Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
17
Nokkur orð um próf-
kjör á Suðurlandi
eftir Sigurð Sigurðar-
son, Selfossi
Nú nálgast þeir dagar, að
prófkjör fari fram á Suðurlandi til
undirbúnings framboði Sjálfstæð-
ismanna í kjördæminu. í Árnes-
sýslu hagar nú svo til, að þrír
menn hafa boðist til að vera full-
trúar Árnesinga á væntanlegum
framboðslista, og fara þeir nú allir
fram á stuðning Árnesinga og
annarra Sunnlendinga til þess.
Allt eru þetta mætir og mikilhæf-
ir menn, landskunnur fram-
kvæmdastjóri, dáður læknir og
vinsæll skólastjóri. Valið hlýtur
því að vera vandasamt fyrir
marga. Mér virðist þó, að mikill
meirihluti Árnesinga hafi ákveðið
að fylkja sér um skólastjórann Óla
Þ. Guðbjartsson. Þetta er ekki
vegna þess að hinir tveir séu
óhæfir enda eiga þeir athyglis-
verðan feril að baki fram að þessu
í sínum störfum. Hins vegar er al-
veg ljóst, að þessir menn hafa átt
mjög ólíka og ójafna aðild að póli-
tískri baráttu sjálfstæðismanna á
Suðurlandi á undanförnum árum.
Sérstaða óla Þ. Guðbjartssonar er
í því fólgin, að störf hans standa
mörg í skýru samhengi við póli-
tíska þróun í kjördæminu, og hef-
ur hann átt athyglisverðan þátt í
þeirri þróun.
Óli Þ. Guðbjartsson hefur nú
um tuttugu ára skeið verið í for-
ystu fyrir sjálfstæðismönnum á
Selfossi. Hefur hann í því reynst
traustur forystumaður og unnið
byggðarlagi sínu ómælt gagn.
Hann hefur einnig tekið þátt í
starfi flokksins í kjördæminu öllu
og raunar gegnt trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heild.
Hefur hann um árabil skipað sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urlandskjördæmi, og fyrir u.þ.b.
tíu árum vildi hópur manna bind-
ast samtökum um að þoka honum
í efstu sæti listans. Þá stóð óli Þ.
Guðbjartsson ákveðið gegn því að
slíkt yrði reynt. Vildi hann ekki
standa að neinu því, sem fæli í sér
að bregða fæti fyrir þingmenn
okkar þá. Taldi hann það ekki
flokki sínum til framgangs að
reyna að þoka til hliðar fulltrúa
Árnesinga meðan hann vildi skipa
sæti sitt eða stofna til óþarfa
átaka um framboð. Sumum þótti
þetta ekki klókindaleg afstaða þá,
en drengileg var hún og það meta
þeir nú þingmennirnir og fleiri
hyggnir sjálfstæðismenn, við Óla.
Nú er það mála sannast, að í
stjórnmálum geta menn ekki
geymt sér fylgi og tök til betri
tíma, og hefði Óli ætlað sér það
væri hann nú ekki til umræðu í
þessu sambandi. Hins vegar hefur
hann ekki setið auðum höndum
þennan tíma og beðið þess að sólin
skini á hann. Þvert á móti hefur
Óli aukið fylgi sitt og vaxið að
pólitískum áhrifum og reynslu
þessi tíu ár. Þetta kom berlega í
ljós síðastliðið vor, er hann vann
sinn stærsta persónulega kosn-
ingasigur hingað til í prófkjöri á
Selfossi og flokkur hans jók veru-
lega fylgi sitt í bæjarstjórnar-
kosningum. Mun fremur fátítt að
„Studningsmenn Óla Þ.
Guðbjartssonar meta mik-
ils það sem hann hefur
þegar gert. Það er þó ekki
nóg til að styðja mann til
þingsetu. Þingsæti eiga
ekki að vera verðlaun fyrir
vel unnin störf. Til þess-
ara hluta er hann studdur
vegna þess, sem hann hef-
ur til málanna að leggja
um framtíð Suðurlands-
kjördæmis og landsins
alls.“
menn haldi þannig upp á það að
hafa náð tuttugu ára ferli í sveit-
arstjórnarpólitík.
Þeir sem þekkja til starfa óla Þ.
Guðbjartssonar hér í héraði vita,
að hann er trausts verður og að
hæfileikar hans nýtast honum til
áhrifa, hvort sem hann skipar
minnihluta eða meirihluta. Hann
er maður, sem hafist hefur til
áhrifa á meðal okkar af eigin
verðleikum, en ekki af ætt eða
auði. Hann þekkir kjör okkar,
viðfangsefni og viðhorf, því að
sjálfur hefur hann lifað við þann
raunveruleika, sem er hlutskipti
langflestra Sunnlendinga. Á Sel-
fossi skiija menn þetta e.t.v. best,
því að sú mikla uppbygging, sem
orðið hefur þar síðstliðin tuttugu
ár, tengist svo margvíslega nafni
Óla Þ. Guðbjartssonar. Enn tel ég
að það muni koma fram í úrslitum
prófkjörsins hve margir eiga Óla
Þ. Guðbjartssyni gott upp að
unna, svo fús sem hann hefur ver-
ið til að miðla af þekkingu sinni og
reynslu og til að hjálpa mönnum
til að ná rétti sínum. Raunar hef-
ur hann bæði gagnvart einstakl-
ingum og samfélagi reynst sá
maður, sem fundvís er á lausnir og
úrræði.
Óli Þ. Guðbjartsson hefur lengi
fylst náið með ástandi og horfum í
atvinnu- og menningarmálum
Sunnlendinga, og það hafa fleiri
gert. í gegnum þetta hefur Óli auk
þess eignast það sem fágætara er,
en það er framtíðarsýn á vöxt og
viðgang kjördæmisins. Við sem
styðjum Óla Þ. Guðbjartsson ger-
um það því ekki vegna þess eins,
að hann af einhverjum óljósum
ástæðum langi í þingsæti, heldur
vegna þess að þessi framtíðarsýn
hans kemur okkur við og er okkar
um leið.
Nýlega sagði við mig eldri mað-
ur, að hann hefði nú um fjörutíu
ára skeið haft persónuleg kynni af
leiðtogum Sjálfstæðisflokksins
auk þess að þekkja fjölda þing-
manna. Hann sagðist í ljósi þessa
kunnugleika ekki efast um að Óli
Þ. Guðbjartsson ætti verulegt er-
indi á þing. Við teljum líka að ekki
sé óeðlilegt að senda þangað
mann, sem öðrum fremur hefur
mótað vaxtarbrodd flokksins í
héraðinu á undanförnum árum og
það oft við erfiðar aðstæður. Þeg-
ar við stuðningsmenn hans í Ár-
nessýslu bjóðum hann nú fram til
starfa fyrir allt kjördæmið, þá
bjóðum við fram mann sem við
vitum af reynslu að er fær um að
leysa erfið verkefni og er enn vax-
andi maður. Það hefur ávallt þótt
ráðlegt að fela þeim hið meira
hlutskipti, sem sýnt hefur yfir-
burði í hinu smærra. í samræmi
við það höfum við trú á því að
starf hans megi koma öllu kjör-
dæminu að gagni.
Stuðningsmenn óla Þ. Guð-
bjartssonar meta mikils það sem
hann þegar hefur gert. Það er þó
ekki nóg til að styðja hann til
þingsetu. Þingsæti eiga ekki að
vera verðlaun fyrir vel unnin
Séra Sigurður Sigurðarson
störf. Til þessara hluta er hann
studdur vegna þess, sem hann hef-
ur til málanna að leggja um fram-
tíð Suðurlandskjördæmis og
landsins alls.
Óli Þ. Guðbjartsson
Við styðjum Óla Þ. Guðbjarts-
son því ekki aðeins vegna þess sem
hann hefur gert, heldur miklu
fremur vegna þess sem við vænt-
um af honum.
Firmakeppni
í körfuknattleik
Firmakeppni í körfuknattleik veröur
haldin dagana 29. og 30. janúar nk. í
íþróttahúsi Vals.
Nánari upplýsingar og þátttökutilkynn-
ingar í símum 71489, 23112 og 12523.
Körfuknattleiksdeild Vals.
a er
BLAKOLD
STAÐREYND
tiskápar
KjeU- oS trI:
26 lítra frystir
hæö1 ^ pClNS KR- 6 32L
VEBÐ
a, 14 litra trystir
150 OL
• 1 . pciMS KR. 1-52 _
VERÐ
a, 26 Utra trystir
nL 160 Utra, Þar al "^1, 60 cm
60 Ul- ^' d 57 cm 09 dVPr _
KR-
FNi
‘■».SaSsKB.»jg;
VERÐ
ÓTRÚLEGT!
en engu að síður
bláköld staðreynd
ÞAÐ BYÐUR
ENGINN
BETUR
HEIMILISTÆKJADEILD
SKIIMIOI.i l ~ — SÍMAH 20080 26HOO