Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 8TH.L-LONGS ULLARNÆRFÖT Ný uppfinning Telur saman hitaeiningar í fæðunni NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULL ARLEIST AR GÚMMÍSTÍGVÉL STORZ- SLÖNGUTENGI STORZ- SLÖNGUSTÚTAR BRUNASLÖNGUR • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR KLAKASKÖFUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SPISSSKÓFLUR MARLIN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN KRAFTTÓG NÆLON-TÓG LANDFESTAR BAUJUSTENGUR PLAST, BANBUS BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORDAR LÍNUBELGIR NETABLEGIR NÓTABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR LÓÐADREKAR NETADREKAR NETAKEDJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG PLASTKÖRFUR VÍRKÖRFUR FISKOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI VÍR- OG BOLTAKLIPPUR PLÖTUBLÝ 1—11/2 M/M HESSIANSTRIGI V) > ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opid laugardaga 9—12. ('hicago, I8. janúar. AP. HARRY Friedman hefur fundið upp og þróað tölvukerfi nokkurt sem tel- ur hitaeiningar, fitu, kólesteról og salt fyrir þá sem stöðugt eru að reyna að grenna sig en ckkert verð- ur ágengt. Uppfinningin hefur sömu eigin- leika og peningakassi kaupmanns- ins, og vog þ.e. hún reiknar og leggur saman hitaeiningagildi fyrir meira en 700 fæðutegundir. Friedman kynnti þessa uppfinn- ingu sína á vörusýningu um síð- astliðna helgi og sagðist hafa fengið hugmyndina að henni þeg- ar hann fyrir þremur árum átti í erfiðleikum með þyngd sína og tók að skrá hjá sér allt sem hann borðaði. Hann er einnig formaður tölvufyrirtækis nokkurs í Kali- forníu, þannig að heimatökin voru hæg. Hann sagði einnig að nýlegar rannsóknir hefðu leitt í ljós að u.þ.b. 120 milljónir Bandarikja- manna væru þyngri en þeir ættu að vera og einn þriðji hluti þess fjölda væri stöðugt í baráttu við kílóin. /ponix HÁTUNI 6A • SÍMI 24420 | piórgw- Mnfrtfii í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI AJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI ^^^skriftar- síminn er 83033 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Háskólinn i Aþenu. Papandreu Fróðlegt verður að fylgjast með hversu langt efnahags- ráðstafanir Papandreus duga ANDREAS Papandreu, forsætisráðherra Grikklands, hefur nú eftir fimmtán mánaða setu á valdastóli, ákveðið að breyta um efnahagsstefnu, en þennan tima sem liðinn er frá kosningum hafa efnahagsmálin meira og minna verið látin reka á reiðanura. Hann hefur lækkað gengi drökm- unnar, sett á innflutningskvóta og bundið launahækkanir. Amóta erfiðar ákvarðanir í utanríkismálum gætu svo verið á næsta leiti. Samningavið- ræður um framtíðarskipan bandarískra herstöðva á grísku landi hófust að nýju í síðustu viku, og vitað er að innanlands er mjög lagt að Papandreu af stuðningsmönnum hans að sýna þar hörku. Þá má geta þess að samtímis þessu eru Grikkir að búa sig undir að taka á móti Andropov, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Það verður fyrsta heimsókn sovézks forsætisráðherra til Grikklands. Gjaldmiðill Grikkja hefur nú með þessum ráðstöfunum í efnahagsmálum lækkað gagn- vart Bandaríkjadollar um 15,5 prósent. Þessar ráðstafanir eru gerðar til að létta undir með út- flutningsatvinnuvegunum og auka framleiðsluna innanlands sem hefur dregizt saman, bæði landbúnaðarvöruframleiðsla og iðnaðarvörur. Vestrænir sérfræðingar segja, að víst hafi það tekið Papandreu undralangan tíma að móta efna- hagsstefnu sína — og sé þó ekki allt komið í ljós enn. I kosn- ingabaráttunni hamraði Pap- andreu mjög á nauðsyn breyttr- ar efnahagspólitíkur og Grikkir hafa sýnt honum mikið lang- lundargeð hvað þetta varðar. Flestum ber saman um að geng- islækkun drökmunnar hafi verið nauðsynleg. En það eigi náttúr- lega eftir að koma í ljós, hvort hún ber þann árangur, sem til er ætlast. Meðal þorra manna hef- ur það valdið kvíða að verðbólg- an mun augljóslega, svo og al- mennar verðhækkanir verða mun meiri en kauphækkanir og því óttast margir að enn þreng- ist hagur þeirra sem minna mega sín. Gerasmimos Arsenis, efnahagsmálaráðherra, sem er í fyrirsvari hóps sem vinnur að breyttu efnahagskerfi, tilkynnti einnig á dögunum, að innflutn- ingshöft yrðu sett á fjölda marg- ar vörutegundir, allt frá land- búnaðartækjum til barnaleik- fanga. Hann vitnaði í grein í EBE-samningnum, þar sem leyft er að ríki setji innflutningskvóta á um takmarkaðan tíma, þegar alvarleg efnahagskreppa er í landinu. Síðan Grikkir gengu í Efnahagsbandalagið sem full- gildur aðili, hafa þeir flutt inn ótæpilega frá EBE-löndum og mun því ýmsum bregða í brún nú. Þeir hafa verið sólgnir í nautakjöt frá Frakklandi, vestur þýzkan ávaxtasafa, dýrindis baðsett frá Ítalíu að ekki sé nú talað um gallabuxur frá Bret- landi. Grískar vörur af þessu tagi eru ekki samkeppnisfærar, hvorki hvað varðar verð né gæði. Kaupmaður einn sagði við fréttamann AP, að það væri í raun fráleitt að hann seldi góðan grískan ost á 600 drökmur kílóið, en hins vegar kostaði innfluttur ítalskur gorgonzola 550 drökm- ur. Viðskiptahalli Grikkja fyrstu tíu mánuði ársins 1982 var hvorki meira né minna en 4,9 milljarðar dollara. Papandreu og ráðgjafar hans eru sannfærðir um, að með innflutningskvóta megi beina Grikkjum á þá braut að kaupa eigin framleiðslu og þetta kunni einnig að verða til að ýta undir og örva fjölbreytni og gæði á grískum vörum. Atvinnuleysi í Grikklandi jókst enn á sl. ári, er nú um átta prósent. Stjórn Papandreus tel- ur að með þeim ráðstöfunum sem eru hafnar nú muni takast að draga a.m.k. úr því sem nem- ur 2,5 prósentum á þessu ári. Auk þess sé fyrirsjáanlegt að framleiðslan hljóti að aukast og allt verði þetta Grikkjum til hagsældar. Efnahagsmálaráðgjafi forsæt- isráðherrans Yannis Papani- colau sagði nýlega, að víst væri erfiðleikum bundið að gera ná- kvæmar efnahagsspár, m.a. með tilliti til hins almenna kreppu- ástands í heiminum. En það skyldi einnig haft í huga, að þar eð gríska stjórnin ynni að því að breyta efnahagskerfi Grikklands í grundvallaratriðum, hlyti það að taka sinn tíma og útheimta töluverðan aðlögunarvilja meðal almennings. Það er þó fjarri því, að öllum finnist Papandreu sjálfum sér samkvæmur þegar hann fjallar um efnahagsmálin. Innan raða stjórnarandstöðunnar — sem að vísu er ekki beinlínis upp á marga fiska — heyrast raddir um að forsætisráðherran tali eins og marxisti einn daginn, en eins og svæsnasti auðvaldssinni hinn næsta. Vegna óstöðugleika í Grikklandi á fjármálasviðinu síðasta árið, hefur dregið úr er- lendri fjárfestingu í Grikklandi og vegna verðbólgunnar hefur ferðamönnum þar fækkað og hvort tveggja færði áður Grikkj- um mikið í aðra hönd. En hvað sem líður gagnrýni á Papandreu hefur allur þorri manna á honum hið sama dálæti og þegar honum var lyft til valda fyrir hálfu öðru ári. Papandreu er gæddur persónutöfrum og mælskusnilld svo að með ólík- indum er, hvað það snertir á hann sjálfsagt varla sinn jafn- ingja á valdastóli nú. Það er gott og gilt svo langt sem það nær og svo virðist sem það muni ná lengra en andstæðingar hans hugðu. Innan Nýdemókrata- flokksins trúðu menn því statt og stöðugt að af Papandreu rynni mesti glansinn, þegar hann hefði tekið við og gert sér grein fyrir því, að jafnvel hug- sjónamaður verður að horfast í augu við veruleika. (Heimildir AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.