Morgunblaðið - 31.12.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 31.12.1982, Síða 31
ARTHUR MTLIJ Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi sér Ishida Cosmíc-tölvu og við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika: ★ Vatnsvariö takkaborö .................. = Minni bilanatíöni ★ Vog og prentari sambyggt .............. = Minni bilanatíðni ★ Hægt aö setja inn 5 föst einingaverö .... = Fljótari afgreiösla ★ Margföldun og samlagning .............. = Fljótari afgreiösla ★ Prentun meö föstu heildarveröi ........ = Fljótari afgreiösla ★ Sjálfvirk eöa handvirk prentun ........ = Hentar hvort sem er ★ Fljótlegt aö skipta um miöarúllu viö afgreiöslu eöa ★ Hægt aö taka út summu (tótal) alls viö pökkun, bakatil sem vigtaö er yfir daginn eöa í verslunum. hvenær sem er ★ Tvær dagsetningar, pökkunardagur og síðasti söludagur. Nýjar og eldri pantanir óskast staðfestar Þessir eiginleikar hafa í för meö sér aö Ishida Cosmic passar jafnt fyrir uppvigtun og afgreiöslu í stórmörkuöum sem í smærri verslunum og viö verksmiðjupökkun. «1 sjávarfiskurs, MELABRAUT 17 HAFNARFIROI S. 51779 bVKtftn I Kl'l nv/CPft 1___W6M\ hÖKKUM VIÐSKIPTIN Vorumarkaöurmn hf sefn HAGKAUP t/OGQtfER ,5. r ■ 1 1 ■■■ ■ ■ ■ JU MATVORUMARKADLR $KJÖRBÚÐIR $ K.S.K. GRINDAVÍK MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Það er komin 5 ára reynsla af ISHIDA — tölvuvogum og ekki sídri reynsla af þjónustu NnsUM NAKVAEMNI — HRADI — ORYGOI , | 'sf ISHIDA tölvuvogir V ' l ff NAKVÆMNI — HRAÐI — ORYGGI Allar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir NatllM bf Sími: 82655 Nú er rétti tíminn tii að fá sér: Litlu vogina með stóru möguleikana LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn ffyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Nýjung: „Superstærð“ 10x15 cm UÓSMYNDAÞJONUSTAN S.F.I ILAUGAVEG1178 REYKJAVIK SIMI 85811 Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Arthur. Leikstjóm og handrit: Steve Gordon. Tónlist: Burt Bacharach. Myndatökustjóri: Fred Schuler. Það er einkennilegt hve millar eiga oft erfitt í bíómyndum. Til dæmis ríka og fína fólkið í Dall- as sem virðist bera kross heims- ins á herðum eða þá Arthur Bach í samnefndri jólamynd Austurbæjarbíós sem er svo ósköp óhamingjusamur að hann næstum afneitar 750 milljónum dala til að gerast hversdagslegur launaþræll. Það skyldi þó ekki vera að ríka og fína fólkið sem framleiðir kvikmyndirnar bregði upp svo neikvæðri mynd af eigin lifnaðarháttum í þeirri von að við meðalmenn missum alla löngun til auðsöfnunar. Áður fyrr var ætíð dregin upp glæsi- leg mynd í kvikmyndum af lifn- aðarháttum ríka og fína fólks- ins. Sennilega hefur það verið öruggara með auð sinn og völd en nú er og talið sig hafa efni á að veita þeim sem aldrei verða ríkir smáhlutdeild í draumalíf- inu. En nú á sum sé ríki maðurinn bágt í bíó. Það er til dæmis af- skaplega átakanlegt að fylgjast með baráttu fyrrnefnds Arthurs þegar hann kemur í eina lúxus- verslunina og pantar óvart tólf grænar peysur en man svo allt í einu eftir því að hann gengur ekki í peysu. Arthur er ekki van- ur að sýna smásálarhátt og því kaupir hann peysurnar. Þannig gengur annars líf Arthurs milla. Hann á í stöðugri baráttu við sinn innri mann: Á ég að kaupa þetta eða hitt, sofa hjá þessari eða hinni hórunni, drekka vodka fyrir eða eftir mat? En hvers vegna er Arthur hinn auðugi svona óákveðinn? Ástæðuna fáum við að vita er myndin kynnir föður hans og ömmu en þessi skötuhjú stjórna lífi Arthurs sem er nánast eins og oflaunaður vikadrengur í fjöl- skyldufyrirtækinu. Sannast hér máltækið: Margur verður af aur- um api. Arthur er ósköp venju- legur maður sem ekki hefir átt þess kost að berjast fyrir lifi- brauðinu né taka sjálfstæðar ákvarðanir. Faðir hans og amma sjá um hið veraldlega stúss og veita stöðugt peningum inná bankareikninginn. Utkoman verður auðvitað sú að Arthur kemst aldrei út úr barnaher- berginu. Eg tel að margur uppal- andinn hafi gott af því að sjá þessa mynd. Hún sýnir okkur svart á hvítu hvernig fer fyrir þeim sem sviptir eru sjálfs- ákvörðunarréttinum. Hversu innantómt líf slíks fólks verður hafi það ekki nægilega sterkan vilja til að rífa sig upp úr hinu verndaða umhverfi og skella sér út í lífsbaráttuna. Það kann að vera að ríkt fólk sé að þessu leyti verr statt en fátækt þar sem lífsbaráttan kemur meira af sjálfu sér hjá þeim sem verða að berjast fyrir hverri krónu. Dudley Moore leikur Arthur af alkunnri færni. Samt finnst mér karlinn ekki ná því flugi sem honum er eiginlegt. Arthur er á stöðugu fylleríi en Dudley Moore gengur nokkuð erfiðlega að sannfæra mann um að hann sé fullur. Þá er sú brotalöm í handritinu að skyndilega — í trúlofunarveislunni þar sem til- kynnt er um opinberun Arthurs og stúlku af svipuðu sauðahúsi — sest þessi auðnuleysingi við píanó og syngur og spilar af mik- illi snilld. Þarna er Dudley Moore í hlutverki Dudley Moore, skemmtikraftsins alkunna, en ekki Arthurs. Raunar má segja að eftir þennan skemmtiþátt breytist Arthur í skikkanlegan mann enda hefir hann þá hitt venjulega stúlku sem hyggst gera hann að manni. Mér fannst einhvernveginn að þetta dæmi gengi ekki í upp í myndinni. Sá Arthur sem við eigum svo ánægjuleg samskipti við í fyrri hluta myndarinnar er í seinni hlutanum fremur litlaus per- sóna; sérstaklega eftir að einka- þjónninn sem Sir (Arthur) John Gielgud leikur óaðfinnanlega er horfinn af sjónarsviðinu. Það er einsog Arthur leysist upp þegar hinn sínálægi einkaþjónn hverf- ur úr augsýn. Synd; því það var gaman að kynnast þessari per- sónu meðan hún var og hét í Arthur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.