Morgunblaðið - 31.12.1982, Page 29

Morgunblaðið - 31.12.1982, Page 29
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 61 i7Él?akandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Náttúrulækningafélag Reykjavíkur Þeir sem enn eiga eftir að greiöa félagsgjöld sín og vilja halda félagsréttindum sinum þurfa aö hafa greitt þau fyrir áramót. Tekið veröur á móti greiöslum á skrifstofu fél. aö Laugaveg 20B virka daga frá 2—5. Stjómin. Þessir hringdu Látum trén í friði Fyrirspurn til stjórn- ar Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur Félagsmaður skrifar: „Nú fyrir örfáum dögum birtist í Morgunblaðinu auglýsing frá stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur um að þeir félags- menn, sem vilji halda réttindum sínum í félaginu, geti komið á skrifstofu félagsins að Laugavegi 20B fyrir áramót og greitt þar ársgjöld sín. Þetta er einkennileg auglýsing. Flest félög munu innheimta árs- gjöld félaga sinna með gíróseðlum og þannig hefur það einnig verið í þessu félagi undanfarin ár, en nú hafa engir gíróseðlar borist. Ekki er hægt að réttlæta þessa inn- heimtuaðferð með því, að félagið sé að spara kaup á gíróseðlum, frí- merkjum og vinnu, því að í stað- inn kemur, að miklu færri greiða gjöld sín, félagið fær minni pen- inga inn. Er engin félagaskrá til, svo að hægt sé að senda út gíró- seðla á nöfn til innheimtu félags- gjalda? Eða er enginn mannskap- ur á skrifstofu til að annast starf- ið? Hvers vegna var dregið svona lengi að birta þessa auglýsingu, alveg fram undir jól, þegar ann- ríki er hvað mest, fólk sér kannski ekki auglýsinguna og hefur ekki tíma. Núna í dag, þriðjudag 28. desember, er auglýsingin birt aft- ur í blaðinu, þegar alveg er komið að áramótum, og þá er frestur út- runninn til að greiða ársgjöldin. Eftir það má samkvæmt lögum, (ef ekki er búið að breyta þeim) strika út úr félaginu alla þá, sem skulda tveggja ára gjöld eða meira. A.Kj. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mér finnst jóla- trésala Skógræktarfélagsins hel- bert hneyksli. Að höggva tré sem tekur 10 ár að ná sæmilegri hæð, í okkar bera og hrjóstruga landi, til að selja á jólamarkaði, það er fjar- stæða, ekki hvað síst með það í huga að verðið er á við andvirði eins blómvandar og tilgangurinn að nota ágóðann til að rækta fleiri tré. Nei, látum trén í friði og flytj- um jólatrén inn frá löndum sem bjóða betri og hraðari vaxtarskil- yrði. Okkur veitir ekki af öllu sem hér nær að vaxa til að veita okkur yndi úti í náttúrunni og öðrum gróðri skjól í erfiðri veðráttu. Gott væri að fá svör við þessum spurningum. En það er skoðun greinarhöf- undar, að lagagreininni, sem heimilar útstrikun úr félaginu vegna skulda, verði ekki beitt, þeg- ar gjöldin eru ekki innheimt (með gíróseðlum)." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir ganga í fötum hvors annars. Rétt væri: Þeir ganga hvor í annars fötum. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! lRússarbrSínayfir| 100 Afgani til bana I SOVÉSKIR hrrmeaa breaaoa 1 , m.h 105 Afgam lifaadi þefar | bj»,rrt r™ 1 m h»f» b*r“rt >* daeldu þeir eldfimum efnum inn i göngin og báru eld að I Knvkurinn af brunnu holdi <* eitraðar gufur komu í veg fynr að aðrir þorpsbúar gitu aótt likin fyrr en eftir aðlarhring Að aðgn vitna voru aovéaku hermenmrnir ' í nérstökum aamfeatingum. með I vaagrimur og hanska á höndum þegar þeir köatuðu tveimur gul ^ hylkjum á atærð viö oliu- tunnur inn l áveitugöngin monnum. aft Sovétmenn haíi gert I harftar loftáráair á mörg þorp ■ fyrir norftan K.WI i mánufti «g dr»P>* *m k ,ZOi skuli lepja þessar augljósu áróð- ursfréttir gagnrýnislaust, spúa þeim daglega og oft á dag yfir þjóðina og skuli þar að auki leggja þetta að jöfnu eða jafnvel taka fram yfir fréttir frá viðurkennd- um fréttastofum vesturlanda. Sé nokkur í vafa um áreiðanleika vestrænna fréttastofa, og allt að því taumlausa gagnrýni á eigið þjóðskipulag, væri hollt að minn- ast réttmætrar meðhöndlunar þeirra á Nixon Bandaríkjaforseta í Watergate-málinu og var þó eng- inn drepinn þar. út árið 1981, og er viðurkennd sem einn allra fróðasti einstaklingur á vesturlöndum um hryðjuverka- starfsemi í heiminum í dag. Hefur hún með skrifum sínum og rann- sóknum margsannað óumdeilan- legan þátt sovésku leyni- þjónustunnar, KGB, í þeirri starfsemi. Helst eru ekki lesnar upp yfir- lýsingar vestrænna þjóðarleið- toga, nema strax á eftir fylgi „frétt frá TASS“, sem gerir slíkar yfirlýsingar tortryggilegar eða rangtúlkar þær á ýmsa vegu. Ann- ar fréttaflutningur í svipuðum dúr er t.d. frétt, sem tvílesin var í út- varpinu þann 12. desember, þar sem í fyrri fréttatímanum er greint frá því, að Bandaríkjafor- seti hafi hafnað tillögu Sovét- stjórnarinnar um að Sovétmenn fækki SS-20 eldflaugum, sem mið- að sé á V-Evrópu, um helming gegn því að hætt verði við fyrir- hugaða uppsetningu Pershing- eldflauga og stýriflauga í V-Evr- ópu. Tekið er fram, að ástæðan fyrir því að þessu tilboði sé hafn- að, sé sú, að þá verði Sovétmenn einir um slíkan vopnabúnað í Evr- ópu. í síðari fréttatímanum er sami lestur um hið göfuga tilboð Sovétmanna, en ástæðunni fyrir því að Bandaríkjamenn hafna til- boðinu er algjörlega sleppt. Hér er að sjálfsögðu um mjög grófa fölsun á fréttaflutningi að ræða í síðari fréttatímanum, þar sem áróður Sovétmanna er lesinn óbreyttur og göfugu tilboði þeirra hafnað af Bandaríkjamönnum án nokkurra skýringa, og hlustend- um, sem ekki heyrðu fyrri frétt- ina, látið eftir að túlka þetta t.d. sem neitun vígóðra Bandaríkja- manna við göfugu tilboði friðelsk- andi Sovétmanna. Þegar haft er í huga það ómennska lokaða kerfi, sem býr að baki þessum austur-evrópsku „fréttastofum", fer ekki hjá því að menn hugleiði í fyllstu alvöru hver ástæðan geti verið fyrir því að ríkisfjölmiðlar í vestrænum lýð- ræðisríkjum, svo sem íslandi, Lengur verður ekki unað við fréttaflutning ríkisfjölmiðlanna, þá sérstaklega fréttastofu út- varpsins, og er greinilegt að stjórn þeirrar stofnunar veldur ekki á nokkurn hátt hlutverki sínu. Er í því sambandi skemmst að minn- ast neitunar fréttastjóra að mæta á boðaðan fund útvarpsráðs. Það er því kominn tími til og þótt fyrr hefði verið, að einstaklingar taki sig saman og setji á stofn það sem nefna mætti „fréttavakt", þar sem fylgst væri reglulega með, og að- hald gefið, þessum austrænu áróð- ursmeisturum í ríkisútvarpinu og niðurstöður birtar í dagblöðunum. Fróðlegt væri að sjá undirtektir lesenda hér á síðum Velvakanda." 83? SIG6A V/öGA £ invt&4W Innilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig og heidr- uðu meö skeytum, gjöfum og heimsóknum á áttræöis- afmæli mínu þann 20. desember sl. GuÖ blessi yklcur öU. ÁRNISIGURÐSSON, BJARKARLANDI. Vetrarnámskeiðin hefjast 13. janúar og standa yfir til páska Mikiö er um nýjungar hjá Mími í vetur. Fjöldi samtalsflokka hjá Englendingum. Síödegistímar, morguntímar og kvöldtím- ar fyrir fulloröna. Franska og spánska. Létt námsefni í þýzku. íslenzka fyrir útlendinga. Nýr byrjendaflokkur barna í ensku. Mímir Sími 10004 og 11109. (Kl. 1-5 e.h.) F i • f J- HATmABHflBAWA Camlársdagur kl. 11-13.30 Nýársdagur kl. 16-23.30 Alla aðra daga er opið eins og venjulega kl. 11-23.30 Þökkum viðskiptin á árinu SVARM PAININAIN Hraórétta veitingastaóur íhjarta borgarinnar O áhorni Tryggvagötu og Pósthússtrætis Sími 16480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.