Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 19 Nýr Honda Prelude kemur á markaöinn — Straumlínulagaðri — Ný stærri vél — Ný fjöðrun — íburðarmeiri HONDA Prelude kom fyrst á markaðinn á árinu 1979 og naut þegar mikilla vinsælda hjá þeim, sem vildu sportlega og tiltölu- lega kraftmikla bíla, en þó á skaplegu verði. Fyrir nokkru kynnti Honda nýjan endurhann- aðan Prelude, sem kemur hingað til lands í næsta mánuði. Verulegar breytingar hafa verið gerðar á bílnum, bæði innan og utan, og ef marka má af mynd- um eru þær til góðs. Auk þess hafa verið gerðar fjölmargar tæknilegar breytingar á bílnum. Bíllinn verður boðinn í tveimur mismunandi útfærslum, STD og EX. ÚTLIT Nýi Prelude-bíllinn ber ákveð- inn keim af forvera sínum, en er eigi að síður mun sportlegri, straumlínulagaðri og fyrir minn smekk fallegri. Línurnar sam- svara sér mjög vel. Bíllinn er meira niður að framan en áður og heldur meira upp að aftan, sem gerir það að verkum, að vindmótstaða hans er minni en hjá þeim „gamla". Prelude hefur fengið alveg nýtt andlit. Það vekur athygli, að aðalljósin eru felld inn í grillið og opnast lok yfir þeim, þegar kveikt er á þeim. Prelude er eftir sem áður tvennra dyra og eru þær stórar, þannig að mjög haganlegt er að ganga um þær. Bíllinn kemur á „standard“-felgum, en síðan er hægt að fá hann með sérstökum álfelgum, sem gera mikið fyrir útlit bílsins. Hvað afturendann varðar, eru ljósin nokkru stærri en á þeim „gamla", sem er til mikilla bóta. Stuðarar bílsins eru mjög smekklegir og sömu sögu er að segja af hliðar- listunum. INNRÉTTING Innréttingin í Prelude er nokkru íburðarmeiri en í for- vera hans, sérstaklega hefur mun meira verið lagt í sætin, sem eru virkilega vönduð í þeim nýja. Áherzla hefur verið lögð á að auka þægindi sætanna, enda er bæði hliðar- og bakstuðning- ur framsætanna mun meiri en var í eldri bílum og stillimögu- leikum hefur verið fjölgað. Sömu sögu er að segja af aftur- sætum bílsins. Bólstrun þeirra hefur verið aukin til frekari þæginda fyrir farþega. Meira er lagt upp úr klæðningu og bólstr- un bilsins almennt. Hvað rými varðar hefur það verið aukið, bæði fyrir ökumann og farþega frammi í og farþega aftur í. Rými frammi í er því mjög gott. Hins vegar er það af frekar skornum skammti aftur í, eins og reyndar í flestum sportbílum svipaðrar gerðar. MÆLABORÐ Nýtt mælaborð hefur verið hannað í bílinn, þótt það beri ákveðið „Honda-yfirbragð". Stjórntæki hafa verið færð nær ökumanni til að auka á þægindi hans, auk þess sem borðinu hef- ur hreinlega verið þjappað betur saman en áður. Borðið er annars stílhreint og stýrishjólið hefur sérstakt yfirbragð. SKIPTING — PED- ALAR — DRIF Prelude er boðinn bæði fimm gíra beinskiptur og 4ra gíra sjálfskiptur með hinni svoköll- uðu „Hondamatic“-skiptingu, sem hefur reynzt mjög vel í gegnum tíðina. Ýmsar breyt- ingar hafa þó verið gerðar á „Hondamatic“-skiptingunni, sem eiga að draga enn frekar úr benzíneyðslu bílsins, auk þess að gera bílinn þægilegri í akstri. Pedölum er vel fyrir komið, þannig að lítil sem engin hætta er á að stíga á tvo þeirra sam- tímis. Prelude er eftir sem áður framdrifinn. VÉL Hönnuð hefur verið ný vél í Prelude-bílinn. Sú er 4 strokka, 1,8 lítra, 1.829 rúmsentimetra, 105 DIN-hestafla við 5.500 snún- inga. Honda-fyrirtækið segir vélina vera sérstaklega eyðslu- granna og að bíllinn eyði að meðaltali 10,4 lítrum á hverja 100 km í blandaðri keyrslu með 5 gíra beinskiptum kassa. Hins vegar ef ekið er á jöfnum 120 km Honda Prelude. Bílar Sighvatur Blöndahl Honda Gerð: Honda Prelude Framleiðandi: Honda Framieiðsluland: Japan Innflytjandi: Honda-umboðið Verð: 300.000—450.000, eftir útfærslu Þyngd: 975—1.005 kg Lengd: 4.320 mm Breidd: 1.690 mm Hasð: 1.295 mm Hjólhaf: 2.450 mm Veghæö: 153 mm Drif: Framdrifinn Girskipting: 5 gira belnskipt- ur/4ra gíra sjálfskiptur Vél: 4 strokka, 1.829 m3, 105 DIN-hestafla, 1,8 litra Hámarkshraöi: 170—183 km/klukkustund Beygjuradíus: 10,2 metrar Bremsur: lölvustýrt „Anti Lock Brake“-kerfi Fjöðrun: Sjálfstæð framan og aftan Hjólbaröar: 185/70 HR 13 Góðar línur eru í bílnum. Hærri afturendi, stærri Ijós. hraða á klukkustund eigi bíllinn að eyða um 8,3 lítrum á 100 km. Af þessum tölum má ráða, að eyðslan er mun minni ef ekið er á jöfnum 90 km hraða á klukku- stund, þótt Honda-fyrirtækið gefi það ekki upp. AKSTURSEIG- INLEIKAR Um aksturseiginleika nýja Prelude-bílsins er auðvitað ekk- ert hægt að fullyrða á þessari stundu, en þó er vert að hafa í huga, að bíllinn er með sjálf- stæða fjöðrun á hverju hjóli og hefur verið hönnuð ný fjöðrun í hann að framan, sem á að auka enn á stöðugleika bílsins, sem var þó ágætur fyrir. Ennfremur hefur fjöðrunin á afturhjólun- um, sem er af hipni svokölluðu MackPherson-gerð, verið breytt til að bæta stöðugleika bílsins að aftan. Þá má geta þess, að nýtt bremsukerfi hefur verið hannað í Prelude. Það er svo- kallað „Anti-Lock Brake" kerfi, sem er tölvustýrt. Bremsun bíls- ins verður mun fullkomnari og jafnari fyrir vikið. Honda segir Prelude fyrsta japanska bílinn með þessu nýja bremsukerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.