Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 21 í atvinnuleit Hér má sjá nokkra híla þeirra 15.000—20.000 manna, sem brugdust við auglýsingu verksmiðju einnar í Millwaukee i Bandaríkjunum, að þörf væri á 200 nýjum starfsmönnum. Hinir atvinnulausu stóðu þúsundum saman í biðröðum þrátt fyrir talsvert frost og þrátt fyrir það, að þeim væri sagt af hálfu forsvarsmanna verksmiðjunnar, að líkur þeirra á því að fá atvinnu væru hvcrfandi litlar. Raunir bakarísins: Ekki réttur litur á kirsuberjunum \N ashintMon. 19. ianúar. AP. Wa.shington, 19. janúar. Al\ BANDARÍSKT bakari stendur í ströngu þessa dagana. Hér er um vel- megandi bakarí art ræða, fyrirtæki sem selur vöru sína um heim allan. Fyrir nokkru afgreiddi bakaríið pönt- un til Japan og sendi, eins og um var samið, 500 ávaxtakökur til Yoko- hama. l>ar fór gamanið að kárna, því tollverðirnir á staðnum neituðu að heimila útleysingu vörunnar á þeirri forsendu að litur kirsuberjanna í kökunum samrýmdist ekki japönsk- um rcglum eða venjum. Talsmaður bakarísins, maður að nafni McNutt, sagði ástandið dæmigert fyrir japanskar verndar- aðgerðir til handa innlendri fram- leiðslu, „engu að síður hef ég sjald- an heyrt aðra eins vitleysu á ævinni. Ég held bara að við send- um Nakasone ávaxtatertu," sagði McNutt og átti við forsætisráð- herra Japana sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum um þessar mundir. Kökurnar hafa nú verið í gámi í Yokohama í rúmlega mánuð og er víst farið að slá í þær. Sendiráðsmenn hafa sagst lítið eða ekkert vita um málið og vísað hagsmunaaðilum í allar áttir. London: Tveir lögreglumenn ákærðir fyrir árás London, 19. janúar. Al\ TVEIR lögreglumenn i Lundúna- lögreglunni voru í dag ákærðir fyrir að hafa skotið á saklausan mann, sem þeir töldu að væri eftirlýstur glæpamaður. Þetta mál hefur valdið mikilli ólgu og óánægju á Bretlands- eyjum enda hafa enskir lögreglu- menn ekki verið þekktir fyrir það hingað til að skjóta fyrst en spyrja svo. Lögreglumennirnir John Jard- ine og Peter Finch, sem báðir eru 37 ára gamlir og starfsmenn Scotland Yard, voru leiddir fyrir dómara í dag en síðan látnir lausir gegn óskilyrtri tryggingu, sem segir, að þeir þurftu ekki að reiða fé af höndum. Mál þeirra verður aftur tekið fyrir 17. mars nk. Maðurinn, sem lögreglumenn- irnir skutu á, Stephen Waldorf, 26 ára gamall sjónvarpsfréttastjóri, er enn illa haldinn en að sögn lækna er hann „ekki í yfirvofandi hættu". Hann fékk skot í höfuð, lungu, lifur og handlegg og er haft eftir vitnum, að lögreglumennirn- ir hafi hafið skothríð á bíl hans án nokkurrar aðvörunar og að síðan hefði annár þeirra skotið á Wal- dorf þar sem hann lá í blóðpollin- um. 1 Bretlandi bera fáir lögreglu- menn byssur og það er ætlast til að þeir noti þær því aðeins að um líf eða dauða sé að tefla fyrir þá. 12 menn handteknir vegna kókaínfundar Brusst l, 1H. janúar. AP. BELGÍSK lögregluyfirvöld flugvellinum í Brussel í síð- tilkynntu í dag að þau hefðu astliðinni viku. fundið 6,5 kíló af kókaíni á Hefðu tólf manns frá Kól- ombíu verið handteknir í tengsl- um við málið. Talið er að andvirði kókaíns- ins sé um 1,5 milljónir dollara komið til neytenda. Jarðskjálfti í Grikklandi Aþena, 19. janúar. AP. STERKUR jarðskjálftakippur skók vestustu eyjar Grikklands í gær. Manntjón varð ekkert og eignatjón lítið þrátt fyrir að um 6 stiga kipp var að ræða. Tveir ögn vægari fylgdu í kjölfarið. Upptök skjálft- anna voru á sama stað og skjálftar mánudagsins. Sem fyrr segir, var manntjón ekkert, en íbúar eyjanna þar sem skjálftarnir voru sterkastir, áttu ekki svefnsama nótt, þeir fjöl- menntu út í bíla sína, eða skriðu saman undir teppi á torgum úti. Talsverð hræðsla greip um sig og sprungur mynduðust í húsveggj- um. ERLENT 18 drukknuðu Nýju Dheli, 19. janúar. AP. HARMLEIKUR varð á árlegri uppskeruhátíð við Bengal-flóa um helgina. Múgur og margmenni kom þar saman sem endranær og fjöldi fólks stakk sér til sunds í flóann. Ekki tókst betur til en svo, að 18 manns drukknuðu og eru ástæðurnar ókunnar. Þremur lík- um skolaði á land á mánudaginn, en á þriðjudaginn fundust svo 15 lík í viðbót. víða um heim Akureyri -3 skýjaö Amsterdam 5 skýjaö Aþena 18 heiöskírt Beirut 8 heiðskírt Bertín 22 heiðskirt BrUssel 8 rigning Buenos Aireo 23 rigning Cario 18 skýjað Dublin 6 bjart Feneyjar 0 þokn Frankfurt C skýjað Genf 13 heiöskírt Heisinki 3 snjókoma Hong Kong 13 skýjaó Johannesarborg 19 bjartviðri Kaupmannahöfn 5 akýjað Las Palmao 19 heiðakírt Lissabon 14 heiðskírt London 6 heiðskírt Los Angeles 19rigning Madrid 14 heiðskírt Malaga 19 heiöskirt Mallorca 13 hélfskýjað Mexíkóborg 18 haiðskírt Miami 20 skýjaö Moskva +2 snjókoma Nýja Deihi 19 heiðskírt Nikósia 13 heiðskfrt Ósló +3 heiöskírt Paris 9 skýjað Peking +2 skýjað Róm 11 skýjað Stokkhólmur +3 snjókoma Tokyo 9 heiðskírt Toronto -t-12 heiðskírt Vancouver 11 rigning Vín 13 heíðskírt Þórshötn Oskýjað Reykjavík 0 snjókoma Edward Rowny, formaður bandarísku nefndarinnar um fækkun kjarnorku- vopna, sýnir hér líkön af sovézkum og bandarískum eldflaugum. Rowny kom fram í sjónvarpsþætti hjá ABC-sjónvarpsstöðinni þar sem hann útskýrði síðan eldflaugagerðir og eiginleika. Arfell býður yður handrið í stiga og stigapalla SÉRHAHHIVÐ FYRIR vður • FÖST VERÐTILBOÐ MEÐ UPPSETNINGUM • Margra ára reynsla, og greiöslufrestur 4—5 vikur. • Lituó eik eóa Ijós fura. • Greiðslufrestur allt að 7 mánuðir. HRINGIÐ OG VIÐ KÖNNUM OG HÖNNUM. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9—4. Armúla 20, sími 84630 og 84635.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.