Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 8
8 STUTT Pete Way. Stutt gaman hjá Pete Way I>ad reyndist stutt gamanið hjá þeim Pete Way, fyrrum bassa- leikara UFO, og „fast“ Eddie ('larke, fyrrum í Motorhead. Hljómsveit þeirra, sem eðlilega hlaut nafnið Fast Way, var að- eins nokkurra vikna gömul er Way sagði skilið við hana. Hann hefur nú gengið til liðs við Ozzy Osbourne og virðist svo sem aðdráttarafl hans sé magnaðra en risaseguls. Mannabreytingar hafa verið mjög örar í sveit hans undan- farna 12 mánuði; menn ýmist látist af slysförum eða gefist upp sökum álags. Hvernig skyldi Way endast? Sammy Hagar á von á sér Bandaríski rokkarinn Sammy Hagar er nú að undirhúa næstu sólóplötu sína, sem ku væntanleg með vorinu. Hagar fetar slóð þá er margir aðrir hafa fetað og fær til liðs við sig nokkra þekkta kappa. Má þar nefna að hann lét Jonathan Cain úr Journey um eitt laga sinna og tók það síðan upp með aðstoð Mike Reno úr Loverboy. Já, dísætt skal það vera. Unglingarnir sátu heima l*að vakti feikilega athygli í Bretlandi í haust þegar ungl- ingasveitin Musical Youth skaust upp á stjörnuhimininn með lag sitt „Pass the Dutchie". í kjölfarið fylgdi auðvitað breiðskífa, sem náði einnig um- talsverðum vinsældum. Umboðsmaður piltanna er framagjarn mjög og hófst þeg- ar handa við undirbúning tón- Jeikaferðalags um Bretland jvert og endilangt, sem átti að hefjast nú í lok janúar. Við það var hinr* vegar hætt >egar í ljós kom, að árangur forsölu miða var nánast eng- inn. Skýringin var einfaldlega sú, að aðdáendahópur MY er á bilinu 7—12 ára og unglingar á )eim aldri fá ekki leyfi for- eldra til að sækja tónleika á kvöldin, hvað þá heldur pen- inga fyrir slíku. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 T Marianne Faithful eins og hún lítur út í dag. MARIANNE FAITHFUL Um miðjan sjöunda áratuginn voru á ferðinni í Bretlandi nokkrar söngkonur, sem allar gerðu það gott. það er eitthvað annað en nú á dög- um þegar áberandi söngkonur Breta eru teljandi á fingrum annarrar handar. Á meðal þekktra kvenna á þessum tima má nefna Sandie Shaw, Dusty Springfield, Cillu Black, Mary Hopkins og reyndar fleiri og fleiri. Marianne Faithful var ennfremur ein þessara söngkvenna. Hún er sú eina þeirra, sem einhverrar umtals- verðrar frægðar og hylli nýtur í dag. Það er ekki svo ýkja langt síðan henni skaut upp á stjörnuhimin- inn á nýjan leik eftir margra ára fjarveru úr sviðsljósinu. Nú er svo komið, að platna hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu og þyk- ir enginn maður með mönnum nema hann viti einhver deili á þessari söngkonu, sem í eina tíð þótti örugg með að krækja í sjálf- an Mick Jagger sem eiginmann. Tengsl þeirra voru um langt skeið mjög náin, en svo slitnaði skyndi- lega og fyrirvaralaust upp úr öllu saman. Marianne fór sýnu verr út úr þeim skiptum og „hvarf" í óra- tíma. Það mun hafa verið í partýi fyrir heilum 18 árum, að Mari- anne Faithful, dóttir austurrískr- ar barónessu, var „uppgötvuð" af Andrew nokkrum Oldham. Hon- um hafði tekist vel upp með Roll- ing Stones og var ætíð vakandi fyrir nýjum stjörnum, sem kynnu að leynast á meðal fjöldans. Þann- ig rakst hann á Marianne. Oldham þessi hafði lagt hart að þeim Mick Jagger og Keith Rich- ard að taka aðra stefnu í laga- smíðum sínum. Flest fyrstu lög þeirra voru að hans mati ann- aðhvort hreinræktuð popplög eða þá ballöður, sem Oldham fannst ekki hæfa hljómsveitinni. Hann lét því mörg laga þeirra fara til annarra listamanna, s.s. Cliff Richard, Gene Pitney og George Bean. „As tears go by“ var ein ballað- anna, sem Jagger og Richard sömdu 1964 og það var einmitt út- gáfa Marianne Faithful á þessu lagi, sem beindi athyglinni að henni. Lagið komst í 9. sæti breska vinsældalistans í júní þetta sama ár og gerði tvennt í senn; vann henni nafn, sem söngkonu og þeim Jagger og Richard, sem laga- smiðum. Marianne gaf þvinæst út lag Bob Dylan, „Blowing in the wind“, en sú tilraun tókst afleitlega og platan seldist nánast ekkert. A bakhlið þessarar plötu var annað ámóta frægt lag, „House of the rising sun“. Þessr tveggja laga plata telst nú til safngripa. Næst heyrðist til Marianne í febrúar 1965 er hún söng lag Jack- ei de Shannon, „Come and stay with me“ inn á plötu. Lagið komst í 4.sætið og er mesta „hit“-lag Marianne enn þann dag í dag. Næsta lag hennar var „This little bird“ en upp af því spratt harðvít- ug deila. The Nashville Teens, en svo nefndist hljómsveit, var ein- mitt með sama lag á svipuðum tíma. Það var ekki óalgengt hér áður fyrr, að tveir og jafnvel fleiri reyndu fyrir sér samtímis með sama laginu. Það, sem gerði þetta dæmi á hinn bóginn svo sérstakt, var að báðir aðilar, sem í hlut áttu, voru á snærum Decca. Enn kyndugra var, að Oldham „pródús- eraði" lag The Nashville Teens, bersýnilega vomsvikinn yfir því að fá ekki að vinna með Marianne að sama lagi. Þegar upp var staðið var það þó Marianne, sem bar sig- ur úr býtum í þessari samkeppni. Hennar útgáfa af laginu komst í 6. sæti vinsældalistans, en hinir urðu að sætta sig við 38. sætið. Faithful gaf í maí 1965 út EP- plötu með m.a. hinu ágæta lagi „Go away from my world" og í kjölfarið fylgdu tvær breiðskífur, sem báðar komu út samdægurs. Önnur var í þjóðlagastíl og hét „Come my way“, en hin var popp- aðri og bar einfaldlega nafnið „Marianne Faithful". Hvorug Stuðningstónleikar með stórsvindli Sex Pistols Eftir rétta viku, sunnudaginn 16. janúar, mun Fjalakötturinn hefja sýningu myndarinnar „The great rock’n’roll swindle" með Sex Pistols hinum sálugu og Ronald Biggs, frægasta lestarræningja heims, í að- alhlutverkum. Til þess að auglýsa myndina al- mennilega upp og efla tónlistarlíf landsmanna um leið hafa nokkrir stuðningstónleikar verið ákveðnir í vikunni. Er þar fyrst og fremst að nefna þá bræður Mikka og Danna Pollock, sem munu troða upp ásamt Gunnþóri Sigurðssyni undir nafninu Rimbaud. Þá standa einnig vonir til að hljóm- sveitirnar Tappi Tíkarrass og KOS leiki á einhverjum þessara tónleika. Tónleikar þeir er að framan greinir verða haldnir í Hafnar- firði, Kópavogi og Reykjavík. Síð- ast er Járnsíðan vissi var ekki bú- ið að ákveða hvar í tveimur fyrr- nefndu bæjunum tónleikarnir fara fram. Eitt er þó víst og það er að lokatónleikarnir fara fram í Fé- lagsstofnun stúdenta (sem eitt sinn hét NEFS og þá var bara gaman) nk. laugardag. Að því er heimildarmaður Járnsíðunnar sagði eru þeir bræð- ur Mikki og Danni með býsna at- hyglisvert efni, en lítið hefur borið á þeim eftir að Bodies lagði upp laupana. Nánar um þetta síðar ef tækifæri gefst. Okinu lyfft af Tíbránni Akraneshljómsveitin Tíbrá lagði upp laupana á síðasta sumri eftir vel heppnaða fyrstu plötu. Þótti mörgum, og þá ekki hvað síst dyggustu stuðningsmönnum sveit- arinnar, eftirsjá í henni eftir margra ára starfsferil. Nú hefur Járnsíðan fregnað að upprunalega útgáfan af Tí- bránni, þ.e. allir nema þeir Finn- ur Jóhannsson söngvari og Valg- eir Skagfjörð hljómborðsleikari, sem var undir lokin allt í öllu í lagasmíðunum, sé farin að hugsa sér til hreyfings á ný. Hefur Járnsíðan fregnað, að nýju hljómsveitinni verði að Iík- indum gefið nafnið Ok. Hvort það nafn er fengið ofan úr Borg- arfirði eða hvort einhver önnur ástæða liggur þar að baki skal ósagt látið. platan seldist nein ósköp, en þó báðar þokkalega þegar tillit er tekið til þess að þær komu út sam- tímis. Þjóðlagaplatan komst í 12. sætið og hin í 15. Hjónaband var næst á dag- skránni hjá Marianne og hún kvæntist John Dunbar. Hún gaf út litla plötu með laginu „Summer nights" í júlí 1965 og það reyndist hennar síðasta „topp 10“-plata. Síðan fór að halla undan fæti. Hið fræga lag Lennon og McCartney, „Yesterday" fékk lítinn hljóm- grunn í hennar meðferð og þær plötur, sem á eftir komu, náðu ekki neinum vinsældum. Hún gaf út þriðju breiðskífuna, „North country maid“, í apríl 1966 og í lok sama árs skildi hún við eigin- manninn. Þegar hér var komið sögu virtist svo sem Marianne hefði meiri áhuga á að spreyta sig í leiklist en tónlistinni. Hún lék bæði í kvik- myndum og í leikritum á sviði, þ.á m. „Þremur systrum" Chekovs og hlutverk Ófelíu í „Hamlet". Þegar komið var fram til ársins 1967 fóru plötuupptökur hennar að verða æ sjaldgæfari. Hún gaf út eina litla plötu þá og síðan liðu tvö ár þar til sú næsta leit dagsins ljós. Hét aðallagið þar „Love in a mist“. Á þessu stigi málsins var sam- band hennar við Mick Jagger orðið svo náið, að ekkert annað komst að, hvorki hjá henni sjálfri né í heimspressunni. Söngferill hennar var því orðinn aukaatriði að meira og minna leyti. Næstu árin var hún reglulegur fréttamatur vegna sambands síns við Jagger og þá ekki síður vegna aðskilnaðar þeirra. Þá var fíkniefnanotkun hennar blaðamönnum ekki síður átylla til ítarlegra greinaskrifa. Þannig leið og beið í næstum sex ár. Loksins árið 1975 lét Marianne sig hafa það að halda í hljóðver á ný og þá, ekki fyrr en hún hafði dvalið á meðferðarstofnun fyrir eiturlyfjasjúklinga. Hún gerði samning við NEMS-plötufyrir- tækið og gaf út lag Waylon Jenn- ings „Dreamin’ my dreams". Hún bætti öðru lagi við á lítilli plötu, „All I want to do in life“, en frægðarljóminn virtist ekki ætla að láta sjá sig aftur. Lög þessi vöktu litla athygli, en sá sem „pró- dúseraði" þau var einmitt Andrew Oldham. Þetta virtist þó duga til að kveikja þann neista, sem Mari- anne þurfti svo nauðsynlega á að halda. Snemma árs gaf NEMS út breiðskífu hennar, „Dreamin’ my dreams", og allt frá þeim degi hef- ur vegur hennar farið vaxandi á ný. Plötur hennar „Broken engl- ish“ og „Dangerous acquaintanc- es“ hafa lyft henni upp á stjörnu- himininn á ný. Eða hver kannast ekki við lagið „The ballad of Lucy Jordan", sem fært hefur Marianne Faithful heimsfrægðina á nýjan leik? Mikki Pollock aftur i stjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.