Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 33 Minning: Guðrún Sigurveig Pétursdóttir ræðu, er starfsþrek var eitthvað tekið að minnka. Seinustu árin bjó hún á Norður- brún en síðar hjá Ingu bróðurdótt- ur sinni á Lynghaganum þangað til heilsu hennar tók að hraka meira og bjó hún síðustu 2—3 mánuði á Droplaugarstöðum. Á langri ævi kynntist hún mörgu fólki en það sem meira var og allra mikilvægast var tryggð hennar. Einkum átti það við fjöl- skyldu hennar, þ.e. systkini henn- ar, en aðrir nutu líka góðs af. Hæfileiki hennar til að umgangast fólk gerði hana eftirsótta, bæði innan og utan fjölskyldu. Nú á dögum alast kynslóðirnar upp hver fyrir sig og er þá oft ekki að furða þótt skorti á skilning þeirra í millum. Það er dýrmætt að njóta samvista við eldra fólk og gaman að fræðast um gamla tím- ann. Minni Snorru var óbrigðult, hún var ung í anda og fylgdist vel með öllu til hinstu stundar. Þess hef ég og við fleiri notið hjá Snorru þar sem hún var heimagangur heima og bjó þar um nokkurt skeið. Þá var nú dálítið farið að halla undan fæti en hún var af þessari aldamótakynslóð og komst langt á seiglunni, það sem hún ætlaði sér — gerði hún. Þrautseigjan hjálp- aði henni í mörgu og hélt hún sín- um venjum fram á síðustu stund. Hún var alveg sérstaklega ná- kvæm, reglusöm og samviskusöm — og reyndi líka að innræta okkur þessa góðu siði. Ættrækin var hún Snorra í meira lagi og vildi fylgjast með hvað varð um hennar fólk, í lífi og starfi og ferðalögum. Umhyggjan var sérstök í þeim efnum sem öðr- um. Ég vil vona að henni vegni vel á sínu ferðalagi til annars heims og þakka henni ómetanlega sam- fylgd. Guð blessi^ minningu Snorru. Áslaug Gunnarsdóttir I dag verður til moldar borin afasystir mín Snorra Benedikts- dóttir, sem lézt 8. jan. síðastl. rúmlega níræð að aldri. Það er eiginlega erfitt að ímynda sér að Snorra sé farin héðan. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur hún alltaf verið nálæg á einhvern hátt, þessi virðulega, hjartahlýja eldri kona. Snorra giftist aldrei og eignað- ist ekki börn, en bar alla tíð sér- staka umhyggju fyrir systkina- börnum sínum, börnum þeirra og barnabörnum. Nutum við þess að eiga þar þriðju „ömmuna", sem allt vildi fyrir okkur gera. Áldrei mátti hún heyra nokkru okkar hallmælt án þess að hún tæki upp hanskann fyrir okkur, ef við höfð- um haft einhver prakkarastrik í frammi. Aldrei lét hún það í ljós við okkur, en einhvernveginn viss- um við þetta og þótti okkur gott að eiga Snorru að bakhjarli. Það var einkennandi fyrir Snorru hve vel og af hve nákvæmri reglusemi hún sinnti þeim störfum, sem henni voru falin. Fyrst sem símastúlka, áður en símstöðvarhar urðu sjálfvirkar og síðar sem bókari í fyrirtæki bróður síns. Það má segja með sanni, þó að hún hafi «ldrei orðað það svo sjálf í mín eyru, að hennar motto hafi verið, að væri eitthvað verk þess virði að vinna það, þá væri það þess virði að gera það vel. Þetta er ekki ama- legt fordæmi fyrir okkur yngri kynslóðina. Þ^ð er með söknuð í huga sem við hjónin og dætur okkar kveðj- um Snorru og huggun að eiga bjartar minningar um kærleik, tryggð og hlýju merkrar konu. Blessuð sé minning hennar. Hallgrímur Gunnarsson, Lundi Lífsferill manna er ólíkur, þel manna misjafnt. Eins er um við- horfin til lífsins og mat manna á æðstu verðmætum þess; ólík reyndar þau markmið í lífinu, sem menn keppa að. Margur fer geyst um lífsins stigu og stefnir með boðaföllum að settu marki, ein- blínir á hinar stóru augljósu stað- reyndir en hirðir ekki um smærri, síður áberandi þætti í daglegu )ífi — þætti, sem þó oft eru sjálf und- irstaða alis hins. Svo eru aðrir, sem ganga sína braut með meiri hógværð hjart- ans, fara hvergi um með asa og gæta þess að traðka ekki á hinu smæsta í sköpunarverkinu, heldur virða það og hlúa að því við hvert sitt fótmál. I þeim hópi var Snorra Benediktsdóttir; ein af eftirminni- legustu konum sem ég hef kynnst. Hljóðlát og hógvær í fasi, bar hún með sér tiginmannlegan virðu- leika, sem var henni eðlilegur og í blóð borinn. Snorru heyrði ég sem barn oft getið heima á Seyðisfirði, ætíð að góðu og með virðingu fyrir sér- stökum mannkostum hennar. Síð- ar varð mér að fullu ljóst, hve miklu þessi nærgætna kona hafði fengið áorkað í kyrrþey og hve mikill drengskapur hennar var. Það var mér ógleymanlegt að hitta Snorru að máli; hún var þá orðin háöldruð kona — komin um nírætt. Með látlausum orðum gat hún fyrirhafnarlaust leitt viðmæl- anda sinn á vit löngu liðinna við- burða, sem hún ýmist hafði sjálf orðið vitni að í æsku sinni eða heyrt trúverðugt fólk segja frá. Minni hennar var einstakt, skiln- ingurinn skarpur, jafnt á smærri atriði sem og á víðara samhengi hluta og aðstæðna; það leiftraði af frásögn hennar. Allt til hinztu stundar hélt hún öllum sálarkröftum sínum og reisn. Snorra Benediktsdóttir var gæfukona og var Guði þakklát fyrir allt hið góða, sem henni veittist í lífinu. Margt og marg- víslegt hafði hún séð og reynt áður en hún var burtkvödd: ísland hafði tekið stakkaskiptum frá því hún mundi fyrst eftir sér um alda- mótin síðustu — gjörla hafði hún fylgst með öllum meginhræring- um í íslenzku þjóðlífi og bar vel- ferð þjóðar sinnar mjög fyrir brjósti. Henni stóð ekki á sama um það sem hún elskaði, og landi sínu og þjóð unni hún fölskva- laust. Með Snorru Benediktsdóttur er genginn merkur fulltrúi rótgró- innar íslenzkrar menningar — það er göfug kona, sem í dag er lögð til hinztu hvíldar. Fjölskyla mín og ég munum ávallt standa í þakkarskuld við Snorru Benediktsdóttur og hafa minningu hennar í heiðri. Öllum aðstandendum votta ég einlæga samúð mína. Halldór Vilhjálmsson Það vill oft verða svo, að þegar kveðja skal gamlan og góðan starfsfélaga, sem horfinn er af sjónarsviðinu, þá kemur svo margt upp í huga manns. Ég held að efst sé í huga mínum þegar ég fyrir röskum 40 árum kom til starfa hjá H. Benediktsson & Co., hversu vel var tekið á móti mér af öllum, sem þar störfuðu. Ég held að ég geri engum órétt, þótt ég segi, að ég minnist enn hlýs handtaks hennar Snorru og margra slíkra frá liðnum árum. Hún starfaði hjá fyrirtæki bróður síns, Hallgríms heitins Benediktssonar, meðan starfsorka hennar leyfði. Hún var komin um áttrætt þegar hún hætti þar störf- um, enda heilsa þá farin að bila. í gegnum þau ár, sem við störf- uðum saman, minnist ég ávallt fúsleika hennar til að hjálpa og aðstoða, ef einhver þurfti á slíku að halda. Framkoma hennar var ávallt á þann veg að sýna tillits- semi og nærgætni, hver sem í hlut átti. Öll sín störf rækti hún af ein- stakri alúð og samviskusemi. Þessir eiginleikar voru mjög sterkir í hennar eðli og þegar ég nú kveð þessa góðu konu, þá verða þessar minningar um hana efstar í huga mínum. Síðast þegar fundum okkar Snorru bar saman, var það á heimili bróðurdóttur hennar, Ingi- leifar, á síðastliðnu ári, en þá átti Snorra níræðisafmæli. Þar var margt um manninn, því að kunn- ingjar og vinir vildu heilsa uppá afmælisbarnið. Nú hefur Snorra fengið hvíld eftir langa hérvist. Blessuð veri minning hennar. V.Bj. Fædd 6. marz 1911 Dáin 13. janúar 1983 í dag verður til moldar borin Guðrún Pétursdóttir, en hún lézt að kvöldi 13. janúar sl., að Landa- kotsspítala. Fyrir rúmum fjórum árum gekkst Guðrún undir erfiðan uppskurð og síðan átti hún við heilsuleysi að stríða og lá tíðum á sjúkrahúsum. Guðrún var fædd á ísafirði hinn 6. marz 1911, dóttir hjónanna Guðbjargar Jensdóttur og Guð- mundar Finnbogasonar sjómanns. Þegar Guðrún var tveggja ára, drukknaði faðir hennar í sjóróðri og lét eftir sig konu og tíu börn. Fljótlega eftir föðurmissinn tólíu hjónin Helga Árnadóttir og Pétur Jóhannsson bóksali og bókbindari á Seyðisfirði hana að sér og ætt- leiddu og var hún einkabarn þeirra. Pétur og Guðmundur voru nánir vinir úr Langadal i Húna- vatnssýslu og skólabræður frá Möðruvallaskóla. Guðrún ólst upp á miklu menn- ingar- og myndarheimili á Seyðis- firði, þar sem Pétur og Helga ráku umsvifamikla bóksölu og ‘bók- bandsstofu. Eftir heimakennslu fór hún í Húsmæðraskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Síðan vann hún ýmis störf á Seyðisfirði og víðar. Til Reykjavíkur lá leiðin árið 1935. Hinn 17. október 1936 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sveinbirni Tímóteussyni, þá bif- reiðarstjóra á BSR, síðar dyra- og húsverði í Stjórnarráðinu og loks starfsmanni Morgunblaðsins. Börn Guðrúnar og Sveinbjörns eru Helga, fædd 10. júlí 1937 og Pétur, fæddur 23. ágúst 1945. Helga er gift Ragnari Magnússyni og þau eiga einn son, Þorstein. Pétur var kvæntur Auðbjörgu Guðmunds- dóttur, þau slitu samvistum en eiga tvo syni, Guðmund Ármann og Eggert. Sveinbjörn átti einn son, Magnús, fæddan 25. nóvem- ber 1929, bónda að Hrísum í Víði- dal. Börn hans áttu ávallt greiðan aðgang að heimili Guðrúnar og Sveinbjarnar. Þá var Sveinbjörn Rúnar, sonur Helgu, að mestu al- inn upp hjá afa sínum og ömmu. Sá, sem þessi kveðjuorð ritar, átti því láni að fagna að kynnast Guðrúnu og fjölskyldu hennar. Um árabil var ég daglegur gestur Guðrúnar og Sveinbjarnar í Drápuhlíð 17, en þar buggu þau í 24 ár. Á unglingsárunum áttum við félagarnir í Hlíðunum margar auðnustundir á myndarheimili þeirra hjóna. Þar var ávallt víst athvarf, enda var mér tekið eins og einum úr fjölskyldunni. Létt yf- irbragð Guðrúnar, hlýja hennar og umhyggja gleymist engum, sem henni kynntist. Bros hennar og hláturmildi lífguðu upp á um- hverfið. Og jafnaðargeð Guðrúnar kom sér oft vel, því að vissulega gátum við Pétur oft verið æði fyrirferðarmiklir eins og gengur og gerist hjá félagslyndum og lífs- glöðum unglingum. Nú, þegar jarðvist Guðrúnar er lokið, rifjast upp fyrir mér þessir gömlu og góðu dagar. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum, vil ég þakka henni viðkynninguna, sem er mér verðmæt minning um góða konu. Sveinbirni, Helgu, Pétri og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Friðrik Sophusson Guðrún Pétursdóttir, Stórholti 17, Reykjavík, andaðist 13. janúar síðastliðinn, tæplega sjötíu og tveggja ára að aldri, og er útför hennar gerð frá Háteigskirkju í dag. Guðrún var fædd 6. marz 1911 á ísafirði, Foreldrar hennar voru sjómannshjónin Guðbjörg Sigríð- ur Jensdóttir og Guðmundur Finnbogason, húnvetnskur að ætt, og var hún níunda barn þeirra. Guðrún missti föður sinn þegar hún var hálfs þriðja árs, en hann fórst í fiskiróðri með Þórði Grunnvíkingi, haustið 1913. Vorið 1914 kom Guðrún föður- systir hennar er búsett var á Seyð- isfirði, til ísafjarðar, og hafði með sér austur til baka, tvær systur úr barnahópnum, Guðrúnu og Guð- mundu sem var yngst og fædd eft- ir drukknun föður þeirra. Guðrún fór til Péturs Jóhannssonar bók- sala á Seyðisfirði og Helgu Árna- dóttur konu hans, en Pétur og fað- ir hennar höfðu verið jafnaldrar og sveitungar úr Langadal, og auk þess verið samvistum vetrarlangt á Möðruvöllum. Þau Pétur og Helga gengu Guðrúnu í foreldra- stað og gerðu hana að kjördóttur sinni. Þau voru úrvalsfólk og hjá þeim ólst Guðrún upp við bezta atlæti til fullorðinsára. Pétur faðir hennar dó sumarið 1928. Ekki löngu síðar fluttist Guðrún til Húsavíkur, til Þórarins Stefánssonar bóksala, en hann var kunningi föður hennar og hafði unnið með honum við bókband og ljósmyndagerð á Seyðisfirði fyrr á árum. Var Guðrún hjá Þórarni og Sigríði ljósmyndara konu hans um eitthvert árabil. Þá fór hún í Hús- mæðraskólann á Laugum og lauk þar námi 1932. Síðar lá leið henn- ar heim til Seyðisfjarðar aftur til stuttrar dvalar og þaðan til Reykjavíkur. Eftir stutta dvöl í Reykjavík kynntist hún mannsefni sínu, Sveinbirni Tímóteussyni og gift- ust þau 17. október 1936. Svein- björn er Borgfirðingur að ætt. Hann var lengi bifreiðarstjóri á B.S.R. og síðar dyravörður í Stjórnarráðinu. Börn þeirra eru Helga .húsfrú í Reykjavík og starfsmaður á söluskrifstofu Arn- arflugs og Pétur framkvæmda- stjóri. Um skeið bjuggu þau Svein- björn og Guðrún í Suðurgötu 31 en árið 1947 eignuðust þau íbúð í hús- inu Drápuhlíð 17 er þá var í bygg- ingu. Þar bjuggu þau síðan yfir tuttugu ár. Þar ólust börnin þeirra upp, þau Helga og Pétur og þaðan fóru þau að heiman til þess að stofna sín eigin heimili eins og gerist og gengur. Það kom að því, að þeim hjónum þótti orðið óþarflega rúmt um sig í Drápuhlíðinni, og að þeim hent- aði minna húsnæði. Því varð það, að þau eiga skipti við íbúðareig- anda í Stórholti 17, þar sem ég bý, er þetta skrifa. Þau ágætu hjón er þar bjuggu höfðu átt hið ákjósan- legasta sambýli við mig og fjöl- skyldu mína um einar og sömu dyr yfir tuttugu ár, og við höfðum oft hugsað með þakklátum huga til þess ánægjulega sambýlis er við höfðum notið. — Og nú átti að koma bráðókunnugt fólk sem ekki yrði komist hjá að hafa daglegan samgang við, hvernig svo sem það líkaði. Og svo komu þau Svein- björn og Guðrún. Síðan eru liðin tíu ár og meira þó. Það er sambýlið þessi tíu ár sem ég vil þakka fyrir hönd minnar fjölskyldu, nú þegar Guðrún er á burtu kvödd. Yfir sambýlinu við þau hjónin hvílir birta og hlýleiki sem kært er að minnast. Guðrún Pétursdóttir var kona fremur lág vexti, fríð sýnum, nett og létt á fæti, glaðvær og léttlynd, hrein og bein og rösk í ákvörðun- um og snoturvirk. Aldrei fann ég eða sá í orði eða athöfn misþóknun gagnvart minni fjölskyldu í dag- legum samskiptum hennar og þeirra hjóna. Þetta er ljúft að þakka þegar leiðir skilja. Ég flyt ykkur hugheila samúð- arkveðju Sveinbjörn minn, Helga og Pétur, og börnunum ykkar. Eg veit að þið hafið öll misst mikið. — Þið áttuð hana að, og hún átti ykkur. En þó hún sé nú farin og horfin, þá eigið þið hana ennþá í minningunni og sú minning er ykkur dýrmæt. Stilling hennar og æðruleysi, brosið hennar og hin létta lund verður ykkur leiðarljós í misvindum lífsins. Guð blessi minningu hennar. Indriði Indriðason ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og virölngu viö andlát og útför fööur okkar, ERLENDS ÞÓRDARSONAR, fyrrv. prests í Odda. Anna Erlendsdóttir, Jakobína Erlendsdóttir. Lokað veröur eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar SNORRU BENEDIKTSDÓTTUR. H. Benediktsson hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.