Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 - m? umwrrt rr«» ;,5ja&a tíLy drengur m'inn — ef éxj seldi þér hjóLaekauta. yr£i andi^jKro. a-P <klr\yggjury\. Drengur minn við verðum að gera svo margt í lífmu sem okkur mis- líkar en kysstu nú hana frænku! Ég gerðist sjómaður vegna þess hve leiður ég var orðin á máln- ingarvinnunni. HÖGNI HREKKVISI Af hverju gilda ekki sömu reglur hjá skipatryggingafélögunum? Dagný Jónsdóttir (1546— 5980) skrifar: „Velvakandi. Mér er spurn, hvort Eimskipafé- lagi íslands leyfist að svara fólki eftir því hvað kemur sér best fyrir félagið hverju sinni? Ég las grein í Morgunblaðinu 30. des. sl., um málsmeðferð á brunatjóni, þar sem búslóð brann inni í skála fé- lagsins. Þar segir m.a.: „Það sé meginregla, að réttarsambandi farmflytjanda og farmeiganda Ijúki er vörurnar séu komnar á áfangastað. Skipafélag beri ábyrgð á meðan á flutningi stend- ur — geymsluskylda hvíli ekki á félaginu." Hvernig gat þá félagið sagt við fólkið sem missti búslóð sína með Berglind í júlí ’81, að félagið bæri ekki ábyrgð á farmi þar um borð, hann væri algjörlega á ábyrgð eig- enda? Varan var þó ekki enn kom- in á áfangastað og hlaut því að vera á ábyrgð félagsins, ef marka má það sem sagt var í hinu tilvik- inu. í greininni segir ennfremur: „Samkvæmt 99. grein siglingalaga nr. 66/1963 ber farmflytjanda að bæta tjón á farmi, sem er í umsjá hans á skipi eða landi, nema ætla megi að hvorki hann né neinn maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu." Hvar hefur það komið fram, að Eimskip eigi ekki sök á þessu tjóni né beri ábyrgð á starfsmönnum sínum og skipi? Af hverju hefur ríkt svona mikil þögn um Berg- lindarmálið? Hvað kom fram fyrir sjóréttinum? Af hverju hefur al- menningur ekki fengið að berja það augum í dagblöðum? Það hafa verið blásin út minni mál en þetta er. Og það er stórmál fyrir það fólk sem missti aleigu sína. Það er erfitt að byrja algjörlega frá grunni við að koma sér upp nýrri búslóð og ekki léttbært að tapa þeim persónulegu munum sem aldrei verða bættir. Það er hins vegar lítið mál fyrir heilt skipafé- lag að bæta tjón eins og þarna átti sér stað, þar sem það hefur einnig baktryggingu. I greininni sem áður var nefnd segir að hvorki áfrýjandi sjálfur né nokkur af hans hálfu hafi feng- ið í hendur skilríki um flutn- ingsskilmála. Sama átti við um þá sem áttu búslóðina með Berglind. En hvernig má það vera, að ekki gildi sömu reglur hjá skipatrygg- ingafélögunum að því er varðar tjón, eins og sömu reglur gilda um tjón hjá bifreiðatryggingafélögun- um, eftir því sem ég veit best? Ríkisskip segist ekki bera ábyrgð á farmi í flutningum, nema því aðeins að hann hverfi í hafið, en Eimskip svarar því til, að félagið beri einungis ábyrgð á farmi, ef hann verði fyrir skemmdum, en ekki ef hann sökkvi á hafsbotn. Ef 99. grein siglingalaga nr. 66/1963 er í fullu gildi: Af hverju er þá ekki bætt það tjón sem eig- endur farms um borð í Berglind urðu fyrir? Ég hef hvergi séð það að Eimskip hafi verið lýst hvít- þvegið í þessu máli." Þessir hringdu . . . Hvað verður næst? 5745-3079 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ekki er það vansalaust fyrir Alþingi Íslendinga að samþykkja hvalveiðibannið og þora ekki að taka efnahagsafleiðingum af því að mótmæla. Er íslenska þjóðin að úrkynjast? Er sá manndómur sem fleytti þjóðinni yfir harðindi og mannfelli sökum elds og ísa að hverfa? Er gegndarlaus eyðsla, sællífi og óregla að svipta þjóðina allri sjálfsvirðingu? Hvað verður næst? Skyldi landinu verða kippt undan löppunum á okkur? Allt of seint á dagskránni 4192-7828 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að koma því að hjá ykkur í dálkunum, hvað mér finnst ágætum dagskrárliðum í sjónvarpi og útvarpi vera valinn staður allt of seint á kvöldin. Mér koma í hug þættirnir hans Ásgeirs Hannesar Éiríkssonar og Kvöld- gestir Jónasar Jónassonar, og þættir eins og Á hraðbergi og Kastljós, þar sem fjallað er um málefni sem varða alla þjóðina. Hverjum er verið að þóknast með því að draga útsendingu þessara þátta langt fram eftir kvöldi? Mætti nú t.d. ekki hafa Skonrokk seinna á dagskránni (eða fyrir kl. 20.00) og afgreiða fyrst það sem að öllutn snýr? Passíusálmalesturinn er skýrt dæmi um það sem ég er að tala um. Hverjir hlusta á þenn- an dagskrárlið? Að langmestum hluta er það gamalt fólk, er óhætt að fullyrða. Er þá ekki furðulegt að draga lesturinn til klukkan að ganga ellefu á kvöldin og útiloka þannig stóran hóp þeirra hlust- enda, sem svo gjarnan vildu vera með? Loks langar mig til að taka undir með þeim sem farið hafa fram á að þátturinn hans Jónasar með forseta íslands, sem útvarpað var á jóladagskvöld, verði endur- tekinn. Það fóru margir á mis við hann vegna tímans sem valinn var til útsendingarinnar. Hvað þurfum við að bíða lengi? Ibúi í Hraunsholti vestan Hafn- arfjarðarvegar hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar ég las Mbl. í morgun (fimmtudag) sá ég m.a. frétt um slys sem varð á Hafnarfjarðarveg- in’um. Mér fannst nú ekki rétt að kalla þetta frétt úr Hafnarfirði, af því að atburðurinn varð í Garða- bæ. Þar sem ég bý vestan Hafnar- fjarðarvegarins.á Hraunsholtinu í Garðabæ, langaði mig til að bera fram fyrirspurn til réttra aðila. Þarna er mjög óvægin umferð í gegnum miðjan bæinn og ekki langt frá slysstaðnum er búið að setja upp staura fyrir gönguljós. Ennfremur eru gönguljós við Álftanesveginn sem ekki hafa ver- ið tekin í notkun. Og þá kemur spurningin: Hvað skyldi vera langt í það, að þessi ljós verði tengd? Víst þarf að fara að fyllstu gát, þótt ljós séu komin, en ólíkt meira öryggi er að því að hafa þau en ekki. Við verðum að sækja svo til alla þjónustu austur yfir þetta mikla umferðarfljót og börnin okkar eiga vini báðum megin veg- arins. Hættan vofir því sífellt yfir og það má segja að við bíðum í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.