Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Um áfengismál og önnur vímuefni Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvaldamálið og önnur vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SÁA hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila til þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir spurningar og svör: Hringið í síma 10100 frá mánudegi til fóstudags Alkóhólismi og sjúk- leg fíkn í önnur efni eru geðrænir kvillar Einn af lesendum blaðsins hefur boriö fram eftirfarandi 3 spurn- ingar: 1. Hvernig er háttað samvinnu- meðferðarstofnana varðandi áfengi og ávanalyf annarsvegar og meðferðastofnanna fyrir geð- sjúka hinsvegar? Nú veit ég dæmi þess að fólk felur sig á bak við það, að þaö sé alkóhólistar þótt það eigi kannske við geðræn vandamál að stríða fyrst og fremst. I>að á auðveldara með að viðurkenna að þaö sé alkó- hólistar. 2. Getur það verið, að málefni alkóhólista hafi ýtt málefnum geðsjúklinga til hliðar frekar en kannski var fyrir? Ef svo er, er þetta þá heillavæn- leg þróun? 3. Sá háttur, sem alkóhólistar hafa á að meðferð lokinni, að hittast og ræða sín mál, mætti segja mér að væri mjög hentugur einnig fyrir þá, sem eiga við geð- ræn vandamál að stríða. Þeir eiga þess þó ekki kost að fá 28611 Samtún Hæð og ris um 125 fm samt. ásamt bílskúr. Silfurteigur 4ra herb. íb. á efri hæð í fjórbýl- ishúsi. Góðar innréttingar. Mikil sameign í kjallara og bílskúrum. Laugarnesvegur Járnvarið timburhús, kjallari, hæð og ris ásamt bílskúr. Endurnýjað að hluta. Fálkagata Steinhús, 4ra herb., ein hæð með byggingarrétti. Eignarlóð. Fellsmúli 4ra — 5 herb. um 130 fm íb. á 4. hæð í blokk. Góðar innrétt- ingar. Bílskúrsréttur. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. um 100 fm íb. á 1. hæð í blokk. Álftahólar 4ra—5 herb. íb. á 5. hæð 117 fm. Ákv. sala. Hraunbær 4ra herb. íb. á 1. hæð. Nýjar eldhúsinnréttingar. S.svalir. Ákv. sala. Hraunbær 3ja herb. íb. á 3ju hæð ásamt herb. í kj. Jörfabakki 3ja herb. íb. á 1. hæð, Maríubakki 3ja herb. íb. á 1. hæð. Bjarnarstígur 5 herb. um 120 fm íb. á 1. hæó i steinhúsi. Brekkustígur 3ja herb. um 80 fm íb. á 1. hæð í tvíbýlishúsi (steinhús). Meistaravellir Óvenjugóð ný 2ja herb. 65 fm jaróhæð. Innréttingar i sér- flokki. Víöimelur 2ja herb. 60 fm íb. í kj. Laus 1. apríl. Hús og Eigrtir, Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl., .völdsími 17677. ókeypis húsnæði eða aðra fyrir- greiðslu vegna slíkra starfsemi. Er ekki tími til kominn að einn- ig sé litið til þeirra hvað þetta snertir? Ég vil helst, ef mögulegt er, fá skoðanir þeirra, sem eru í fyrir- svari fyrir geösjúka, og þeirra sem einbeita sér að áfengismálum. Ég hef verið beðinn um að svara framangreindum spurn- ingum eftir bestu getu, en fengið full stuttan fyrirvara. Alkóhólismi og sjúkleg fíkn í önnur vímuefni eru geðrænir kvillar, flokkaðir sem slíkir í hinni alþjóðlegu skrá yfir sjúk- dóma, sem gefin er út af alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni í Genf (ICD-9 WHO). Einnig er fjallað um alkóhól- isma og fíkn í önnur vímuefni í öllum helstu kennslubókum í geðsjúkdómafræði. Spyrjandi setur mig í nokkurn vanda þegar hann orðar spurn- ingar sínar á þann veg, að svo virðist sem hann líti ekki á alkó- hólisma eða sjúklega fíkn í önn- ur vímuefni sömu augum og al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin, höfundar helstu kennslubóka í geðsjúkdómafræði og undirrit- aður. Það er freistandi að fjalla hér nokkru nánar um þessi atriði, en ég tel að það yrði of langt mál. Ég vík því að fyrstu spurning- unni: Hér á landi reka nokkrir aðil- ar stofnanir, er fást við meðferð, endurhæfingu og geymslu alkó- hólista eða misnotenda annara vímuefna. Sumpart er um að ræða sjálfs- eignarstofnanir reknar af ýms- um félögum eða samtökum og sumpart deildir eða stofnanir reknar af hinu opinbera. Islenska ríkið reynir eftir föngum að veita þegnum sínum alhliða heilbrigðisþjónustu og spannar hún bæði yfir líkamlega og geðræna kvilla. Hluti af geðdeild ríkisspítal- anna bæði á Kleppi og geðdeild Landspítalans er ætlaður þeim sjúklingum, er þjást vegna mis- notkunar áfengis og annarra vímuefna. Þessar deildir starfa saman undir stjórn sérstaks yfirlæknis, en í góðum tengslum við hinar geðdeildirnar. Sérmenntað og sérþjálfað starfslið þeirra svarar að mestu leyti til þess, sem gerist á öðrum deildum er annast meðferð sjúklinga með geðræna sjúk- dóma. Þannig er leitast við að tryggja að bæði þeir geðrænu kvillar, sem kunna að liggja til grundvallar ofneyslu áfengis og annarra vímuefna, svo og alkó- hólisminn, eða aðrir geðrænir kvillar er af ofneyslunni kunna að leiða, fái nægilega athygli og viðhlitandi meðferð. Hrökkvi að- staðan á meðferðardeildum áfengissjúklinga ekki til hlaupa hinar geðdeildirnar yfirleitt fús- lega undir bagga. Hæli eða meðferðarstofnanir er félagasamtök reka hafa mis- jafnlega mikið samstarf við meðferðarstofnanir ríkisins. Þar um finnast engar reglugerðir eða fastákveðnar reglur og hlýt- ur það að teljast óheppilegt. Reyndar má telja það til vansa hve lítið opinberir aðilar yfir- leitt nota sér til ráðuneytis þann umtalsverða hóp sérfróðra starfskrafta, er meðferðardeildir ríkisins fyrir drykkjusjúka hafa á að skipa og hve lítið þeir nýta reynslu hans og þekkingu. Sný ég nú að annarri spurning- unni: Hérlendis og erlendis hafa lengi ríkt fordómar gagnvart þeim, sem þjást af geðrænum kvillum af ýmsu tagi. Alkóhól- istar fóru ekki varhluta af þess- um fordómum framan af þótt nú sé eitthvað að rofa þar til. Aukn- um skilningi hefur fylgt betri aðstaða til að liðsinna drykkju- sjúklingum og ber að fagna því. Jafnframt er skylt að óska þess að linni fordómum í garð þeirra, er þjást af öðrum geðræðum kvillum og að aðstaða þeirra batni. Óskirnar einar duga að vísu skammt, því brautina ryður eng- inn, sem æfina alla leitar óska- steinsins, en sniðgengur björgin sem loka leið. Þá vík ég að þriðju og síðustu spurningunni: Ýmsum er þjást af öðrum geð- rænum kvillum en drykkjusýki getur gagnast af því að ræða við aðra er þjást af samskonar kvilla og svipuðum einkennum. Það getur aukið þeim skilning á eðli sjúkdómsins og þeim vanda, er honum kann að vera samfara, ekki síst ef umræðurnar fara fram undir handleiðslu einhvers, sem hefur sérþekkingu til að leiðbeina þeim. Ég dreg þó í efa að þar megi yfirleitt vænta árangurs til jafns við þann, er oft næst af þátttöku alkóhólista í starfsemi AA- samtakanna. Ég óttast jafnvel að í sumum tilfellum geti afleið- ingarnar orðið neikvæðar. Geðhjálp og Geðverndarfélag íslands hafa m.a. haft á stefnu- skrá sinni að berjast fyrir aukn- um skilningi á málefnum þeirra, er þjást af allskonar geðrænum kvillum og bæta aðstöðu þeirra. Ég leyfi mér í lokin að vísa til forsvarsmanna þessara samtaka ijm frekari svör við framan- greindum spurningum. Jóhanns Bergsveinsson, yfirlæknir sjúkradeilda ríkisins fyrir drykkjusjúka. Afengi viðurkennt samkvæmislyf Ingibjörg spyr: 1. Er munur á alkóhólisma og alkóhólista og þá hver? 2. Að vera co-alkóhólisti eða stuðn- ingsmaður, er hægt að fá skýr- ingu á því? 3. Hvað hefur það að segja að mæta á fundi eftir meðferð og þurfa aðstandendur að gera það einnig? 4. Er erfiðara fyrir fíkniefnaneyt- anda að standast vímuna en hina sem eingöngu hafa notað vín? 5. Geta helgarpartý þróast til hins verra fyrir fólkið sem hittist og skemmtir sér saman? Sigurður Gunnsteinsson dag- skrárstjóri á Sogni svarar. 1. Þegar talað er um alkóhólisma í daglegu tali er oftast átt við sjúkdóminn Alcoholismus chronicus. Alkóhólisti er aftur einstaklingur með sjúkdóminn alcoholismus chronicus. 2. Stuðningsmanneskja er oftast, maki, foreldri, eða einstakl- ingur sem er tilfinningalega tengdur alkóhólistanum. Hans „hlutverk" í sjúkdómnum er að „axla ábyrgð", sem alkóhól- istinn getur ekki gert á meðan hann drekkur. Dæmi: fela, af- neita, yfirhylma, ljúga og af- saka ástand sem verður til vegna drykkju. 3. Lítið hefur verið rannsakað orsakir á bakföllum hjá alkó- 'hólistum, sem hafa gengist undir meðferð. Þó má greina eitt sameiginlegt sem flest all- ir koma sér saman um en það er minnkandi lítil eða engin fundarsókn hjá AA-samtök- unum, en þar fær alkóhólist- inn oftast þann stuðning og skilning, sem hann hefur þörf fyrir. Sama mætti segja um Al-Anon fyrir aðstandendur. 4. Varðandi þessa spurningu vís- ast til svara Þórarins Tyrf- ingssonar læknis í Mbl. 29.1’83 og 1.2.’83 5. Okkar reynsla er sú, að flestir skjólstæðingar okkar hafa byrjað á neyslu áfengis í sam- kvæmum í einhverri mynd, en áfengi er viðurkennt „sam- kvæmislyf" á íslandi. Það er notað til þess að; vera með, losa hömlur, fá góð áhrif, til að geta dansað, til að geta tjáð sig, verða glaðari, líða betur í hópnum o.s.frv. Ur þessum „samkvæmismannadrykkju- hóp“ koma alkóhólistar. Ökuleyfissvipting veröi aldrei meiri en þrjú ár Hver er afstaða SÁÁ við refs- ingu vegna ölvunar við akstur? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri SÁÁ svarar: f dag er starfandi nefnd á veg- um dómsmálaráðherra sem vinnur að endurskoðun ákveð- inna þátta umferðalaganna, m.a. þeirra er fjalla um refs- ingar vegna ölvunar við akst- ur. Stjórn SÁÁ hefur sent nefndinni tillögur sínar, sem m.a. gera ráð fyrir því að öku- leyfissvipting verði aldrei meiri en 3 ár, en samkvæmt gildandi lögum getur einstakl- ingur verið sviptur ökuleyfi í 6 ár. Margt getur breyst í lífi einstaklinga til batnaðar á svo löngum tíma, eins og reynslan sýnir. Samhliða þessu hefur SÁÁ lagt til að sektir verði hækkaðir verulega. SÁÁ hefur einnig sett fram tillögur um fræðslunámskeið fyrir þá sem sviptir eru öku- leyfi, sem nokkrar þjóðir hafa tekið upp með góðum árangri. Mætti þá e.t.v. hugsa sér að þeir sem sæktu slíkt nám- skeið, greiddu lægri sektar- greiðslu en hinir sem ekki teldu sig þurfa á neinu slíku að halda. 29555 — 29558 4ra herb. íbúð óskast Höfum verið beðnir að útvega fyrir fjársterkan kaup- anda 4ra herb. íbúð á 1. eða 2. hæð, helst í vestur- bæ. Uppl. veittar á skrifstofunni. Eignanaust skíphom 5. Þorvaldur Lúöviksson hrl., Sími 29555 og 29558. 29555 — 29558 Gamli bærinn — Einbýli Vorum aö fá til sölumeöferðar 3x70 fm einbýlishús í hjarta Fteykjavíkur. Húsið er mikið endurnýjað og skiptist í kjallara, sem er 3 svefnherb., en hægt að hafa 2ja herb. sér íbúð. Á 1. hæð eru 2 stórar stofur, hol, eldhús. í risi eru 3 svefnherb. Hugsanlegt aö taka góöa ca. 120 fm sér íbúö og/ eða góða blokkaríbúö uppí kaupverð. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofunni. Eignanaust Skipholti5. Þorvaidur Lúðvíksson hrl., Sími 29555 og 29558. Vantar eignir Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkurl nauösynlega: 2ja herb. raðhús og 3ja herb. einbýlishús. 4ra—6 herb. Seljendur hafið samband við okkur. Við verðmetum, tökum eignir upp á video og síðast og ekki sízt seljum við eignirnar á hagstæðan hátt fyrir ykkur. Gjörið svo vel og hafið sam- band. Upplýsingar gefnar um allar eignir á söluskrá. Onjö 1_____3 Heimasímar: Bergur 74262, Wr,W Eggert 45423. Sími 2-92-77 — 4 línur. 'ignavaI Laugavegi 18, 6. hæð. (Hús Máls og menningar.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.