Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 19

Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 19 spurt ogsvarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS SKATTAMÁL HKK FARA á eftir spurningar, scm lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. I>jónusta þessi er í því fólKÍn, að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, klukkan 10 til 12 virka daga nema laugardaga og borið upp spurningar sínar um skattamál. Mbl. leitar síðan svara hjá ríkisskattstjóra og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðnum. Ekki um að ræða lágmarksfrádrátt hjá hjónum Magnús Finnsson, Háaleitisbraut 20, spyr: „Samkvæmt leiðbeiningum ríkisskattstjóra sýnist mér sem einstaklingar hafi sem lág- marksfrádrátt um 18 þúsund krónur, áður en skattur er reikn- aður af tekjum hans og í tilfelli einstæðs foreldris er hann tals- vert hærri. Hvað um hjón?“ Svar: Lágmarksfrádráttur hjá ein- hleypingi er 18.184 kr. en hjá einstæðu foreldri 31.822 kr. Hjá hjónum er ekki um að ræða lág- marksfrádrátt. Engin áhrif Inga Helgadóttir, Sörlaskjóli 84, spyr: „Er það löglegt að maður greiði eiginkonu laun fyrir unnin heimilisstörf og barnagæslu af sínum tekjum og hvernig kemur það út gagnvart skattálagningu fyrir báða aðila?" Svar: Slík greiðsla hefur engin áhrif á skattálagningu hjónanna. Barnagæsla ekki frádráttarbær Dagný Pétursdóttir, Engihjalla 25 spyr: 1. „Ogift, stofnuðu heimili snemma árs 1982 (í leigu- húsnæði). Við stofnun heimilis kaupum við t.d. þvottavél, ryksugu o.fl. Telst þetta til frádráttar? 2. Er barnagæsla frádráttar- bær?“ Svar við báðum spurningunum er neitandi. Eru spariskírteini og vextir af þeim skattskyld Gísli Jónsson, Brekkuhvammi 4, spyr: „I leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra segir að spariskírteini skuli telja til eigna og jafnframt að vaxtatekjur og verðbætur á höfuðstól séu skattskyldar tekj- ur þegar þær fást útborgaðar. Nú stendur hins vegar í skilmál- um á skírteinum (t.d. á bréfi frá 1977, II. flokki) að skírteinið, svo og verðbætur af því, sé undan- þegið framtalsskyldu og skatt- lagningu á sama hátt og sparifé skv. lögum númer 68 frá 1971, sbr. lög nr. 7 frá 1974. Nú grunar mig að lögum þessum hafi verið breytt, en getur verið að ríkis- sjóður geti fengið fólk til að kaupa spariskfrteini á þeirri for- sendu að þau séu undanþegin framtalsskyldu og skattlagn- ingu, en síðan nokkrum árum seinna skattlagt þau? Stenst það lagalega að þau séu skattskyld eins og segir í leiðbeiningun- um?“ Svar: { leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra, bls. 3, varðandi lið E 5, „Innlendar innstæður o.fl.“, kemur fram að í þessum lið skuli m.a. telja fram innstæður í inn- lendum bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnufélaga, svo og verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs og önnur verðbréf sem hliðstæðar reglur gilda um skv. sérlögum. Telja ber þessar eignir á nafnverði að viðbættum áfölln- um vöxtum og verðbótum á höf- uðstól. Enn fremur kemur fram í kaflanum „Vaxtafærsla" á sömu blaðsíðu að vaxtatekjur af eign- um, sem telja ber fram í lið E 5, eru skattfrjálsar en framtals- skyldar á því ári sem vextir og verðbætur greiðast út (gjald- fallnar) eða bætast við höfuð- stól. Samkvæmt áður gildandi lög- um um tekjuskatt og eignarskatt nr. 68/1971 voru innstæður í inn- lendum bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnufélaga eignarskattsfrjálsar og undan- þegnar framtalsskyldu ef fram- teljandi uppfyllti ákveðin skil- yrði varðandi skuldir sínar. Skv. núgildandi lögum nr. 75/1981 eru nefndar eignir alltaf fram- talsskyldar en mönnum er heim- ilt að draga frá eignum sínum þessar innstæður sínar sem telja ber fram í þessum lið, E 5, að því marki sem innstæður þessar eru umfram skuldir, enda séu eignir þessar ekki tengdar atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starf- semi. Ensk-íslensk viöskiptaorðabók eftir dr, Terry G. Lacy og Þóri Kinarsson prófessor. ÞaÖ geturborgað sig að hafa við hendina bók sem leysir fljótt og vel úr margs konar spurningum sem upp koma í verslun og viðskiptum. Mistök og misskilningur geta orðið margfalt dýrari en sem svarar einu bókarverði. Ensk-íslenska viðskiptaorðabókin hentar þeim vel sem eiga viðskipti við önnur lönd og fá bresk eða bandarísk verslunarbréf, sem og þeim sem eru í framhaldsnámi. Ensk-íslenska viðskiptaorðabókin geymir 9000 orð og orðasambönd, skýrir öll helstu merki og tákn í viðskiptaheiminum, greinir nöfn allra landa og þjóða á ensku, skýrir íninn á breskri og bandarískri ensku og merkingu allra helstu alþjóðlegra viðskiptaskilmála. Höfundarnir: í^Snarssan islensk Terry G. Lacy er doktor í félags- fræði. Hún hefur kennt bæði ensku og félagsfræðigreinar við Háskóla Islands. Þórir Kinarsson er prófessor í stjórnun og skyldum greinum við Háskóla Islands, viðskiptadeild. ORN& ÖRLYGUR Cjí >ara u Pr°<u2 (9°*') m °ð,r arn>Z> L'°"Ur Síöumúla 11 sími 84866 *a"un°- ''“'Uu»aalka"atlÓTIUr ,*r) 'e»/. >°l.s ,nUr"bJTDh°06. ,e. T0n"nu„i °h' ./'o Ufv,, CaHo„ 'la’sk,, S?al>r>l SC.1 SenaTaaSk„.. c(oab,„Tkei °Oe “**<*. *^ 'S**"ðar e'9mr D'°’x>ny ItSfi 00 ^ '9iaia °ru9iaiaunaTata "’>laSka„ lOattt *ati, **•«* ’atn. "n °°U6 Ivis 'ytoa, '9ni0i ‘ðr )lrhr / ‘a*0«j-er 9líí>"' /^Sí'X skott. f*n, ant O" '"600 ‘antt,, ,te "n"'at°ar e'9nar ^"tak, •nQ 'aaa, >6«, S'OI. 'e«o,s. >r'at bal 'n9aye" Un'on T . u*> arnanne Írr’ba, °r9an sl,a„. ,ti le9S,a /onT°° '9j- 9na, °nni °9m, of»m *tu, ,r 9/aia, ,rr»d. 'ab„ Contr*c, sk,lrr>airjr , S°rðnCei "m"ag telT "’kl J '"ðliek,r h|á okkur kl. 10—5 í dag KM -húsgögn, Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.