Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 27 Eiríkur Ásmundsson kaupmaður Minning Fæddur 20. maí 1923 Dáinn 30. janúar 1983 Það er ekki of djúpt í árinni tek- ið að líkja lífinu hér á jörðinni við sviptingar þær sem íslensk nátt- úruöfl og veðurfar hafa oft á tíð- um sýnt okkur íbúum þessa lands. Sumir hafa nú síðustu daga verið kallaðir burt úr þessum heimi af óblíðum náttúruhamförum, aðrir hafa fyrr en varði gengið sína lífsbraut á enda. Ekki hefði mig grunað, að samtal okkar Eiríks um daginn yrði það síðasta sem okkur færi á milli í þessu jarðlífi. Ég átti því láni að fagna að kynnast Eiríki fyrir allmörgum árum og hafa þau kynni varað og eflst, einkum hin síðari ár. Minn- ist ég með ánægju okkar samveru- stunda bæði hér heima og á ferða- lögum erlendis. Öll okkar sam- skipti hafa einkennst af glaðværð og gagnkvæmri vináttu. Eiríkur var ávallt uppörvandi og aldrei gat maður verið í svo vondu skapi, að honum tækist ekki með glettni og gríni að koma manni í gott skap. Mér er sérstaklega minnis- stæð hópferð sem við báðir tókum þátt í til Englands fyrir nokkrum árum og öllum sem þátt tóku í þessari ferð er enn í fersku minni kátínan og glaðværðin sem Eiríki fylgdi og ég veit að ég get þakkað fyrir hönd hópsins þessa samveru, alveg sérstaklega. Eiríkur átti og rak til dauða- dags Bifreiðaþjónustuna í Nes- kaupstað, sem hann hafði byggt upp á ný eftir algjöra eyðileggingu þess fyrirtækis í snjóflóðunum sem í Neskaupstað féllu (1974). Ég fyllist ávallt aðdáun er ég hugsa til þeirrar einurðar og stefnufestu sem Eiríkur hafði til að bera og ber áðurnefnd enduruppbygging þess gleggst vitni. Það var langt því frá að skoðan- ir okkar Eiríks færu saman í öll- um tilfellum, sérstaklega í byggðastefnu og stjórnmálum og öll sú umræða einkenndist af stefnufestu hans og einlægni. Ávallt var þó hiti þessara um- ræðna aðeins til þess að auka skilning okkar í milli, skerpa kærleikann og treysta vináttuna. Ég ætla að eftirláta þeim sem betur þekkja ættartengsl Eiriks að rekja ættartölu hans en hann var fæddur í Neskaupstað. Eftir- lifandi kona hans er Ingveldur Stefánsdóttir og varð þeim átta barna auðið, eignuðust þrjá syni og fimm dætur. Ég og kona mín færum þér og fjölskyldu þinni, Inga mín, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir þá ánægjulegu samfundi sem við höf- um átt með ykkur Eiríki. Hjörtur Benediktsson Eiríkur í Skuld er dáinn. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað eftir hálfsmánaðar legu 30. janúar sl. aðeins 59 ára að aldri. Eiríkur Ásmundsson, sem alltaf var kenndur við Skuld var fæddur á Norðfirði 20. maí 1923. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Eiríksdóttir og Ásmundur Guð- mundsson. Var Eiríkur næst yngstur 5 systkina. Ásmundur og Sigurbjörg bjuggu í litlu húsi, sem hét Skuld og var innarlega í bæn- um eða milli Strandarhúss og Hruna. Ásmundur stundaði sjóinn og átti litla trillu. í kringum Skuld var lítill túnblettur og voru skepn- ur hafðar til þess að hjálpa til við framfærslu heimilisins. Ég átti heima inni á strönd f æsku og fannst manni Skuld vera ansi inn- arlega. Höfðu menn miklar áhyggjur af aurhlaupunum, sem komu í Skuldarlækinn og gengu yfir túnið og nærri húsinu. Það hafði ekki áhrif á búsetu foreldra Eiríks og þar komu þeir upp börn- um sínum. Hvarflaði það sjálfsagt aldrei að þeim, fremur en okkur, sem bjuggu á ströndinni að litla íbúðarhúsið að Skuld yrðu grimm- um örlögum að bráð. Ásmundur var duglegur að sækja sjóinn og tók hann talsverðan þátt í sam- tökum útgerðarmanna, var m.a. í stjórn Samvinnufélags útgerð- armanna í 6 ár. Eiríkur fór snemma að stunda sjóinn með föður sínum ásamt yngri bróðurnum Stefáni. Enda urðu þeir báðir sjómenn og út- gerðarmenn. Það var langt fyrir börnin í Skuld að ganga í barnaskólann lengst út á Nes. Oft var mikill snjór og misjöfn veður. Þá voru ekki skólabílar eins og nú. Eiríkur Ásmundsson var mesti fjörkálfur í æsku og góður náms- maður. En hann átti ekki kost á að stunda lengra nám en í Gagn- fræðaskólanum í Neskaupstað. 25 ára gamall tók hann vélstjórapróf og var alltaf vélstjóri meðan hann stundaði sjóinn. Fyrstu 2 árin var hann vélstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins á Skjaldbreið og Herðu- breið. Síðan var hann vélstjóri og jafnframt útgerðarmaður á ms. Reyni, sem þeir bræður áttu en Stefán var skipstjóri. Hættu þeir útgerð 1962. Eiríkur kvæntist 1. júlí 1950 Ingveldi Stefánsdóttur frá Hrís- um í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Bjuggu þau allan sinn búskap í Neskaupstað nema 1955—1957 á Grundarfirði. En 1957 keyptu þau íbúðarhúsið að Bjargi og áttu þar heima upp frá því. Ingveldur og Eiríkur eignuðust 8 börn. Stefán, kvæntur Maríu Lovísu Kjartansdóttur og er hann búsett- ur á Réyðarfirði. Ásmundur, kvæntur Helgu Sigurðardóttur. Sigurbjörg, gift Ómari Sigurðar- syni. Kristín, gift Rúnari Jóni Árnasyni. Öll búsett í Neskaup- stað. Lilja, gift Jóhan Christian- sen í Reykjavík. Unnur, gift Valdemar Aðalsteinssyni. Berg- lind, gift Atla Aðalsteinssyni. Eru þær búsettar á Eskifirði. Halldór, 18 ára, í foreldrahúsum. Þegar Eiríkur hætti útgerð stofnsetti hann fljótlega Bifreiða- þjónustuna, sem hann átti og rak til hinstu stundar. Reisti hann myndarlegt hús á lóð Skuldar og setti upp hjólbarðaverkstæði og margskonar þjónustu við bíla og verslun með varahluti o.fl. I snjóflóðunum 20. desember 1974 missti Eiríkur húsið ásamt áhöld- um og vörubirgðum. Einnig tók snjóflóðið gamla íbúðarhúsið Skuld. Var þetta mikið áfall fyrir Eirík. Ekki þotti ráðlegt að reisa verkstæðishúsið á gömlu lóðinni. Byggði Eiríkur síðan nýtt og stærra verkstæðis- og verslunar- hús í Vindheimi. Var það fjær bænum og því ekki eins miklir möguleikar að versla þar. Veitti Bifreiðaþjónustan áfram fyrir- greiðslu við bíla og tók fleiri vöru- tegundir til sölu. Eiríkur Ásmundsson var ósér- hlífinn og duglegur enda þurfti að halda á spöðunum til þess að sjá farborða stóru heimili, en það var heimilið að Bjargi alla tíð. Sá sem rak útgerð þurfti stundum að taka á heimili sín sjómenn. Það var mikið lífsstarf að' koma upp 8 börnum. Slíkt kom ekki síður í hlut Ingveldar eiginkonu Eiríks. Þegar heimilisfaðirinn er fjarri heimilinu úti á sjó eða á vertíð, eykst starf eiginkonunnar. Það var hamingja Eiríks að hann átti góða konu, sem alltaf var heima til að sjá um börnin og heimilið. En það fór ekki fram hjá manni, þótt maður þekkti ekki til á heim- ilinu, að þessi myndarlegi barna- hópur, sem kom á vinnumarkað- inn í Fiskvinnslustöð Sún hafði ástúð foreldranna. Eiríkur Ásmundsson var áhuga- maður um þjóðmál og hagsmuna- mál útgerðar. Hann var í stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna frá 1962 til dauðadags. Á tímabili tók hann nokkurn þátt í bæjar- málum og var m.a. í skipulags- nefnd bæjarins og á lista hjá Al- þýðubandalaginu til bæjarstjórn- ar. Hin síðari ár ferðaðist Eiríkur nokkrum sinnum til útlanda, eink- um til Bretlands og dvaldi í sumarleyfi á eyjunni Mön. Hann talaði vel ensku og hafði mikla ánægju af að fara þessar ferðir og kynnast landi og þjóð. Sagði Eiríkur ágætlega frá og var fróður um þá staði sem hann ferðaðist til. Eiríkur Ásmundsson var fædd- ur á Norðfirði, ólst hér upp og bjó næstum alla ævi. Hann var ham- ingjusamur í einkalífi, ágætur heimilisfaðir og kom upp stórum barnahóp. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn í sínu starfi. Eirík- ur í Skuld var einn þeirra Norð- firðinga sem flestir bæjarbúar þekktu og setti hann sinn svip á bæinn. Hann gekk ekki heill til skógar síðari ár og er fallinn frá um aldur fram. Ég kveð Eirík með söknuði og vottum við hjónin eiginkonu hans og börnum innilega samúð. Jóhannes Stefánsson Gissur Friðbertsson Súgandafirði Minning Fæddur 13. júní 1907 Dáinn 27. janúar 1983 í dag fer fram útför Gissurs Friðbertssonar frá Suðureyri við Súgandafjörð. Gissur var fæddur á Suðureyri 13. júní 1907, sonur hjónanna Elínar Þorbjarnardótt- ur og Friðberts Guðmundssonar, hreppstjóra. Fyrstu minningar mínar um Gissur tengjast m.b. Freyju IS, þar sem hann var stýrimaður hjá Gísla Guðmundssyni, skipstjóra, sem var giftur Þorbjörgu sytur hans. Gísli Iést á síðasta ári. Man ég vel hversu miklir menn þeir Gissur og Gísli voru í mínum aug- um. Síðar fer hann í land og gerist verkstjóri hjá föður sínum við saltfisk- og harðfiskverkun. Þóttu vinnubrögð hans þar sérstaklega til fyrirmyndar og unnu undir hans stjórn margir ungir menn og konur. Nutu þau góðs af tilsögn hans og búa að því sem Gissur miðlaði þeim. Þegar faðir hans deyr kaupir Gissur ásamt bræðrum sínum Ólafi, Friðberti og Páli fyrirtækið. Uppúr því stofnuðu þeir Fisk- iðjuna Freyju hf. sem var og er burðarás atvinnulífsins á Suður- eyri. 1933 gekk Gissur að eiga Indí- önu Eyjólfsdóttur (Jönu), sem alla tíð hefur búið honum og fjölskyldu hans gott heimili. Þau eignuðust 2 börn, Ölaf Eyjólf, en hann dó ung- ur og Kristínu Steinunni, sem býr á Suðureyri ásamt manni sínum Halldóri Bernódussyni og börnum. Á heimili Gissurs og Jönu hefur alltaf verið gott að koma. Þar kom vel fram hversu góður fjölskyldu- faðir Gissur var. Ég og fjölskylda mín eigum sérstaklega góðar minningar um notalegar móttökur þeirrra á undanförnum árum. Þar hafa börnin notið sérstakrar gestrisni og hafa þau fundið vel að þau eru ætíð velkomin. í góðra vina hópi var Gissur hrókur alls fagnaðar. Þar naut kímnigáfa hans sín vel. Gissur var ekki hrifinn af því að láta á sér bera. Hans takmark var æðra og meira. Átti ég oft því láni að fagna að vinna með honum. Dáðist ég að dugnaði hans og iðu- lega smitaði vinnugleði hans út frá sér, þannig að samstarfsfólk hans lagði sig enn frekar fram við störf sín. Nokkur veikindi átti Gissur við að stríða. Hann var þó ekki sá maður sem kvartaði þótt hann fyndi til og að liggja heima í rúm- inu, þegar aðrir voru að vinna, var honum síst að skapi. Það eru margar ljúfar minn- ingar sem ég á um Gissur og margt gott hef ég lært af honum. Ég og fjölskydla mín eigum eftir að sakna hans, en eftir lifir minn- ing um góðan dreng. Jönu, Stínu og fjölskyldu sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. — Hafi Gissur þökk fyrir allt. Fridbert Pálsson. Gissur Friðbertsson á Suðureyri er dáinn. Þegar ég var unglingur að aiast upp fyrir vestan voru þar tveir móðurbræður mínir sem ég hafði mikið dálæti á. Það voru þeir Ólafur Friðbertsson og Giss- ur bróðir hans. Dálæti mitt fólst í því að mér fannst þeir bókstaflega hetjur. Þeir voru báðir sjómenn, Ólafur skipstjóri og Gissur lengi stýrimaður hjá honum. Skipið sem þeir voru á var mb. Freyja og var gert út af föður þeirra, Friðberti Guðmundssyni. Ólafur er látinn fyrir nokkrum árum. Þeir bræður voru á flestan hátt afar ólíkir. Ólafur var fremur hægfara við vinnu en fádæma seigur og harð- ger. Gissur var hamhleypa til allra verka, ósérhlífinn og harð- fylginn. Ég man það hvað ég braut oft heilann um hvernig stæði á því, að Gissur væri ekki skipstjóri því mér fannst hann ætíð skip- stjóraefni. Eftir að Gissur hætti sjómennsku varð hann verkstjóri hjá föður sínum við fiskverkun og útgerð. Það var sama hvaða verkefni honum var falið, allt leysti hann af hendi með miklum dugnaði og samviskusemi. Gissur var hljóð- látur maður og bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Trygglyndur var hann og vinafastur. Hann átti oft við veikindi að stríða og var margsinnis skorinn upp við maga- sári. Þó að maður sæi að hann væri sárþjáður viðurkenndi hann aldrei annað en að hann væri stálsleginn og að ekkert væri að sér. Mér er mjög minnisstætt hvað foreldrar mínir báru hlýjan hug til Gissurs og dáðu hann fyrir drengskap hans og dugnað. Þann 4. júní 1952 misstu þau hjónin Gissur og Jana son sinn af slysförum. Ég man hvaða karl- mennsku Gissur sýndi þá, en ef- laust hafa átt sér stað mikil átök í huga hans og tilfinningalífi þó hann bæri það ekki utan á sér. Nú fer mjög fækkandi þeim máttarstólpum, sem sóttu sjó á sjómannsárum Gissurs og stóðu undir atvinnu og uppbyggingu Suðureyrar á þessum árum, og má fullyrða að Súgandafjörður verður aldrei sá sem hann var, með tilliti til allra þessara dugmiklu og harðgerðu manna, sem nú eru horfnir sjónum okkar. Ég kveð kæran frænda minn með söknuði og þakklæti fyrir alla góðvild og tryggð við mig og fjöl- skyldu mína. Hvíl í friði. Jóhannes Gíslason í dag kveð ég kæran vin, Gissur Friðbertsson frá Súgandafirði. Margt á ég þeim heiðurshjónum að þakka Gissuri og Indiönu Eyj- ólfsdóttur. Ungur að árum kom ég til þeirra til sumardvalar og dvaldi ég þar í fjögur sumur. Frá Súgandafirði á ég mjög ljúfar minningar frá þessum árum en þar býr mikið ágætis fólk. Ég undi mér þar vel við leik og störf undir handleiðslu Jönu og Gissurs. Ég þakka þeim hjónum af heilum hug þessi löngu liðnu ár og tryggð þeirra við mig og mína fjölskyldu fyrr og síðar. Að eðlisfari var Gissur hægur maður, mjög traust- ur, samviskusamur og heiðarleg- ur. Hann bar ekki tilfinningar sín- ar á torg. Ekki var hann alltaf heilsuhraustur maður en þau Jana og Gissur voru afar samhent hjón, og hjálpuðust að í blíðu og stríðu. Þau misstu einkason sinn Ólaf af slysförum, ungan að árum, var það þeim afar þung raun. Kristin dóttir þeirra býr á Súgandafirði gift Halldóri Bernódussyni og eiga þau fjögur mannvænleg börn. Með Gissuri er genginn mætur maður og að leiðarlokum sendi ég Jönu, Kristínu og fjölskyldu henn- ar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Mundi Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- oji minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miö- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð óg með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.