Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
7
Fáksfélagar
Áramótafagnaöur veröur í Félagsheimili
Fáks í kvöld, föstudaginn 14. janúar.
Hljómsveit Jakobs Jónssonar.
Húsiö opnaö kl. 21.30.
Miöasala á skrifstofunni í dag kl. 16—18.
Aldurstakmark 18 ára.
Skemmtinefndin.
Skaflaskeifur til sölu á 200 kr. gangur-
inn.
Vinninoar í han ndrætti
■ IIIIIIIIUUI 1 111111 knattspyrnud. MUI IUIII Breiða-
bliks
Þessi númer hlutu vinning:
1. vinningur, nr. 369.
2. vinningur, nr. 2559.
3. vinningur, nr. 2558.
4. vinningur, nr. 2518.
5. vinningur, nr. 1333.
6. vinningur, nr. 1313.
7. vinningur, nr. 2991.
8. vinningur, nr. 2419.
9. vinningur, nr. 262.
10. vinningur, nr. 3951.
Aukavinningar:
nr. 368 og 370.
TS>íframalka()iilin.n
12 - 1S
Subaru 4x4 1981
Rauður, eklnn 18 þús. Útvarp.
Verö 185 þús.
Saab 900 G.L.S. 1981
Oran* ekinn 22 þús. Útvarp,
segulband, snjó- og sumar-
dekk. Verð 220 þús.
Toyota Cressida 1978
Grænn, ekinn 86 þús. Sjálf-
skiptur, útvarp. Verö 120 þús.
Peugeot 505 G.R. 1980
Ljósgrænn, ekinn 28 þús. Út-
varp, segulband, snjó- og
sumardekk. Veró 190 þús.
V.W. Golf L. 1981
Grár, ekinn 26 þús. Útvarp,
segulband, snjó- og sumar-
dekk. Verð 165 þús.
Votvo 244 G.L. 1979
Brúnn, ekinn 42 þús. Útvarp.
Verö 165 þús.
Honda Civic 1981
Grásanz, ekinn 27 þús. 5 gíra,
útvarp. Verö 165 þús.
Toyota Hilux 1980
Ljósdrapp, ekinn 40 þús. Snjó-
dekk. Verö 240 þús.
Toyota Corolla 1980
Blár, ekinn 64 þús. Útvarp,
snjó- og sumardekk. Verö 100
þús.
Hörður Steinunn Þröstur Jónas
Skotinn á miöjunni
Jónas Guðmundsson, sem skrifað hefur um menningarmál í
Tímann, hefur fengið pokann sinn. Um ástæður þessa segir
hann: „Ja, vafalaust hafa þær nú verið margar, en líklega
hefur það vegiö einna þyngst, að núna er verið aö endur-
skoða sálmabók flokksins, eða pólitíkina í blaðinu. Og ég
hafði hætt mér inn á miðjuna og var skotinn þar, en eins og
allir vita þá er Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur, eða var
það ... Nú ég þekki orðið vinnuþrögðin og þegar mér varð
á að segja eitthvað um sauðkindina og aðra helgigripi
flokksins, aö ekki sé nú talað um undanrennumusterið, sem
verið er að reisa í Reykjavík, og um sláturkostnaðinn ...
Skoðanakúgun? Ekki vil ég nú meina það. En þaö er athygl-
isvert að í blaðstjórn sátu að þessu uppsagnarbréfi fjórir
starfsmenn Sambandsins og framkvæmdastjóri Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins.“
Konur og
framsóknar-
framboð
„Nú hefur fulltrúaráðið
(framsóknarfélaganna í
Reykjavík) sýnt, að það
hefur annað sjónarmið (um
þátttöku kvenna í stjórn-
málum) en forráðamenn-
irnir, sem við mig töluðu,
og valið sem raun ber vitni.
l>ess vegna er í raun fallin
sú forsenda sem mín þátt-
taka stóð fyrir,“ segir
Steinunn Finnborgadóttir í
samtali við Timann í vik-
unni. Hvað ert þú að
boða?, spyr blaðamaður
Tímans. ,Ja“, sagði Stein-
unn, „hvað boðar nýárs
blessuð sól?“ Asta R. Jó-
hannesdóttir segir í sömu
Tímafrásögn: „Á tímum
jafnréttis og kvenna-
framboða skýtur skökku
við að ekki skuli vera kona
í cinu af þremur efstu sæt-
unum ...“
Eimskip: án
breytinga eng-
in framþróun
Hörður Sigurgestsson,
forstjóri, segir m.a. í ný-
legu fréttabréfi Kimskips:
„í byrjun árs 1983 eru
fleiri blikur á lofti en oftast
áður. Áframhaldandi sam-
dráttur virðist óumflýjan-
leg staðreynd, bæði hér
heima og erlendis. Það er
mikil andstæða við nær
samfellt hagvaxtartímabil
frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar. Við bætist
mikil stjórnmálaleg óvissa
hér á landi, sem enn sér
ekki fyrir endann á og ger-
ir ástandið alvarlegra.
Við verðum að mæta
þessum aukna efnahags-
vanda og standa hann af
okkur. Það reynir meira á
okkur en fyrr. Þrátt fyrir
alvarlegan efnahagssam-
drátt og stjórnmálalega
óvissu verðum við að halda
áfram að byggja upp og
endurnýja. Varfærni í
rekstri og fjárfestingum
hefur sjaldan verið mikil-
vægari en nú. En við meg-
um ekki stöðva uppbygg-
inguna, þótt á móti blási.
Við verðum að viðhalda
því, sem áunnizt hefur og
bæta við. Lifandi fyrirtæki
tekur sífclldum breyting-
um. Án breytinga verður
engin framþróun.“
Verja þarf
lýðræði og
mannréttindi
Magnús Bjarnfreðsson
segir í nýlegri blaðagrein:
l*egar herir nazista-
l>ýzkalands flæddu yfir
Evrópu í upphafi síðari
heimsstyrjaldar, að lokinni
velheppnaðri friðarbaráttu
skósveinanna, mændu
augu hrjáðra Evrópubúa í
vesturátt í fyrri heims-
styrjöldinni höfðu Banda-
ríkjamenn komið til hjálp-
ar. !>eir höfðu misst marga
menn á vígvöllunum og
vóru ýmsir ófúsir að endur-
| taka þann leik. Þótt Roose-
velt vildi koma til hjálpar
vóru cinangrunarsinnar og
friðarsinnar svo sterkir í
Bandaríkjunum. að í raun
veit enginn hvort hann
heföi haft bolmagn til að
skerast í leikinn áður en
nazistar réðu allri Vestur-
Evrópu, ef árásin á Pearl
llarbour hefði ekki verið
gerð.
Enn sem fyrr er herveldi
Bandaríkjanna það sem
einræðisríkin óttast Vest-
ur-Evrópa má sín einskis í
viðureigninni við heri
þeirra, eftir að búið er að
stinga henni svefnþorn
friðarbaráttu. I>essvegna er
það frumskilyröi þess að
kommúnistar geti ginið yfir
Vestur-Evrópu, að það tak-
izt að reka fleyg milli henn-
ar og Bandaríkjanna. Allar
tilraunir til þess hafa verið
árangurslausar til þessa,
en nú kann að vera breyt-
ing í aðsigi."
Tómlæti
Alþýðubanda-
lagsins
Þröstur Haraldsson,
biaðamaður, segir í grein í
Þjóðviljanum í vikunni:
„Alþýðubandalagið
sýndi Áfganistan lengst af
tómlæti. Það var fyrst núna
í haust sem virkilega var
fast að orði kveðiö um
framferði Sovétríkjanna í
samþykktum flokksins.
Ekki hefur flokkurinn gert
mikið af því að fylgja for-
dæmingunni eftir, hann
hefur þagað ... Aðrir hafa
heldur ekki haft hátt. Maó-
istar eru dauðir úr öllum
artum og vinstri stúdentar
lítið betur á sig komn-
Farmanna- og fiskimannasamband íslands:
Harma að olíugjald hafi
ekki verið fellt niður
„MEÐ VÍSAN til þess fískverðs sem
ákveðið var um áramót og hliðar-
ráðstöfunum því samfara, þá vill
Farmanna- og fískimannasamband
íslands benda á að árangurinn er
tviþættur,“ segir í ályktun sem fram-
kvæmdastjórn Farmanna- og físki-
mannasambands íslands samþykkti
á fundi sínum hinn 10. janúar síð-
astliðinn og borizt hefur Morgun-
blaðinu. Þar segir ennfremur:
„Fagna ber því að nú fyrst
kemst fiskverð nær því en í langan
tíma áður að vera í svipuðu hlut-
falli við laun landverkafólks eins
og var árið 1977, þó hafa beri í
huga þá miklu kjararýrnun sem
sjómenn hafa orðið að þola vegna
minni afla.
Hinsvegar ber að harma að olíu-
gjald skuli ekki hafa verið fellt
niður og reynt á þann hátt að
koma til móts við tekjumissi sjó-
manna vegna aflabrestsins. Má í
því sambandi minna á fyrri yfir-
lýsingar sjávarútvegsráðherra um
niðurfellingu olíugjaldsins. Einnig
ber að harma að stofnað skuli til
olíusjóðs til niðurgreiðslu olíu og
tekna til hans aflað með útflutn-
ingsgjaldi sem mun ekki gera ann-
að en rýra fiskverð er fram í sæk-
ir. Niðurgreiðsla olíu í gegnum
olíusjóð er ekki leið til þess fallin
að hvetja til aukins sparnaðar olíu
sem ætti að vera meginmarkmið
útgerðarinnar til lækkunar á út-
gerðarkostnaði.
Stöðug íhlutun hins opinbera í
fiskverð hvetur sjómenn til að
huga að því hvernig þeir geti með
öðrum hætti sótt laun sín en í
gegnum hlutaskipti. Hlýtur þar
annað launafyrirkomulag, t.a.m.
eins og tíðkast á stóru togurunum,
að koma sterklega til greina.
Rétt er að benda á, að þó svo
sjómannasamtökin dragi fulltrúa
sinn út úr Verðlagsráði sjávarút-
vegsins, er það engin trygging
fyrir bættum kjörum sjómönnum
til handa. Á meðan ekki er bent á
aðrar leiðir fyrir sjómenn til að
tryggja kjör sín, er rétt fyrir þá að
hafa hönd í bagga við verðlagn-
ingu sjávarafurða. Sjómanna-
samtökunum, svo og þjóðinni allri,
er hins vegar nauðsynlegt að leita
stöðugt nýrra leiða er tryggja há-
marksverð fyrir veiddan afla og
því tímabært að skoða tilverurétt
Verðlagsráðs sjávarútvegsins, og
láta kanha af fyllstu alvöru hvaða
aðrar leiðir kunna að koma þar til
greina.“
P facgttw
Meim en þú geturímvndað þér!