Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 40
■
l
I''
I
I
I _______________.__________________
; .^^skriftar-
síminn er 830 33
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1983
Forinenn stjórnmálaflokkanna á stööugum fundum:
Stefnir í samkomu-
lag í kjördæma-
málinu um helgina?
FOKMENN Ktjórnmálaflokkanna og þingflokkanna hafa setið marga fundi
um kjördæmamálið síðustu vikur og í lok fundar þeirra í gær, sem stóð frá
kl. 14 til 19, virtist stefna í, aö samkomulag náist um sameiginlegar tillögur.
Formennirnir koma saman á ný á sunnudag og var í gær reiknað með
frágangi tillagna á þeim fundi, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingflokkana til
endanlegrar afgreiðslu á mánudag.
Tillögurnar sem samkomulagið
byggir á, eru í svipuðum dúr og
Mbl. hefur skýrt frá, þ.e. fjölgun
þingmanna í 63 og breyttar út-
Alverð hækkandi
á heimsmarkaði
ÁL HEFUR hækkað nokkuð í verði
á heimsmarkaði á síðustu vikum,
samkvæmt upplýsingum í tímaritinu
„Metal Bulletin“, en eins og kunn-
ugt er, hefur verð á áli farið lækk-
andi síðustu misserin og valdið ál-
framleiðslufyrirtækjum miklum erf-
iðleikum.
Við skráningu 26. janúar sl. var
hvert tonn á 1.125 dollara, en við
skráningu 31. janúar var verðið
komið í um 1.200 dollara, eða hafði
hækkað um 6,67%. Verðið er það
laegsta síðan í ágúst 1980.
Frjósemi á
Eskifirði
Kskinröi, 4. febrúar.
SÍÐASTA ár voru Eskfirðingar
óvenju frjósamir og ekki færri
en 52 börn litu dagsins Ijós á
árinu.
Er þetta mesti fjöldi fæð-
inga á Eskifirði á einu ári.
Ekkert lát virðist á, því það
sem af er þessu nýja ári hafa
sjö nýir Eskfirðingar komið í
þennan heim.
— Ævar
reikningsreglur. Nokkrar breyt-
ingar hafa orðið frá upphaflegu
hugmyndunum um skiptingu
þingmanna milli kjördæma, en
samkvæmt heimildum Mbl. virðist
vera að nást breið samstaða innan
og milli þingflokkanna um hug-
myndirnar eins og þær liggja nú
fyrir. Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hélt fund um málið síðari
hluta dags í gær, þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins kemur saman
kl. 10 árdegis.
Ef samkomulag næst á mánu-
dag munu flokkarnir leggja fram
sameiginlega tillögur sínar á Al-
þingi og í kjölfar þess er reiknað
með ákvörðun um dagsetningu
þingrofs og nýrra kosninga.
Mesta aukning sov-
ézkra herflugvéla
síðastliðin 5 ár
STÖÐUG stígandi hefur verið í
ferðum sovézkra herflugvéla yfir
ísland og hefur aukningin frá ár-
inu 1977, þ.e.a.s. síðastliðin 5 ár
veriö um 128%. Á síðastliðnu ári
1982 komu sovézkar herflugvélar
137 sinnum til fslands, en á árinu
1977 var tala þeirra 60.
Aukning á tíðni ferða sovézkra
herflugvéla við ísland milli ár-
anna 1981 og 1982 var 10,48% og
er það mesta aukning, sem orðið
hefur á flugferðunum frá árinu
1978, er þær jukust milli ára, frá
árinu 1977, um 100%. milli ár-
anna 1980 og 1981 varð aukning
á tíðni flugferða sovézkra her-
flugvéla 4,20% og milli áranna
1978 og 1979 vrð aukningin
1,67%. Tvisvar sinnum hefur tíð-
ni ferða minnkað, milli áranna
1976 og 1977 um 3,3% og eins á
milli áranna 1979 og 1980, en þá
varð einnig vart sovézkra her-
flugvéla sjaldnar en á árinu áð-
ur. Minnkunin þá nam 2,52%.
Hjörleifur í skeyti
til Alusuisse:
Einhliða
aðgerðir á
næstu dögum
HJÖRLEIFUR Guttormsson iðn-
aðarráðherra sendi Alusuisse skeyti í
gær, þar sem hann tilkynnir að iðnað-
arráðuneytið undirbúi nú einhliða að-
gerðir gagnvart Alusuisse í samræmi
við fyrri yfirlýsingar og muni þær líta
dagins Ijós á næstu dögum.
Hjörleifur segir einnig, að í tilefni
af tillögu Alusuisse í síðasta skeyti
um að sérfræðingar aðilja hittist til
samningaviðræðna um hækkun raf-
orkuverðs, að hann telji heppilegra,
eins og mál standa nú, að skoðana-
skipti fari fram bréflega.
Spáð góðviðri
SAMKVÆMT upplýsingum Veðurstof-
unnar er í dag, laugardag, búist viö
norðan- og norðaustanátt um allt land,
með strekkingsvind og frosti. Elja-
gangur verður á öllu norðanverðu land-
inu, frá Vestfjörðum til Austfjarða, en
á sunnanverðu landinu öllu og við
Faxaflóann verður úrkomulaust og
víða léttskýjað.
Á morgun, sunnudag, er hins veg-
ar spáð víðast hvar góðu veðri, hægri
breytilegri átt eða vestan golu um
land allt.
Vöruskiptajöfnuður neikvæð-
ur um 3.168 milljónir króna
VÍÍRUSKII’TAJÖFNUÐUR landsmanna var óhagstæður um liðlega 3.168
milljónir króna á síðasta ári, en verðmæti innflutnings var tæplega 11.647
milljónir króna. Verðmæti útflutnings var hins vegar tæplega 8.479 milljónir
króna.
Til samanburðar var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
948,5 milljónir króna á árinu 1981,
en þá var verðmæti innflutnings
tæplega 7.485 milljónir króna, en
verðmæti útflutnings hins vegar
liðlega 6.636 milljónir króna.
I desembermánuði brá hins veg-
ar svo við, að vöruskiptajöfnuður
landsmanna var hagstæður um
tæplega 93,2 milljónir króna, en
þá var verðmæti innflutnings
tæplega 1.139 milljónir króna, en
verðmæti útflutnings var hins
vegar tæplega 1.232 milljónir
króna.
í útflutningi vegur þyngst út-
flutningur á áli og álmelmi, en
verðmæti þess á síðasta ári var
liðlega 852 milljónir króna. Til
samanburðar var það að verðmæti
liðlega 634 milljónir króna á árinu
1981. Þá var verðmæti kísiljárns-
útflutnings liðlega 243,2 milljónir
króna á síðasta ári, borið saman
við liðlega 123,4 milljónir króna.
í innflutningi vegur þyngst inn-
flutningur fyrir íslenzka álfélagið,
en verðmæti hans var liðlega 674
milljónir króna á síðasta ári, borið
saman við tæplega 529,3 milljónir
króna á árinu 1981. Verðmæti inn-
flutnings fyrir íslenzka járn-
blendifélagið var að verðmæti um
128,2 milljónir króna á síðasta ári,
en var til samanburðar liðlega 94
milljónir króna á árinu 1981.
Við samanburð við utanríkis-
verzlunartölur 1981 verður að
hafa í huga, að meðalgengi erlends
gjaldeyris í janúar-desember 1982
er talið vera 61,0% hærra en það
var í sömu mánuðum 1981.
Réðst á mann með hníf að vopni:
„Dauðhræddur um að hann
mundi skaða mig eða aöra“
— segir Viðar Guðjohnsen sem yfirbugaði árásarmanninn
„ÉG VAR dauðhræddur um að
hann mundi skaða mig eða aðra
sem þarna voru, og þetta kom illa
á mig. Atvikiö um áramótin flaug
mér í hug, því þá var góðum vini
mínum hanað með hnífi," sagði
Viðar Guðjohnsen umsjónarmaður
í gistihúsi í Keykjavík í samtali við
Mbl. en hann varð í gær fyrir árás
manns sem hafði hníf að vopni.
Hann var búinn að vera hér
hjá okkur í nokkra daga, en
komið að því að reka hann út þar
sem hann hefur verið með
óspektir og ráðizt meðal annars
á gestina. Hann átti að fara út í
gær, en við sáum aumur á hon-
um þá vegna veðursins.
Þegar við ætluðum að vísa
honum út um hádegisbilið upp-
hófust stympingar, en ég kom
honum fljótt undir og hélt hon-
um. Þá lofaði hann að fara út
Viðar Guðjohnsen
með góðu og ég sleppti honum.
En við vorum vart staðnir upp
þegar hann dró fram stóran
hníf, sem hann var með innan á
sér, og mundaði hann. Það var
þarna slangur af fólki og hætta á
ferðum, og til að vernda gestina
var ekki um annað að ræða en
stökkva í hann.
Þetta var hraustur strákur og
erfiður viðureignar, skilst hann
hafi verið í lyftingum áður fyrr.
Hann veitti mikla mótspyrnu en
mér tókst að þröngva honum
niður í horn og halda honum þar
til lögreglan kom. Júdó-kunnátta
mín kom þarna að engu gagni,
þetta voru venjuleg slagsmál og
tekizt á af hörku. Mér leið illa í
átökunum því hann var alltaf
með hnífinn í hendi.
Árásarmaðurinn er á þrítugs-
aldri og góðkunningi lögreglunn-
ar, að því mér er tjáð, er meðal
annars að taka út skilorðsbund-
inn dóm,“ sagði Viðar.
Hjaltalínshús fyrir miðju, íbúðarhús Sigurðar Ágústssonar til vinstri og
pakkhúsið hægra megin. Þeim húsum tókst að bjarga.
Stykkishólmur:
Hjaltalínshús brann til
kaldra kola í gærkvöldi
Stykkishólmi, 4. fuhrúar.
HJALTALÍNSHÚS, eitt elzta húsið hér í Hólminum, yfir 100 ára gamalt, brann til
kaldra kola í kvöld. IJm tíma var óttast að eldur læsti sig í na>stu hús en
slökkviliðið gekk vasklega fram og tókst að verja húsin.
Það var klukkan rúmlega 21 að
eldsins varð vart og var hann strax
mjög magnaður. Ekki tókst að
bjarga húsinu, sem er stórt, múrhúð-
að timburhús, tvær hæðir, kjallari
og loft. Hér var norðanátt og tals-
vert hvasst. Tvö hús voru einnig í
hættu, fbúðarhús Sig. Ágústssonar,
sem stóð beint á móti við Skólastíg
og pakkhús, sem stendur við Hafnar-
götu. Þeim tókst að bjarga.
í Hjaltalínshúsi verzlaði um langa
hríð athafnamaðurinn Sæmundur
Halldórsson, sem rak umfangsmikla
verzlun og útgerð á fyrri hluta ald-
arinnar. Ekki hefur verið búið í hús-
inu um hríð, en það notað sem
geymsla. — Árni.