Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 Áttræður: Gunnlaugur E. Briem fyrrv. ráðuneytisstjóri I nýútkominni bók, Æviminn- ingum Kristjáns Sveinssonar, augnlæknis, segir svo frá þá er Kristján fluttist barn að aldri með foreldrum sínum á skipi frá Sauð- árkróki: „Ég man eftir tveimur krökkum um borð, strák og stelpu á líkum aldri og ég. Þetta voru börn Egg- erts Briem, sem verið hafði sýslu- maður Skagfirðinga, en var nú að flytjast alfarinn til Reykjavíkur. Hannes Hafstein, þjóðskáldið góða og glæsimennið mikla, var orðinn fyrsti ráðherra Islands og hafði fengið Eggert Briem til að taka að sér embætti í ráðuneyti. Jæja, mörgum árum seinna, þegar ég er kominn í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík, þá er þessi sami strákur í bekk með mér. Þetta var Gunnlaugur minn Briem, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri. Með okkur tókst ævilöng vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Hann er einn besti mað- ur sem ég hef fyrir hitt á lífsleið- inni.“ Strákurinn sem þarna lét úr höfn með foreldrum sínum, Egg- ert 0. Briem og Guðrúnu Jóns- dóttur, prófasts á Auðkúlu, er í dag áttatíu ára. Faðir hans átti merkan og far- sælan starfsferil sem embættis- maður, fyrst sem sýslumaður í Norður-Múlasýslu og Skagafjarð- arsýslu, síðar sem skrifstofustjóri í fjármála-, dóms og kirkjumála- skrifstofum Stjórnarráðsins. Síð- ast á starfsferli sínum gegndi Eggert um sextán ára skeið starfi hæstaréttardómara. Heimili Eggerts Ó. Briem, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, stóð við Tjörnina í Reykjavík, og í sama húsi stendur heimili sonar hans, Gunnlaugs E. Briem, enn í dag. Það var ekki langur vegur fyrir Gunnlaug að sækja barnaskólann handan Tjarnarinnar, síðar Menntaskólann og síðast Háskól- ann, sem var þá í húsakynnum Al- þingis. Skólanámi skilaði hann með ágætum og lagaprófi lauk hann með hárri fyrstu einkunn vorið 1927. Það sama ár hófst embættisferill hans í Stjórnarráð- inu, sem var langur og giftudrjúg- ur, en hann stóð allt til þess að Gunnlaugur lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1973 og átti þá að baki lengstan starfsferil allra í Stjórnarráði íslands, 46 ár. Gunnlaugur E. Briem starfaði fyrst sem aðstoðarmaður, síðar sem fulltrúi í atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytinu, en lengst sem ráðuneytisstjóri atvinnu- málaráðuneytisins. Skipting ráðu- neyta var fyrri hluta starfsferils Gunnlaugs ekki svo margþætt sem hún nú er. Þannig hafði atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið á þeim árum nánast með öll mál að gera, sem Stjórnarráðið fjallaði um, önnur en dómsmál, kirkjumál, kennslumál og fjármál. Gunnlaugur var skipaður ráðu- neytisstjóri í atvinnumálaráðu- neytinu árið 1947. Atvinnumála- ráðuneytið fór þá með landbúnað- armál, sjávarútvegsmál, iðnaðar- og orkumál. Hélst sú skipan til ársins 1969, að þrjú ráðuneyti voru stofnuð í stað atvinnumála- ráðuneytisins, — iðnaðarráðu- neyti, landbúnaðaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Gunnlaugur átti langa og gæfu- ríka samvinnu með þeim mönnum, sem fremstir voru í stofnunum og félagssamtökum sem fóru með málefni og gættu hagsmuna á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, orkumála og landbúnaðarmála. Viðfangsefni Gunnlaugs hlutu að verða af ýmsum toga spunnin, þar sem ráðuneyti hans fór með svo marga og ólíka málaflokka. Hann var, svo dæmi séu nefnd, í framvarðarsveit þeirra embætt- ismanna sem unnu að útfærslu landhelgi Islands í 12 mílur, sem var mikið gæfuspor og auðveldaði okkur að stíga stærri skref síðar til þess áfanga, sem ísland hefur nú náð. Hann vann að og lauk með ráð- herra samningagerð við Titanfé- lagið norska um kaup á vatnsrétt- indum í Þjórsá. Þau höfðu verið seld félaginu á þeim tíma, þegar Einar Benediktsson skáld vann að undirbúningi stóriðjufram- kvæmda á Islandi. Þegar ný skipan var ákveðin á skiptingu verkefna milli ráðu- neyta árið 1969, valdi Gunnlaugur að veita landbúnaðarráðuneytinu forystu. Hann átti alla tíð náið samstarf við forystumenn land- búnaðarins og lagði jafnan góðum málum á þeim vettvangi lið, en mest mun hafa glatt hann að stuðla að málefnum skógræktar. Sjálfur á hann sinn helgilund, þar sem hann leitaði friðar og hvíldar frá annasömu starfi, hlúði að gróðri og vakti nýtt gróðurlíf. Þetta viðfangsefni hefur veitt honum og Þóru konu hans enn meiri gleði og lífsfyllingu, eftir að hann losnaði undan krefjandi skyldum embættismannsins. Langt er síðan Skógræktarfélag íslands heiðraði Gunnlaug E. Bri- em fyrir störf hans að skógrækt- armálum og gerði hann að heið- ursfélaga. Á starfsferli sínum mun Gunn- laugur hafa unnið með og fyrir 33 ráðherra. Þegar hann kvaddi Stjórnarráðið, gat hann glaðst yf- ir því að hafa átt vinsamleg sam- skipti við þá alla og hann átti ekki að ófyrirsynju traust þeirra, því dómgreind hans var örugg, þekk- ing og reynsla víðtæk. Sjálfur tel- ur Gunnlaugur að litríkustu stjórnmálamenn, sem hann vann með, hafi verið Hermann Jónas- son, Lúðvík Jósefsson og Ólafur Thors. Hann öðlaðist virðingu og vináttu þeirra allra og naut óskor- aðs trausts þeirra í störfum sín- um. Það segir mikið um manninn. Við, sem með Gunnlaugi höfum unnið, eigum minninga'r um frá- bæran starfsfélaga og mannkosta- mann. Víst gustaði stundum af honum við stjórnsýslustörf. Hann var fljótur að finna kjarna máls, skjótur til ákvarðana, þegar þurfti og fylgdi fast eftir, og þeim sem með honum unnu, var þá eins gott að vinna að vilja hans. En góðsem- in og glaðværðin í fari hans var samt vafalaust sá eiginleiki, sem mest knúði samstarfsmenn hans til þess að ljúka verki sínu þannig að hann væri því sáttur. Gunnlaugur fékk að sjálfsögðu á löngum starfsferli marga unga menn til starfa há sér. Alla studdi hann og leiðbeindi af reynslu sinni og þekkingu og lét landstjórnar- menn vita, þegar hann taldi þá færa um að takast á við aukin verkefni og vandmeðfarin á ber- angri stjórnsýslunnar. Oftast var farið að tillögum hans í þeim efn- um. Gunnlaugur starfaði að mörg- um verkefnum umfram þau sem hann fékkst við í ráðuneyti Sínu. Þannig var hann dómari í Félags- dómi í 36 ár. Hann starfaði marg- sinnis í sáttanefndum í erfiðum kjaradeilum. I yfirmatsnefnd um lax- og silungsveiði hefur hann starfað frá árinu 1941 og til þessa dags. Hann hefur starfað í fjölda- mörgum nefndum og fengist þar við hin margvíslegustu viðfangs- efni, eins og vænta má, og eru ekki tök til að telja þau upp í stuttri afmæliskveðju. Gunnlaugur starf- aði m.a. í mörgum nefndum við undirbúning lagafrumvarpa um landbúnaðarmál og má þar nefna lög um Stofnlánadeild landbúnað- arins, lög um Lífeyrissjóð bænda, lög um lax- og silungsveiði, lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, svo nokkuð sé talið. Gunnlaugur kvæntist árið 1930 Þóru Garðarsdóttur Gíslasonar stórkaupmanns í Reykjavík. Þóra hefur af árvekni og umhyggju staðið við hlið bónda síns í störf- um hans og verið honum þess utan ástríkur félagi. Þau eignuðust þrjú börn: Guðrúnu, húsmóður og hjúkrunarkonu, gift Þráni Þór- hallssyni, Eggert Þóri, lækni, lát- inn 3. febr. sl., kvæntur Halldóru Kristjánsdóttur, tiarðar, tækni- fræðing, kvæntur Hrafnhildi Egilsdóttur. Barnabörn þeirra eru ellefu. Gunnlaugur er vinamargur og tryggur vinur. Hann er höfðingi, glaður á góðri stund, það bæði heyrist og sést fljótt hvar Gunn- laugur er, þó í mannmergð sé. Hvítur fyrir hærum, sleginn harmi vegna sonarmissis, heldur hann reisn sinni. Þeir sem fagna því að hafa eign- ast Gunnlaug E. Briem að vini, geta án vafa sagt það sama og heiðursborgari Reykjavíkur, Kristján Sveinsson, að hann sé einn besti maður, sem þeir hafi hitt á lífsleiðinni. Á vori lífsins bar Gunnlaug að bökkum Tjarnarinnar í Reykjavík. Aldinn situr hann þar enn. Hvergi skynjar maður vorið fyrr en þar. Megi það líf, sem vorið og ástin vekur, gleðja hjarta hans svo lengi dagur lifir. Sveinbjörn Dagfinnson Af fjölskylduástæðum verður Gunnlaugur og kona hans ekki heima í dag. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYtiLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aöra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. 17 HAND MEIVIIMTA 27644 v IISLAIUDS TEIKNUN MA’LUN SKRAUTSKRIFT B’OTASAUMUR BARNANAMSKEIÐ FAIÐ KYNNINGARRIT HEIMANÁM 2 76 44 > o <D co "O vrnnsia Ný þjónusta Við vélritum aðeins einu sinni, leiðréttum síðan, breytum og baetum við á tölvuskermi. Þá tekur við sjálfvirk hreinritun og Qölföldun frumrita ef óskað er, -allt afgreitt á smekklegu hefðbundnu vélritunar- Ietri. Pappírsstærð allt að A-3. Þú sparar tíma, kostnað og fVrirhöfn við: • Almenna vélritun • Skýrslur, ræður, erindi • Ársskýrslur • Dreifibréf (Qöldaframleidd) • Fjárhagsáætlanir •Gíróseðla •Bækur, blöð, ritgerðir •Nafnalista, umslagamerkingar o.fl. o.fl. o.fl. Við vinnum eftir handritum eða innsendum diktafón-snældum, tökum texta upp úr síma inn á snældur og spörum þér sporin eftir fremsta megni. Og auðvitað býr tölvan yfir minni sem gerir okkur kleift að endurtaka verkið þegar þörf krefur. Ritvinnslan hf. Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík S: 25490 Notaöir í sérf lokki Skoda 120 L árgerö 1980, ekinn 37 þús. km. og þaö þykir nú lítiö í veröbólgunni. AUN4M. DBYPGÐ Dodge Ramcharger SE árgerö 1978, ekinn aðeins 54. þús. km. Serlega glæsilegur og velbúinn jeppi meö fjölda aukahluta. Ég nenni ekki aö telja þá upp, komdu bara og sjáöu. Skoda 120 L árgerö 1982, ekinn 14 þús. km. Nú það er lítiö meira aö segja nema hann er sem nýr. SK0DA £Zfáb®eme€>' Opiö í dag kl. 1-5. VW1200 árgerö 1973. Hann er hörmulega Ijót- ur greyið, en kramiö er gott og hann fæst fyrir lítið. Skoda 120 L árgerð 1977, ekinn aðeins 51 þús. km. Vinyltoppur, aukaljós o.fl. JÖFUR HF. Nybylavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.