Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
15
Norður
við
endimörk
frelsis
Annemarv Lorentzen sendiherra í skrifstofu sinni í norska sendiráðinu í Reykjavík. Ljósm. Mbi.: ól.K.M.
Samskiptin við Sovétríkin eru
ekki mikil á þessum slóðum og
menn leiða yfirleitt ekki almennt
mikið hugann að nágrannanum í
austri nema þá þeir sem búa alveg
við hin stranglega lokuðu landa-
mæri. I gildi er samningur um
menningarsamskipti og stundum
koma hópar listamanna eða
íþróttamanna frá Murmansk og
sambærilegir hópar fara þangað, þá
hittast sveitarstjórnamenn af og til
og embættismenn ríkisins fyrir
utan það formlega samband sem er
á milli þeirra er gæta landmæranna
en yfirmenn þar hittast á reglu-
legum fundum.
En landamæri Sovétríkjanna og
Noregs eru í raun lengri en 196 km,
því að þau teygja sig langt á haf út
og enn hefur ekki náðst samkomu-
lag um skiptingu hafsvæðisins
norður af Grense Jakobselv. Þar
hefur verið tekin upp sú skipan sem
kennd er við „grá svæði" og felst í
því að báðir aðilar hafa sameigin-
legan aðgang að svæði sem teygir
sig inn á yfirlýst svæði hvors um
sig. Á hafinu er því dálítið sam-
neyti milli þjóðanna sem alls ekki
er á landi og ekki er enn séð fyrir
endann á þeim deilum sem hafa
verið uppi um skiptinguna í Bar-
entshafi. Þess má og geta að Sov-
étmenn hafa byrjað tilraunaboran-
ir eftir olíu norður af strönd Kóla-
skagans en Norðmenn hafa ekki
ákveðið hvort eða hvenær þeir
halda með borpalla sína nær sov-
ésku landamærunum úti fyrir
strönd Finnmerkur.
Það hefur mikið breyst við landa-
mærin hjá Grense Jakobselv síðan
ég óð yfir þau á mínum yngri árum.
Að vísu hefur kannski ekki svo mik-
ið breyst Norðmanna megin, íbúum
dalsins hefur fækkað en landa-
mæravarslan af okkar hálfu er
tæplega manhfleiri en þá, því að við
höfum lagt á það áherslu að gera
ekkert sem Sovétmenn geta túlkað
sem ögrun við sig, raunveruleg
varnarmannvirki okkar eru um 800
km vestar við Bardufoss í grennd
við Tromsö. Og við leggjum mikla
áherslu á að menn hagi sér almennt
vel við landamærin, til dæmis er
bæði refsivert að beina myndavél
inn yfir Sovétríkin og hafa í fram-
mi „móðgandi athæfi" í átt til
þeirra, eins og segir í landamæra-
reglunum.
Eg var í varnarmálanefnd Stór-
þingsins og eitt sinn flugum við
nefndarmenn í þyrlu á milli
norskra stöðva við landamærin.
Skyggni var gott og við sáum inn
yfir Sovétríkin og yfir hæðirnar
sem umlykja árnar er renna á
landamærunum. Sjaldan hefur mér
brugðið meira við nokkra sjón, því
að svo langt sem augað eygði voru
hernaðarmannvirki, vígvélar og
krökkt af hermönnum. Allur skógur
hafði verið höggvinn og hvergi sást
smábýli eða sveitaþorp. Það veður
enginn ótilneyddur yfir Jakobselv
frá Noregi nú á tímum og vonandi
kemur heldur enginn óboðinn yfir
hana að austan,“ sagði Annemarie
Lorentzen að lokum.
Bj-Bj.
Myndin er tekin yfir Kirkenes. Húsin í bænum eru flest af sömu gerð, enda byggé samkvæmt sömu teikningu. Þegar
ráðist var í það stórvirki að reisa byggðina á Finnmörk frá grunni eftir eldfor þýska hersins um fylkið, var efnt til
samkeppni um hentug íbúðarhús í tækniháskólanum í Þrándheimi. Þess vegna eru íbúðarhúsin eins um fylkið allt.
vegar er erfitt að fá menn til að
sækja sjóinn á minni skipum og þar
er meðalaldur sjómanna orðinn
ískyggilega hár. Til ýmissa opin-
berra aðgerða hefur verið gripið til
að hvetja fólk til búsetu á Finn-
mörk. Til skamms tíma voru mat-
væli og olía til húsahitunar niður-
greidd þar en ríkisstjórn Hægri-
flokksins hefur mótað þá stefnu, að
framvegis skuli þeim veittur sér-
stakur skattaafsláttur sem búa á
Finnmörk.
Alkunnar eru deilurnar um hina
nýju virkjun í Altafirði. Umhverf-
isverndarmenn hafa lagst gegn
þeirri framkvæmd, en ég held að
fullyrða megi að allur þorri íbúa
Finnmerkur vilji nýju virkjunina,
enda hefur verið sýnt fram á að án
hennar verði rafmagnsskortur í
fylkinu þegar fram líða stundir.
Stórþingið samþykkti að í virkjun-
ina skyldi ráðist og var þeirri
ákvörðun skotið til Hæstaréttar
sem staðfesti samþykkt Stórþings-
ins. Unnið hefur verið að vegagerð á
staðnum og næsta sumar verður
hafist handa við að smíða stifluna.
náðu Narvík. í Alta á Finnmörk var
herfylki ög var það sent til Narvík-
ur, eftir sigur Þjóðverja þar var
engum vörnum við komið og þeir
fóru hratt yfir fylkin Troms og
Finnmörk. Var allur Noregur her-
tekinn á einum og hálfum mánuði.
Þjóðverjar voru gráir fyrir járn-
um á Finnmörk. Hvergi annars
staðar í Noregi bjó þýski herinn
jafn vel um sig. Við öll fjarðar-
mynni voru fallbyssuvirki og víg-
girðingar voru reistar um þetta víð-
áttumesta fylki Noregs þvert og
endilangt. Orrustuskipið Tirpitz
leitaði til dæmis skjóls í Altafirði
en því var síðar sökkt í grennd við
Tromsö. Frá Finnmörk héldu Þjóð-
verjar uppi árásum á skipalestirnar
frá Norður-Ameríku um Island til
Murmansk á Kólaskaga. Á landi
bjuggu þeir sig undir að heyja stór-
styrjöld við Rússa, sem tóku land-
ræmuna af Finnum norður til Pets-
amó en stöðvuðu við norsku landa-
mærin. Þjóðverjar fóru aldrei yfir
landamærin inn í Rússland á Kóla-
skaga.
Rússar létu svo til skarar skríða
sumarið og haustið 1944 og héldu
vestur yfir landamærin þegar hern-
aðarvél Þjóðverja var tekin að
molna. En nasistar sýndu mikla
grimmd þegar þeir hörfuðu. Þeir
brenndu hús og heilar byggðir,
eyðilögðu vegi, raforkuver og
bryggjur, brutu niður skip,
sprengdu allt í loft upp sem þeir
frekast gátu. Allir íbúar Finnmerk-
ur voru reknir frá heimilum sínum
og flestum þeirra var smalað út úr
fylkinu, sumir flýðu til fjalla og
höfðust við í hellum. Var breskt
beitiskip sent á vettvang til að
bjarga flóttafólkinu úr felustöðum
þess. Margir af íbúum Kirkenes
leituðu skjóls í göngum járnám-
anna miklu við Bjarnarvatn og
þorðu ekki upp í dagsbirtuna fyrr
en þeir þóttust vissir um að Rússar
væru komnir.
Það var fagnaðarfundur þegar
Rússar og Norðmenn hittust eftir
að nasistar höfðu kvatt með eldi og
brennisteini. Rússar kölluðu þetta
þá og hafa síðan kallað innreið sína
í Noreg „frelsun" Noregs. Þeir
héldu vestur að botni Varanger-
fjarðar en stöðvuðu þar enda komu
norskar sveitir þjálfaðar í Svíþjóð
og Englandi þangað í gegnum Sví-
þjóð. í ársbyrjun 1945, eftir uppgjöf
nasista, drógu Rússar her sinn til
baka fyrirvaralaust og án eftir-
mála. Enn halda Norðmenn það há-
tíðlegt í Kirkenes með rússneskum
embættismönnum, að Rússar
skyldu frelsa byggðina þar 1944.
Eftir stríðið tók fólk fljótlega að
flytjast aftur til Finnmerkur.
Raunar hófst þar nýtt landnám, því
að í bókstaflegri merkingu þurfti að
reisa byggðina upp frá grunni.
Fyrstu hóparnir bjuggu í tjöldum
og síðan voru reist braggahverfi
víðs vegar um fylkið. Án Marshall-
aðstoðarinnar frá Bandaríkjunum
hefði endurreisnin kannski verið
óframkvæmanleg og áreiðanlega
tekið mun lengri tíma. Henni lauk
ekki fyrr en 1965. Ég hef allt mitt
líf verið búsett á Finnmörku þar til
ég kom hingað til Islands, ég var
kennslukona þar til ég var kosin á
Stórþingið 1969 sem fulltrúi fylkis-
ins.
Finnmörk er að flatarmáli helm-
ingi minni en ísland og þar búa
tæplega 80 þúsund manns. Flestir
eru í þorpum við ströndina og hafa
framfæri sitt af fiskveiðum en dal-
irnir inn af fjörðunum eru sumir
góðir til landbúnaðar og þarf til
dæmis næstum enga mjólk að flytja
inn í fylkið. Þar er að finna málm-
auðugt belti sem teygir sig frá Sib-
eríu og inn í Norður-Finnland. Til
skamms tíma voru til dæmis tvær
koparnámur á Finnmörk og járn-
náman mikla í eign A/S Sydvar-
anger við Kirkenes er mikil lyftist-
öng fyrir íbúana þar. En nú hallar
Aðvörunarskilti við landamæri Noregs og Sovétríkjanna skammt frá Kirke-
nes. Bannað er að fara yfír landamærin, hafa samband við menn handan
landamæranna, taka mvndir af sovésku landi, og útlendingum er bannað að
stunda veiðar eða fara á bátum út á landamæraár eða -vötn.
mjög undan fæti fyrir þessum
námugreftri. Koparnámunum hefur
verið lokað og A/S Sydvaranger er
rekið með miklu tapi. En leggist
námugröftur niður þar mun byggð-
in minnka og þótt norska ríkis-
stjórnin fylgi þeirri meginstefnu að
veita þeim fyrirtækjum ekki styrki,
sem ekki geta borið sig, hefur hún
samþykkt að ábyrgjast rekstur A/S
Sydvaranger við sovésku landa-
mærin til að viðhalda byggðinni
þar, meðal annars með hliðsjón af
öryggishagsmunum alls landsins.
Fiskgengd hefur minnkað í Bar-
entshafi og hagur sjómanna hefur
því þrengst mjög á Finnmörk. Nú er
bannað að kaupa þangað nýja tog-
ara. 9 togarar eru gerðir út frá
Hammerfest og tiltölulega vel
gengur að ráða menn til starfa um
borð í þeim, enda hvert skip ekki
lengur en 5 daga í veiðiferð og vel
að öllum skipverjum búið. Hins
Vafalaust munu umhverfisvernd-
armenn þá enn láta til sín heyra.
Töluverðar vonir eru við það
bundnar að olíuvinnsla á Fuglöy-
banken og Tromsöflaket vestur af
Hammerfest muni verða öllu at-
vinnulífi á Finnmörk mikil lyfti-
stöng. Það hefur verið ákveðið að
Hammerfest verði birgðamiðstöð
fyrir olíuvinnsluna á þessum slóð-
um og er þess að vænta að samhliða
henni muni ungt verkmenntað fólk
taka að flytjast aftur norður. Til-
raunaboranir þykja gefa góða raun
en þeim verður fram haldið næsta
sumar. Ekki hefur verið ákveðið
hvernig og hvar olían verður tekin á
land, er bæði rætt um að hún verði
flutt á skipufn eða í leiðslum, sumir
telja jafnvel hentugast að flytja
hana í leiðslu beint til Svíþjóðar.
Það er þó ólíklegasti kosturinn bæði
vegna náttúruröskunar og mengun-
arhættu.