Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
Ver minningu
manns síns
I Fgyptalandi hofur
margvísleg gagnrýni
komið fram á stjórnar-
slórf Anwar heitins Sad-
ats, forseta, en ekkja
Sadats, Jihan, hefur var-
ió minningu manns síns
af miklu harrtfylgi. Hún
segist þess fullviss, að
sagan muni fella þann
dóm yfir manni sínum,
að hann hafi verið „ein-
sla-ður leiðtogi".
AP
Irland:
Haughey sakaður
um símahleranir
Ihflinni. III. januar. AIV
Mlt IIAK.I. Noongan, dómsmálaráðherra írlands. sagði í dag, að nýjar sannanir
va-ru fvrir því, að ('harles Haughey, fyrrum forsadisráðherra, hefði látið hlera
síma pólitískra andstæðinga sinna og blaðamanna.
Noongan sagði á blaðamanna-
fundi, sem boðað var til eftir langan
ríkisstjórnarfund, að „fullkominn
hlerunarbúnaður úr fórum lögregl-
unnar“ hefði verið notaður til að
fylgjast með „hápólitískum sam-
ræðum", sem áttu sér stað í Dyflinni
á liðnu hausti. Hann vildi ekki út-
tala sig frekar um þetta mál, en haft
er eftir ónefndum heimildum, að
Haughey hafi látið hlera fund and-
stæðinga sinna, í sínum eigin flokki,
þegar |H*ir komu saman til að ræða
um nýjan formann fyrir Fianna Fail
í hans stað.
Haughey og aðrir leiðtogar Fi-
anna Fail hafa brugðist mjög
ókvæða við þessum ásökunum og
krafist „ítarlegrar réttarrannsókn-
ar“ á þeim og saka samste.vpustjórn
Fine Gael og Verkamannaflokksins
um „órokstuddan áburð og álygar“.
Samt sem áður var það haft eftir
traustum heimildum innan stjórn-
arinnar í fyrri viku, að það hefði
verið sjálfur dómsmálaráðherra
Haugheys og stjórnar hans, sem
hefði undirritað leyfi fyrir síma-
hlerunum hjá tveimur blaða-
mönnum í Dyflinni. Annar blaða-
mannanna er Geraldine Kennedy,
sem á síðasta ári skrifaði nokkrar
greinar um fjármál Fianna Fail og
óánægjuna innan flokksins, en hinn
er Bruce Arnold, helsti stjórnmála-
fréttamaðurinn í Dyflinni og náinn
vinur Fitzgeralds, formanns Fine
Gael og aðalkeppinauts Haugheys.
Hvert hneykslismálið öðru meira
hefur að undanförnu gert Haughey
og flokki hans, Fianna Fail, lífið
leitt og er langt í frá að sjái fyrir
endann á þeim.
Nýnasisti sak-
aður um morð
NurntxTjí. I!). janúar. Al*.
NÝNASISTI nokkur, hinn 45 ára
gamli Karl Heinz Ifoffmann, hefur
verið ákærður fyrir morð á 69 ára
gömlum útgefanda af gyðingaættum
og sambýliskonu hans, sem var 57 ára
gömul. Sambýliskona Hoffmanns er
grunuð um að vera meðsek og hafa
aðstoðað Hoffmann við morðið.
Hoffmann er stofnandi íþrótta-
félags sem í gekk fólk sem aðhyllist
nýnasisma. Félagið, sem bar nafn
Hoffmanns, var bannað. Hann er
búsettur í voldugri miðaldahöll
skammt frá Nurnberg og við húsleit
fannst talsvert af brynvörðum bif-
reiðum og vopnum. Hoffmann og
félagar í hinu ólöglega íþróttafélagi
hans, hafa iðulega spókað sig í ein-
kennisbúningum sem minna óþægi-
lega á skrúða SS-hersveitanna sál-
ugu.
Grunur féll á Hoffmann og vin-
stúlku hans eftir að lögreglan fann
sólgleraugu skammt frá ódæðis-
staðnum, gleraugu sem talið er að
stúlkan eigi. Bæði Hoffmann og
vinkona hans hafa neitað með öllu
að hafa svo mikið sem vitað hver
útgefandinn, Shlomo Le.win, og
sambýliskona hans voru, hvað þá að
þau hafi myrt þau.
Tuttugu barna faðir
í Cornwall veldur
fjaðrafoki og umtali
l.undúnir. 19. janúar. Al*.
„JÚ, ÞAÐ er erfitt,“ segir John
Knight, sem hefur á framfæri sínu
tvær konur og samtals 20 börn í
smáþorpinu Doublebois í Corn-
wall. Knight hefur verið allmikið i
fréttunum í Englandi að undan-
förnu er upplýstist, að hann átti
ekki aðeins eiginkonu og með
henni 11 börn, heldur hjákonu að
auki og með henni 9 börn. Eitt af
börnum Knights með eiginkon-
unni er farið að heiman, en hjá-
konan átti eitt barn fyrir, Knight
er því 20 barna faðir.
Það er hins vegar of mikið
sagt eins og gert var fyrr í þess-
um texta, að segja Knight vera
með allt liðið á eigin framfæri.
Hið sanna er, að þau eru öll á
hreppnum. Knight hefur ekki
haft fasta vinnu síðan hann
hætti opinberu skrifstofustarfi
fyrir nokkrum árum. Hið opin-
bera hefur séð meira og minna
fyrir barnaskaranum síðan á
miðjum sjöunda áratugnum.
Knight hefur þó þénað vel á
blaðaviðtölum síðustu vikurnar,
en hann tekur 200 pund fyrir
hvert viðtal. „Ég er ekki letingi,
ég er alvarlega að hugsa um
hvernig ég get séð fyrir börnum
mínum og konum," sagði Knight
í einu viðtali og undirstrikaði
það með því að sækja ekki at-
vinnuleysisbætur eina vikuna.
Eiginkona og hjákona Knights
þekkjast vel og til þessa hafa að-
eins 16 kílómetrar skilið að
hrörleg smáhús þeirra. Knight
hefur verið giftur Carole í 20 ár,
en haldið við Claire í 18 ár. Hún
var áður gift einum besta vini
Knight. Knight hefur skokkað á
hverjum degi milli húsanna til
þess að báðar konurnar fái að
njóta nærveru hans.
Sveitungar og nágrannar
frjósömu söguhetjanna eru allt
annað en ánægðir með málin.
Sérstaklega var reiðin almenn er
hreppurinn eyddi 30.000 pundum
í nýtt húsnæði fyrir eiginkonuna
og börn hennar tíu fyrir
skömmu. Talsmaður hins opin-
bera sagði húsnæðið gamla hafa
verið heilsuspillandi og þetta
fólk ætti sama rétt á aðstoð og
annað. Nýju nágrannarnir urðu
æfir og ein hjón, herra og frú
Stubbs, skrifuðu bæjarskrifstof-
unni bréf þar sem þau kröfðust
þess að fasteignagjöld á húsum í
hverfinu lækkuðu verulega þar
sem úrkynjunar sé farið að gæta
meðal íbúanna. Bæjarblöðin
hafa einnig látið ófriðlega og
jafnvel íað að því að Knigt-
hjónin fari í ófrjósemisaðgerðir.
Mitt í allri umræðunni hefur
svo farið að gæta samúðar með
Claire, sem situr eftir uppi á
heiði í hreysi sínu með hin börn-
in tíu. Þar eru engin salerni,
ekkert heitt vatn eða rafmagn.
Knight segir að fjölskyldunni
hafi með þessu verið sundrað og
kona hans Carole segir það voða-
legt að Claire skuli sitja eftir
með sárt ennið á sama tíma og
þau hafi flutt í glæsilega fimm
svefnherbergja íbúð.
Róttækar aðgerðir í Mexíkó gegn atvinnuleysi:
Ætla að búa til allt að
700.000 nýjar stöður
Mexíkóborg, 19. janúar. AP.
RÍKISSTJÓRN Mexíkó hefur
ákveðið róttækar aðgerðir gegn
atvinnuleysinu í landinu, en talið er
að allt að 40 prósent vinnufærra í
landinu sé atvinnulaus, eða hafi of
viðalitla atvinnu. Á pappírum stóð að
8 prósent atvinnuleysi væri í landinu
en hinn nýi forseti Miguel De La
Madrid tók við völdum 1. desember
síðastliðinn. Talið er að sú tala sé í
raun mun hærri.
Aðgerðirnar sem um ræðir fel-
ast í því, að stjórnin ætlar að
verja upphæð sem nemur 2,7
milljörðum dollara til að skapa
allt að 700.000 nýjar stöður á
vinnumarkaðinum. „Það er ófyrir-
gefanlegt að svo margir vinnu-
færir fái ekki að vinna,“ sagði
Carlos Salinas da Gostail, fjár-
málaráðherra, í gær og bætti við
hinni opinberu atvinnuleysistöíu.
Verkalýðsforingjar og fleiri sem
vit hafa á málinu segja hins vegar
atvinnuleysið miklu meira, auk
þess sem fjöldi Mexíkana hafi að-
eins hálfs dags vinnu eða minna
og hafi því ófullnægjandi tekjur.
Þá hefur ástandið versnað þar
sem mikill fjöldi ungs fólks hefur
verið að koma ínn á vinnumarkað-
inn í fyrsta skiptið síðustu misser-
in.
Stjórnin hyggst nota peningana
til þess m.a. að hjálpa innlendri
verslun, létta á skattabyrðum
fyrirtækja og hjálpa þeim að kom-
ast út úr vondum lánamálum svo
eitthvað sé nefnt. Mexíkó er stór-
skuldugt land og þessar róttæku
aðgerðir sýndust nauðsynlegar, er
ljóst var að landið gæti alls ekki
staðið skil á erlendum lánum sem
hljóða upp á 83 milljarða dollara.
Medvedev hótað:
Varaður við and-
sovézkum aðgerðum
Moskvu, 19. janúar. AP.
SOVÉZKI sagnfræðingurinn Roy
Medvedev skýröi svo frá í dag, að
sovézk stjórnvöld heföu afhent sér
skriflega aövörun um aö hætta „and-
sovézkum aðgeröum“ sínum. Þá
sagði Medvedev ennfremur, að hann
heföi fengið fyrirmæli um aö koma á
skrifstofu saksóknara ríkisins og þar
Erfðavísir úr bakteríu
græddur í plöntufrumu
Mun geta stóraukið uppskeru um allan heim, segja bandarískir vísindamenn
Sl. I.oui.s, Uandarikjunum, 19. janúar. Al*.
í (iÆR, þriAjudag, skýrðu
bandarískir vísindamenn
frá merkum áfanga í erfða-
fræðirannsóknum, sem þeir
segja að geti stóraukið upp-
skeru ýmiss jarðargróða
með því að gera plönturnar
ónæmar fyrir sjúkdómum,
skordýrum og eiturefnum.
Vísindamönnunum hefur með
öðrum orðum tekist að koma
erfðaeind úr bakteríu fyrir í
plöntufrumu og er það í fyrsta
sinn, sem það lánast. Erfðaeind-
in olli því að bakterían var
ónæm fyrir ýmsum mótefnum og
þegar hún var tekin til starfa í
plöntufrumunni gat jurtin þrif-
ist við þær aðstæður, sem aðrar
jurtir hefðu ekki þolað. Vísinda-
mennirnir segjast nú sjá fram á
að geta flutt aðrar erfðaeyndir,
sem hefðu þau áhrif, að niðjar
plantnanna yrðu ónæmir fyrir
sterkum eiturefnum eða þyldu
erfitt þurrkaskeið mjög vel.
Dr. Ernest Jaworski, sem
stjórnaði starfi vísindamann-
anna, sagði að þessi uppgötvun
gæti stóraukið uppskeru um all-
an heim en myndi þó ekki vera
farin að hafa veruleg áhrif fyrr
en á næsta áratug.
heföi sér verið sagt aö hætta „meint-
um andsovézkum aðgeröum, sem
væru skaðlegar hagsmunum sovézka
ríkisins".
„Ég sagði þeim, að þessi aðvörun
myndi engin áhrif hafa á gerðir
mínar og að ég væri reiðubúinn til
þess að mæta fyrir hvaða dómstóli,
sem væri“, sagði Medvedev á fundi
með vestrænum fréttamönnum í
íbúð sinni í Moskvu.
Hann var rekinn úr kommún-
istaflokknum 1969. Bækur hans
hafa verið gefnar út víða á Vestur-
löndum og hann hefur oft skrifað
greinar fyrir vestræn blöð. Med-
vedev sagði, að í því aðvörunar-
bréfi, sem sér hefði verið sent frá
yfirvöldunum, væri bókum hans og
greinum á 14 ára tímabili lýst sem
„kroti, sem samið væri í því skyni
að bera út óhróður um sovézkt
samfélag og ríki“.
Medvedev taldi, að þessi aðvörun
nú stæði í sambandi við refsiað-
gerðir sovézkra stjórnvalda að
undanförnu gagnvart andófs-
mönnum og herferð þeirra til þess
að herða á aga í atvinnulífinu.
Medvedev er þekktastur fyrir
bók sína „Látið mannkynssöguna
dæma„, sem fól í sér mikla for-
dæmingu á einræðisstjórn Jósefs
Stalins. Bróðir Medvedevs, Zhores,
sem er líffræðingur, býr í útlegð í
London.