíbúða við Hafralækjar- skóla og eru þær langt komnar. Þá var byrjað á lokaáfanga við gerð íþróttavallar við Hafralækjar- skóla sem ungmennafélagið Geisli stendur fyrir. Héraðssamband Suður-Þingeyinga var með stór- framkvæmdir við endurbætur og stækkun íþróttasvæðisins að Laugum í Reykjadal. Áætlað er að þeim framkvæmdum ljúki að tveimur árum liðnum. Eru þær liður í undirbúningi undir lands- mót ungmennafélaganna árið 1987. Margt hefur verið gert sem horfir í framfaraátt á árinu, en eins og þar stendur; mikið vill meira. Það er mörgum vonbrigði hvað lítið er gert í vegamálum í Laxárdal. Þessi dalur, sem er inni í miðju héraði, leið fyrir það í mörg ár, að honum átti að sökkva undir vatn. Þótt þeirri fram- kvæmd yrði ekki komið fram hef- ur lítið lagazt með samgöngurnar í Laxárdal og eru þeir sennilega látnir gjalda þrjózku sinnar á sama tíma sem nær allir sveita- bæir í sýslunni hafa fengið stór- felldar vegabætur. Þrátt fyrir velmegunarkreppuna og stundar- erfiðleika horfa Þingeyingar björtum augum til framtíðarinnar og treysta því að aukin samheldni og samábyrgð fleyti þeim sem öðr- um landsmönnum úr háska- grimmd efnahagskreppunnar, því öll él birtir upp um síðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.