Morgunblaðið - 05.02.1983, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.02.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 37 Ársrit Skógrækt- arfélagsins 1982 Áhugamadur um skógrækt skrif- ar: Velvakandi! Nýlega barst mér í hendur árs- rit Skógræktarfélags Íslands fyrir árið 1982, glæsilegt rit sem ég vil hvetja alla, sem áhuga hafa á skógrækt, til að lesa. Tvær greinar í ritinu skera sig þó algerlega úr sökum nákvæmni á öllum sviðum. Fyrst og fremst vil ég nefna grein Jóns Gunnars Ottóssonar sem hann nefnir Skordýrin og birkið. Þessi grein er ágætt dæmi um nákvæmni í frásögn og vísinda- lega meðferð efnis. Getið er ævin- lega vísindaheitis skordýra og æviskeið þeirra rakið með mikilli nákvæmni. Heimildaskrá sem fylgir er framúrskarandi vel unn- in og höfunda getið. Að síðustu er ofvæni eftir ljósum. Hvað þurfum við að bíða lengi? Fyrirspurn til veiðistjóra I.S. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að bera fram fyrirspurn til veiðistjóra varðandi tófuveiðar. Ég veit til þess að tóf- ur eru eltar uppi á snjósleðum og skotnar. Ég er veiðimaður á marga hluti, en mér finnst þetta leiðinleg veiðiaðferð, að ekki sé meira sagt. Spurningin er: Er heimilt að veiða dýrið með þessum hætti? Borgar veiðistjóri sömu verðlaun fyrir dýr sem veitt er á fyrrgreindan hátt og dýr sem skotið er við æti? Músík í tíma og ótíma í talmálsþáttum S.H. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: ' — Ég sé ástæðu til að kvarta yfir því, að stjórnendur talmáls- þátta í útvarpinu stórskemmi þættina með músík í tíma og ótíma, rjúfi jafnvel áhugaverðasta efni í miðjum klíðum til að koma þessu að, án þess að það þjóni nokkrum tilgangi, að því er virð- ist. Stundum heldur maður jafn- vel að viðkomandi þætti sé lokið, þegar músíkin hefur dregist óvanalega á langinn. Mér finnst alveg kostulegt, að þetta skuli við- gangast í þáttum, sem þó eiga að nafninu til að heita talmálsþættir. svo útdráttur á ensku. Það gefur auga leið að þeir sem vildu lesa sér betur til um tiltekin skordýr á er- lendu máli eiga hægt með það þar sem vísindaheiti eru fyrir hendi. Sumir hafa fallið í þá freistni að gefa skordýrum íslensk nöfn svo sem birkimaðk, maðkaplágu o.s.frv. til lítils gagns þeim sem betur vissu. Hafi Jón Gunnar Ottósson miklar þakkir fyrir þessa ágætu grein. Þá vil ég geta greinar eftir Sig- urgeir ólafsson, Notkun eiturefna við garð- og skógrækt. Prýðileg grein og öllum nauðsynleg sem hafa með slíkt að gera. Vildi leggja til að þessi grein yrði sér- prentuð svo sem flestir gætu orðið sér úti um hana. Finnst að Sölufé- lag garðyrkjumanna ætti að hafa hana til sölu handa þeim sem þurfa að nota eiturefni við jarð- yrkju og þeir eru margir. Ýmsar ágætar greinar eru í þessu fallega riti, en þeim sleppi ég að sinni. Get þó ekki látið hjá líða að minnast á smá atriði sem mér finnst að mætti á annan veg fara. Það er engu líkara en sumum sem í ritið skrifa virðist sjálfgefið að allir þekki íslensku nöfnin á trjám, en svo er því miður ekki, enda sum nöfnin tiltölulega ný og oft hreinn skáldskapur. Talað er um þin, Alaskalerki, fjallaþin, Al- askaösp, ösp ótilgreind, stafafuru o.fl. Hvernig eiga þeir sem ekki eru sérfræðingar í nafnaruglingi íslenskra trjáa að átta sig á því um hvaða tré eða kvæmi er að ræða. Mér finnst það lágmark að ævinlega fylgi með latneska heitið ásamt afbrigði (kvæmi, var.) ef um er að ræða. Hvernig getur t.d. maður sem á Alaskaflóru fundið út hvað er Al- askalerki? Þar sem svo langt er þangað til næsta ársrit kemur út vildi ég gjarnan fá í Velvakanda latnesk heiti þeirra trjáa sem í ársritinu eru og tala ég þar fyrir munn margra. Þá vil ég gjarna spyrja: Hví er ekki getið undir mynd á bls. 33 hvar Húsatjarnarás er? Á bls. 52 stendur „sitkagreniskógur". Er það alveg víst? Talað er mikið um samband við erlenda skógrækt- armenn. Er ætlast til þess að þeir noti orðabækur til að skilja ís- lensk trjáheiti? Hvaða orðabækur ber þeim að nota, þar sem unnt væri að finna öll íslensk trjáheiti? I mörg horn að líta Húsmóðir skrifar: „Ég hef oft fjargviðrast yfir þögninni, sem ríkt hefur í útvarp- inu að því er varðar fróðleik um lífskjör almennings í Ráðstjórn- arríkjunum eftir byltinguna. Mik- ið hefur verið flutt af skáldverk- um eftir þá sem lifðu á keisara- tímunum, en hvort tveggja var, að flestir voru búnir að lesa þá, og síðan hefur orðið gjörbylting á lífi fólksins, nema að skorturinn virð- ist vera meiri, og fannst manni hann þó nógur fyrir. Öllum ætti að vera forvitni á því að fylgjast með þróun stjórn- skipulags, sem aldrei hefur verið reynt fyrr í veraldarsögunni. Hús- mæður eru líka flestar uppalend- ur, og þær þurfa líká að vita eitthvað til þess að þær fái hamlað á móti innrætingunni, sem troðið er í börn þeirra í skólunum. Fluttar voru í útvarpinu sögur, sem skáldin fengu Nóbelsverðlaun fyrir, en núna heyrist ekkert frá Pasternak, Solzhenitsyn og jafn- vel Singer, sem þýddur hefur ver- ið. Sagan hans heyrist ekki. í henni stendur líka: „Nasistarnir gerðu úr okkur sápu, sem notuð hefur verið sem áburður fyrir kommúnismann." Og hann leggur að jöfnu þrælabúðir Rússlands og helvíti Hitlers. Leikrit Solzhenits- yns hefur ekki einu sinni verið þýtt á menningartungu okkar, og þó er hér starfandi leikhúsmaður, sem vann að uppsetningu þess í Rússlandi og segir það gott. Það var svo bannað í Rússlandi og þykir engum mikið, því það gerist í fangabúðum, sem aldrei fækkar fólki í. Ætli tala atvinnuleysingja í Efnahagsbandalagsríkjunum sé ekki svipuð og þeirra sem vinna í fangabúðunum. Hver vill búa í landi, þar sem stjórnvöld fela atvinnuleysið þannig? Þá er at- vinnuleysisstyrkurinn nú betri kostur. Nú fer að reka á fjörur manns sögur af hreinsunum Andropovs eins og þessi, sem heyrðist um daginn. Forstjóri nokkur sem stjórnaði stórri verksmiðju varð uppvís að því að hafa hirt laun 500 verkamanna, sem allir voru látnir. Þetta og fleira á nú að taka til endurskoðunar. Andropov er manna líklegastur til að finna sannleikann vegna fyrra starfs síns á yfirmannsstóli hjá KGB, innanlands sem utan. Sagan ber það með sér, að hann hefur lagt svo mikið ofurkapp á njósnirnar í hinum frjálsa heimi, að Rússland hefur orðið út undan. Á Vesturlöndum hafði hann líka í mörg horn að líta og margar rúbl- ur þurfti í skæruliðana, friðar- göngurnar, rithöfundaráðstefn- urnar, og hýru auga mátti hann líta umhverfis- og náttúruvernd- arráðin. Ekki má gleyma afskipt- um hans af verkalýðsmálum, sbr. söguna frá Nýja-Sjálandi, þar sem stjórnvöld komust í rúblurnar og ráku alla Sovétmenn úr landi. EndursTíoðun Andropovs verður ábyggilega besta framhaldssaga, svo fremi að maður fái að heyra hana.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Liðin skoruðu sitthvort markið. Rétt væri: Liðin skoruðu sitt markið hvort. OG EFl'IISMEIRA BLAÐ! Á HVALASLÓÐUM í NORÐURHÖFUM — ÞÆTTIR ÚR SÖGU HVALVEIÐA VIÐ ÍSLAND KRUMMI Á KLEIFAHEIÐI LIFNAÐARHÆTTIR HÁFFISKA 10 BEZTU KVIKMYNDIRNAR BARCELONA — KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRÆGA LISTBYLTINGIN MIKLA AGATHA CHRISTIE — DROTTNING LEYNI- LÖGREGLUSAGNANNA FLUGUR OG KÖNGU- LÆR STYTTU STUND- IRNAR Á SKURÐAR- BORÐINU — FRÉTTARITARI MORG- UNBLAÐSINS SKORINN UPP í PEKING GÁRUR — Á FÖRNUM VEGI — POTTARÍM — REYKJAVÍKURBRÉF — Á DROTTINS DEGI — POPPSÍÐA — VELVAKANDI Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.