Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 26

Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 26 Minning: Halldór Jónsson Leysingjastöðum Fæddur 8. nóvember 1904 Dáinn 21. janúar 1983 Þann 21. janúar sl. andaðist í Vífilsstaðaspítala Halldór Jóns- son á Leysingjastöðum í Þingi, 78 ára að aldri. Með honum er geng- inn kunnur maður í héraði og utan þess, bændahöfðingi og félags- málamaður. Halldór var fæddur í Brekku í Þingi 8. nóvember 1904, sonur Jóns Jóhannssonar bónda þar og konu hans Þórkötlu Guðmunds- dóttur. Hann var af grónu bændafólki kominn, vann að landbúnaði ná- lega alla ævi og átti lengst af heimili í fæðingarsveit sinni. Þó var svið hans vítt og menntun djúpstæðari en títt er um bændur af hans kynslóð. Þar lá til grund- vallar stutt skólanám frá Bænda- skólanum á Hvanneyri, en mun drýgra sjálfsnám, sem var borið uppi af fróðleiksfýsn, skarpri greind og trúu minni. Kynni okkar Halldórs hófust þegar ég var á unglingsaldri. Þá vann hann ásamt Oktavíu konu sinni um nokkurra ára skeið á búi foreldra minna á Akri. Veittu þau hjónin heimilinu alia forsjá, með- an foreldrar mínir voru langdvöl- um fjarverandi. Voru störf þeirra unnin af stakri kostgæfni og alúð og gilti einu hvort það var innan stokks eða utan. Frá þessum árum á ég margar minningar og mikið að þakka. Leiðsögn, hollráð og hlýja stöfuðu frá þessum góðu hjónum, og hafa raunar gert alla tíð. Halldór hóf búskap á eignarjörð sinni, Leysingjastöðum, vorið 1947. Hófst hann þegar handa um framkvæmdir og breytti jörðinni í stórbýli, sem hún hafði raunar alla kosti til. Á örfáum árum byggði hann upp öll hús jarðar- innar með myndarbrag og eftir ákveðnu skipulagi. Ræktunar- framkvæmdir voru stórstígar, enda bar Halldór öll einkenni ræktunarmannsins í búskap sín- um. Áður hafði hann unnið að rækt- unarframkvæmdum vítt um hér- aðið með hestum sínum og hesta- verkfærum. Halldór hugsaði vel um allar skepnur, bæði í umhirðu og fóðrun, og var búinn sérstakri alúð og kunnáttu til dýralækn- inga, sem kom sér vel meðan dýra- læknar voru ekki í hverju héraði. Fór hann margar ferðir til hjálpar málleysingjum, þegar eitthvað var að, og oftast með góðum árangri. Halldór var mikilvirkur félags- málamaður. Hann hóf þau störf í ungmennafélögunum og var for- maður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga um skeið. Hann sat í hreppsnefnd Sveins- staðahrepps um árabil og var formaður búnaðarfélagsins þar í t Faöir okkar og tengdafaöir, JÓHANNBÖDVARSSON, Noröurgötu 49, Akuroyrí, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 1.30 e.h. Guölaug Jóhannsdóttir, Sigþór Ingólfsson, Sigríöur G. Þorsteinsdóttir, Agnar Urban. t Útför mannsins míns og fööur okkar, HARALDAR GÍSLASONAR, framk væmdastjóra, Sæviöarsundi 96, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Björg Ingólfsdóttir og börn. t Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og sonarsonar, VIÐARS ÞÓRS HAFÞÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarliös og starfsfólks á barna- deild Hringsins, ennfremur til starfsfólks, foreldra og barna á sérdeild Múlaborgar. Lílja Hjördís Halldórsdóttir, Hafþór Jónsson, Tómas Hafþórsson, Þórunn Hafþórsdóttir, Geírný Tómasdóttir, Jón Halldórsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, ÞORVALDAR SKÚLA SÍVERTSEN, Laufásvegi 10, Reykjavík. Ingibjörg Guðnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug viö andlát og útför eigin- manns míns, INGIMUNDAR JÓNS GUNNARSSONAR, fró Byrgisvík. Svanfríöur Guömundsdóttír, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. áratugi. Hann sat um langt skeið flesta fulltrúafundi í félagssam- tökum bænda f héraðinu og átti sæti í stjórn Kaupfélags Húnvetn- inga í mörg ár; einnig var hann í mörg ár fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda. Hann hafði mikil afskipti af veiðimál- um, var til dauðadags í stjórn Veiðifélags Víðidalsár og í fjölda ára í stjórn Landssambands veiði- félaga. Halldór starfaði mikið í sam- tökum sjálfstæðismanna og var m.a. í mörg ár formaður kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra. Hann var tíðast oddviti sjálfstæð- ismanna í ýmsum greinum félags- mála í héraðinu. Fyrir störf hans á þessum vettvangi eigum við sjálfstæðismenn mikið að þakka. Halldór var maður málsnjall í ræðu og riti. Honum var tamt að lýsa áliti sínu eða skoðunum í fáum, meitluðum setningum. Kom þar glöggt fram skörp greind, yfir- sýn og margvísleg þekking. Hann hafði ákveðnar skoðanir og hélt þeim fast fram þegar í odda skarst, en reyndi þó tíðast, að laða menn til sátta um sameiginlega niðurstöðu. Öllum störfum sínum sinnti hann svo að sómi var að. Hann var þrautreyndur forystu- maður í félagsmálum, sem mikið vann til framfara og margir eiga þakkarskuld að gjalda. Halldór var höfðingi heim að sækja og léttur í máli. Þó hann væri alvörumaður í raun, brá hann oft á leik í orðræðum. Hann var hagorður vel og hafa nokkur kvæða hans verið birt. Hann átti bókasafn eitt hið stærsta í ein- staklingseign. Bókum sínum unni hann mjög og leitaði jafnan til þeirra í tómstundum, ekki síst eft- ir að heilsa tók að bila. Hann var óvenju víðlesinn bændahöfðingi, sem hafði aflað sér mikillar þekk- ingar á bókmenntum, sögu og tungumálum. Halldór kvæntist árið 1938 eft- irlifandi konu sinni, Oktavíu Jón- asdóttur frá Marðarnúpi, frábærri konu að dugnaði og mannkostum. Þau hjónin eignuðust einn son, Jónas, bónda á Leysingjastöðum, sem fórst af slysförum árið 1973. Jónas var mannkostamaður, öllum harmdauði sem þekktu, þeim mest er kynntust honum best. Fráfall sonar síns í blóma lífsins báru þau Leysingjastaðahjón með stakri hetjulund. Er frá leið var það huggun harmi gegn að Jónas heit- inn hafði eignast fjögur mann- vænleg börn með konu sinni, Ingi- björgu Baldursdóttur frá Hóla- baki. Börn áttu góðu að mæta á heimli þeirra Leysingjastaða- hjóna og dvöldu þar allmörg lengri eða skemmri tíma. Tvö urðu Magnús Andrésson Króktúni - Minning Magnús Andrésson fæddist að Fitjamýri í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 3. júní 1897, sonur hjón- anna Katrínar Magnúsdóttur og Andrésar Pálssonar. Ungur að ár- um var hann tekinn í fóstur af hjónunum Friðjóni Magnússyni og Ólöfu Ketilsdóttur í Skálakoti í sömu sveit. Fósturfaðir minn var hæglátur maður, búmaður góður og alveg einstaklega natinn við skepnur, ef eitthvað var að veðri þá voru hrossin sett inn. Ilann var sér- stakt prúðmenni og snyrtimenni, hver hlutur átti sinn stað þar sem alltaf mátti ganga að honum vís- um. Ungur að árum kynntist hann eftirlifandi konu sinni Hafliðínu Hafliðadóttur frá Fossi á Rang- árvöllum, þau bjuggu á ýmsum stöðum þar til þau rétt fyrir 1950 fengu leigða jörðina Króktún hjá Kristni Guðnasyni í Skarði á Landi, sem er næsti bær við Skarð. Þau hjón eignuðust ekki börn en tóku móður mína og ólu upp að mestu leyti og síðar systur mína Ingunni sem kjördóttur. Þegar ég var fjögurra ára gömul kom ég til þeirra í fóstur og var hjá þeim fram yfir tvítugt. Ég fylgdi fóstra mínum gjarnan þegar hann fór í útiverk og leið mér alltaf vel í ná- vist hans, því skapið haggaðist aldrei, eins var með alla unglinga sem hann hafði. Hann kom sér vel við nágranna sína sem alla tíð reyndust honum einstaklega vel. Árið 1974 þegar kraftarnir voru farnir að þverra, keyptu þau hjón sér hús á Hvols- velli þar sem þau bjuggu þar til 7. október sl. að mamma lærbrotnaði og varð að fara í sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún hefur dvalið siðan. Heilsu pabba var þá mikið farið að hraka og hann einn + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö viö andlát og útför móður okkar, systur og ömmu, KRISTÍNAR ÞORVARÐARDÓTTUR. Heiöveig Selma og Sunna Guómundsdætur, Kristbjörg Þorvaróardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR SIGURDARDÓTTUR, Fagradal, Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Jónas Jakobsson, Jónína Jónasdóttir, Erlendur Sigurþórsson, Elsa Jónsdóttir, Eóvarð Hermannsson, Kristín Jónasdóttir, Baldur Skúlason, Guðrún Jónasdóttir, Grétar Óskarsson, og barnabörn. fósturbörn, þau Ásta Gunnars- dóttir, húsmóðir í Siglufirði, og Jón Tryggvi Kristjánsson, við- skiptafræðingur í Kópavogi. Bæði sýna þau fósturlaunin með mynd- arskap í verkum sínum. Að leiðarlokum flyt ég Halldóri fóstra mínum þakkir fyrir vináttu og tryggð frá því fyrsta til hins síðasta. Ég þakka honum leiðsögn á fyrri tíð, hollráð á síðari tímum. Ég minnist hans eins og hann var á fyrri árum, meðalmaður á hæð, þykkur undir hönd, teinréttur og hvatlegur, og allt til lokadægurs, er hann var þrotinn af kröftum en óbugaður andlega og vafalaust hvíldinni feginn. Ég bið honum blessunar í landi lifenda. Oktavíu fóstru minni flyt ég samúðarkveðjur frá okkur hjónum með ósk um birtu og farsæld á þeirri tíð, sem framundan er. Pálmi Jónsson íslenzka málfrædifélagid: Fundur um óper- sónulegar setning- ar í íslenzku Á FUNDI Islenska málfræðifélags- ins, nk. mánudag 7. febrúar, mun Helgi Bernódusson cand. mag. ræða um efnið: Opersónulegar setningar ■ íslenzku. Setningar af þessari gerð hafa lengi verið áhugaefni málfræð- inga og ekki síst kennara. Helgi mun gera grein fyrir athugunum sínum um þetta efni í kandídatsritgerð sinni við Heimsjjekideild Háskólans, en þar er fjallað um efnið frá sjón- armiði nýrra kenninga í setninga- fræði. Fundurinn hefst kl. 17.15 í stofu 308 í Árnagarði og er öllum opinn. eftir í húsinu, þá komu gömlu nágrannarnir, hjónin Theódóra og Guðni í Skarði, og tóku hann til sín og önnuðust hann af mikilli umhyggju og kærleika, þar til svo var komið, að hann varð að fara í sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann lést 24. janúar síðastliðinn. Við þökkum hjónunum í Skarði innilega þeirra óeigingjörnu um- önnun. Árin sem mamma og pabbi bjuggu á Hvolsvelli voru þau vel ern og hugsuðu um sig sjálf að öllu leyti, einnig átti hann smá kinda- hóp sem hann hugsaði um sér til ánægju og heilsubotar. Kjördóttir þeirra eignaðist dreng árið áður en þau fluttust á Hvolsvöll, þá tóku þau bæði móður og barn inn á sitt heimili og naut drengurinn ríkulega umhyggju afa síns og ömmu. Gott þótti okkur hjónum og litlu dóttur okkar að heimsækja afa og ömmu á Hvolsvelli, þar var alltaf heitt kaffi á könnunni og nóg af ljúffengum mat, eins og þegar þau bjuggu í Króktúni. Oft var gest- kvæmt hjá þeim á Hvolsvelli og stundum var fullt hús, þá ljómuðu þau af ánægju því þau voru mikið gestrisin. Ég á bjartar minningar frá veru minni í Króktúni og fósturforeldr- um mínum mikið að þakka fyrir að hafa komið mér vel til manns. „Far þú í friéi, friéur (.ués þijr blesNÍ. Ilaféu |mkk fvrir alll og alll.“ Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.