Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 Iðnaðarráðherr- ann rangtúlkar niðurstöðurnar — segir Geir H. Haarde, stjórn- armaður í Kísilmálmvinnslunni „ÞAÐ ER furðuleg bíræfni hjá iðnað- arráðhcrra áður en skýrsla stjórnar Kísílmálmvinnslunnar hf. er kynnt al- þingistnönnum og almenningi, að reyna að koma því inn hjá landsmönn- um, að niðurstöður stjórnarinnar séu aðrar en þær raunverulega eru,“ sagði Geir H. Haarde, hagfræðingur í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, en hann á sæti í stjórn Kísilmálmvinnslunnar. „í frétt sem iðnaðarráðneytið var Japanir skoða Járnblendi- verksmiðjuna NÚ ERU staddir hér á landi fulltrúar frá japönsku fyrirtæki og Elkem, ann- ars eiganda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins eru japönsku full- trúarnir hér til að kynna sér verksmiðj- una með hugsanleg kaup á kísiljárni og jafnvel kaup á hluta verksmiðjunnar í huga. Kannanir þessar eru á frumstigi og í fyrradag skoðuðu Japanarnir verksmiðjuna á Grundartanga og sátu síðan fundi með fulltrúm iðnað- arráðuneytis og Elkem í Noregi í gær. Japönsku fulltrúarnir fara utan í dag. Fari svo, að japanska fyrirtækið kaupi hlut í verksmiðjunni, mun það verða Elkem, sem selja mun af hlut sínum, eða til kemur aukning hluta- fjár. Elkem á nú 45% í verksmiðj- unni, en íslenzka ríkið 55%. borið fyrir og lesin var í kvöld- fréttatíma útvarpsins í gær sagði, að stjórnin legði til að framleiðsla í fyrirhugaðri Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði skyldi hefjast árið 1986. Þetta er ekki rétt. Hins vegar telur stjórnin að gangsetning 1986 geti komið til greina ef þróun mark- aðar fyrir kísilmálm verður hag- stæð. Meirihluti stjórnarinnar bók- aði þó sérstaklega, að ótímabært sé að ákveða nú þegar byggingar- framkvæmdir og gangsetningar- tíma verksmiðjunnar. Meginniður- staða stjórnarinnar er að kísil- málmverksmiðja á Reyðarfirði geti átt rétt á sér ef markaðsspár rætast og að það beri að stefna að gang- setningu á árabilinu 1986—88. En stjórnin telur jafnframt að fylgjast verði náið með þróun markaðar fyrir kísilmálm á næstunni og al- mennri þróun efnahagsmála í heim- inum áður en ákvörðun um tíma- setningu er tekin. Jafnframt beri að vinna markvisst að því að fá til samstarfs aðra eignaraðila en ís- lenzka ríkið og að til greina komi að hverfa frá lagaákvæði um að ríkið skuli eiga 51% af fyrritækinu undir öllum kringumstæðum," sagði Geir. Geir sagðist gera ráð fyrir því að skýrsla stjórnar Kísilmálmvinnsl- unnar verði gerð opinber fljótlega og rædd á Alþingi innan tíðar. „Eg furða mig hins vegar á því, að iðnað- arráðuneytið skuli ganga þannig frá frétt um skýrsluna, að niðurstöður séu rangtúlkaðar," sagði Geir H. Haarde að lokum. Sjá fréttatilkynningu iAnaðarráöu- neytisins i miAopnu. Guðmundur Vig- fússon er látinn GUÐMUNDUR Vigfússon fyrrver- andi borgarfulltrúi í Reykjavík varð bráðkvaddur i fyrrdag 67 ára að al- dri. Hann var fæddur að Hrísnesi í Barðastrandarhreppi 14. september 1915, sonur Vigfúsar Vigfússonar bónda og konu hans Guðbjargar Guðmundsdóttur. Guðmundur var borgarfulltrúi í Reykjavík í 20 ár, eða frá 1950 til 1970, fyrst fyrir Sósíalistaflokkinn en síðan Alþýðubandalagið. Þá gegndi hann fjölmörgum trúnað- arstöðum. Hann stundaði verka- mannavinnu og verslunarstörf 1933-1943, var erindreki ASÍ 1943-48. Þá var hann skrifstofu- stjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík um tíma og blaðamaður við Þjóðviljann. Hann varð deildarstjóri við Húsnæðis- málastofnun ríkisins frá 1970 til 1972 og aftur frá 1974 til dauða- dags. Eftirlifandi kona hans er Marta Kristmundsdóttir. Þess má geta að í Þjóðviljanum í gær er sagt, frá andláti Guðmundar og í sama blaði er birt afmælisgrein eftir hann um Hannibal Valdimarsson áttræðan. Fanney Gunnarsdóttir ásamt syni sín- um, Birni Levi. „Ég vaknaði þegar rútan var alveg komin á hliðina og meiddi mig ekkert," sagði hann. Á leiðinni til Reykjavíkur valt jeppi, sem Björn litli Var með. Mynd Mbl. KOE. Fólk aðstoðað úr rútunni en það þurfti að fara upp um dyr hægra meg- in til þess að kom- ast Út. Mynd Kmnney Fjórir í slysadeild er rúta valt í Kjós: „Sá hvernig fólkið hrundi úr sætum sínum er rútan valt“ „VIÐ Útskálahamar, skammt frá Kiðafelli í Kjós, skall geysiöflug vindhviða á rútunni. Hún rann í hálkunni, lenti siðan utan vegar, skall yfir girðingu og valt. Ég sat fremst hjá bílstjóranum. f þann mund sem rútan var að velta, snéri ég mér við til þess að huga aö syni mínum, Birni Levi, og þá sá ég fólk- ið bókstaflega hrynja úr sætum sin- um og kastast niður þegar rútan fór á hliðina,“ sagði Fanney Gunnars- dóttir úr GrundarHrði í samtali við Mbl., en hún var ásamt Birni Levi Gunnarssyni, 6 ára gömlum syni sinum, meöal farþega þegar lang- ferðabifreið frá Helga Péturssyni valt í Kjós á ellefta tímanum í gærmorgun. Farþegar í bifreiðinni voru 20 og voru fjórir þeirra fluttir í slysadeild. Meiðsli þeirra reynd- ust ekki alvarleg, þó brotnuðu tennur í einum farþega og óttast var að ungur maður hefði brákast á fæti. „Við lögðum upp frá Reykjavík laust eftir klukkan níu. Þá var veður skaplegt. í Kollafirði gerði hins vegar blindbyl og þegar kom að Tíðaskarði var mikið hvass- viðri og blindbylur. Það hafði hlýnað nokkuð og vegurinn því glerháll. Bílstjórinn ók löturhægt en þegar að Útskálahamri kom skall geysiöflug vindhviða á bíln- um með fyrrgreindum afleiðing- um. Fólk var furðu rólegt eftir óhappið. Lítið barn var skelkað og grét hástöfum en það róaðist fljótlega. Bílstjórinn fór til næsta bæjar eftir hjálp en fljótlega bar að mjólkurbíl og bifreiðarstjóri hans gat gert viðvart um slysið. Við urðum að bíða í 1 'h klukku- stund í bílnum þar til hjálp loks barst. Rúta kom að sækja okkur farþegana en sjúkrabíll komst ekki lengra en að Tíðaskarði til þess að sækja slasaða farþega," sagði Fanney Gunnarsdóttir. Björn litli stóð sig eins og hetja og var ekkert hræddur. „Ég vakn- aði þegar rútan var alveg komin á hliðina og meiddi mig ekkert," sagði hann í samtali við blaða- mann. Björn litli hefur mátt ganga í gegn um ýmislegt til þess að komast með móður sinni til Grundarfjarðar. Hann lagði upp frá Blesastöðum á Skeiðum, heimili föður síns, til Reykjavík- ur. Sú ferð gekk ekki þrautalaust fyrir sig í ófærðinni — jeppinn valt á leiðinni til Reykjavíkur, auk þess sem hann festist illa tví- vegis. En það sem er fyrir mestu, Björn litla hefur ekki sakað, og engan bilbug eða ótta var að finna hjá honum þrátt fyrir óhöppin. Afurðalánin með um 24% neikvæða vexti á síðasta ári: Verðbólgugróði lántakenda hátt í 500 milljónir króna VERÐBÓLGUGRÓÐI lántakenda af endurkaupakcrfinu nam 430 milljón- um króna á siðasta ári. Er þá ekki tekið tillit til neikvæðra vaxta af við- bótarlánunum svonefndu, sem viðskiptabankarnir veita sjálfir í ákveðnum hlutföllum við endurkaupa- lánin, sagði Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbanka ís- lands, i erindi sem hann flutti á ráð- stefu Verzlunarráðs íslands um iána- markaðinn og þjónustu lánastofnana við atvinnulifið í gærdag. Ragnar Önundarson sagði, að að meðaltali hafi endurkaupalánin, eða forréttindalánin, eins og hann nefndi þau, numið um 1.800 milljón- um króna á árinu 1982. „Aðeins voru reiknaðir 29% vextir af þessum lán- um á árinu. Vegna verðbólgunnar má ætla, að neikvæðir raunvextir af þessum lánum hafi verið u.þ.b. 24% á árinu," sagði Ragnar önundarson. „Það er sannfæring mín, að af- urðalánakerfið sé orðið að alvarlegu vandamáli, það sé hemill á efna- hagsþróun landsins," sagði Ragnar önundarson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbanka íslands ennfremur. Athuganir styrkja tilvist Valla víðförla ALLAR kannanir á uppruna rost- ungsins á Rifi hafa styrkt þá kenn- ingu að þarna sé Valli víöforli á ferðinni. Sólmundur Einarsson riskifræðingur kannaði i gær mögu- leikana á þvi að rostungurinn væri sá hinn sami og kom á fjörur Norö- manna í lok septembermánaðar sl. og skotið var á vegna deilna norskra visindamanna um ásig- komulag hans. Sá rostungur forðaði sér eftir að skotið var á hann og ekkert er vitað um afdrif hans. Samkvæmt upplýsingum frá Noregi hafði hann stórt og ljótt ör á hausnum, sem náði frá ofan við vinstra auga og niður á nasir, en rostungurinn á Rifi er með sléttan og felldan haus. Það eina sem hrjáir hann er tannleysið hægra megin, eins og Valla víð- förla. Upplýsingar hafa streymt inn um rostunga sem sézt hafa við landið allt frá því fyrir aldamót. Er tala þeirra orðin allt upp í 15 til 20, en flestra hefur orðið vart á Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og eitthvað á Suður- landi, en talið er að þeir sem sáust þar hafi komið austan meg- in að. Engar ábendingar hafa borist um rostunga á Breiðafirði eða við Rif. Síðast varð vart við rostung í Steingrímsfirði kulda- árið 1971. Sá rostungur var dauð- ur þegar hann fannst. Sólmundur sagði í gær, að hann styrktist í þeirri trú að rostungurinn væri kominn frá Eins og ijá má er ekkert gtórt og Ijótt ör i þemim eine og vsr i þeim norska. Tannleysið hægra megin virAist vera það eina sem háir honura eins og Valla viðförla. Ljósm. Mbl. RAX. Grænlandshöfum. Hann sagði einnig að þar sem Valli hefði ver- ið við Bretland, þegar hann var tekinn á land til flutnings norður á bóginn, væri alls ekki ólíklegt að hann leitaði á ný í suður. Þá væri einn hlekkurinn enn til styrktar, en það væri hræðslu- leysi hans gagnvart nærveru manna. Sæmundur Kristjánsson vigt- armaður á Rifi sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi að vegna mikils óveðurs hefði hann ekki séð sér fært að lita til rostungsins í gær, en hann myndi láta verða af því í dag, ef veður leyfði. Hann kvað litla hættu á því að rostungurinn færi úr höfninni, þar hefði hann ákjósanlegt skjól og næga fæðu. Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands, fjallaði ennfremur um verðbólgugróða lán- takenda afurðalána og sagði: „Á ár- inu 1982 nam verðbólguhagnaður lántakenda afurðalána samtals 488 milljónum króna, miðað við láns- kjaravísitölu, og skiptist þannig, að 105.2 milljónir fóru til landbúnaðar, 299.2 milljónir til sjávarútvegs, 80,0 milljónir til iðnaðar og 3,5 milljónir til annarra. Þótt hér kunni að skakka nokkru, er ljóst að afurða- lánin fela í sér gífurlega millifærslu fjár í bankakerfinu". Þá fjallaði Tryggvi Pálsson, hag- fræðingur Landsbanka íslands, lítil- lega um afurðalánakerfið og sagði verðbólgugróðann eflaust vera mun meiri en beinar tölur gæfu til kynna, ef miðað væri við að afurðirnar hefðu selzt, þar sem dollarinn hefði hækkað um 103% í verði á síðasta ári, sem væri mun meira en vísi- töluhækkanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.