Morgunblaðið - 06.02.1983, Side 6

Morgunblaðið - 06.02.1983, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 46 Lífs- baráttan hefst í móður- kviði Hákarlinn er með stærstu fiskum, oftast 3—4 metrar, en hefur mælst allt að 8 metrar. Teikning af (ígrisháfi meö unga í kviðpokanum. Ýmsar sögur hafa verið sagðar um grimmd háfa, en í raun eru sárafáir háfar, sem eru hættulegir mönnum og má þar helst nefna tígrisháf og hvítháf. Um hegðun og lifnaðarhætti háffiska l>etta var eitt furðulegasta atvik sem hent hafði líffræðinginn Stewart Springer, frá því hann hóf hákarlarannsóknir sínar. Hann var á vinnustofu sinni, að kryfja trígrisháf, sem hann hafði veitt nálægt Chandeleureyju við strendur Louisiana, og er hann þreifaði fyrir sér í einum eggjaleiðara dýrsins var hann bitinn. I»ar var að verki lifandi ungi, u.þ.b. tíu þumlunga langur. I»etta atvik leiddi til margra ára rannsókna á æxlun hákarla, og hafa sumar niðurstöð- urnar vakið furðu sjávarlíffræðinga. I»ær hafa m.a. leitt í Ijós, að óþroskuð fóstur tígrisháfa í móðurlífi éta hvert annað og heyja harða baráttu innbyrðis fyrir lífi sínu. Rannsóknir þessar eru hluti af víðtækri rannsóknaráætlun á hegðun þessara sjávardýra, sem miða m.a. að því að gera þau hættuminni fyrir menn, og eins til að draga úr skaðsemi þeirra á viðkvæmum tækjabúnaði, sem menn hafa komið fyrir neðansjávar i mismunandi tilgangi. Stewart Springer, sem starfar við Floridaháskóla í Gains- ville, komst að raun um, að tígrisháfurinn myndar um 25 þús- und egg á æviskeiði sínu, en hvert þeirra er á stærð við baun. Með vissu millibili berast 15 til 20 egg í senn í eggjaleiðara dýrsins, þar sem þau frjógvast og einangrast í hjúp, og þar fara fóstrin að þróast. Þá strax hefst hin grimma barátta fyrir lífinu, og fyrir flest fóstrin stendur sú barátta ekki lengi. Þau byrja að éta hvert annað þar til aðeins eitt, hið grimmasta og hæf- asta, er eftir. Og þegar forðanær- ing þessa útvalda fósturs er upp- urin í kviðpokanum, tekur það til við að éta ný egg sem berast í leg- ið, og lifir góðu lífi. Þegar unginn hefur þannig lifað í vellystingum í um það bil eitt ár, er hann orðinn um fjörutíu þumlunga langur, sem er næstum því hálf lengd móður- innar. Perr.v W. Gilbert, prófessor í Cornellháskóla, hefur bent á, að á þessu stigi snúi unginn fram með höfuðið og því þurfi hann að snúa sér í kviðpokanum áður en að fæðingunni sjálfri kemur. Þessar hákarlarannsóknir bandarískra sjávarlíffræðinga hafa að sjálfsögðu beinst að fleiri tegundum en tígrisháfnum, og er æxlunarmynstur þeirra mismun- andi eftir tegundum, þétt náskyld- ar séu. Til samanburðar getum við tekið lýsingu á hrygningu hámer- ar úr fiskabók AB sem er svo- hljóðandi: — „Hrygning hámerarinnar virðist eiga sér stað allt árið, því að hrygnur með fóstrum finnast á öllum árstímum. Hámerin fæðir lifandi unga. Er þróun þeirra ein- kennileg að því leyti, að þeir eru lausir í legi móðurinnar. Eru þeir venjulega einn til fjórir að tölu. Þegar fóstrið er orðið um 6 cm að lengd, er forðanæring þess í kvið- pokanum uppurin og fær það eftir það næringu sína á þann hátt, að það étur ófrjóvguð egg, sem all- mikið er af í leginu. Þannig mynd- ast á þeim allstór kviðpoki fisk- seiða. Ekkert er vitað um vöxt og aldur hámerarinnar, en hrygnurn- ar verða kynþroska er þær hafa náð 1,5 metra lengd." Ymsar sögur hafa verið sagðar um grimmd háfa, (eða hákarla ef menn vilja heldur nota það heiti), en flestar þessar sögur eru mjög orðum auknar. Engir þeirra háfa, sem lifa í norðurhöfum, eru hættulegir mönnum. Oft heyrum við sögur um árásir á fólk á bað- ströndum heitu landanna, en þess- ar árásir eru í flestum tilfellum ekki af völdum „mannætuháfa", heldur er þar að verki „barra- cuda“, sem er stór ránfiskur og líkist mjög geddu í útliti. Hún gengur oft á grunnsævi og getur þá reynst þeim skeinuhætt sem verða á vegi hennar. í raun eru sárafáir háfar, sem eru hættulegir mönnum og má þar helst nefna tígrisháfinn, sem rætt var um í upphafi þessarar greinar og svo hvítháf og bláháf, þótt grimmd hins síðarnefnda sé mjög orðum aukin. Flestir háfar eru rándýr, sem lifa að mestu leyti á fiski, en sumar tegundir taka þó allt, sem að kjafti kemur, og hafa fundist hinir ótrúlegustu hlutir í maga þeirra. Ekki hefur tekist að ákvarða aldur háfa með fullri vissu, en merkingartilraunir hafa leitt í ljós, að þeir vaxa mjög hægt og margir þeirra ná tvítugsaldri. Eins hafa merkingar sýnt, að þeir geta ferðast langar leiðir, t.d. hef- ur fundist í Faxaflóa háfur, sem merktur var tíu árum áður á Ný- fundnalandsmiðum. Flestar teg- undir háfa eru fisklaga, en þó má benda á barðaháfinn, sem er flat- ur og breiður, og líkist í því tilliti meira skötum. Af þeim háffiskum sem finnast við strendur íslands, má nefna há- meri, sem áður er getið, bein- hákarl, gráháf, litla loðháf, hákarl og háf. Af þeim eru hákarl, háfur og beinhákarl algengastir, en grá- háfurinn er fremur sjáldgæíur hér við land. Skal nú getið örlítið nánar hinna þriggja algengustu. Háfurinn (Squalus acanthias) er einn algengasti háffiskur í norð- anverðu Atlantshafi og mjög al- gengur hér við land eins og áður segir. Hann verður um 1 metri að lengd og sjaldan stærri en 1,2 m og þyngstur um 10 kg. Hann lifir á öllu dýpi, allt niður á 400 metra. Hann er mikill farfiskur og fer langar dagleiðir, en í hverri göngu eru oft þúsundir fiska. Háfurinn lifir aðallega á þorskfiskum, síld, ál og ýmsum krabbadýrum. Hann gerir oft skaða á reknetum og étur fisk af línu auk þess sem hann fælir burt ýmsa fiska, þar sem hann gengur yfir, og má þar t.d. nefna ýsuna. Háfurinn er hafður til matar í ýmsum myndum, og oft seldur undir blekkinöfnum. Úr lifrinni fæst lýsi, sem er mjög auð- ugt af A-vítamíni. Beinhákarlinn (Cetorbinus max- imus) er með stærstu fiskum, verður allt að 12 metrar að lengd og um 4.000 kg að þyngd. Eins og skíðishvalir er beinhákarlinn svif- æta og því uppsjávarfiskur og sést oft á sveimi í yfirborði sjávar, stundum allnærri landi, með bak- uggann og sporðinn upp úr sjó. Beinhákarlinn verður kynþroska 3—4 ára gamall og er þá um 7 m að lengd. Meðgöngutíminn er tvö ár, og eru ungarnir einn eða tveir, og um 1,5 m langir. Beinhákarlinn heldur sig einn sér eða í torfum, sem geta verið 50 til 250 dýr. Aðalútbreiðslusvæði hans er fyrir sunnan ísland. Vegna hinnar litlu viðkomu er stofninn mjög við- kvæmur gagnvart of mikilli veiði og fækkaði honum mjög á 19. öld vegna mikillar sóknar, en af þess- um sökum er ef til vill fullmikið sagt að telja hann algengan hér við land. Hákarlinn (Somniosus micro- cephalus) er einnig með stærstu fiskum, og er oftast þrír til fjórir metrar, en hefur mælst allt að átta metrar. Liturinn er mjög breytilegur, ýmist rauðgrár, dökkgrár eða blágrár, stundum jafnvel hvítur. Hann er norrænn djúpfiskur, sem lifir á 200 til 600 metra dýpi. Hér við land fer há- karlinn að ganga á grunnsævi um eða eftir áramót og virðist yngri fiskurinn koma fyrst og ganga grynnst, en eldri fiskurinn kemur seinna. Þegar kemur fram á sumar, hverfur hann af grunnun- um og leitar sennilega í djúpin út af landgrunninu og fæst hann þá stundum í botnvörpu á djúpmið- um. Hákarlinn er alæta, en helst leggur hann sig eftir þorski og lúðu. í hákarlamögum hafa þó fundist dýr af ýmsum tegundum, svo sem selir og jafnvel heilt hreindýr. Hákarlaveiðar hér við land stóðu í mestum blóma eftir 1860, en fór að hnigna eftir 1880 og nú er veiðin sáralítil. Lýsið varð aðal- afurðin, enda auðugt af A-víta- míni. Hér á landi var hákarlinn almennt verkaður til matar, og var hann kasaður, kæstur eða þurrkaður, og hefur nú á síðustu árum færst aftur í sið að éta kæst- an hákarl, einkum á þorranum. Kæsingin hefur í för með sér, að eitruð eggjahvítuefni brotna niður í óskaðlegar amínósýrur, en nýtt hákarlakjöt er eitrað og veldur sjóntruflunum, svima, niðurgangi eða krampa og jafnvel dauða. Al- gengt var að sleðahundar Eskímóa dræpust af hákarlsáti. Grænlend- ingar flytja talsvert út af hákarla- skrápum til sútunar, og eru úr þeim m.a. framleidd afbragðs skinn til bókbands. (Þýtt og stadfært/ Sv.G.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.