Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 31 Sigurður Pétursson prentari — Minning Fæddur 30. janúar 1954 Dáinn 1. janúar 1983 Árið 1983 heilsaði íslandi kald- ranalega og flutti með sér váleg tíðindi. Á fyrsta degi hins nýja árs féllu fjórir ungir Islendingar sviplega í valinn á hinum víðáttu- mikla vígvelli þar sem lífið heyr eilífa baráttu við dauðann. Einn hinna föllnu var systur- sonur minn, Sigurður Pétursson, prentari, sonur Sigríðar Sveins- dóttur og Péturs Sigurðssonar al- þingismanns. Hann lést af slysför- um við strönd í Chile. Enginn þekkir annan til hlítar og þegar ég leit til baka við hin válegu tíðindi, fannst mér ég ekki hafa þekkt þennan unga frænda minn nógu vel enda skildi kynslóð okkur að og oft leið drjúg stund milli samfunda. Minningarnar hafa hins vegar streymt í gegnum hug minn undanfarna daga, flest- ar ljúfar sem kallað hafa fram bros á vör, nokkrar daprar. Sigurður fæddist 30. janúar 1954 og var elstur fjögurra barna foreldra sinna. Hann átti erfiða æsku vegna astma sem hann fékk á barnsaldri og háði harða baráttu við, öll sín uppvaxtarár. Eru döpru minningarnar einmitt tengdar þessum lævísa sjúkdómi sem fáir skilja utan þeirra sem við hann eiga að stríða. Sigurður fór hina hefðbundnu menntabraut Reykja- víkurbarna og háði sjúkdómur hans honum mjög jafnt í námi sem leik. Lauk hann landsprófi frá Núpsskóla í Dýrafirði. Eins og fjölmargir unglingar stóð hann á krossgötum að þessum áfanga loknum og vissi ekki hvert halda skyldi. Hann hóf nám í Mennta- skólanum við Tjörnina en fann sig skorta þrek til að ganga þá braut og hóf síðar nám í prentiðn hjá Steindórsprenti. Oft fannst mér Sigurður, frændi minn, nokkuð sérlundaður og upp- reisnargjarn á unglings- og náms- árunum. En hve margir skilja til fullnustu hvaða áhrif það hefur á sál barns að verða stundum að eyða allri sinni líkamsorku í það eitt að draga andann eða áhrif þess á ungling að geta ekki tekið fullan þátt í leik og ærslum jafn- aidra sinna sem krefjast mikillar líkamlegrar áreynslu. í dag þegar ég hugsa um frænda minn skil ég hann vissulega betur. Undir niðri var hann hins vegar blíðlyndur og hafði mikla kimnigáfu sem ég kunni vel að meta. Við frændurnir töluðum því jafnan saman í létt- um tón þegar fundum okkar bar saman þó að skoðanir okkar væru oft gagnstæðar, einkum þegar stjórnmál bar á góma en á þeim vettvangi voru skoðanir hans harla ólíkar skoðunum föður hans og mínum. Umræður okkar fóru jafnan fram með ívafi af góðlát- legu gríni og enginn hló innilegar en einmitt hann þegar við faðir hans náðum gamansömu skoti á hann eða skoðanir hans. Strax í iðnnámi varð Sigurður mjög félagslega sinnaður og tók virkan þátt í félagsstarfi prent- nema þar sem honum voru falin trúnaðarstörf. Að námi loknu hóf hann störf hjá Blaðaprenti hf. og vann við umbrot þeirra blaða sem þar voru prentuð. Þegar hann var kominn út i atvinnulífið sem full- gildur starfsmaður, jókst áhugi hans á félagsmálum. Hann sótti allar annir í Félags- málaskóla alþýðu og var kosinn í tvær nefndir stéttarfélags síns, Hins íslenska Prentarafélags. Ummæli félaga hans og sam- starfsmanna báru með sér að hann var vinsæll á vinnustað, lip- ur starfsmaður sem gott var að vinna með og hrókur alls fagnaðar þegar slegið var á léttari strengi. Hann var beðinn um að gerast trúnaðarmaður stéttarfélags síns ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. á vinnustaðnum en þá var hann einmitt að ráðgera að freista gæf- unnar úti í hinum stóra heimi. Ég tók eftir breytingu á honum á þessum árum. Sjálfstraust hans jókst og áberandi varð hans innsta eðli, ljúfmennskan. Ég varð æ ánægðari með Sigurð frænda minn. Það er engin tilviljun að nefnd- irnar sem hann var kosinn í hjá H.Í.P. voru fræðslunefnd og skemmtinefnd. Hann vildi sjálfur fræðast meira og óskaði að félagar hans gerðu slíkt hið sama og ekki þarf að efast um að kímnigáfa hans og félagslyndi hafi nýst vel í skemmtinefnd. Síðla árs 1980 ákvað hann að skoða heiminn og í október það ár fór hann til Suður-Afríku og fékk vinnu hjá blaðaútgáfufyrirtæki í Jóhannesarborg. Á síðasta ári ákvað Sigurður að kanna heiminn enn frekar-. Hann fékk sér auka- vinnu og tók að spara saman fé til langrar ferðar. I október sl. hóf hann síðan 5 mánaða ökuferð um Suður-Ameríku með hópi á vegum ferðaskrifstofu í Jóhannesarborg og þá þegar hafði hann í hyggju að kynna sér lönd í Asíu síðar meir. Á fyrsta degi þessa árs, þegar þessi ferð hans var ekki hálfnuð, gripu örlögin í taumana og stöðv- uðu frekari ferðir hans um þennan heim. Þess í stað sendu þau hann í þá ferð sem bíður okkar allra, ferð til fegurri heima. Guð blessi minninguna um góð- an dreng sem varð að sönnum manni og okkur hin sem kveðjum hann í hinsta sinn. Andrés Sveinsson Góður drengur og ljúfur er lið- inn. Skömm var hans ævi, en huggun má það vera harmi gegn, að fjölmargt fékk Sigurður að sjá og reyna umfram margan áttræð- an. Sigurður Pétursson var sonur hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur og Péturs Sigurðssonar alþing- ismanns. Sendum við þeim og börnum þeirra okkar dýpstu sam- úðarkveðjur vegna fráfalls elsku- legs sonar og bróður. Nám í setningu stundaði Sig- urður í Steindórsprenti og starfaði síðan í Blaðaprenti. Lágu þar leið- ir okkar saman og var Siggi Pé, eins og hann var oftast kallaður, litríkur, léttur og skemmtilegur starfsfélagi með ríka tilfinningu fyrir sínu stéttarfélagi, svo sem hann átti kyn til. Mikill faglegan áhuga hafði hann til að bera og hugðist öðlast þekkingu og reynslu á því sviði og varð það m.a. til þess að hann fór fyrir rúmum tveim árum til Suð- ur-Afríku og starfaði þar hjá stærsta blaði í Afríku, The Star í Jóhannesarborg. Þaðan lagði hann í hinstu för, er var nokkurra mán- aða ferðalag um lönd Suður- Ameríku. Nú berast ekki lengur frásagnir í bréfum eða á snældum, þrungnar leiftrandi lýsingarorðum, því að góðu sambandi hélt Siggi við okkur félaga, sem oft komum samc an til að njóta frásagna hans og fróðleiks, og reyndum við að senda honum ýmsar fréttir héðan, þar sem margs spurði Siggi og ekki síst um gang mála í stéttarfélag- inu og um þróunina í islensku prentverki. Ládeyða í listalífi Jóhannesar- borgar var helsti agnúi borgarlífs- ins að mati Sigga, enda hafði hann orð á því í bréfi, eftir að hafa séð frásagnir um síðustu listahátíð í Reykjavík, að margt væri nú girnilegt heima. Hann var afar opinn fyrir hinum ólíkustu list- greinum og fordómalaus. Erfitt er að sætta sig við þá staðreynd, að fá ei meir að njóta samvista þessa víðförla vinar okkar, en allir höfðum við horft með tilhlökkun til næstu sam- funda. Aðeins hljóður söknuður — og miklar þakkir fyrir ógleymanleg kynni, sem ylja um ókominn tíma. Fyrir hönd fyrrum vaktfélaga í Blaðaprenti. Hallgrímur Tryggvason Kristín Valentínus- dóttir — Minning Fædd 4. maí 1908 Dáin 9. janúar 1983 I dag, 19. janúar, verður bálför Kristínar Valentínusdóttur gerð frá Fossvogskirkju. Kristín var dóttir hjónanna Ólafar Sveins- dóttur og Valentínusar Eyjólfs- sonar verkstjóra í Reykjavík. Ég kynntist Bíu, eins og vinir og vandamenn kölluðu hana alltaf, þegar hún giftist bróður mínum, Þorleifi Gíslasyni bifreiðarstjóra. Hún var glæsileg Reykjavíkur- dama, en ég var bara fermingar- stelpa sem leit upp til hennar. Við urðum strax vinkonur. Eftir því sem kynni okkar urðu lengri kynntist ég betur hinum góðu eiginleikum hennar. Hún æðraðist aldrei, á hverju sem gekk. Alltaf hress í fasi, góður og tryggur vinur. Það var gaman að heimsækja Bíu og tala við hana um lífið og tilveruna, og þá var oft hlegið dátt. Hún var mjög gestrisinþ. Við óvæntum heimsóknum brást hún með því að drífa fram alls konar góðgæti, enda frábær matreiðslu- kona. Ég var í fæði hjá henni í mörg ár, og finnst ég alltaf vera södd síðan. Ég þakka Bíu alla vináttuna á liðnum árum, og votta einkadóttur hennar, Ólöfu, tengdasyni og barnabörnum innilega samúð mína. Nú hefur Bía fengið hvíld eftir þung veikindi, og ég bið Guð að blessa hana og leiða inn í eilífðina. Gerða Vöruverö heíur enn lækkað Buxur frá kr. 9,95 Dúkkur frá kr. 49,95 Herratrimmgallar frá kr. 299,00 Dömustrigaskór frá kr. 9,95 Barnarúllukragabolir frá kr. 49,95 Herraskyrtur frá kr. 59,95 Dömuskór frá kr. 99,95 Barnaútigallar frá kr. 79.95 Herrabolir frá kr. 9,95 Herrasandalar frá kr. 99,95 Barna- og Herrapeysur frá kr. 159,00 Barnastígvél frá kr. 29,95 unglingapeysur frá kr. 89,95 Hljómplötur frá kr. 39,95 Barnaæfingaskór frá kr. 49,95 Úlpur frá kr. 399,00 r ^ * m • „ ,,, ,, .. . , . .. OpiðíSkeifunni Braðfallegar IKEA vorur a geysihagstæðu verði. til kl. 20íkvöld U A fllT ATTP Reykiavík ÍIAUÍIAUI Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.