Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 19 Prófkjörsskjálfti I Suðurlandskjördæmi Nú dregur óðum að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suður- landskjördæmi og virðist nú síð- ustu daga kosningaskjálftinn i einstökum frambjóðendum vera farinn að færast í aukana. í þessum fyrstu beinu afskipt- um mínum af prófkjöri, hefi ég heyrt um myndun kosningabanda- laga milli einstakra frambjóð- enda. Ég á erfitt með að ímynda mér að hinn almenni kjósandi hlíti slíkum hræðslubandalögum. Skynsamur kjósandi kýs að sjálf- sögðu þá menn, sem hann telur hæfasta til að vinna þjóðinni mest gagn með störfum sínum á al- þingi. Stór hluti ógæfu okkar Islend- inga í efnahagsmálum stafar af því, að sumir þeirra, sem valist hafa til setu á alþingi, hafa ekki haft yfir nægu víðsýni að ráða. Þeir hafa, ef til vill, haft „köllun" til að sitja á alþingi. Við höfum ekki þörf fyrir slíka menn. Þeir hafa oftar en ekki reynst furðu leiðitamir og fúsir til að verzla með sannfæringu sína til hægri eða vinstri, allt eftir því hvar mest er upp úr því að hafa og jafnvel eru þeir til með að verzla samtím- is til beggja átta, — allt til að lafa á þingsæti „sínu“. Vill þjóðarhag- ur þá oft fara fyrir lítið. Það er nú einu sinni svo, að það eru yfirleitt ekki þeir þingmenn sem hæst láta með allskyns utan- dagskrárupphlaupum, sem mest gagn gera. Stundum virðist manni að þeir þingmenn gleymist, sem vinna verk sín af skyldurækni og trúmennsku. Við höfum meira en nóg af slag- orðasmiðum í íslensku stjórn- málalífi. Það vantar hinsvegar meira af mönnum, sem vilja tak- ast á við vanda þjóðarinnar og þora að gera það án tillits til þess hvort þeir kunni að tapa atkvæð- um vegna góðra og skynsamlegra verka sinna. Það er ekki nóg að sitja og horfa á nánasta umhverfi sitt. Með því að efla hag þjóðarinnar í heild, eflum við einnig hag okkar kjör- dæmis. Ég verð að vara alvarlega við þeirri nesjamennsku, sem birt- ist í því að einblína á hag kjör- dæmisins, eins og aðrir hlutar landsins séu ekki til. Það á auðvitað ekki að þurfa að taka fram að hver þingmaður hlýtur þó að gæta hagsmuna um- bjóðerida sinna og fylgjast með því að þeir verði ekki fyrir borð born- ir. Kosningaloforð hafa löngum verið í hávegum höfð. Vaéri það til dæmis ekki vænlegt fyrir mig að lofa kjósendum einhverjum væn- um bitum á kostnað þjóðarinnar? Hvernig væri til dæmis að lofa byggingu brúar milli lands og Kristján Torfason „Til að skapa mögu- leika á styrkri stjórn er vísasti vegurinn að tryggja Sjálfstæðis- flokknum glæsiiegan sigur í komandi kosn- ingum. Við skulum því gera öflugt prófkjör í Suður- landskjördæmi að sterk- um byrjunarieik í því tafli.“ Eyja, kísilmálmverksmiðju á Laugarvatn, og efla atvinnulíf á Hvolsvelli með einum *eða tveimur skuttogurum? Ég gæti ugglaust fengið einhver atkvæði út á slík eða ámóta kosningaloforð. Síðan, þegar málin næðu ekki fram að ganga, væri hægur leikur að kenna öðrum, væntanlega skiln- ingssljórri þingmönnum um. Slík loforðaútgáfa er eins og út- gáfa innistæðulausrar ávísunar og hentar mér ekki. Ég mun leitast við að láta raunsætt mat á því hvað þjóðarheildinni er fyrir bestu, ráða störfum mínum, fari svo að ég nái kjöri til alþingis. Ég mun fyrr fórna því þingsæti, en að láta hafa mig í að.verzla með sannfæringu mína. ríkisstjórn að takast á við mörg og erfið verkefni á sviði efnahags- mála. Svo erfið að þeir alþýðu- bandalagsmenn telja neyðaráætl- un nauðsynlega eftir stjórnarár sín. Verkefni þessi verður að leit- ast við að leysa í samráði við hinn EINS og menn rekur minni til héldu samtökin Ung Nordisk Musik árvissa tónlistarhátíð sína í Reykjavík nú í haust. Nú stend- ur yfir undirbúningur þeirrar næstu, sem halda á í Osló í ágúst. Ung íslensk tónskáld hafa jafnan skipað verðugan sess innan UNM og standa vonir til að svo verði áfram, segir í fréttatilkynningu frá UNM. Allir sem fengist hafa við tónsmíðar og eru undir þrítugu almenna borgara og gefa honum kost á að fylgjast með framvindu mála og taka af alefli þátt í endur- uppbyggingu íslensks efnahags- lífs. Það er gamall og nýr sannleikur að engin lýðræðisþjóð hefur betri eða verri stjórn en hún verðskuld- ar. Ef þið eru óánægð með ríkjandi ástand í þjóðmálum okkar, þá skuiuð þið athuga að kosningar gefa ykkur tækifæri til að breyta til. Það verður ekki létt verk að mynda nýja starfhæfa ríkisstjórn að kosningum loknum, en það hef- ur enginn leyfi til þess að skorast undan þeirri ábyrgð. Til að skapa möguleika á styrkri stjórn er vísasti vegurinn að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan sigur í komandi kosn- ingum. Við skulum því gera öflugt prófkjör í suðurlandskjördæmi að sterkum byrjunarleik í því tafli. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Suðurlandskjördæmi Fer fram dagana 22. og 23. janúar nk. svo sem nánar er auglýst annar staðar. Kosningarrétt hafa allir flokksbundnir sjálfstæö- ismenn 16 ára og eldri svo og allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins 20 ára og eldri, og jafnframt þeir stuðningsmenn sem ná 20 ára aldri á yfir- standandi ári. Frambjóöendur hafa veriö auglýstir. Kjósa skal 4 frambjóðendur, 1 úr hverju prófkjörsumdæmi (hólfi) meö þeim hætti að númera 1, 2, 3, 4, fyrir framan nafn þess frambjóöanda sem kjósandi kýs að setja í það sæti. Ekki má merkja við fleiri og ekki færri, annars er kjörseöill ógildur. Prófkjörsstjórn. Tónlistarhátíð UMN í Osló í haust eiga kost á að senda UNM- nefndinni á íslandi nýtt tónverk til flutnings á næstu tónlistar- hátíð. Um miðjan febrúar verður dagskrá hátíðarinnar endanlega ákveðin; því þurfa íslensk verk að hafa borist nefndinni hérlendis fyrir 10. febrúar. Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að senda verk sín formanni UNM á íslandi, Hilm- ari Þórðarsyni, Skúlagötu 32,101 Reykjavík, fyrir 10. febrúar. SLÍi Aukín þjónusta FUNDIR EINKASAMKVÆMI Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur Amarhóll enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitíngarekstur hefur berlega komið í ljós að margir afviðskiptavinum Arnarhóls hafa brýna þörf fýrir aðstöðu tíl Iokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Arnarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin í fýrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitingastaðarins getur AmarhóII nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. KLUBBAR FELAGASAMT OK FYRIRTÆKI Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einníg einkasamkvæma. ARNARHOLL BYÐUR AÐSTOÐU FYRIR- Smærri hópa (frá 10 manns) hádegí og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, Arnarhóll annar öllu. ARNARHOLL BYÐUR AÐSTOÐU FYRIR: Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegi Iaugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera - Leikhús AmarhóII tekur á móti hóppöntunum óperu- og Ieikhúsgesta utan af landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.