Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 Nýtt safnaðarheimili Kársnessókn- ar. Kársnessókn: Nýtt safnaðar- heimili vígt og tekið í notkun NÝTT safnaðarheimili Kársnes- sóknar verður vígt og formlega tekið í notkun að lokinni guðsþjónustu í Kópavogskirkju á morgun, sunnu- dag. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Sumarið 1981 festi söfnuðurinn kaup á íbúðarhúsi við Kastala- gerði. Húsið stendur við gangstíg- inn yfir Borgarholtið eða í innan við 100 metra fjarlægð frá kirkju- dyrum. Vegna nálægðar húsanna nýtast því bílastæðin við kirkjuna vel. Framkvæma þurfti gagngerar breytingar á húsinu, svo það hent- aði betur þeirri starfsemi sem því var ætluð. Hafist var handa við endurinnréttingu hússins í upp- hafi vetrar og er því verki nú lok- ið. Breytingarnar urðu kostnað- arsamar og eru skuldir safnaðar- ins miklar vegna framkvæmdanna og vegna kaupa á húsgögnum, seg- ir í frétt frá Kársnessöfnuði. Verzlunarskóla- nemar skemmta NEMÉNDAMÓT Verzlunarskóla ís- lands var haldið síðastliðinn mið- vikudag. Þar gerðu nemendur sér ýmislegt til skemmtunar, sýndu dans, fluttu annál og leikrit og kór skólans söng. Nú hafa nemendur ákveðið að gefa fólki kost á að sjá þessi skemmtiatriði í Háskólabíói í dag klukkan 13.30 og hvetja þeir eldri nemendur skólans til þess að sækja skemmtunina. Myndin er tekin á skemmtuninni síðastliðinn miðvikudag. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í upp- hafi vikunnar var skýrt frá því að þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir hefðu afhent Vest- mannaeyjakaupstað upptöku af „eyjapistlum, sem þeir sáu um meðan á gosinu stóð fyrir 10 ár- um. Rangt var farið með nafn Arnþórs og er beðizt velvirðingar á því. Köttur týndur KÖTTURINN Gústi er týndur í Vesturbænum. Gústi er læða, þrátt fyrir nafnið, lítil og bröndótt með hálsól og tunnu. Finnendur vinsamlegast skili kettinum heim til sín, að Bræðraborgarstíg 12, kjallara, eða hringi í síma 14017, 15698 eða 22776. Aukasýningar á Töfraflautunni SÝNINGAR íslensku óperunnar á óperunni Töfraflautunni eftir W.A. Mozart eru nú orðnar alls 30 og hefur aðsókn að þeim verið mjög góð. Útlit var fyrir að hætta yrði sýningum eftir næstu helgi (13.), þrátt fyrir þessa ágætu að- sókn, vegna þess að söngkonan unga Lydia Rúcklinger frá Aust- urríki sem sungið hefur hlutverk Næturdrottningarinnar var á för- um heim. Nú hefur tekist að koma því þannig fyrir að unnt verður að hafa nokkrar aukasýningar, út febrúarmánuð. Verða þær aug- lýstar í blöðunum á venjulegan liátt. Geir Hallgrímsson: Nýting og verndun á grund- velli vísindalegra rannsókna Hættulegt fordæmi að viðurkenna veiðibann á auðlind í eigin lögsögu, sem nýtt er á vísindalegum verndargrundvelli í fyrradag var birt hér á þingsíðu endursögn af umræöu um hvalamál- ið svokallaða. í gær var birt á þing- síðu Mbl. kafli úr ræðu Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S), sem lagðist gegn mótmælum við algjöru veiði- hanni. Hér á eftir fer svo að hluta til ræða Geirs llallgrímssonar (S), sem hafði gagnstæða skoðun, vildi láta mótmæla banninu. Meðferð málsins í nefnd Utanríkismálanefnd hefur haft mál þetta til meðferðar frá því í fyrradag. í því felst að nefndin tók til meðferðar tillögu til þings- ályktunar um mótmæli gegn hval- veiðibanni, sem Eiður Guðnason hefur flutt, og ennfremur að nefndin tók til meðferðar ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, sem tekin var á fundi hennar 1. febr. En þar var eins og kunnugt er tekin ákvörðun um að bera fram mót- mæli af íslands hálfu við ályktun um stöðvun hvalveiða. Til glöggvunar var bókun ríkis- stjórnarinnar eftirfarandi: „Afstaða til samþykktar Alþjóða- hvalveiðiráðsins um stöðvun hval- veiða var til umræðu á fundi ríkis- stjórnarinnar í dag. Á grundvelli þeirra skoðanaskipta sem þar fóru fram, varð niðurstaða að sjávarút- vegsráðherra mun bera fram mót- mæli af íslands hálfu við ályktun- inni um stöðvun hvalveiða." Ég tel rétt að tíunda þessa ályktun hér samhliða því sem ég nefni tillögu, sem Eiður Guðnason hefur flutt, en efni þeirrar þings- ályktunartillögu er kunnugt þing- mönnum. Nefndin fjallaði mjög ítarlega um mál þetta og fékk marga til fundar við sig til þess að veita upplýsingar og tjá skoðanir sínar. Er þar um að ræða fulltrúa hags- munasamtaka, vísindamenn, full- trúa Hafrannsóknastofnunar og forstjóra Hvals hf., svo að dæmi séu tekin, sem og Þórð Ásgeirsson, fyrrv. forseta Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Því miður gat nefndin ekki orðið sammála við afgreiðslu málsins. Minnihlutinn sem ég mæli hér fyrir, hefur skilað nefnd- aráliti þar sem við gerum það að tillögu okkar, að tillögugrein, er um getur í þingsályktunartillögu Eiðs Guðnasonar, orðist svo: „Alþingi ályktar í fram- haldi af ákvörðun ríkis- stjórnarinnar 1. febr. sl., að samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins um algert bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986 verði mótmælt. Jafn- framt beinir Alþingi því til ríkisstjórnarinnar að auka enn rannsóknir á hvalastofn- um hér við land í samvinnu við vísindaráð Alþjóðahval- veiðiráðsins í því skyni að fyrir liggi sem fullkomnust þekking á þessum hvala- stofnum við frekari meðferð málsins." Nýting innan marka vísinda- legrar niðurstöðu Að því er snertir fyrri málslið þessarar tillögu, þá vil ég nú láta það koma fram, án þess að fara mörgum orðum um, að við íslend- ingar höfum nýtt auðlindir sjáv- arins á grundvelli þeirrar vísinda- þekkingar, sem fyrir hendi hefur verið á hverjum tíma. Við leggjum áherzlu á í samfélagi þjóðanna, að þjóðir virði verndun auðlinda á landi og legi. Það er ekki umdeilt í þessu máli að hvalveiðar íslendinga hafa verið stundaðar með þessum hætti. Fulltrúar Hafrannsókna- stofnunar, sem komu til nefndar- fundar, gerðu grein fyrir því, að svo hefði verið af hálfu aðila, sem hvalveiðar stunda hér við land og töldu hvalastofna er á okkar mið ganga, ekki vera í hættu, þá sem nú eru stundaðar veiðar úr. Og það er álit okkar í minnihluta nefndarmanna að það sé ákaflega mikið fordæmi af hálfu okkar fs- lendinga, ef við viðurkennum það að veiðar, sem stundaðar eru á vísindalegum verndargrundvelli, séu bannaðar. Þá er unnt að seil- ast töluvert langt í nýtingu okkar á auðlindum hafsins. Við vekjum athygli á því að Al- þjóðahvalveiðiráðið er nú orðin þess konar stofnun sem framsögu- maður meirihluta nefndarinnar gerði hér grein fyrir. Einmitt vegna starfshátta Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem hann nefndi dæmi um, þá er því ráði bersýni- lega lítt treystandi. Við bendum ennfremur á það, að algert bann við hvalveiðum er ákveðið af þessu Brélberinn Roulin eftir van Gogh, máluð 1888. Akureyri: Bréfberinn Roulin hrífst af mynd- um van Goghs, Þráinn Karlsson og Viðar Eggertsson. Leikfélagið frumsýndi „Bréf- berann frá Arles“ í gærkvöldi í G/ERKVÖLDi frumsýndi Leikfé- lag Akureyrar leikrit Ernst Bruun Olsen, Bréfberann frá Arles í þýð- ingu Úlfs Hjörvars. Leikstjórinn Ilaukur Gunnarsson og leikmynd- arhönnuðurinn Svein Lund-Roland koma báðir frá Noregi til þessa verks, en „Bréfberinn“ hefur verið sýndur í tugum leikhúsa á öllum Norðurlöndum síðan hann var frumsýndur í Árósum 1975 og not- ið hvarvetna mikillar lýðhylli, segir í frétt frá LR. í fréttinni segir ennfremur: „Bréfberinn Joseph Roulin var ósköp venjulegur póstur, sem bjó í Arles í Suður-Frakklandi í lok síðustu aldar ásamt konu sinni og þremur börnum. Þetta var hlýr og gamansamur náungi, vinsæll í sínum heimabæ og gerði öllum gott. Það var einmitt einstakri skapgerð hans að þakka að hann átti síðar eftir að verða ódauðlegur í listasögu heimsins. Því hollenski listmál- arinn Vincent van Gogh fluttist í þorpið Arles árið 1888 til að mála í birtunni og litadýrðinni við Miðjarðarhafið. Þar langaði hann að stofna sambýli mynd- listarmanna og fékk vin sinn Gauguin síðar til sín í því skyni. En bæjarbúar í Arles litu þenn- an einkennilega listmálara horn- auga og vildu sem allra minnst fyrir hann gera. Nema bréfber- inn Roulin. Hann og kona hans gengu Van Gogh nánast í for- eldrastað, hjálpuðu honum um ýmsar nauðþurftir, studdu hann þegar geðheilsan brást honum og síðast en ekki síst — þau sátu fyrir hjá honum ásamt börnum sínum, en fyrirsætur voru það sem listmálarann skorti mest. Leikritið fjallar að miklu leyti um vináttu þessara tveggja ólíku manna og jafnframt tvö síðustu ár Van Goghs, árin sem snilld- argáfa hans blómstraði eins og ódauðleg málverk hans bera vitni um. Þráinn Karlsson leikur bréf- berann og Sunna Borg Madame Roulin konu hans. Viðar Egg- ertsson leikur listmálarann Vincent van Gogh og Theodór Júlíusson vin hans Gauguin. Bæjarbúar í Arles eru litríkar persónur, einkum gleðikonan Gaby, sem Ragnheiður Tryggva- dóttir leikur, en það var Gaby, sem fékk með frægari jólagjöf- um sögunnar, afskorið eyra frá Van Gogh. Bréfberinn Renault, sem Bjarni Ingvarsson leikur, er samstarfsmaður Roulins, en á öndverðri skoðun við hann í flestum efnum. Póstmeistarann leikur Marinó Þorsteinsson, ma- dame Duval Þórey Aðalsteins- dóttir, slátrarann Bergson Kjartan Bjargmundsson og lög- regluþjóninn Jónsteinn Aðal- steinsson. Leikmyndin í „Bréf- beranum" er mikil völundarsm- íði, götumynd á tveim hæðum, sem birtir vinnustofu listamann- anna, heimili Roulinhjónanna, kaffihús, hóruhús, pósthús og kjötbúð svo eitthvað sé nefnt. Yfirsmiður leikmyndar er Erlingur Vilhjálmsson, ljósa- hönnuður og tæknimaður Viðar Garðarsson, búningameistari Freygerður Magnúsdóttir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.