Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 5 100 ár frá fyrstu leiksýningunni á Seyðisfirði: Gullna hliðið sett upp í tilefni af afmælinu Nýir yfirlæknar á Landspítalanum Bjarni Þjóðleifsson, læknir, hefur verið skipaður yfir- læknir í meltingarlækningum við lyflækningadeild Land- spítalans. Þá hefur Árni Björnsson, læknir, verið skipaður yfir- læknir í skapnaðarlækning- um við handlækningadeild Landspítalans. Báðir voru skipaðir frá og með 1. janúar síðastliðinn. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar gekkst fyrir fundi fostudaginn 7. janúar sl. þar sem kynntar voru fyrirhugaðar framkvæmd- ir við Blönduvirkjun og þeir möguleikar sem fyrirtæki við Eyjafjörð eiga til að taka þátt í þeim framkvæmdum. Fundinn sóttu 65 manns frá um 35 fyrir- tækjum. Þrír verkfræðingar frá Lands- virkjun, þeir Ólafur Jónsson, Páll Ólafsson og Helgi Bjarnason gerðu grein fyrir áformuðum framkvæmdum við Blönduvirkj- un. Þeir greindu jafnframt frá reynslu Landsvirkjunar af verk- framkvæmdum og verktaka- starfsemi á Þjórsársvæðinu. Jó- hann Bergþórsson, fram- kvæmdastjóri Hagvirkis hf., sagði frá reynslu verktaka af virkjunarframkvæmdum á Þjórsársvæðinu, Björn Kristins- son frá Samtökum raftækja- framleiðenda og Páll Pálsson frá Samtökum Málm- og skipa- smiðja sömuleiðis frá reynslu Félag rækju- vinnslustöðva: Hækkun rækju- verðs langt úr hófi fram MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi rækjuvinnslustöðva: „Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað í dag nýtt hráefn- isverð á rækju með 28,1% meðal- hækkun. Fulltrúar kaupenda (vinnslunnar) greiddu atkvæði á móti hækkun, enda var ekkert tillit tekið til raunverulegs vinnslu- kostnaðar í landi. Félag rækju- vinnslustöðva hefur ítrekað gert sundurliðaðar og rökstuddar at- hugasemdir við þann tilbúna rekstrargrundvöll, sem Þjóð- hagsstofnun hefur sett saman fyrir „meðalrækjuvinnslustöð", en án þess að hafa fengið leiðréttingar í samræmi við raunverulegan fram- leiðslukostnað. Sem dæmi má nefna, að í núverandi rekstrarút- reikningi hefur Þjóðhagsstofnun lækkað olíukostnað vinnslunnar um 55% frá eigin útreikningi á ár- inu 1979, launakostnað um 15%, af- skriftir um 36% og skrifstofu- kostnað um 30%. Félag rækjuvinnslustöðva telur hækkun þá, sem oddamaður verð- lagsráðs ákvað einhliða með full- tingi seljenda langt úr hófi fram, og muni hún stofna rækjuvinnsl- unni og atvinnu við hana á sjó og í landi í alvarlega hættu. Félagið mótmælir þessum yfir- gangi harðlega og vísar allri ábyrgð af afleiðingum til þeirra að- ila, sem að ákvörðun stóðu." Bjarni Þjóðleifsson fyrirtækja innan þeirra vébanda. Það kom m.a. fram í máli | Landsvirkjunarmanna, að áætl- að er að verkið í heild nemi um 718 ársverkum á fimm ára fram- kvæmdatímabili, þ.e. frá 1983 til 1987. Reiknað er með 30 manns á árinu ’83 og síðan fer mannafli vaxandi, en mestur er hann um sumartímann. Mestur mannafli verður sumarið 1987, en að með- altali er reiknað með 140 manns Árni Björnsson á ári. Verktaka- og iðnfyrirtæki í Eyjafirði gera sér góðar vonir um að fá stóran hlut í fram- kvæmdum við Blönduvirkjun. Það mun hafa komið fram í máli Landsvirkjunarmanna að verk- framkvæmdir verða boðnar út á frjálsum markaði, einnig að fyrirhugað er að bjóða verkin út í auðveldum einingum, eins og það var orðað. Seydisfjördur, 13. janúar. ÞANN 14. janúar 1983 eru 100 ár frá því ad fyrst var leikiö á Seyðisfirði. Kemur það fram í dagbókum Sig- mundar Matthíassonar Long og bréfi frá Láru Bjarnason til Torfhildar Hólm. Er vitað um u.þ.b. 120 upp- færslur leikverka frá þeim tíma og fram á þennan dag. Hafa allmargir aðilar lagt þar hönd á plóg, eða um 15 félög sem hægt er að nafngreina nú, auk nokkurra ónafngreindra. Það félag sem á flestar sýningar að baki er Kvenfélagið Kvik sem stofnað var árið 1900 og starfar enn. Leikfélag Seyðisfjarðar (eldra) var stofnað árið 1894, en starfaði ekki nema fram á árið 1901. Fyrst var leikið í „Gamla skóla“, en húsnæðisvandi mun að jafnaði hafa dregið mjög úr leik- listarstarfsemi á Seyðisfirði. Er það ekki fyrr en Félagsheimilið Herðubreið er tekið í notkun árið 1956, að viðunandi lausn fæst þar á. Frá þeim tíma hefur Leikfélag Seyðisfjarðar (yngra), stofnað 6. marz 1957, verið helsti aðili í upp- færslu leikverka á staðnum. í tilefni 100 ára afmælis leiklist- arstarfseminnar hyggst Leikfélag Seyðisfjarðar setja á svið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, og eru æfingar að hefjast. Leikstjóri verður Auður Jónsdóttir úr Kópa- vogi. Formaður Leikfélags Seyð- isfjarðar nú er Emil Emilsson. Fréttaritari Jafnt hjá Karli og Guðmundi GUÐMUNDUR Sigurjónsson og Karl Þorsteins telfdu saman á al- þjóðlega skákmótinu í Gausdal í gær og sömdu jafntefii eftir 13 leiki. Karl þarf nú 114 vinning úr tveimur síöustu umferðunum til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Margeir Pétursson gerði jafn- tefli við King frá Englandi. Skák Sævars Bjarnasonar og Habbis fór í bið. Leif Ögaard frá Noregi vann biðskák sína við Kudrin en tapaði hins vegar fyrir Wedberg frá Svíþjóð í gær. Wedberg, Kudrin og Ögaard hafa 5 vinn- inga, Margeir Pétursson og King 414, DeFirmian og Binham 4 og innbyrðis biðskák og Guðmundur og Karl 4 vinninga. Talað við launþega um láglaunabæturnar: Pólitískt yfirklór ÖHÆTT er að segja að láglauna- bæturnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Morgunblaðið tók nokkra launþega tali og spurði þá um álit þeirra á láglaunabótunum. Reyna að afla sér vin- sælda með þessu móti. „Mér finnst þær algjört hneyksli, eins og flestum öðrum launþegum finnst," sagði Hildur Kjartansdóttir, sem vinnur í Sjó- klæðagerðinni. „Þær koma órétt- látt niður og koma því ekki að því gagni sem þær áttu koma. Ég er ósammála því hvernig staðið var að úthlutuninni, að miða við skattaframtöl, þau gefa ekki rétta mynd af tekjum fólks og því fara láglaunbæturnar ekki til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Tvær konur sem vinna hlið vjð hlið og eru í sömu aðstöðu, báðar búnar að koma upp sínum börnum til dæmis, önnur fær, en hin ekki. Láglaunabæturnar hafa ekki komið til fjölda þeirra sem þurftu og það er óraunhæft að fara eftir skattaframtölum, því það er svo auðvelt að svíkja löglega undan skatti, skattalöggjöfin er með þeim ósköpum gerð. Það er varla svo að hægt sé að gremjast þetta, öllu heldur finnst manni þetta hlægilegt. Staðreyndin er sú að þetta er algjörlega óþarft, enda var verið að reyna að afla sér vinsælda með þessu móti. Það hefði fremur átt að skerða vísi- tölubæturnar minna, það var ver- ið að reyna að stinga upp í fólk með þessu, en það hafði þveröfug áhrif," sagði Hildur Kjartansdótt- ir. Sleppa skerðingunni á lægstu taxtanna. „Mér finnst láglaunabæturnar vera algjör vitleysa vegna úthlut- unarreglnanna," sagði Kristján Sigurðsson, sem starfar hjá Sig- urplast. „Þær koma misjafnt niður á fólki og þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu fá þær ekki, það eru helst þeir sem eru heldur betur settir sem fá þær, Þetta er almennt það sem maður hefur orðið var við. Það hlýtur að finnast einhver betri leið, þar sem bæturnar koma réttlátara niður, annars er það spurning hvort ekki hefði átt að sleppa þeim. Mér hefði fundist að í staðinn fyrir þessar láglaunabætur hefði mátt sleppa skerðingunni á lægstu taxtana og þá hefði ekki þurft að úthluta neinum láglaunabótum," sagði Kristján Sigurðsson. Láglaunabætur ekki réttnefni. „Það er nú skemmst frá að segja, að ég hef lítið álit á lág- launabótunum. Fyrir það fyrsta, er þetta rangnefni, þetta eru eng- ar láglaunabætur," sagði Sigríður Skarphéðinsdóttir hjá Lesprjón, þegar Morgunblaðið spurði hana um bæturnar. „Réttast væri að Alþingi breytti nafninu á reglu- gerðinni og kallaði hana það sem rétt er, pólitískt yfirklór, því það er alls ekki verið að bæta þeim lægstlaunuðu tekjutap og lág- launabætur því ekki réttnefni. Hér vinna 10 konur á Iðjutaxta og aðeins ein af þeim fær bætur. Hún er ekkja og hafði á árinu 1981, 53 þúsund krónur í tekjur, en það er árið sem miðað er við. Hún fékk í bætur 1030 krónur. Hinar eru allar giftar og fá ekk- ert, þó erum við ekki giftrar nein- um hátekjumönnum. Þung heim- ili geta tapað tölverðu á þessu í gegnum vörugjaldið, sem lagt er á til þess að afla tekna til láglauna- bótanna, en það hlýtur að koma verst niður á þyngstu heimilun- um. Hins vegar vil ég að það komi skýrt fram, að við erum allar af- skaplega fegnar yfir því að hafa ekki fengið þessar bætur, að það skuli litið á okkur sem máttar- stólpa þjóðfélagsins og við ekki taldar þurfa þær. Það sem við viljum er að halda því kaupi sem samið hefur verið um. Kaup okkar er skert með lög- um og síðan er reynt að klóra yfir kaupskerðinguna með þessu móti, fyrir pólitíkusana og jafnvel einn- ig þá í Alþýðusambandinu. Hins vegar er því ekki að leyna að ég veit um fjölskyldur, þar sem bæt- urnar hafa komið sér vel. Eitt sýnir þetta í öllu falli, og það er hverjir borga skattana í þessu landi. Ég vil taka það sérstaklega fram að þetta yfirklór einkennir ekki þessa ríkisstjórn frernur en aðrar. Þetta einkennir allar ríkis- stjórnir sem verið hafa á undan- förnum árum, þær gera allar sömu hlutina, það er ekki minnsti munur á þeim. Ef það hefði átt að koma til móts við láglaunafólkið, þá hefði ekki átt að skerða laun þess og þrátt fyrir þessar aðgerðir þá æðir verðbólgan áfram," sagði Sigríður að lokum. Kristján Sigurðsson Sigriður Slcarpbéðinsdóttir Hildur Kjartansdóttir MorgunblaðiA KÖE. Fundað um Blonduvirkjunarframkvæmdir: Eyfirskir verktakar vilja eiga aðild að framkvæmdum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.