Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 16

Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 16 Það er vandi að þýða vel, Guðbergur — eftir Halldór Þorsteinsson Á ítölsku er til hnyttin umsögn um þýðendur, sem hljóðar svona: „traduttore traditore" eða með ís- lenzkum orðum: „að þýða er sama og svíkja". Þótt sumum finnist hér eflaust fulldjúpt í árinni tekið, er samt auðsætt, að margar þýðingar einkennast fremur af flaustri og handvömm en vandvirkni og kunnáttu. Jafnvel þó benda megi á nokkra stórsnjalla þýðendur eins og t.d. Sveinbjörn Egilsson, Jón Þorláksson frá Bægisá, Jón Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi, Magnús Ásgeirsson, Árna Guðnason, Þór- arin Björnsson og Helga Hálfdan- arson o.fl., sem hafa íslenzkað með mikilli prýði öndvegisverk menn- ingarþjóða, verður því naumast með nokkrum rökum mótmælt, að hinir eru langtum fleiri, sem fylla handarbakavinnuflokkinn. Fjölmiðlar hafa þýðendur í þjónustu sinni og eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir. Jón O. Edwald, Óskar Ingimarsson, Gylfi Pálsson, Sonja Diego og e.t.v. nokkrir fleiri, sem vinna einkum fyrir sjónvarp, eru bæði vandvirk og smekkvís, en það sama verður því miður ekki sagt um suma starfsfélaga þeirra. Fjól- ur virðast vilja skjóta upp kollin- um á sumum bæjum og skulu hér aðeins tilgreind þrjú dæmi þaðan. í mynd, sem sýnd var í sjón- varpinu ekki alls fyrir löngu, var einni leikpersónu lýst á eftirfar- andi hátt á ensku: „He’s a wolf“. Án teljandi heilabrota sneri þýð- andinn þessari setningu svona á íslenzku: „Hann er varúlfur". Hér merkir „a wolf“ hins vegar „kvennabósi", og er það sitt hvað. í gamanmyndaþættinum „Fjandvinum", sem var á dagskrá sjónvarpsins nýlega, hafði annar listmunasalinn komizt yfir mál- verk eftir nafntogaðan enskan landslagsmálara Constable að nafni. Enda þótt „constable" með litlum staf merki reyndar „lög- regluþjónn“ hefði þýðandinn betur látið eiginnafnið, Constable, með stórum staf óþýtt hér. Rétt er að geta þess hér, að í þýðingunni var ekki notað íslenzka orðið „lög- regluþjónn" heldur „vaktmaður". í einum læknaþáttanna hér um árið gerðu læknastúdentar eins konar setuverkfall. Eftir árang- urslausar tilraunir til að þoka þeim um set lét háskólarektor fremur en aðalprófessor þeirra í læknisfræði orð falla eitthvað á þá leið, að þaulseta á hörðu, köldu steingólfinu gæti orðið til þess, að þeir fengju „piles" þ.e. „gyllinæð". Þýðandi kallaöi þetta hins vegar „lungnabólgu". Úr því að hér er verið að ræða um misheppnaðar þýðingar, væri ef til vill ekki úr vegi að minnast örlítið á „Long Day’s Journey Into Night“ eftir Eugene O’Neill og skulum við aðeins halda okkur við titil verksins, þ.e. „Dagleiðin langa inn í nótt“. Að mínum dómi er þessi þýðing óíslenzkuleg, klúð- ursleg og stíllaus. Hefði ekki t.d. farið betur á því að segja einfald- lega: „Ferðin langa fram á nótt“. Eftir þennan inngang er ætlun- in að fja.Ha einkum og sér í lagi um þýðingu Guðbergs Bergssonar á Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez, nýbak- aða Nóbelsverðlaunahöfundinn. Af henni sést greinilega, að þýð- andinn telur framsetningu höf- undar ekki aðeins margra endur- bóta heldur líka viðbóta vant. Þótt aðeins 15—20 blaðsíður þýðingar- innar hafi verið bornar saman við frumtextann, hefur margt lygilegt komið í ljós. Hér á eftir verða til- greind þó nokkur dæmi lesendum til íhugunar og glöggvunar. Þeim verður síðan látið eftir að dæma að vissu marki um „ágæti“ þýð- ingarinnar. Á blaðsíðu 143 (hér er miðað við blaðsíðutal frumtextans) stendur m.a.: „No salgas esta noche“, sem þýðir orðrétt: „Farðu ekki út í kvöld“. I þýðingunni hljóðar þetta aftur á móti svona: „Vertu heima í kvöld". Segja má, að á þessu tvennu sé ekki ýkjamikill munur, en hér ríður samt á að neitunin haldist, vegna þess að hér talar spákona, sem þykist sjá fyrir yfir- vofandi lífshættu fyrir eina per- sónu sögunnar. Á sömu síðu stendur þessi setning: „... se perdieron por los vericuetos" sem merkir „ ... þær lentu á glapstig- um“. Hér vill Guðbergur endilega „bæta um betur" og segir: ....... þær leituðu út á leynda stigu lífs- ins“. Á sömu síðu er líka að finna orðið „muslos", sem þýðir: „læri“. Guðbergur kallar hins vegar: „muslos" „lendar" og má til sanns vegar færa, að skeggið sé skylt hökunni. Á bls. 144 sjáum við eftirfarandi orð: „ ... se echó a correr“ þ.e. „ ... hann tók til fótanna eða hann fór að hlaupa". I ensku þýðingunni stendur: „... he began to run“. Guðbergi þykir aftur á móti fara betur á því að segja: „... hann hörfaði undan“. Á sömu síðu er ennfremur að finna þessi orð um mann, sem orðið hafði fyrir byssu- kúlu: „le despedazó el pecho" þ.e. „... tætéí í sundur á honum brjóstið". Guðbergur orðar þetta öðruvísi: „brauzt út um brjóstið". Enski þýðandinn segir aðeins „ ... shattered his chest". Á bls. 146 stendur svart á hvítu: „ ... contra la corrupción de los militares" þ.e.: „ ... gegn siðspill- ingu hermannanna". Þetta er al- veg látið óþýtt. í næstu málsgrein má m.a. lesa eftirfarandi orð: „ ... Pero él mismo lo ignoraba ..." þ.e. „En hann sjálfur vissi það ekki (eða jafnvel vissi ekkert um það)“? Enn finnur Guðbergur hjá sér þörf að fága frumtextann, en hann segir: „En meira segja hers- höfðinginn hafði ekki fengið óyggjandi fréttir". Enski þýðand- inn lætur sér nægja að orða þetta einfaldlega svona: „But he himself knew nothing about it“. Á bls. 152 má lesa þessi orð: „ ... en los días más críticos de la guerra" þ.e. „ ... á tvísýnustu stundum (eða dögum) stríðsins". Enn einu sinni finnur Guðbergur hjá sér hvöt til breyt- Halldór Þorsteinsson inga, en hann segir: „ ... jafnvel þó vandamál stríðsins væru knýj- andi“. í ensku þýðingunni stendur aðeins þetta:....in the most crit- ical days of the war“. Á bls. 155 sjáum við þessa setn- ingu: „ ... estás pudriendo vivo“ þ.e.: „ ... þú ert farinn að rotna lifandi". Guðbergur breytir merk- ingunni, þegar hann segir: „ ... hent gæti, að þú rotnaðir lifandi". Á næstu síðu er sagt frá því, að menn séu boðaðir á fund, til að ræða „la encrucijada de la gu- erra“. „Encrucijada" merkir „krossgötur, umsátur, gildra" og í óeiginlegri merkingu: „ógöngur, óefni, sjálfhelda eða straum- hvörf“. Bezt held ég færi á því að þýða þetta eitthvað á þessa leið: „ ... (til að ræða) straumhvörfin í stríðinu eða jafnvel sjálfhelduna, sem stríðsaðilarnir voru í“. Norð- maðurinn orðar þetta svona í þýð- ingu sinni: „ ... á drofte det krit- iske punkt krigen var kommet til“. Englendingurinn kallar þetta aft- ur á móti „ ... the stalemate of the war“. íslendingurinn, hann Guð- bergur Bergsson, talar um: „ ... að ræða ný viðhorf til stríðsins". Á bls. 157 kemst ein söguper- sónan svo að orði: „Son reformas tácticas" þ.e. „þetta eru endurbæt- ur (eða breytingar) á herstjórn". Guðbergi þykir þessar endurbæt- ur greinilega ekki nægilegar, því að hann segir: „Allar aðrar endur- bætur eru hugsjónir". Englend- ingurinn er jafn gagnorður og höf- undur frumtextans, en hann þýðir þetta svona: „They are tactical changes". Guðbergur virðist hafa handa- hófið að leiðarljósi í öllu, er varðar stríð og hermennsku. Liðsforingi er orð, sem hann notar bæði í tíma og ótíma. Rétt er að geta þess nú Guðbergi til fróðleiks, að liðsfor- ingjar eru yfirmenn 1 hernum, sem fengið hafa embættis- eða skipunarbréf. Orðið spannar því þannig yfir allvítt svið mannvirð- inga innan hersins, allt frá undir- liðsforingja upp í marskálk. Á ensku er liðsforingi „officer" en á spænsku „oficial". Neðar í met- orðastiganum eru svo liðþjálfar, bæði undirliðþjálfar og yfirlið- þjálfar, sem hafa ekkert skipun- arbréf upp á vasann. „Coronel" þ.e. „ofursti" þýðir Guðbergur „liðsforingi" á bls. 135, en „liðþjálfi" á bls. 143. Þetta er vægast sagt nokkuð villandi. Bók eftir G. García Márquez, sem heit- ir á frummálinu: „E1 coronel no tiene quien le escriba", „Enginn skrifar ofurstanum". Á norsku er þetta: „Ingen skriver obersten", breytist í meðförum íslenzka þýð- andans á þennan veg: „Liðsfor- ingjanum berst aldrei bréf“. „Capitán", sem skylt er latneska orðinu „caput“=„höfuð“ og merkir því „höfuðsmaður", Guðbergur hikar ekki við að lækka hann í tign og gera hann að venjulegum „liðþjálfa". „Patrulla" merkir varð- eða njósnasveit fjögurra til tólf her- manna eða lögreglumanna. Orðið „herdeild" er hins vegar notað um 800—3200 manna lið, mismunandi eftir þjóðlöndum og gerð liða, þ.e. hvort um fótgöngulið eða stór- skotalið er að ræða og samsvarar spænska orðinu „regimiento" eða latneska orðinu „regimentum“. Ofursti er yfirmaður eða æðsti maður herdeildar (þ.e. regimiento). Að kalla út „heila herdeild" til að lyfta einu líki, þótt blýþungt sé, upp á handvagn getur naumast flokkast undir fyrir- myndar her- eða verkstjórn og manni er spurn, hvernig svo fjöl- mennt lið gæti með nokkru fram- kvæmanlegu móti komizt að einu litlu líki, jafnvel þótt miðað sé við minnsta hugsanlegan liðsfjölda herdeildar, þ.e. 800 manna lið. Að endingu langar mig og til að segja þetta. Því miður er orðið um seinan að forða Cervantes frá því að lenda í höndunum á þessum glannalega þýðanda. Mál og menning auglýsir „Hundrað ára einsemd" í „snjallri" þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Svartur blettur á Listahátíð ’83 Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Liv*'.háiíð í Kcykjavik-Kvikmynda hátíA 1983. Mynd Gérard Guérin „Douce enquéte sur la » iolence“ Gérard Guérin skrifar einnig handrit ásamt Jacques Leduc. Kvikmyndataka: Francois (’atonne Tónlist: Albert Marcocur. Ég veit ekki hvort tilviljun ræður því að að minnsta kosti þrjár kvikmyndir á listahátíð ’83 fjalla um starfsemi hryðju- verkamanna á vesturlöndum; Hér er átt við myndina „Drepið Birgitt Haas“ sem Laurent Heyneman stýrir, „Blóðbönd eða Þýsku systurnar" sem Margar- ethe von Trotta ber ábyrgð á og loks sú mynd sem nú skal athug- uð og nefnist á frummálinu „Douce enquéte sur la violence" sem útleggst í prógrammi „Var- færin úttekt á ofbeldi". Leik- stjóri síðasttöldu myndarinnar ber nafnið Gérard Guérin. Það er svo sem ágætt að velja sam- stæðar myndir á kvikmyndahá- tíðir — myndir sem fjalla um ákveðna atburði sem eru á oddinum þá og þá stundina, eða er leikstýrt af samstæðum hópi leikstjóra. En ekki má gleymast að hvert einstakt kvikmynda- verk innan samstæðunnar verð- ur að standa fyrri sínu. Ég get ómögulega fallist á þá skilgreiningu Ornólfs Árnasonar listahátíðarforstjóra að sérhver mynd á Listahátíð ’83 sé valin að fengnu áliti sérfróðra manna, því það sér hver maður með meðalbrjóstvit að mynd Gérard Guérin „Nærfærin úttekt á ofbeldi" á hvergi heima nema í öskutunnunni. Mynd Guérin er ætlað að draga fram hliðstæður í samfélaginu við þær aðstæður sem fórnarlamb hryðjuverka- manna býr við. Þannig er mynd- auganu ýmist beint að súperfor- stjóránum Ash sem býr við held- ur þröngan kost í búri hryðju- verkamanna eða að ýmsum hversdagspersónum svo sem gamalli konu sem verður að yfir- gefa hús sitt vegna deiliskipu- lags, ungrar stúlku sem neyðist Michaél Lonsdale sem Mr. Ash. til að spila á píanó meðan mamman kyrjar ættjarðarlög tímunum saman, þá að apa sem hefur verið sviptur efsta hluta hauskúpunnar í þágu læknavís- indanna. Beitt er kvikri mynda- töku og persónurnar — Ash jafnt sem hinar hversdagslegri, tala beint í myndaugað. Þannig er greinilega ætlunin að áhorf- andinn upplifi raunir hversdags- persónanna á nákvæmlega sama hátt og hann upplifir raunir Herra Ash. Munurinn er bara sá að Herra Ash er gerður heldur óyndislegur, jafnvel ógeðfelldur en mildu ljósi er brugðið yfir hversdagspersónurnar og einnig á hryðjuverkamennina. Það er því greinilegt hvert Gérard Guérin stefnir mað þessum frá- sagnarhætti. Hann er auðvitað að benda á að hin raunverulegu hryðjuverk séu framin af Ash og Co. Þetta verður enn ljósara þeg- ar haft er í huga að það er bygg- ingarfyrirtæki herra Ash sem ryður húsi gömlu konunnar úr vegi, að unga stúlkan er ekki að- eins fangi söngelskrar móður sinnar heldur og starfsmaður Herra Ash og ekki nóg með það, apann er að finna á rannsókn- arstofu Ash-samsteypunnar. Ash kúgar sum sé þessar hvers- dagspersónur blessaðir hryðju- verkamennirnir eru bara að benda á þá staðreynd. En gleymir ekki Gérard Guér- in því að Herra Ash er fangi að- stæðnanna ekki síður en hvers- dagspersónurnar. Stjórnendur stórfyrirtækja líkt og stjórnend- ur þjóðfélaga eru hluti efna- hagskerfis sem spannar jarðar- kúluna. Ákvarðanir þeirra mótast af aðstæðum hverju sinni líkt og líf þess fólks sem neðar stendur í þjóðfélaginu. Af hverju er þeim þá stillt upp við vegg af hryðjuverkamönnum en ekki ungu stúlkunni sem áður gat um — einfaldlega vegna þess að þeir bera ábyrgð. En ber ekki unga stúlkan líka ábyrgð? Auð- vitað er hún samábyrg Herra Ash frá þeirru stundu sem hún gengur í þjónustu hans. Guérin og félagar virðast ekki sjá þessi tengsl sem eru milli hins hæsta og lægsta í þjóðfélaginu þess vegna taka þeir málstað hins ábyrgðarlausa, hryðjuverka- mannsins. Hryðjuverkamaðurinn hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin mati. Hann telur sannað hverjir beri ábyrgð á óförum fjöldans og vegna þess að hann sjálfur stendur í seilingarfjarlægð frá hinu ógeðfellda gangverki er hann ætíð flekklaus þó svo að hann hafi mannslíf á samvisk- unni. Hann er bara að hreinsa til svo hinir kúguðu megi ná rétti sínum. Sá er í það minnsta boðskapur Gérard Guérin í „Douche enqu- éte sur la violence" og þess vegna á mynd hans ekki erindi á hvíta tjaldið. Það er raunar óþolandi að talsmenn hryðjuverkamanna leiki lausum hala hvað þá að þeir fái að birta stjónarmið sín á listahátíðum. Þar að auki er þessi mynd Gérard Guérin hundleiðinleg en slíkt virðist ekki skipta máli þegar ráðgjafar Örnólfs Árnasonar listahátíð- arforstjóra eiga í hlut — einhver í þeim herbúðum tekur greini- lega málstaðinn fram yfir skemmtigildið. Hvað ætli bless- að fólkið myndi gera ef hingað bærist lymskuleg áróðursmynd frá Ku Klux Klan — ætli þá yrði gefið grænt lj'os eða rautt?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.