Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
j, HirtM. þe-tto. þetta. lorcxq&as.t
e'ins oq )<tfssar\ serr\ 1<.onan m'm rwallar."
nsmm
jguganugmmum
■■
l>að skyldi þ« ekki vera gamli
landkönnuðurinn sem við erum að
borða — því seigt er það!
Eitt eilífðar smáblóm:
Lítið innlegg í vanga-
veltur um þjóðsönginn
Jón Erlings Jónsson skrifar:
„Velvakandi.
Halldór Laxness og Pétur
Magnússon hafa ritað greinarkorn
í Morgunblaðið (7/12 ’82 og 8/1
’83) um þjóðsönginn. Þar sýnist
sitt hvorum um lag og þó sérstak-
lega ljóð. Halldór hefur af því
áhyggjur að á vegi Matthíasar
Jochumssonar, í allri háreisn
sinni og lofgjörð, er hvergi minnst
á frelsarann, þ.e. Jesúm. Pétur er
áhyggjulaus þótt menn svífi á vit
guðdómsins frelsaralausir. Þjóð-
söngur skuli vera hafinn yfir allar
trúarjátningar og kreddur.
Sú „frjálshyggjustefna“ sem
hvað vinsælust hefur orðið til
saðningar trúarþörf nútímam-
anna, kennir að Guð sé einn, — og
hvort hann heitir Jehova, Allah,
Budda eða Hari Krishna, þá er tit-
illinn „guð“. Með öðrum orðum
margar leiðirnar upp á fjallið
eina. GUÐ. Og því geti þjóðin siglt
sálum sínum til himna í þjóðsöng
svo hástemmdum, að hvergi þurfi
að steyta á skerjum trúarkredda.
Sem félagi í danshljómsveit var
bréfritari eitt sinn þátttakandi í
slíkri himnafarartilraun, öllum að
óvörum, á skemmtun haldinni
vegna þjóðhátíðardags Bandaríkj-
anna. I veislulok sungu Ameríku-
menn þjóðsöng sinn af hátíðleik.
En þar sem u.þ.b. tveir tugir ís-
lenskra gesta voru á samkomunni
og þjóðirnar miklar vinaþjóðir,
var farið fram á að við flyttum
okkar. Var það auðsótt mál.
Upphófst nú „þjóðsöngur ís-
lendinga" af víkingakór, upp-
tendruðum ættjarðarást og land-
lægu stolti ásamt guðaveigum
ljúfum. Og tignarlega hljómaði: Ó,
Guð vors lands, ó lands vors guð.
Var sem gólf og veggir titruðu er
andinn spyrnti sér til hæða. Held-
ur dró af í næstu hviðu: Vér lofum
þitt heilaga nafn. Er hér var kom-
ið höfðu flestir þátttakenda
hrokkið af þessu kraftmikla
himnafari; þó hljómuðu nokkrar
raddir áfram: Ur sólkerfum himn-
anna hnýta þér krans. — En nú
dóu síðustu tónarnir út með leit-
andi hljómum slaghörpunnar við
hverja undirritaður sat.
Þögnin sem fylgdi þessari stuttu
athöfn var algjör, og aldrei hafði
sögumaður kynnst annarri eins
auðmýkt.
Sá táningur, er reyndi að gera
sig ósýnilegan þar sem hann yfir-
gaf hljóðfærið eftir þessa mis-
heppnuðu himnafarartilraun, hef-
ur reynt ýmsar andlegar flugferð-
ir á þeim rúmu tuttugu árum sem
liðin eru frá atburðinum sem lýst
var. Hann hefur reynt marga far-
kosti, ljósa og leynda, leyfða og
forboðna, en aldrei oftar „þjóð-
sönginn".
Fyrir fjórum árum.fann bréfrit-
ari sinn guð eftir langvarandi leit
á vegum andatrúar, dulspeki og
indverskrar heimspeki, þar sem
honum tókst aldrei að fóta sig til
langdvalar. En lyftingurinn var
bæði hærri og varaði lengur en í
söngnum forðum. Þó var það ekki
í slíkri hástillingu heldur kjallara
auðmýktar, eftir flugferð með
yogareglu einni, að hann sá, að ef
hann væri á réttri leið, þá var
kirkja landsins á rangri.
Eftir rannsókn á rituðum heim-
ildum um „upprisu Jesú“ er reynd-
ist vera upphafið og þungamiðja
kristinnar trúar, þá valdi ég að
stíga skrefið úr skynsemi í trú.
Því er þetta bréf ritað, að taka
undir með Halldóri og fleirum, að
lofa beri frelsarann Jesúm í þjóð-
söng þjóðarinnar, vilji hún teljast
kristin."
Nafnlaus grein
á ábyrgð
ritstjórnar
Margrét Jónsdóttir, í fréttastofu
útvarpsins hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Ég hringi
nomrn-
únistaáróöri og annarn
moldvörpustarfsemi.
iíel kemur í Ijós tvíakinnungur-
Í gagnrýni sUrfsmanna
ittastofu útvarpsina a nafnlaus
iendabréf, ef athugaö er að eft-
Farandi var lesið i írétUtun. |
jlfa Ríkisútvarpsins þann í. I
núar, 1983: ,
!mnemhver'arlóurslesiúr
r ^i^fhrevtinguniu - I
ÍJr grein „Lýðræðissinna“
i Velvakanda 13. janúar.
vegna bréfs sem birtist i Velvak-
anda 13. janúar, þar sem rætt er
um, að í fréttatíma útvarpsins 2.
janúar sl. hafi verið vitnað til
nafnlausrar greinar í Pravda, og
„svo kom einhver áróðurslestur
ætlaður friðarhreyfingunni," segir
í bréfinu. Við höldum okkur áfram
við þá reglu að svara ekki nafn-
lausum greinum, á sama hátt og
við erum ekki til viðræðu við þá
sem hringja til okkar og neita að
segja til nafns. Hins vegar skal ég
senda Velvakanda handrit um-
ræddrar fréttar til birtingar. Með
því að tala um nafnlausa grein í
tilviki eins og þessu er átt við að
hún sé á ábyrgð ritstjórnar við-
komandi blaðs, á svipaðan hátt og
gildir um Staksteina Morgun-
blaðsins.
Hrikalegt
óréttlæti
Trausti hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til að
þakka fyrir þátt sem ég hlustaði á
í útvarpinu í gærkvöldi. Óskar
Magnússon, skólastjori á Selfossi,
var þar að flytja erindi í þættinum
Um daginn og veginn. Meðal ann-
ars vakti hann athygli á máli, sem
mér finnst hafa legið um of í lág-
inni. Það snerti skattamálin og
skattlagningu heimilanna í land-
inu. Tók hann dæmi um mismun-
andi skattlagningu tvennra hjóna
eftir því hvernig teknanna var afl-
að. Önnur hjónin unnu bæði úti á
vinnumarkaðnum og höfðu 110
þúsund króna tekjur hvort. í hinu
tilvikinu var um jafnháar tekjur
að ræða, en nú var það aðeins ann-
að hjónanna sem vann fyrir tekj-
unum. Fyrri hjónin báru 17 þús-
und krónum lægri tekjuskatt en
hin síðari, þar sem konan var
heima, en eiginmaðurinn vann
fyrir tekjunum. Þetta ástand hef-
ur nú viðgengist í tvö ár og er
tvímælalaust eitt hrikalegasta
óréttlæti sem ég þekki til í skatta-
málum. Og ég vona og geri raunar
kröfu til að þetta verði leiðrétt hið
snarasta, og helst aftur í tímann.
Svona misrétti hlýtur að stafa af
mistökum. Það er ekki hægt að
refsa mönnum fyrir að eiga
ómenntaðar konur, lágt launaðar
og Htt gjaldgengar á vinnumark-
aði, en verðlauna hina sem hafa
verið svo heppnir að fá vel mennt-
aðar konur, sem hafa jafnhá laun
og þeir, eða jafnvel hærri. Og auð-
vitað getur þessu einnig verið
öfugt farið. Þarna er líka beinlínis
verið að refsa þeim aðila sem vill
afla heimili sínu meiri tekna með
því að leggja á sig meiri vinnu,
vegna þess að ekki svarar kostnaði
að maki hans fari út á vinnumark-
aðinn.
Hlýtur aö koma
í hlut borgar-
innar að af-
stýra hættunni
íbúi við Laugaveg hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Undanfarið hefur maður verið að
sjá hvatningar til fólks um að
berja grýlukertin af þakbrúnum
hjá sér. En það er nú hægara ort
en gjört skal ég segja þér, a.m.k. í
tveggja eða þriggja hæða húsum,
eða hærri. Ég bý við Laugaveginn
og hef ekki yfir að ráða þeim verk-
færum sem til þarf til að ná upp í
þakbrún og berja niður þessa
stóru drjóla, á annan metra að
lengd og þverhandarþykka. Og það