Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 25 Minning: Margrét Sigmundsdóttir Aðfaranótt 6. janúar sl. andað- ist á heimili Svövu dóttur sinnar í Keflavík svilkona mín, Margrét Sigmundsdóttir. Mig setti hljóða. Að þessu hlaut að draga, hafði ég lengi vitað. Hún hafði um árabil verið bundin rúmi sínu, en hafði þó fótavist. En það er eins og dauðinn komi okkur alltaf jafnmikið á óvart. Þessi mæta hugprúða kona bar sjúkleika sinn svo vel, að ekki var hægt annað en að dást að henni. Hún kvartaði aldrei. Þau skiptin sem hún þurfti að dvelja á sjúkra- húsum, bæði á Borgarspítalanum og á sjúkrahúsinu í Keflavík, hafði hjúkrunarfólkið að orði að það hefði sjaldan kynnst annarri eins sálarró og hugprýði og hjá þessari ljúfu konu. Hún var fædd í Króksfjarðar- nesi 1897, en fluttist þaðan til Bol- ungarvíkur þriggja ára gömul með foreldrum sínum. Ung missti hún móður sína og varð um fermingu að vistast til ókunnugra. Það kom fljótt í ljós að hún var miklum kostum búin þessi unga stúlka. Þar fylgdust að hugur og hönd. Hún var glaðsinna, fjasaði ekki um hlutina, bara hreinlega fram- kvæmdi það sem þurfti að gera, og það af svo mikilli kostgæfni og myndarskap, að af bar. Hún giftist ung, eða 23 ára göm- ul. Eiginmaður hennar, Agnar Guðmundsson, var orðlagður sjó- sóknari og aflamaður. Þau bjuggu fyrst í Súgandafirði, síðan mest allan sinn búskap á Isafirði. Síð- ustu árin, eða ævikvöld sitt, bjuggu þau í Keflavík, þar sem flest barna þeirra höfðu sest að. Á ísafirði bjuggu þau sín mann- dómsár og þar dvaldi hugur þeirra oft. Þar stundaði Agnar sjó- mennsku og oftast var hann for- maður. Þau eignuðust 14 börn. Af þeim komust 13 til fullorðinsára, en eitt dó í bernsku. Öll voru börn þeirra mannvænleg, þetta var þróttmikil fjölskylda, sem hefur unnið þjóð sinni vel. Það gef^r augaleið, að það hefur verið þeim hjónum báðum mikið átak að ala upp þennan stóra barnahóp. Þá voru hvorki barna- bætur né almannatryggingar en bæði stóðu þau sig með stakri prýði, hann með dugnaði sínum og harðfylgi á sjónum og hún með umönnun heimilisins. Hver flik var heimasaumuð, peysur, sokkar, vettlingar og húfur handprjónað. Afköstin voru með ólíkindum. Það má segja um þessi hjón að þau hafi upplifað þrjú tímabil, fátækt í uppvextinum og framan af bú- skap, uppbyggingu þjóðfélagsins í kring um 1940 og svo allsnægta- tímabil seinni ára, sem er bein af- leiðing vinnuafkasta þessa fólks, sem er nú óðum að hverfa sjónum okkar. Agnar dó fyrir rúmu ári. Þau hjónin voru einstaklega samrýnd. Agnar dáði konu sína mjög, enda var hún bæði fögur og góð kona. Ég leit oft inn til þessarar góðu vinkonu minnar þegar ég átti leið um Keflavík seinni árin. Ég kom þá jafnan ríkari að andlegri upp- byggingu frá þeim heimsóknum. Margrét hafði einstakt lag á því að láta fólki líða vel í návist sinni. Það geta sem best borið um allir vinir hennar, börn, tengdabörn og barnabörn, sem öll elskuðu hana og dáðu. Afkomendur þeirra hjóna munu nú vera 96. Tvo syni sína misstu þau hjón af slysförum með stuttu millibili fyrir fáum árum og einnig tengda- son sinn, sem dó óvænt og skyndi- lega. Þar var skammt stórra högga á milli. Þessa þungu sorg báru þau bæði með mikilli hug- prýði og veittu fólki sínu styrk á erfiðum stundum með æðruleysi sínu og kærleika. Vinir og vanda- menn kveðja nú þessa góðu konu með söknuði og trega. Margrét var góð fyrirmynd sem gott er að minnast. Hún fékk síðustu ósk sína uppfyllta, að mega skilja við jarðvist hér í svefni og það var vel. Ég sendi börnum hennar, tengdabörnum og stóra barna- barnahópnum hennar einlægar samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar. Blessuð sé minning þessarar mætu konu. Arína fbsen Fimmtudaginn 6. janúar andað- ist Margrét Sigmundsdóttir á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar. Þegar mér barst sú fregn að elsku tengdamóðir mín væri öll, setti mig hljóða, því aldrei er mað- ur viðbúinn að heyra um lát elsku- legs vinar, en það var hún frá því fyrsta ér ég kynntist henni. Hún var falleg og elskuleg kona, sem vildi öllum vel. Börnunum sínum var hún meira en móðir, hún var vinkona þeirra líka. Ég hef aldrei kynnst innilegra sambandi á milli móður og barna en var hjá þeim. Hún hafði svo létta lund að heimilið speglaðist af, man ég hvað hún gat hlegið dátt, já, það var oft glatt á hjalla í kringum hana. Margt var hún búin að reyna. Hún eignaðist 14 börn, sem öll komust upp nema eitt sem dó ungbarn. Tvo syni missti hún með tæp- lega árs millibili. Það var henni erfið og þung reynsla, en hún bug- aðist aldrei. Eiginmann sinn, Agnar Guð- mundsson, missti hún fyrir rúmu ári, en hann hafði verið heilsulítill um árabil. Samleið þeirra hafði verið löng og gæfurík, hann var góður mað- ur, sem bar hana á höndum sér og var hann mikill persónuleiki. Hans var sárt saknað af fjöl- skyldu sinni, ekki síst barnabörn- unum, sem öll elskuðu afa sinn og eiga þau nú um sárt að binda er þau hafa líka misst elskaða ömmu sína. Margrét tar vel gefin og vel gerð, sterktrúuð var hún og sann- færð um líf eftir dauðann. Síðustu mánuðina dvaldi hún hjá Svövu og Garðari og naut hjá þeim mikillar umönnunar og ást- úðar. Að lokum vil ég þakka elsku- legri tengdamóður minni fyrir vináttu og tryggð fyrr og síðar. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég systkinunum öllum og fjöl- skyldum þeirra og bið góðan guð að varðveita minningu hennar. Elísabet Halldórsdóttir I dag verður gerð frá Keflavík- urkirkju útför ömmu minnar Margrétar Sigmundsdóttur frá ísafirði, ekkju Agnars Guð- mundssonar skipstjóra. Langri starfsamri ævi er lokið, gengin er góð kona sem á að baki langt og gifturíkt ævistarf sem margir minnast nú með þakklæti og virðingu. Ekki er ætlun mín að rekja æviferil ömmu minnar, aðeins nokkur þakkarorð fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Æskuár mín á ísafirði voru ná- tengd þeim ömmu og afa í Fjarð- arstræti 18. Fyrstu ár mín bjuggu foreldrar mínir í sama húsi og var því heimili móðurforeldra minna sem mitt annað heimili, yngstu móðurbræður mínir voru á svipuð- um aldri og ég, og lékum við okkur þvi mikið saman og ekki var alltaf verið að fara upp til sín heldur skroppið á neðri hæðina til ömmu og þegin biti. Hógværð og æðruleysi ein- kenndu ömmu alla tíð og notalegt var að vera í návist hennar og mikið máttum við strákarnir hennar brallk til þess að hún léti okkur sjá að henni mislíkaði. Hjá þeim afa og ömmu lærði ég að meta dyggðir vinnusemi og góð- vildar. Um leið og ég kveð mína góðu ömmu koma þessar ljóðlínur Dav- iðs mér í hug. „Kf sérd þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar. sem mildast átti hjarta og þvn^stu störfin vann og fórnaöi þér kröftum og fegurd æsku sinnar og fra*ddi þig um lífid og gerði úr þér mann. I*vi aöeins færö þú heiöraö ojj metiö þína nióöur, aö minninu hennar veröi þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til aö vera öörum góöur og vaxa inn í himin — þar sem kærleikurinn hýr.“ Blessuð sé minning hennar. Ossi Minning: Valdís Siguröardóttir Fædd 7. október 1900 Dáin 6. janúar 1983 Valdís Sigurðardóttir frá Borg- arnesi, Rauðalæk, 12 Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 6. janúar síðastliðinn og fer útför hennar fram á morgun frá Foss- vogskirkju. Valdís var Borgfirðingur að ætt. Hún fæddist aldamótaárið þann 7. október að Kletti í Reykholtsdal. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Brynjólfsdóttir og Sigurð- ur Gíslason. Þórunn, móðir Valdísar, var dóttir Brynjólfs Stefánssonar hreppstjóra á Selalæk á Rangár- völlum. Móðir Þórunnar var Þór- unn Ólafsdóttir frá Ægissíðu í Rangárvallasýslu. Sigurður, faðir Valdísar, var sonur Gísla Sigurðs- sonar sem síðast var á Fiskilæk í Borgarfjarðarsýslu. Þórunn og Sigurður giftust 1892 og bjuggu fyrsta búskaparár sitt að Skáneyjarkoti í Reykholtsdal. En næsta ár fóru þau að Kletti í Reykholtsdal og bjuggu þar í 21 ár eða til ársins 1914, þá fluttu þau í Borgarnes. Sigurður Gíslason drukknaði 24. mars 1916, ásamt Steinbirni, elsta syni þeirra hjóna, af vélbátnum Hermanni frá Stóru-Vatnsleysu. Eftir að Þórunn var orðin ekkja bjó hún áfram í Borgarnesi í húsi sem þau hjón höfðu byggt árið 1914 og nefndu eftir Kletti í Reykholtsdal. Eftirlifandi börn hennar þrjú voru þá á æsku- og unglingsárum, elstur var Ólafur 18 ára, Valdís 15 ára og Albert 11 ára. Valdís var jafnan með móður sinni og héldu þær mæðgur uppi í mörg ár gisti- og greiðasölu. Borg- arnes var þá orðið mikil sam- göngu- og verslunarmiðstöð. Það var því oft gestkvæmt í Kletti á þessum árum. Áður en Valdís giftist var hún oftast í kaupavinnu á sumrin, en það var helsta vinnan sem í boði var í þá daga. Valdís var þrekmik- ill unglingur og stóð oft við slátt langan vinnudag. Arið 1926 giftist Valdís Pétri Hans Símonarsyni, sem ættaður var úr Arnarfirði. Pétur hafði þá fyrir nokkrum árum misst fyrri konu sína, Ólöfu Daðínu Þórar- insdóttur, og nýfæddan son úr hinni alræmdu berklaveiki. Eftir að Valdís og Pétur fóru að búa var móðir Valdísar hjá þeim til ævi- loka, 1940. Pétur stundaði ýmsa vinnu í Borgarnesi, lengst af hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga. Hann var ein- stakur heiðursmaður sem aldrei mátti vamm sitt vita. Hagleiki og snyrtimennska voru honum í blóð borin. Öllum frístundum sínum varði hann í að fegra og bæta heimili sitt. Pétur dó fyrir tæpum 10 árum, varð bráðkvaddur 30. janúar 1973. Valdís og Pétur eignuðust 2 dætur, Ólöfu, gift undirrituðum, og Þórunni, er giftist Birgi Thor- berg Björnssyni. Þau skildu. Seinni maður Þórunnar er Malte Andersson. Hún hefur verið bú- sett í Stokkhólmi síðan 1958. Dótt- urson sinn, Björn Leví Birgisson, tóku Valdís og Pétur að sér tæp- lega fjögurra ára og ólu upp. Barnabörn Valdísar eru 8 og barnabarnabörn 4. Valdís og Pétur bjuggu að Kletti í Borgarnesi til 1942, en þá byggðu þau sér snoturt hús á Helgugötu í Borgarnesi. Þar áttu þau heima í 29 ár, til ársins 1971, þá fluttu þau til Reykjavíkur. Mér er það minnisstætt er ég kom fyrst til þeirra á Helgugötuna hvað mér fannst mikið til um alla smekkvísi og snyrtimennsku. Valdís Sigurðardóttir var greind kona og bókhneigð. Alla sína ævi las hún mikið. Vafalaust hefði hugur hennar staðið til lang- skólanáms ef hún hefði verið ungl- ingur í dag. En á fyrri stríðsárun- um var undantekning að konur gengju menntaveginn sem kallað er. Valdís lærði þó dönsku í einka- tímum, sem mun þá hafa verið fremur sjaldgæft. Einnig lærði hún vandaðan útsaum, svo sem baldýringu og fleira er ég kann ekki að nefna. Valdís hafði mikið yndi af hann- yrðum og saumaði og heklaði mik- ið. Best kann ég að meta fallegu lopapeysurnar og vettlingana. Ég hygg að flestir afkomendur henn- ar eigi skrautlegar lopapeysur og vettlinga sem hún prjónaði. Á seinni árum prjónaði hún mikið og að handbragðinu var ekki að spyrja hjá Valdísi. Að sitja við handavinnu var hennar líf og yndi. En heimilisstörfin vanrækti hún ekki, heimilið var hennar að- alstarfsvettvangur alla tíð. Þegar ég lít yfir æviferil Valdís- ar þá tel ég að hún hafi verið lán- söm kona. Hún eignaðist góðan mann og átti gott heimili og líf hennar var jafnan í föstum skorð- um. Heilsugóð var hún alla ævi, en það er afar dýrmætt og ómetan- legt. Það var fyrst á síðastliðnu sumri sem hún kenndi sér þess sjúkdóms er leiddi til þeirra um- skipta er orðið hafa. Með Valdísi eigum við á bak að sjá greindri og listrænni alda- mótakonu, sem vann öll sín verk í kyrrþey, en af sérstakri smekkvísi og skyldurækni. Að leiðarlokum þakka ég tengdamóðnr minni fyrir alla samfylgdina og vináttu á liðnum árum og bið henni guðs blessunar. Þorsteinn Ólafsson Viggó Björn Bjarna- son - Minning Fæddur 12. september 1930 Dáinn 1. janúar 1983 Viggó var fæddur í Bolungarvík, sonur Guðrúnar Kristjánsdóttur og Bjarna Bjarnasonar. Þau slitu samvistum. Ungur fór því Viggó með móður sinni til Siglufjarðar. Þar giftist Guðrún Hámundi Björnssyni, sem reyndist Viggó besti faðir og vinur. Viggó átti eina alsystur er Birna hét og býr nú erlendis. Hálfsystkini átti hann einnig; Gunnar, Eddu og Hrönn, börn Hámundar og Guð- rúnar. Þegar ég frétti um lát fyrrver- andi mágs míns og vinar fyrsta dag þessa nýja árs, setti mig hljóða. Reyndar kom lát Viggós ekkert á óvart þeim er til þekktu, því hann hafði þjáðst af langvar- andi sjúkdómi, er að lokum dró hann til dauða. Strax 18 ára gamall sýkist hann af berklaveikinni og var ýmist á Kristneshæli á Akureyri eða Víf- ilsstöðum og Reykjalundi, en þar vann hann síðustu ár ævi sinnar, sem vaktmaður. Ég kynntist Viggó fyrst eftir að hann hafði kynnst systur minni, Ernu Ragnarsdóttur. Þetta mun hafa verið 1953 um verslunar- mannahelgi á Laugarvatni. Viggó var hinn föngulegasti maður, er bar af sér góðan þokka og var ljúf- ur í viðkynningu. Oft átti ég síðar margar ferðir upp að Vífilsstöðum til að hitta þau. Það eru ljúfar minningar um þessa samfundi okkar og reyndist hann mér ávallt sem besti vinur og reyndist sú vinátta traust allt til dauðadags. Eftir giftingu þeirra, 1959, tóku þau kjörbarn, sem er Ragnheiður Ösp Viggósdóttir. Hún var sannur sólargeisli föður síns. Mig langar að minnast míns góða vinar, sem reyndist mér í hvívetna traustur og góður vinur, þegar erfiðast stóð á fyrir mér og ég missti minn mann. Ég votta systur minni, Ernu, og Ragnheiði Ösp ásamt öllum systk- inum og vinum hins látna, minar innilegustu hluttekningu við frá- fall Viggós. Megi góður Guð styrkja þau og leiða á erfiðum aðsteðjandi tímum og um ókomin ár. Fyrir hönd móður minnar og barna minna, Hilda Björk Jónsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.