Morgunblaðið - 31.12.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.12.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 51 * 4. timferð Olympíumótsins: Vonir Ungverja urðu að engu Stórsigur Tékka yfir Svíum voru þau úrslit sem mesta athygli vakti rjóröa dag Olympíumótsins. Aö- eins Andersson gerði jafntefii viö Hort, en ungu Svíarnir á hinum boröunum þremur, þeir Schiissler, Karlsson og Schneider, töpuðu fyrir stórmeisturunum Smejkal, Ftacnik og Plachetka. Þar með voru Tékkar komnir í efsta saetið ásamt Sovétmönnum, sem þó lögðu Júgóslava að velli 2Vt—V/i. Sú viðureign var mjög sviptinga- söm og um tíma voru jafnvel líkur á að Rússar myndu tapa henni. All- ar skákirnar fjórar fóru í bið og virtist að af Rússunum hefði að- eins Kasparov vinningsmöguleika gegn Gligoric, en á hinum borðun- um stóðu Júgóslavar betur. Rússar brugðu þá á það ráð að bjóða jafntefli, 2—2, en því var hafnað. Þá buðu Rússar 1 'k —1 'k og að Karpov og Ljubo- jevic myndu halda áfram að tefla. í þeirri skák hafði Júgó- slavinn aðeins smávægilega vinningsmöguleika þannig að þessu tilboði var einnig vísað á bug. Síðan hófst taflmennskan og fljótlega kom í ljós að Kasp- arov hafði fundið örugga vinn- ingsleið gegn Gligoric. Skömmu síðar sömdu þeir Beljavsky og Kovacevic og daginn eftir lauk hinum skákunum tveimur einnig með jafntefli, því Tal tókst með þrautseigju að hanga á endatafli með peði minna gegn Ivanovic. Nú þegar var komið í ljós að sigurvegararnir í Buenos Aires 1978, Ungverjar, myndu ekki taka þátt í baráttunni um efsta sætið, því þeir töpuðu óvænt l'A—2'Á fyrir Argentínu. Frá- bær frammistaða þeirra á tveimur undanförnum ólympíu- mótum hafði komið geysilega á óvart því á pappírnum virtist sveit þeirra standa hinni rússn- esku langt að baki. En nú náðu þeir ekki upp sama kraftinum og áður og burðarásarnir, Portisch, Ribli og Sax, virtust allir hafa hrokkið í óstuð í einu. Getgátur voru uppi um það að þreyta eftir millisvæðamótin í sumar hefði háð þeim og kann það að vera rétt, en þá hefðu fleiri en þeir haft ástæðu til að tefla illa. Islenzka sveitin var fremur heppin með andstæðinga í þess- ari umferð þar sem var titillaust lið Ný-Sjálendinga. Góður sigur fleytti okkur líka langt upp á við: ísland — Nýja-Sjáland 3—1 Guðmundur — Small Vi — 'fa. Jón — Sarapu 1—0 Helgi — Nokes 1—0 Smith — Jóhann 'k — 'k Andstæðingur Guðmundar náði snemma að skipta upp á miklu liði og fjaraði skákin síðan út í jafntefli. Sarapu, sem Jón tefldi við, er gamalreyndur al- þjóðameistari sem gerir sér eng- ar grillur um að hann geti unnið ungu meistarana, en stillir liði sínu jafnan upp til varnar og heldur sér fast. Á þann hátt stóð hann t.d. lengi í Kasparov í fyrstu umferðinni. Gegn Jóni gekk hræðslutaflmennska þessi eftir áætlun lengi framan af, en þá gerðist Ný-Sjálendingurinn djarfur á röngu augnabliki, gleypti eitrað peð og tapaði. Helgi vann sína skák örugg- lega með hvítu eftir miklar sviptingar í tímahraki þar sem báðum urðu á mistök eins og gengur. Jóhann hafði greinilega ekki jafnað sig eftir áfallið gegn Albaníu og fékk mjög erfiða stöðu eftir byrjunina. Andstæð- ingur hans missti hins vegar af beztu leiðinni og þá fékk Jóhann unnið. En þá fataðist honum aft- ur og Smith sást jafnvel yfir vinningsleið í tímahraki áður en Marga rak I rogastans er þessi mynd af Kasparov birtist í mótsblað- inu margumtalaða með myndatextan- um: „Hvað gerir þennan mann fremri öllum öðrum skákmönnum í heimin- um?“ Að vísu eru ýmsir á þeirri skoðun að Kasparov sé þegar orðinn beztur, en það er annar maður sem á þessa upphefð skjalfesta, Anatoly nokkur Karpov. Síðar kom fram að prent- villupúkinn hafði verið með í spilinu og þessi texti átti að vera undir mynd af Karpov. Heimsmeistarinn var auð- vitað beðinn afsökunar á þessum óútskýranlegu mistökum, en það hef- ur líklega bætt lítið úr skák, því það versta er að Karpov er geysilega hjá- trúarfullur. þessari æsispennandi skák lauk á sanngjarnan veg með jafntefli. Staðan eftir fjórar umferðir: 1.—2. Sovétríkin og Tékkóslóv- akía 13 v. 3.-4. Sviss og V-Þýzkal. !2 v. 5.-8. Holland, Argentína, Júgó- slavía og Austurríki 11 Vfe v. 9.—14. Bandaríkin, England, Búlgaría, ísrael, ísland, Dan- mörk 11 v. Hvítt: Sarapu (Nýja-Sjálandi) Svart: Jón L. Arnason Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. b3 — b6, 4. c4 — Bb7, 5. Rc3 — Rc6, 6. Bb2 — Rf6, 7. Be2 — a6, 8. (M) — Db8! Athyglisverð hugmynd. Eftir 8. — d6, 9. d4 — cxd4,10. Rxd4 er komin upp vel þekkt staða þar sem viðurkennt er að hvítur stendur heldur betur. 9. h3 — Bd6, 10. Hel — 0-0, 11. Bfl - Rd4, 12. d3 — Rxf3+, 13. Dxf3 — Bh2+, 14. Khl — Be5, 15. Habl — Dc7, 16. Re2 — Bxb2, 17. Hxb2 — d5 Hvítur hefur ekki teflt af miklum innblæstri, en leitast við að ná uppskiptum. Svarti hefur á meðan tekizt að ná til sín frum- kvæðinu. 18. exd5 — exd5, 19. Dg3 — De7, 20. Hbbl — Hfe8, 21. Kgl — Hac8, 22. a3 — h6, 23. Rd4! — Dd7 23. — Dxel, 24. Hxel — Hxel, 25. Rf5 er svörtum auðsjáanlega óhollt. 24. Rf3 — dxc4, 25. bxc4 — Hxel, 26. Rxel — b5, 27. cxb5 — axb5, 28. Rc2 — Bd5, 29. Re3 — Be6, 30. De5 — I)d4, 31. Rg4 — Dxe5, 32. Rxe5 32. — c4!, 33. Hxb5? Hvítur hefði átt að halda áfram að vera lítilþægur og leika 33. dxc4 — bxc4, 34. Hcl — c3, 35. Bd3 33. — c3, 34. Hbl — c2, 35. Hcl — Bb3, 36. Rc4 — Rd5, 37. Be2 — Rc3, 38. Bg4 — f5!, 39. Bxf5 — Re2+, 40. Kfl — Rxcl og hvítur gafst upp. Eftir að hafa orðið neðstur á millisvæðamótinu í Moskvu náði argentínski stórmeistarinn Quinteros sér nú vel á strik og innsiglaði sigur sveitar sinnar yfir Ungverjum. Hvítt: Quinteros (Argentínu) Svart: Portisch (Ungverjalandi) Drottningar-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. g3 — Ba6, 5. be — Bb4+, 6. Bd2 — Be7, 7. Bg2 — Bb7, 8. 0-0 — 0-0, 9. Rc3 — Ra6 Þessi staða kom einnig upp í skákinni Torre-Portisch, milli- svæðamótinu í Toluca í sumar. Sem aðstoðarmaður Torre á því móti hefur Quinteros greinilega velt stöðunni mikið fyrir sér. 10. Bcl!? — d5, 11. Bb2 — c5, 12. Re5 — Rc7? Betra en 12. — Hb8 13. dxc5 — bxc5, 14. Ra4 — Hc8, 15. IIcl — Ra6, 16. Rd3 — Re4, 17. e3 — dxc4, 18. Hxc4 — f5, 19. Rc3! — Rxc3, 20. Bxc3 — bxg2, 21. Kxg2 — Dd5+ I fljótu bragði virðist þessi skák leysa vandamál svarts, en hvítur á mjög öflugt svar: 22. e4! — fxe4, 23. Rf4 — Dc6 Eftir skákina sagði Portisch að hann hefði ætlað að fórna skiptamun á f4, en sá nú að eftir 23. - Hxf4, 24. gxf4 - Hf8, 25. Dxd5 — exd5, 26. Ha4 væri mót- spil svarts ófullnægjandi. 24. Dg4 - e3+, 25. Kgl - exf2+ Eftir þetta verður hvíta sókn- in óstöðvandi. Reynandi var 25. - e5, 26. Bxe5 - Bf6. 26. Hxf2 — Bf6, 27. Rxe6 — h5, 28. I)f5 — Bxc3, 29. Rxf8 — Bf6, 30. Rh7! — Bd4, 31. Hxd4 og svartur gafst upp, því eftir 31. — cxd4 leikur hvítur 32. Rg5. Vib sendum landgrriönnum öllum ógkir um fargaeld á nýju ári og þökkum ánaegjulegi gamgfarf EIMSKIP * w

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.