Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983
fclk í
fréttum
María-
Ástríður á
von á sér
+ í fréttum frá Luxemborg segir,
aö María-Ástríöur, prinsessa og
dóttir erkihertogahjónanna, sé
kona ekki einsömul og eigi von á
sér á sumr.i komanda. María-
Ástríöur og maður hennar, Christ-
ian af Habsborg-Lorraine, búa nú í
Brussel en þar hefur Christian
vinnu sem bankastarfsmaöur. Þau
gengu í hjónaband fyrir réttu ári, 6.
febrúar 1982, og þótt ekki sé þaö
tekiö fram í fréttum þá treystum
viö því, aö hér sé um að ræöa
fyrsta barn þeirra hjóna.
+ Tískuhúsiö Lanvin í París kyrtntí nú nýlega vor- og sumartískuna
eins og einn aöalhönnuðu'r þeirra, Jules-Francois Crahay hefur
hugsaö sér hana. Hér eru sýndir svart- og hvítköflóttur ullarjakki
og svartur silkikjóll.
Er Sophia
arabísk?
+ í þýska blaöinu „Bild“ birtist ný-
lega sú ótrúlega fullyröing aö
Sophia Loren væri í raun og veru
arabísk aö uppruna. Þetta segir
arabi nokkur aö nafni Mohammed
Kamel Jasmawi, en hann er frá
smáþorpi í ísrael, sem heitir Ara,
og segist hann jafnframt vera
bróöir leikkonunnar. Hann segir
aö Sophia hafi veriö gefin ítölskum
foreldrum þegar hún var 1 árs en
hann hafi þá sjálfur veriö 5 ára.
Þessu til sönnunar bendir hann á
dætur sínar, sem allar líkjast hinni
fögru leikkonu mikið. Velta menn
nú fyrir sér hvort hiö dökka og
fagra yfirbragð Sophiu Loren sé
kannski aö þakka arabískum upþ-
runa hennar.
COSPER
Lísa, cg get ekki lifað án þín. Geturðu lánað mér hundrað krónur?
+ Bob Marley lét sem kunnugt er
mikiö eftir sig af peningum og
börnum. Nú hafa fimm af drengj-
unum hans sem eru á aldrinum
8—18 ára stofnaö sína eigin
hljómsveit sem náö hefur töluverö-
um vinsældum á Jamaica. Hljóm-
sveitin heitir Melody Makers og
umboösmaöurinn er enginn annar
en móöir þeirra, Rita. í raun kom
þessi hljómsveit fyrst fram í apríl
1980 ásamt Bob Marley en þaö
var rétt áöur en hann dó.
+ Hin 33 ára gamla leikkona Jess-
ica Lange, sem lék á móti Jack
Nicholson í myndinni „Póstmaöur-
inn hringir alltaf tvisvar" og í
myndinni „King Kong“, hefur nú
kvatt Hollywood í bili. Henni hefur
reynst erfitt að leika i hverri mynd-
inni á fætur annarri og er hún nú
farin heim til Minnesota til aö hvíla
sig og koma einhverju skipulagi á
lífiö og tilveruna.
29
Hef opnað
læknastofu í Læknastöðinni hf., Glæsibæ.
Stofutími: eftir umtali.
Hafsteinn Sæmundsson.
Sérgrein: kvenlækningar.
Glæsilegt
husgagna-
Bambussófasett
sófi + 2 stólar + borö 15.741 afbv.
14.954 stgrv.
Bambushillur 4 gerðir. Verð frá 1.489.
Bambusstólar stakir. Verö frá 1.260.
Kojur með dýnum
+ skúffa 4.953 afbv.
4.705 stgr.
Skrifborð
með hillum
2.397 afbv.
2.278 stgr.
Leikfimirimlar 1.343.
Bambussófasett
sófi + 2 stólar + borð
afbv. 15.914 stgr. 15.119.
OPIÐ TIL 4 í DAG
VörumarkaDurinn hf.
Sími86112.