Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 5 542 dómar í Sakadómi áriö 1982 ÁRIÐ 1982 hlutu afgreiðslu við Sakadóm Reykjavikur alls 2671 mál. Eru þar af dómar 542, dómssáttir 1700, gæzluvaröhaldsbeiðnir 68, beiðnir um húsleit 14 en aðrar úr- skurðarbeiðnir 25. Meðlagsúrskurð- ir voru 162 og réttarbeiðnir frá öðr- um embættum og erlendis frá 61. Lögræðissviptingabeiðnir sem bárust dóminum árið 1982 voru 59. Þorrablót á Eskifirdi: Kona blótgoði í fyrsta sinn EHkifirAi, 19. janúar. ÞORRABIÓT Eskfirðinga, hið 25. sem haldið er, verður i félagsheimilinu Valhöll næstkomandi laugardag, 22. janúar. Þorrablótið sem ávallt er hin mesta skemmtun, sem haldin er hér árlega, verður fjölsótt að vanda enda mikið á sig lagt og vandað til veislunn- ar. Segja má að öll þessi vika fari í undirbúning blótsins hjá því fólki sem valið er til þess hverju sinni. Það eru 10 hjón og 2 einstaklingar. í fyrsta sinn er kona blótgoði og er það Elínborg Þorsteinsdóttir og hef- ur hún mann sinn, Aðalstein Valdi- marsson sér til fulltingis, fyrir utan aðra nefndarmenn. Blótið hefst klukkan 22. Ævar Frá jólatrésskemmtuninni í Birkimel. Barðaströnd: Bátur keyptur og garðyrkjubýli stofnað Barðaströnd, 3. janúar. HREPPSNEFND Barðastrand- arhrepps hélt ekki að sér höndum um hátíðarnar, heldur hélt þrjá fundi og. á þeim síðasta, sem var í gær, seldi hún fjóra hektara af landi sínu undir garðyrkjubýli. Kaupendur eru hjónin Gunnar Þór Böðvarsson og Ragnheiður Jón- asdóttir og munu þau hefja fram- kvæmdir á landinu í vor. Nokkrir bændur hér eru ásamt Flóka hf. að kaupa 70 tonna bát, sem fyrst og fremst á að nota til skelfiskveiða. Jólahald fór hér fram með hefðbundnum hætti. Á milli há- tíða var haldin jólatrésskemmt- un og einnig voru jóla- og ára- mótadiskótek í Birkimel. Snjór er orðinn mikill svo erfitt er að komast um á bílum. SJ.Þ. Qxarfjörður: Kirkjugestir sluppu en prestur varð veðurtepptur Þíðukafla gerði um miðjan des- Skinnastaö, 9. janúar. VEÐRÁTTA var umhleypingasöm um hátíðarnar í byggðunum við Öx- arfjörð. Hrepptu sumir jólagestir ekki gott ferðaveður. Menntamáalaráðherra hefur sett Helgu Hjörvar skólastjóra Leiklist- arskóla íslands til næstu fjögurra ára, frá I. júní nk. að telja, að því er fram Núll féll niður í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, bls. 16, þar sem sagt var frá horfum á út- flutningi fersks fisks á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og ('oldwatcr, sölufyrirtækis SH í Banda- ríkjunum, hefur prentvillupúkinn fellt niður eitt núll. Rétt er málsgreinin svona: „Frá því er þessir flutningar til Bandaríkjanna hófust um mánaða- mótin september-október 1981 hafa farið um 2.000 lestir af ferskum flök- um til Bandaríkjanna. Verði af aukningu flutninganna munu um 1.000 lestir verða fluttar til Banda- ríkjanna á tveggja mánaða tíma- bili.“ ember, sem kom sér vel til lengri kaupstaðarferða, auk þess sem tvö fjölsótt aðventukvöld voru þá haldin í kirkjunum. kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- málaráðuneytinu. Tvær umsóknir bár- ust um stöðuna. Þá hefur Pétri Einarssyni verið veitt lausn frá störfum skólastjóra við skólann frá sama tíma, en Pétur hefur verið skólastjóri Leiklistar- skólans um átta ára skeið. Sam- kvæmt lögum og reglugerð um Leik- listarskólann getur sami maður ekki verið skólastjóri lengur en átta ár samfleytt. Helga Hjörvar er 37 ára gömul og menntuð í leiklist bæði hér og er- lendis, en hún stundaði framhalds- nám í Teater Videnskab við Kaup- mannahafnarháskóla. Hún hefur nokkur undanfarin ár verið fram- kvæmdastjóri Bandalags leikfélaga og hefur kennt við Leiklistarskólann frá stofnun hans. Helga er dóttir Marsibil Bernharðsdóttur og Helga Vigfússonar fyrrum kaupfélags- stjóra. Helga Hjörvar er gift Ulfi Hjörvar rithöfundi. Hríðarveður gerði síðan um há- tíðina. Á jóladag sluppu kirkju- gestir í Garðskirkju í Kelduhverfi nauðulega heim undan iðulausum norðvestanhvelli, en prestur sem tafðist á kirkjustað varð veður- tepptur í nokkra klukkutíma. Ekki var messufært á Kópaskeri annan jóladag, en slapp til með síðdeg- ismessu í Skinnastaðakirkju. Jóla- messa var á Kópaskeri að kvöldi 29. desember. Færð á vegum hefur annars oftast verið þokkaleg það sem af er vetri. Bændur eru yfirleitt heybirgir, en sumir fækkuðu nokkuð sauðfé í haust að tilmælum yfirvalda. Sjó- sókn er engin á Kópaskeri um þessar mundir. Nú líta menn held- ur vonglaðir .fram til hækkandi sólar, auk þorrablóta og hjóna- balla. Veðurglöggum mönnum og draumspökum ber ekki saman um hvernig tíðarfar verði á útmánuð- um. Sigurvin Vitni óskast ÞANN 12. janúar síðastliðinn klukk- an 19.45 varó árekstur á mótum Arn- arbakka og Eyjabakka. Skoda-bif- reió var ekið út úr innkeyrslu og Toyota-bifreið eftir Arnarbakka. Varð af árekstur og var stúlka flutt i slysadeild. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að umræddum árekstri eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Leiklistarskóli íslands: Helga Hjörvar sett skólastjóri Flokksstjórn Alþýðuflokksins: Geir A. Gunnlaugsson kjörinn gjaldkeri GEIR A. Gunnlaugsson, prófessor, var kjörinn gjaldkeri Alþýðuflokks- ins á fundi flokksstjórnar á mánu- dag, en framkvæmdastjórn flokks- ins setti hann sem gjaldkera á þeim sama fundi og Ágúst Einarsson fyrrverandi gjaldkeri sagði sig úr framkvæmdastjórn. Á þeim sama framkvæmdastjórnarfundi sagði Garðar Sveinn Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri, sig úr fram- kvæmdastjórninni. I stað þeirra Ágústs og Garðars Sveins voru Guðríður Þorsteins- dóttir, framkvæmdastjóri Banda- lags Háskólamanna, og Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, hagræðing- ur, kjörin í miðstjórn, en hana skipa 11 manns. Flokksstjórnin kaus einnig á fundinum á mánudag nefnd til að endurskoða stefnuskrá Alþýðu- flokksins. JNNLEN1T Okkur er mikil ánægja aö geta boðið nokkrar gerðir af FISCHER göngu og svigskíðum á sérstöku kynningar- verði sem gildir einungis meðan nú- verandi birgðir endast. ■■■■■■■iSvigskídi SUPERLITE áöur 4.857 nú 3.200 FUTURA S áöur 2.704 _________nú 2.060 Gönguskíöi RACING SL áöur 2.435 nú 1.860 GLASS áöur 1.106 nú 995 FALKINN SU0URLAN0SBRAIJT 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.