Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 m : # Asgeir hefur hækkað í verði - þrátt fyrir meiðslin sem hafa hrjáð hann . '' nwmMW • Þrátt fyrir meidslin sem hrjáð hafa Ásgeir hefur hann hækkað í verði eftir að hann kom til Stuttgart frá Bayern MUnchen. Hann er nú kominn á fulla ferð á ný meö félögum sínum, sem eru í æfingabúðum á frönsku Rivierunni. Hér sést Ásgeir leika á einn leikmanna Fortuna Dusseldorf er liðin mættust í haust. (i.jásmjnd skapii Haiigrfaumn). Frá Jóhanni Injja (•unnarssyni í l'ýskalandi. í nýjasta hefti íþróttablaösins Sport lllustrierte er birtur listi yfir 10 knattspyrnumenn, sem seldir voru á milli félaga í Þýskalandi í haust og taldir eru hafa staöið sig það vel að þaö réttlæti kaup á þeim. Ásgeir Sigurvinsson er þar á meðal og sagt er í blaöinu að þrátt fyrir meiöslin, sem haldiö hafa honum frá keppni í langan tíma, hafi Ásgeir hækkað í verði eftir að Stuttgart keypti hann frá Bayern. í blaöinu er vitnaö í Benthaus, þjálfara Stuttgart, og segist hann mjög ánægöur með aö Ásgeir sé orðinn góöur af meiöslunum. „Hann kemur til meö aö styrkja liðið mikiö í síöari umferöinni,“ sagöi Benthaus. Ásgeir og félagar hans í Stutt- gart dvelja nú í æfingabúöum í Cannes í Frakklandi, en þýska Bundesligan hefst á ný 22. þessa mánaðar. í næstu viku mætir Stuttgart svo Bayern á Ólympíuleikvanginum í Munchen og er þar um ágóöaleik fyrir heimaliöiö aö ræöa. Liöið seldi, sem kunnugt er, Ásgeir og Kurt Niedermayer til Stuttgart áö- ur en keppnistímabiliö hófst, og var þá samiö um þennan leik. Paisley ánægður með framherja sína: Rush og Dalglish bestu framherj- ar sem leikið hafa með Liverpool Liverpool er nú með 10 stiga forystu í ensku 1. deildinni eins og menn vita, og hafa yfirburöir liösins verið með ólikindum und- anfarið. Bob Paisley, fram- kvæmdastjóri liðsins, hefur til- kynnt að þetta sé síðasta keppn- istímabil hans sem stjóra, en hann hefur nú starfaö á Anfield í 43 ár. Meistaramót í atrennulausum stökkgreinum frjálsíþrótta , Meistaramót íslands í atrennu- lausum stökkum verður haldið í KR-húsinu sunnudaginn 30. janú- ar næstkomandi. Mótið hefst klukkan 13. Keppt verður í há- stökki, langstökki og þrístökki án atrennu í flokki karla og kvenna Þátttökutilkynningar þurfa að berast Frjálsíþróttasambandinu í pósthólf 1099 eða síma 83386 fyrir föstudagskvöld, 28. janúar, ásamt 30 króna þátttökugjaldi fyrir hverja grein. Þaö hefur vakiö mikla athygli hve vel Kenny Dalglish hefur leikið undanfariö, en margir spáöu því í haust aö þessi snjalli skoski lands- liösmaöur væri útbrunninn sem knattspyrnumaöur. Dalglish er nú oröinn 31 árs aö aldri, en í framlín- unni með honum leikur hinn 21 árs gamli Wales-búi lan Rush, sem nú er lang markahæstur í Englandi meö 22 mörk. Dalglish og Rush hafa leikiö mjög vel saman undanfariö og hef- ur Rush tekið miklum stakkaskipt- um á síöustu mánuöum. Hann er sterkari, beittari og fljótari aö at- hafna sig í vítateig andstæö- inganna. Bob Paisley hefur séö marga góöa leikmenn á Anfield í gegnum árin, en á dögunum sagöi hann aö Rush-Dalglish dúettinn væri sá besti sem Liverpool heföi átt síöan hann kom til félagsins. Frábært lof til þeirra tveggja, enda engir aular sem leikiö hafa í stööum þeirra í gegnum árin hjá félaginu. Má þar nefna John Toshack og Kevin Keegan sem voru nær óstöövandi saman fyrir nokkrum árum, Roger Hunt og lan St. John sem léku í sókninni hjá félaginu sjöunda ára- Úrvalsdeildin um helgina: Keflvíkingar skarta nú tveimur landsliðsmark- vörðum í knattspyrnu :^aBHCs j • Bob Paislay, hinn frábæri framkvæmdastjóri Liverpool. tugnum og Billy Liddell og Albert Stubbins, sem geröu garöinn frægan í kringum 1950, eöa á sama tíma og Paisley lék meö fé- laginu. Dalglish og Rush hafa náö ótrú- lega vel saman. Þeir eru mjög ólík- ir leikmenn, en hafa leikiö undan- fariö eins og þeir væru fæddir til aö leika saman. Báöir eru þeir fyrst og fremst snjallir í því aö vera á réttum staö á réttum tíma viö mark andstæöinganna, en einnig eru þeir báöir mjög snjallir í því aö Knattspyrna TVEIR leikir fara fram í úrvals- deildinni í kórfuknattleik á morg- un. ÍBK og KR mætast í Keflavík og Valur og Fram í Hagaskóla. Báðir leikirnir hefjast kl. 14.00. Keflvíkingar hafa nú fengið tals- veröan liðsstyrk. Viöar Vignisson, sem áöur lék meö liðinu, en hefur undanfariö veriö í Bandaríkjunum, er nú heima í jólafríi og mun hann leika meö Keflvíkingum næstu þrjá leiki. Þá hefur Einar Steinsson, sem hætti að leika með liöinu á miöju keppnistímabilinu hafiö æf- ingar á ný, og síöast en ekki síst hefur Bjarni Sigurðsson æft af miklum krafti undanfariö og mun leika meö liöinu út tímabiliö. Bjarni er kunnari fyrir iökun knattspyrnu en körfuknattleiks, og hefur staöiö nokkrum sinnum í marki knatt- spyrnulandsliðsins. Skarta þeir Keflvíkingar því tveimur lands- liösmarkvöröum í liöi sínu, Bjarna og Þorsteini Bjarnasyni en hann mun ekki fara til Hong Kong eins og líkur voru á. Keflvíkingar byrjuöu mótiö mjög vel í haust og voru á toppi deildar- innar um tíma, en döluöu síöan nokkuö. Koma þeir væntanlega til með aö styrkjast verulega nú, og gætu reynst Valsmönnum erfiður keppinautur um islandsmeistara- titilinn, en þessi tvö liö eiga mesta möguleika á honum. — SH. skapa meöspilurum sínum tæki- færi. Dalglish kom til Liverpool fyrir sex árum, er Kevin Keegan fór til Hamburger í Þýskalandi, og töldu margir hann enn betri leikmann en Keegan. Rush var keyptur frá Chester fyrir 300.000 pund fyrir tveimur árum, og ekki ieiö á löngu áöur en hann var farinn aö skora reglulega fyrir varaliö Liverpool. Hann hefur nú leikiö 126 leiki fyrir félagiö og i þeim skoraö 68 mörk — sem er rúmlega eitt mark í öör- um hverjum. Vissulega frábær árangur. Dalglish hefur leikiö 672 leiki fyrir félagiö og skoraö 299 mörk. Paisley sagöi 1977, er Dalglish haföi skrifaö undir samning viö Liverpool: „Þaö er á stundum eins og þessum sem maður hefur þaö á tilfinningunni aö einhver æöri máttarvöld stjórni gerðum manns." Greinilega ánægöur meö kaupin, gamli maöurinn, og Dalgl- ish hefur svo sannarlega marg- sinnis endurgreitt Liverpool kaup- veröiö meö snilldarleik sínum. Hann sagöi nýlega í viötali, aö ekki væri nokkur leið aö útskýra þá hæfileika aö skora mörk. „Þaö get- ur enginn ákveöiö fyrirfram aö hann ætli aö skora. Menn fá sín tækifæri og spurningin er hvort menn nota þau eöa ekki.“ r. il ; mm** A*. « * ' Stjörnu- hlaup FH FH-INGAR gangast ffyrir einu stjörnuhlaupi sínu næstkom- andi laugardag, 15. janúar. Hlaupið hefst við Lækjarskóla kl. 15 og veröur hlaupin um fimm kílómetra vegalengd f flokkum karla og kvenna. Einn- ig er keppt í drengjaflokki, þar sem vegalengd verður um þrír kílómetrar og í pilta- og telpna- flokki, þar sem vegalengd verö- ur um 1500 metrar. öllum er heimil þátttaka og keppendur beðnir að mæta tímanlega viö Lækjarskólann. Stjörnugjöfin FH: Kristján Arason ★★★ Guöjón Guömundsson ★★ Þorgils Óttar ★★ Valur: Brynjar Haröarson ★★★ 1. deild karla: Aðeins átta leikir eftir NÚ ER Ijóst, að það verða Vík- ingur, FH, KR og Stjarnan sem leika í fjögurra liöa keppninni um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Eftir leikina sem fram fóru í fyrrakvöld er staöan í 1. deildinni þannig: Víkingur12 8 2 2 259:237 18 FH 12 8 0 4 313:269 16. KR 12 8 0 4 274:223 16 Stjarnan12 7 1 4 246:239 15 Valur 12 5 1 6 250:236 11 Þróttur 12 5 1 6 241:249 11 Fram 12 4 1 7 255:267 9 ÍR 12 0 0 12 207:337 0 Nú eru aöeins átta leikir eftir af deildarkeppninni og síöan tekur úrslitakeppnin viö eftir B-keppn- ina í Hollandi. Þeir leikir sem eftir eru, eru þessir: Mánud. 17. jan.: ÍR — FH Þriöjud. 18. jan.: Valur — Stjarnan Miövikud. 19. jan.: Þróttur — Víkingur Fimmtud. 20. jan.: Fram — KR Laugard. 22. jan.: Þróttur — Valur Sunnud. 23. jan.: FH — Fram Stjarnan — ÍR Víkingur — KR Síöasti leikurinn, leikur Víkings og KR, veröur væntanlega mjög þýöingarmikill. FH og KR eru aö- eins tveimur stigum á eftir Vík- ingum og eiga því möguleika á því aö veröa í efsta sætinu er deildarkepþninni lýkur. — SH • Bjarni Sigurðsson, markvöröur Skagamanna I körfuknattleik með Keflvíkingum þaö sem eftir er knattspyrnu, vetrar. leikur Graziani og Tardelli í bann ftölsku landsliösmennirnir í knattspyrnu Francesco Grazi- ani hjá Fiorentina og Marco Tardelli hjá Juventus voru í gær dæmdir í eins leiks bann og verða því ekki með liðum sínum á sunnudaginn í deildarleikjun- um. Báöir voru þeir reknir af velli — Tardelli fyrir grófan leik og Graziani fyrir að slá mótherja. Þjálfari Torino, Eugenio Bers- ellini, var einnig dæmdur f bann. Hann reifst heiftarleiga við dómarann í síðasta leik liös- ins og má hann ekki stjórna liöi sínu á ný fyrr en 2. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.