Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 13

Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 45 ^ Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Mælifelli, Skagafirði Er hugurinn reikar til baka og minni þessa árs, sem brátt er á enda runnið, rifjast upp, verður fyrst staðnæmst við upphaf þess, en fyrir okkur hérna á Mælifelli voru áramótin nokkuð óvenjuleg. í stað þess að heyra snarkið í eldin- um í brennunni okkar suður á Harðhausnum á gamlárskvöld, lifðum við nú mót burtgengins og nýs árs við hljóm klukkunnar í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn og þyt flugelda yfir Tívolí, og í stað þess að hringja kirkjuklukkunum í Mælifellskirkju á miðnætti hringdum við klukkum í porti Vartovs-kirkjunnar, en sálmurinn „Nú árið er liðið" hljómaði vel og var sunginn með góðum granna þar, líkt og hér heima, séra Jó- hanni Hlíðar sendiráðspresti. Dvölin í Jónshúsi er sú minning ársins, sem hæst ber, enda borgin við Sundið einkar kær og stór- borgarlífið mikil tilbreyting og skemmtileg okkur sveitafólkinu. Vissulega á borgin sínar erfiðu og neikvæðu hliðar, en það á sveitin líka þótt í ólíku sé. Tengt dvölinni í Jónshúsi er stutt ferð til Rómar, en þar náði tilfinningin um dá- samlega upplifun hámarki, eink- um í eftirminnilegri þriggja stunda biskupsvígslu í Péturs- kirkjunni og 12 þúsund manna móttöku hjá páfa, þar sem hann mælti á sjö tungum, en á báðum stöðum var lúterskum prestshjón- um norðan úr álfu vísað til sætis innarlega á bekk. Heimsviðburðir margir eru eft- irminnilegir eins og títt er um slíka, en því miður allflestir öm- urlegir, svo sem fjöldamorðin í Líbanon, stríðsrekstur víða í heiminum, meðal annars hjá grönnum okkar, Bretum, hernað- urinn í Afghanistan og herlög í Póllandi, en fregnirnar um friðar- drauma þjóðanna eru þó gleði- legar og efling friðarhreyfinga víða um heim er það, sem helzt skal minnzt frá árinu 1982. Úr heimi stjórnmálanna hér á landi er einkum minnisstætt, að ríkisstjórnin skyldi halda velli þótt einn þingmaður hennar brygðist og mjóu virtist muna vik- um saman. Við hið skyndilega fráfall hins ástsæla fyrrverandi forseta, Kristjáns Eldjárns, setti þjóðina hljóða og er hans saknað af öllum almenningi. Ógleymanleg verður mér alvörustundin í Dómkirkj- unni við ' útför hans. En maður kemur í manns stað og stoltir máttum við íslendingar vera af forseta okkar, Vigdísi Finnboga- dóttur, í ferðum hennar bæði til granna okkar Grænlendinga til þúsund ára minningarhátíðar um Grænlandsfund Eiríks rauða og enn vestar um haf til hinnar miklu norrænu sýningar á megin- landi Ameríku síðar. Ekkert hefur glatt mig meira en sigurför okkar glæsilega forseta, og hneigist ég æ oftar til að segja „þetta vissi ég alltaf“. Eitt og annað hefur gerzt merkilegt hér á Norðurlandi vestra á árinu og skal fyrst fræga telja Blönduvirkjun. Þar sem ég hef fórnað nokkru sálarþreki í baráttunni fyrir þann málstað, þótt stundum væri erfitt um vik, hlýt ég að nefna feginleik minn, þegar framkvæmdir hófust við virkjunina á árinu. Þá voru ýmis meiri háttar mót og hátíðir haldnar hér í Skagafirði í sumar, sem lengi verður minnzt, prestastefna Islands á Hólum í júnílok í dýrlegu veðri, 100 ára af- mæli Hólaskóla í júlíbyrjun í af- leitu veðri, sudda og rigningu, og svo auðvitað hið margumrædda landsmót hestamanna í ýmsum veðrabrigðum. En fyrst farið er að nefna veðrið, þá virðist enn ætla að ásannast, að síðari hluti aldar verði kaldur, og má minnast síð- asta vors, sem aldrei kom, a.m.k. hér nyrðra, sumarsins svala og september, sem var kaldastur í áratugi. Minningin um veðrið á útlíðandi ári er því ærið kaldrana- leg, þótt önnur minni ylji. Séra Jón A. Baldvinsson, Staðarfelli, S-Þingeyjarsýslu Þegar á heildina er litið má segja, að það ár sem er að kveðja hafi verið fremur hagstætt bænd- um í Ljósavatnshreppi og Bárð- ardal. Síðastliðinn vetur verður þó að teljast með þeim lengri og erf- iðari, sem hér hafa komið um langt árabil. Mátti segja að hann legðist að með fannfergi í október- byrjun og linaði ekki á fyrr en í apríl. Þá kom blíðviðriskafli, sem þó reyndist skammgóður vermir, því um mánaðamót kom hann á norðan með versta veður og fann- burð. Sérstaklega er minnisstæður 2. maí, þá var fermt í Þór- oddsstaðarkirkju í stórhríðar- veðri. Sauðburður var bændum erfið- ur því ekki var albatnað fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Það lætur að líkum að bændur fyrndu ekki eftir slíkan vetur og þar sem spretta fór ákaflega hægt af stað leist mönnum ekki meira en svo á blikuna. En um miðjan júlí kom einhver mesti hita- og þurrkakafli í manna minnum. Stóð hann í þrjár vikur sámfellt og var ævin- týri líkast að fylgjast með heyöfl- uninni þann tíma. Því voru bænd- ur allvel undir vetur búnir. Haust- ið hefur leikið við okkur og er varla hægt að segja að vetur hafi gengið í garð fyrr en undir jól. Hér eru berjalönd góð og var berjaspretta sæmileg. Laxveiði í Skjálfandafljóti og Djúpá olli vonbrigðum og hafa menn áhyggj- ur af þróun þeirra mála. Þrátt fyrir þrengingar í landbúnaðinum láta menn ekki deigan síga hér um slóðir. Eru menn að leita fyrir sér um nýjar leiðir. Einn bóndinn hef- ur fengið sér ullarkanínur, og refarækt er á döfinni hjá öðrum. Ekki verður því þó á móti mælt, að skortur á atvinnutækifærum utan hins hefðbundna búskapar Sníður mönnum nokkuð þröngan stakk. Félagslíf er hér þlómlegt. Á svæðinu starfa tvö ungmennafélög og halda uppi margháttaðri starfsemi. Annað þeirra, Einingin í Bárðardal, hélt upp á 90 ára af- mæli sitt á aðventu. Kvenfélög starfa einnig af kappi, svo og bún- aðarfélög og Lions-klúbbur. Þá er sönglíf mikið og almennt. Kirkju- kórar æfa reglulega og vel við all- ar kirkjurnar þrjár og Karlakór- inn Hreimur, sem að hluta til er skipaður mönnum af þessu svæði, starfaði mikið á síðastliðnu ári. Kom söngur hans út á hljómplötu á haustdögum. Hér stunda menn einnig skáldskap eins og vera ber. Á árinu kom út ljóðabók eftir roskinn bónda hér í sveitinni, Jón Jónsson í Fremstafelli, sem um langt árabil hefur varið stopulum frístundum sínum til ljóðagerðar. Um síðastliðin áramót varð Lundarbrekkukirkja í Bárðardal 100 ára. í tilefni af því ákvað söfn- uðurinn að fegra hana og bæta eftir föngum. Þetta er merkilegt hús, hlaðið úr steini, og var smíði þess afrek á sínum tíma. endur- bæturnar á kirkjunni tókust með ágætum og var hátíðarstemning í Dalnum þegar hún var að nýju tekin í notkun við guðsþjónustu á annan sunnudag í aðventu. Á ár- inu var unnið að undirbúningi að nýrri kirkju á Þóroddsstað. Við áttum hér indæla jólanótt í sannkölluðu jólaveðri. Friðarljós- in, sem fólk tendraði í gluggum sínum blikuðu og skiluðu boðskap sínum boðleið frá sjó til innstu dala. En veðrið setti hátíðahöldin út af sporinu á jóldag og varð prestur að láta sér lynda að koma ekki á nema einni hátíðarmessu þann daginn og engri síðan. Þráð- urinn verður þó tekinn upp þegar tækifæri gefst, enda halda menn skylduglega jól hér i 13 daga að gömlum og góðum sið. Sigurður Þórðarson, Súðavík í febrúar á þessu ári var mikill flutningur á fólki hér á staðnum. Tekin var í notkun átta íbúða blokk og var flutt í allar íbúðir þar. Ennfremur voru aðrar fjöl- skyldur sem skiptu um húsnæði, þ.e.a.s. 11 fjölskyldur voru að flytja sama dag og þykir það mik- ið á svona litlum stað. Á vegum hreppsins var í sumar endurbyggð vatnsveita, en ný stífla var byggð og aðallögn endurnýjuð niður í byggð. Verk- taki var Karl Þórðarson Bolung- arvík og gekk það verk ágætlega. Aðalframkvæmdir á hraðfrysti- húsinu Frosta hf. voru að færa rækjuvinnslu frá Langeyri, þar sem hún hafði verið starfrækt áð- ur, í sama húsnæði og fiskvinnsl- an er nú. Þetta er nýr og fullkom- inn vinnslusalur. Rækjupillunar- vélarnar eru þær sömu og voru á Langeyri, en annar útbúnaður nýr. Hönnun á verksmiðjunni sá Matcon í Kaupmannahöfn um. Voru tveir menn frá þeim í hálfan annan mánuð í haust við uppsetn- ingu á tækjunum. Haukur Ág- ústsson rafvirkjameistari sá um allt sem að rafmagni sneri og er ekki hægt að sjá annað en að þetta sé fullkomnasta rækjuvinnsla sem völ er á í dag, framkvæmdin öll til fyrirmyndar. Framkvæmdastjóri hjá Frosta hf. er Börkur Ágústs- son. Sumarafli hjá rækjubátunum Sigrúnu og Val, en þeir voru á út- hafsrækju, var samtals 169 tonn. Haustvertíðarafli rækjubáta, en þeir eru fjórir og voru að veiðum í þrjár vikur, var 82.788 tonn. Bessi IS 410 er búinn að landa í dag, 28. desember, 4.550 tonnum. Eina húsið sem er hér í byggingu er leikskóli sem er orðinn fokheldur og eru fáeinar konur sem standa að þeirri framkvæmd. Einstakl- ingar, félagasamtök, hraðfrysti- húsið og Lion hafa styrkt þær með fjárframlögum og vinnu og kunna þær þeim góðar þakkir fyrir. Hér hefði þurft að byggja meira því eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði er mikið og skortur á vinnuafli. Jólaljósin eru hér með meira móti, enda veður með eindæmum gott. Jólasnjóinn vantar ekki því jörð er hér alhvít. Félagar úr slysavarnadeild Súðavíkur brydd- uðu upp á þeim nýjungum að gefa fólki kost á að koma með pakkana í hús þeirra. Síðan klæddust þeir jólasveinabúningum og færðu börnunum gjafirnar á snjósleða og vakti það mikla kátínu. Snjósleð- ann hafði björgunarsveitin nýlega fengið. Guðsþjónusta var á annan í jól- um og voru tvö börn skírð. Kirkju- sókn var með ágætum, enda veður gott. Júlíus Kristjáns- son og Trausti Þorsteinsson, Dalvík Nú um þessi áramót er eins og víðar annars staðar hér á landi dauft hljóð í atvinnurekendum á Dalvík og hefur atvinnuleysis- draugurinn látið vita af sér. Nú í desember voru 30 manns skráðir atvinnulausir, en segja má að það hafi heyrt til undantekninga ef menn hafa farið á atvinnuleysis- skrá hér undanfarin ár. Bátaút- gerð hefur færzt mjög í vöxt hér og hafa margir útgerðarmanna reist mikil verkunarhús og lagt í miklar fjárskuldbindingar. Nú sitja útgerðarmenn uppi með mik- ið af fiski, einkum skreið, og hafa ekki getað losað um fjármagn, sem í henni liggur og eiga því erf- itt með að standa í skilum og bitn- ar slíkt auðvitað fyrst á bæjarfé- laginu. Á þessu ári hefur sá afli, sem borizt hefur hér á land, reynzt vera álíka og 1981. Afli línu-, neta- og færabáta er um eitt þúsund tonnum minni en í fyrra, en togar- ar og togbátar hafa aflað um 800 tonnum meira. Þess ber þó að geta, að í ár bættist í togaraflota Dalvíkinga nýtt togskip, Baldur EA 108. Samtals bárust hér á land af þessum skipum um 13.200 tonn. Síldarafli varð nokkur og bárust 337 tonn á land og þar af voru saltaðar 2.100 tunnur. Skipakomum í Dalvíkurhöfn hefur stórfækkað á þessu ári, en samkvæmt upplýsingum frá ný- ráðnum hafnarverði, Garðari Björnssyni, hefur skipakomum fækkað úr 129 á síðasta ári í 94 í ár. Þó hefur útflutningur aukizt töluvert að magni til, en innflutn- ingur dregizt saman og veldur þar mestu um að bæði sementi og fóð- urbæti er nú skipað á land á Ákur- eyri og flutt á bílum til Dalvíkur. Samkvæmt úttekt forðagæzlu- manna í Dalvík og í Svarfaðardal er nokkur fækkun á sauðfé, en kúastofn svipaður og á síðastliðnu ári. Hey eru heldur minni, en heygæði eru talin heldur betri. Á þessu ári hafa samgöngur á landi við Dalvík stórum batnað og ber þar hæst nýja brú yfir Svarfaðar- dalsá við Árgerði. Stórbætur hafa orðið á veginum og er nú allur vegurinn milli Akureyrar og Dal- víkur uppbyggður með varanlegu slitlagi, að undanskildum 6 kíló- metrum sem væntanlega verða frágengnir á næsta ári. Megum við Dalvíkingar vel við una miðað við mörg önnur byggðarlög. Nokkur samdráttur hefur verið í verklegum framkvæmdum á Dal- vík, einkum á sviði íbúðar- bygginga. Þá hafa hafnarfram- kvæmdir svo til algjörlega legið niðri á árinu, en á vegum Dal- víkurbæjar voru nokkur umsvif í gatnagerð, endurbótum á hita- og vatnsveitu og jafnframt unnu ur.glingar að fegrun og snyrtingu á bæjarlandinu og miðar þar í rétta átt. Nokkur vaxtarbroddur hefur verið hér í skólamálum á þessu ári. Tónlistarskólinn er að rísa úr þeirri öskustó, sem hann var í um tíma er nú í haust tókst að ráða erlendan tónlistarkennara að skólanum, Colin P. Wirr að nafni. Aðsókn að skólanum hefur farið fram úr öllum vonum og er hann nú yfirsetinn. Á þessu ári var áfram unnið að skólabyggingu og hefur nú allt húsnæði fyrsta áfanga skólabyggingar verið tekið í notkun, enda þótt ekki sé full- frágengið. Nú í vor voru fyrstu skipstjór- arnir útskrifaðir frá Dalvíkur- skóla með fyrsta stig eða 120 tonna skipstjórnarréttindi. Eru þetta tímamót í sögu skólans því þetta mun í fyrsta skipti, sem menn eru útskrifaðir frá skólan- um eftir réttindanám. Níu nem- endur útskrifuðust með ágætisár- angur og er mikill hugur hjá skólamönnum að framhald verði á. Mikil umskipti urðu í bæjarmál- um við sveitarstjórnarkosningar nú í sumar. Urslit kosninga komu mjög flatt upp á alla, en fram- sóknarmenn unnu hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn eftir að hafa myndað meirihluta með Alþýðu- bandalagi síðasta kjörtímabil. Hvað olli þessum mikla sigri framsóknarmanna kann enginn skýringu á, en eins og gefur að skilja eru ýmsar getgátur á lofti. Miklar mannabreytingar urðu í bæjarstjórn og er nú aðeins einn bæjarfulltrúi úr fráfarandi bæjar- stjórn. Jafnframt urðu miklar breytingar á skrifstofum bæjar- ins, ráðinn var nýr bæjarstjóri, bæjarritari og bæjarbókari. Vissulega má segja, að árið 1982 sé tímamótaár. Að loknum hverj- um sveitarstjórnarkosningum þegar nýir menn taka við stjórn bæjarmála ríkir alltaf óvissa um hvort þeir hafa þor og dug til að hrinda í framkvæmd þeim stefnu- málum, sem boðuð voru kjósend- um fyrir kosningar og hvernig til tekst að vinna úr sameiginlegum sjóði ibúanna. Hvort árið 1982 markar tímamót í sögu Dalvíkur með tilkomu nýrrar bæjarstjórn- ar, þar sem Framsóknarflokkur- inn hiaut í fyrsta skipti hreinan meirihluta, kemur í ljós að kjör- tímabilinu loknu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.