Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 32
^/Vskriftar-
síminn er 830 33
^Ayiglýsinga-
síminn er 2 24 80
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
Steingrím-
ur og Hjör-
leifur deila
um álmálið
Atvinnuleysi á Suðvesturlandi:
1.500 manns á atvinnu-
leysisskrá á 13 stöðum
Á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun var álmálið til umfjöll-
unar. í umræðunum kom fram,
samkvæmt heimildum Mbl.,
mikill ágreiningur milli iðnað-
arráðherra, Hjörleifs Gutt-
ormssonar, og sjávarút-
vegsráðherra, Steingríms Her-
mannssonar. Þess má geta að
þetta er í fyrsta skipti frá því
fyrir jól sem álmálið er tekið til
umræðu í ríkisstjórninni. Síð-
asta skeyti iðnaðarráðherra til
Alusuisse var sent án þess að
ríkisstjórnin hefði samþykkt
það.
Hjörleifur Guttormsson lýsti
því yfir í skeytinu til Alusuisse, að
ef ekki yrði gengið að settum kröf-
um hans um umræðugrundvöll
samningaviðræðna sæi ríkisstjórn
íslands sig knúna til að grípa til
einhliða aðgerða. Alusuisse hefur
farið fram á að í samningaviðræð-
unum verði stækkun verksmiðj-
unnar í Straumsvík og hugsanlega
að fleiri eignaraðilar verði að
henni tekin til athugunar. Iðnað-
arráðherra hefur ekki viljað fall-
ast á það, en Steingrímur Her-
mannsson lýsti því yfir á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun, að
honum fyndist ekkert því til fyrir-
stöðu að gefa einhver vilyrði fyrir
stækkun og fleiri eignaraðilum.
Málið varð ekki útrætt á fundin-
um og engar samþykktir gerðar.
Ráðherranefnd Steingríms Her-
mannssonar, Gunnars Thoroddsen
og Hjörleifs Guttormssonar mun
einnig hafa málið til meðferðar.
Nefbraut 12
ára dreng
LIÐLEGA þrítugur maður nefbraut 12
ára gamlan dreng í Breiðholti í gær.
Maðurinn ber, að þrír drengir
hefðu verið að kasta snjó í glugga
hjá sér. Hann kvaðst hafa gert
ítrekaðar tilraunir til þess að fá
drengina til þess að hætta en án
árangurs. Hann hefði reiðst og náð
einum drengjanna og slegið til hans
með fyrrgreindum afleiðingum.
Drengurinn var fluttur í slysadeild.
TVEIR menn voru handteknir um síð-
ustu helgi eftir að hafa reynt að
smygla l'/z kílói af hassi til landsins.
Andvirði hassins á svörtum markaði
hér á landi er um 375 þúsund krónur.
Mennirnir, annar þeirra er þrítugur
að aldri, hinn tæplega fertugur, fóru
til Kaupmannahafnar og siðar Amst-
erdam í Hollandi i innkaupaleiðang-
ur.
Grunur lék á, að fíkniefni væru
tengd þeirra ferðalagi og var fylgst
náið með ferðum þeirra. Þeir komu
síðan til landsins án þess að hafa
nokkur fíkniefni með sér. I þess
stað höfðu þeir pakkað hassinu
vandlega inn og farið með á skrif-
MORGUNBLAÐIÐ hafði í
gær samband við nokkra
staði á suðvesturhorni lands-
ins og spurðist fyrir um
fjölda atvinnulausra á skrá
þaö sem af er janúar. í
Reykjavík var fjöldi atvinnu-
lausra á skrá þann 12.1. 415,
þar af 325 karlar og 90 kon-
ur. Stærsti hópurinn eru
verkamenn, samtals 104, síð-
an vörubílstjórar 56, múrarar
29, sjómenn og karlar í versl-
unarstétt 25 hvor hópurinn
stofur íslenzks skipafélags í Amst-
erdam og beðið um flutning á pakk-
anum til Islands.
Það var gert — pakkinn var flutt-
ur án þess að skipverjar hefðu
hugmynd um innihald hans, en við
komuna til Reykjavíkur var hass-
hundur látinn yfirfara pakkana
vandlega og kom þá í Ijós að hass
var í hinum umrædda pakka. Menn-
irnir voru handteknir og játaði
hinn eldri greiðlega, en hinn yngri
var úrskurðaður í gæzluvarðhald
síðastliðinn sunnudag, en sleppt á
miðvikudag er málið var að fullu
upplýst.
um jsig, og trésmiðir 19. Af
atvinnulausum konum í
Reykjavík eru flestar úr
verslunarstétt, eða 34.
í Kópavogi er 31 á atvinnu-
leysisskrá og hefur orðið nokkur
fækkun frá í desember.
í Hafnarfirði hefur hins vegar
orðið veruleg aukning atvinnu-
lausra, og mun fjöldinn nú vera
kominn yfir 300, en í desember
voru 142 á skrá. Það lætur nærri
að nú séu um 8% af vinnufæru
fólki atvinnulaus í Hafnarfirði.
Munar þar mestu um uppsagn-
irnar hjá Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar. í fyrra var fjöldi at-
vinnuleysisdaga í Hafnarfirði í
janúar 3.752, en óttast er að
dagafjöldinn núna fari upp í
7-8.000.
Á Seltjarnarnesi eru 6 manns
á atvinnuleysisskrá, en 17 í
Garðabæ.
í Keflavík eru 200 manns at-
vinnulausir eins og kom fram í
Mbl. í gær, og er búist við að sú
tala fari hækkandi. í Grindavík
er tala atvinnulausra 38.
Þá eru 53 á skrá á Eyrar-
bakka, sem er svipað og í desem-
ber. A Stokkseyri hafa um 35
manns verið án atvinnu síðan
skömmu fyrir jól, mest starfs-
fólk hraðfrystihússins og sjó-
menn, en talið er að rætist úr
því í næstu viku. Á Selfossi eru
67 á skrá, 27 karlar og 40 konur
og er það svipað og var í des-
ember. Átta manns eru á skrá í
Hveragerði.
Þá hefur orðið mikil fjölgun á
atvinnuleysisskrá á Ákranesi
frá því í desember, en nú eru þar
302 atvinnulausir en voru 51 í
desember. Langstærsti hópur:
inn er fólk í frystihúsavinnu. í
Borgarnesi eru 12 atvinnulausir,
11 konur og 1 karl.
Sjá bls. 17 í blaðinu töflur yfir
skráð atvinnuleysi á landinu í
desembermánuði.
Lán ByggðasjóÖs til frystihúsa
á árabilinu 1973—1981:
Um 47% til SH
og 53% til SÍS
Framleiðsluhlutfallið var hins veg-
ar 75% hjá SH og 25% hjá SÍS
SAMANBURÐUR á lánum Byggða-
sjóðs til hraðfrystihúsa á árabilinu
1973—1981 sýnir, að frystihús inn-
an Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, SH, fengu um 47% þeirra, en
frystihús innan Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga, SÍS, um
53%. Þessar upplýsingar komu fram
í erindi Arna Arnasonar, fram-
kvæmdastjóra Verzlunarráös fs-
lands, á ráðstefnu ráðsins um lána-
markaðinn og þjónustu lánastofn-
ana við atvinnulífiö i gærdag.
Hins vegar ef litið er á fram-
leiðsluhlutfall frystihúsanna,
kemur í ljós, að framleiðsluhlut-
fall húsanna innan Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna er um 75%,
en 25% hjá frystihúsum Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga.
Fjöldi lána til frystihúsanna
innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna er 194, en 187 til húsa
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga, en fjárhæðir eru 37,4 millj-
ónir króna hjá húsum Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, en
42,4 milljónir króna til húsa inn-
an Sambands íslenzkra sam-'
vinnufélaga.
„Vel kann að vera að frysti-
húsamenn innan SH hafi ekki
verið eins duglegir að slá lán á
þessu tímabili. Hins vegar þarf
engum að koma á óvart vöxtur
sjávarafurðadeildar SÍS síðustu
árin,“ sagði Arni Árnason í erindi
sínu.
Teknir með Va
kíló af hassi
Beðið eftir hjálp
Mynd Mbl. Fanney Gunnarsdóttir.
Langferðabifreið með 20 farþegum innanborðs valt skammt frá Kiðafelli í Kjós í gærmorgun. Fjórir farþegar voru fluttir í slysadeild, en meiðsli
þeirra reyndust ekki alvarleg. Fólkið þurfti að bíða í rútunni í VA klukkustund eftir hjálp. Sjá frásögn og myndir á bls. 2.