Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 Birgir Isl. Gunnarsson: „Rofinn fridur um störf þessa þings“ Formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ólafur G. Einars- son, fór fram á þaö, f.h. þingflokks sjálfstæðismanna, að fyrstu umræðu um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar í neðri deild yrði frestað fram á mánudag nk. Forsetar þingsins og formenn allra þingflokka féllust á þessa beiðni en forsætis- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, neitaði. Af þessu tilefni fór fram hörð umræða um þingsköp í neðri deild, sem stóð langleiðina í þann tíma, er fundir þingflokka hófust, þ.e. klukkan fjögur síðdegis. Formenn þingnefndar fjarverandi Olafur G. Einarsson (S) færði eft- irfarandi efnisrök fyrir beiðni þingflokks sjálfstæðismanna:, 1) Formaður viðkomandi þing- nefndar (Halldór Ásgrímsson), sem málið gengur til, er erlendis í erindum Alþingis. Varaformaður nefndarinnar (Guðm. J. Guð- mundsson) er og erlendis. Æski- legt er að þessir menn, sem eiga að leiða málið í nefnd, hlusti á athugasemdir þingmanna í fyrstu Vill tefja málið af sérstökum ástæöum Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, taldi mál þetta hafa fengið ærna umfjöllun í þinginu. Fjárhags- og viðskiptanefnd gæti þingað í vikunni, enda formaður nefndarinnar rétt ókominn heim. Frestun málsins væri því aldeilis óþörf. I efnisumræðu mun ég og sjávarútvegsráðherra svara fyrir- spurnum sem fram koma. Rök formanns þingflokks sjálfstæð- ismanna fyrir frestun til mánu- Sjálfstæðismenn sem deila Árni Gunnarsson (A) vakti at- hygli á, að hér deildu fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðis- flokks. Þeir léku þann skollaleik að ná atkvæðum bæði út á stjórn- araðild og stjórnarandstöðu. Þetta er geðklofi, sagði Árni. Guömundur J. og láglaunabæturnar Friðrik Sophusson (S) sagði m.a., að þetta mál hefði fengið þinglega meðferð í efri deild með sam- komulagi þingflokka. Sjálfstæð- ismenn hefðu lagt sitt lóð á þá vogarskál, að málið fengi eðlilegan framgang í þeirri þingdeild í gær. Þeír væru og reiðubúnir að koma málinu til nefndar í neðri deild á mánudag. Það er því óskiljanlegt að ekki er orðið við rökstuddri beiðni um frestun, vegna fjarveru Framsókn um þetta stóra efnis- atriði? Er ekki eðlilegt að Guð- mundur J. Guðmundsson fái að koma sjónarmiðum umbjóðenda sinna um láglaunabætur á fram- færi í þingnefndinni? Reiöubúinn til svara Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsrádherra, kvaðst reiðubú- inn til að ræða væntanlegar breyt- ingar á ráðstöfun gengishagnaðar þegar málið kæmi til fyrstu um- ræðu í deildinni. Forsetar og þingsköp Albert Guömundsson (S) sagði innlegg sjávarútvegsráðherra hafa verið lítt upplýsandi. Hann vitnaði síðan til 44. gr. þingskapa, sem kvæði á um, að það væri á valdi forseta þingsins að verða við beiðni sem þeirri, er hér væri fram komin. Þar á enginn annar aðili að koma til. Albert: Forseti skeri úr Gunnar: Vilja tefja málið Steingrímur: Svör koma á sínum tíma Sighvatur: Þingflokka- formenn sammála Birgir: Verkstjórn gjör- samlega brugðizt Friðrik: Upplýsingar skortir Geir: Öll efnisatriði þegar komin til framkvæmda Árni: Vanvirða og skrípaleikur Vanvirða að taka þátt í þessum skrípaleik sagði Árni Gunnarsson umræðu. Fjarvera þeirra leiðir og það af sér að meðferð málsins tefst ekki, þó umræðu verði frest- að til mánudags, þar eð þing- nefndin fjallar hvort eð er ekki um málið fyrr en í næstu viku. 2) Öll efnisatriði frumvarpsins eru komin til framkvæmda, svo frestunin hefur ekki áhrif á þau. Ég spyr: hvert er það efnisatriði, sem ekki er komið til fram- kvæmda? Ér von á einhverri efn- isbreytingu, sem kallar á tafar- lausa umfjöllun málsins í dag? Auk þess, sagði Ólafur, er nauð- synlegt, að fá vitneskju um efn- isatriði breytingartillögu, sem sjávarútvegsráðherra hefur boðað í sjónvarpi, áður en umræða fer fram, sem og skýringu á fram- kvæmdaþætti láglaunabóta, skv. frumvarpinu, sem mjög hefur ver- ið gagnrýndur. Er máske hérvera eða fjarvera einhvers ástæða þess kapps sem forsætisráðherra leggur allt í einu á afgreiðslu þessa máls, sem svo lengi hefur velkzt óafgreitt í þing- inu? dags eru því út í hött. Hann er aðeins að reyna að „tefja málið af sérstökum ástæðum sem öllum eru kunnar". Samkomulag um þing- störf nauðsynlegt Sighvatur Björgvinsson, formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins, sagði mikilvægt, við ríkjandi að- stæður, að ná samkomulagi um meðferð þingmála. Formenn þing- flokka og forsetar þingsins hefðu talið rétt og eðlilegt að verða við beiðni um frestun málsins fram á mánudag. Það er forsætisráðherra einn sem málið strandar á, en hann hefur ekki sinnt því sátta- starfi um meðferð þingmála, sem nauðsynlegt er, eftir að ríkisstjórn hans missti meirihluta sinn á Al- þingi. í þessu efni á ég ekkert sök- ótt við formenn þingflokka stjórn- arliðsins né forseta þingsins. Það er forsætisráðherra, er sættir stranda á. formanns og varaformanns þing- nefndar og vöntunar á upplýsing- um um efnisatriði, bæði varðandi breytta ráðstöfun gengismunar og umdeilda framkvæmd láglauna- bóta. Raunar skorti upplýsingar um önnur efnisatriði tengd þessu máli, eins og hvað liði nýjum við- miðunargrundvelli (vísitölu). Á hvaða vegi er það mál? Hefur Al- þýðubandalagið þaggað niður í Hversvegna þessi skyndilegi hraði? Ólafur G. Einarsson (S) áréttaði að öll efnisatriði frumvarpsins væru þegar framkvæmd. Rök- studd frestun fram á mánudag breytti engu um þau. Hversvegna þá þessi skyndilegi hraði í máli sem haft hefur hægagang allar götur frá í ágúst, er bráðabirgða- lögin voru sett? Er forsætisráð- herra að sýna hver hefur valdið? Ég ítreka, sagði Ólafur, við er- um reiðubúnir til að greiða götu þess að frumvarpið geti gengið til nefndar á mánudag. Ég fer enn fram á, að beiðni okkar verði sinnt. Of langt í sáttaátt Birgir ísl. Gunnarsson (S) sagði þetta þinghald um margt sérstætt: ringulreið í meðferð mála og verk- stjórn ábótavatn, er að ríkis- stjórninni sneri. Verkstjórn ríkis- stjórnarinnar hefði raunar með öllu brugðizt. Reynt hefur verið að ná sam- komulagi um þingstörf milli þing- flokka. Ég tel að formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, Ólafur G. Einarsson, hafi jafnvel gengið fulllangt í því að ganga til sam- komulags við formenn þingflokka stjórnarliða um málsmeðferð. Hann hefur ósjaldan borið erindi þeirra inn í þingflokk okkar og verið kappsamur um að ná sam- stöðu um meðferð mála, þó ágrein- ingur hafi verið um efnisatriði þeirra, til að sæmilegur friður gæti ríkt á þessu annars dapur- lega þingi. Ég tel ekki ástæöu til að þing- flokksformaður okkar sitji áfram þessa verklagsfundi með formönn- um þingflokka úr stjórnarliði, eft- ir það sem hér hefur gerzt, og ég mun ekki taka beiðnum um máls- meðferð frá stjórnarliðum með sama hætti hér eftir og hingað til. Það hefur verið „rofinn friður um störf þessa þings". „Vanviröa að taka þátt í þessum skrípaleik“ Árni Gunnarsson (A) sagði að stjórn þessa þings væri „gjörsam- lega fyrir neðan allar hellur". Verði ekki setzt niður og sætzt á þingstörf yrði Alþingi sér til ræki- legrar skammar. Þetta þing hefur nákvæmlega ekkert unnið, engu komið frá sér, ef undan eru skilin örfá brýnustu mál. Þetta verklag er ekki þolanlegt. Þjóðfélagið er að fara á hausinn utan þessara veggja, en innan þeirra gerist ekk- ert. Það er svo komið að mér finnst að því nokkur vanvirða að taka þátt í þessum skrípaleik sem hér á sér stað. Hver getur verið ástæða synjunar? Geir Hallgrímsson (S) minnti á að bæði formenn þingflokka stjórnarliða og forsetar þingsins hefðu fallizt á frestunarbeiðni fram á mánudag, enda skýr rök fram borin. Forsætisráðherra hefði hinsvegar ekki borið fram haldbær rök fyrir synjun sinni. Fyrir lægi að öll atriði frumvarps- ins væru þegar framkvæmd og að umbeðin frestun myndi í engu seinka afgreiðslu málsins í þing- deildinni. Ymis mikilvæg mál, er þessu frumvarpi tengdust, beint og óbeint, væru ýmist óskýrð eða ekki nægjanlega: boðuð breyting á ráðstöfun gengismunar, fram- kvæmd láglaunabóta, stöðvun at- vinnutækja víða um land, nýr við- miðunargrundvöllur o.fl. Ég ítreka í einlægni beiðni um frest til mánudags. Geir benti á að skv. nýrri spá Þjóðhagsstofnunar, frá 17. þ.m., væri framreiknuð framfærsluvísi- tala 1983 65—70% fyrri hluta árs- ins, yfir 70% um mitt árið en lítið eitt lægri seinni hlutann, en þó aðeins ef ekkert það gerðist í kaupgjalds- eða gengismálum, sem hefði áhrif á framvindu mála. Framsaga for- sætisrádherra Að lokinni umræðu um þing- sköp flutti forsætisráðherra, Gunriar Thoroddsen, stutta fram- sögu fyrir bráðabirgðalögunum, sem fjalla sem kunnugt er um þessi efnisatriði: 1) verðbótaskerð- ingu launa, 2) láglaunabætur, 3) gengismun, 4) skerðingu verzlun- arálagningar, 5) tímabundið vöru- gjald og hækkun þess o.fl. Umræðunni var frestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.