Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Agatha Christie lifði jafnan fremur kyrrlátu lífi þótt nefna megi atvik úr lífi hennar sem sveipuð voru ævintýraljóma og jafnvel dulúð, sem minnti einna helst á kafla úr sögu eftir hana sjálfa. Og eins og hjá flestum öðr- um, skiptust á skin og skúrir í einkalífi hennar. Hún var tvígift og reyndist fyrra hjónaband henn- ar misheppnað frá upphafi. Með fyrri manni sínum, Archibald Christie, eignaðist hún einkadótt- ur sína, Rósalind. Agatha og Archibald skildu árið 1928 og tveimur árum síðar giftist hún fornleifafræðingnum Sir Max Mallowan. Vegur Agöthu sem rit- höfundur og frægð óx jafnt og þétt eftir því sem leið á ævina og árið 1971 hlaut hún aðalsnafnbót fyrir ritstörf sín. Hún lést á heimili sínu í nágrenni Lundúna, 12. janú- ar árið 1976, hálfníræð að aldri. Agatha Mary Clarissa Miller fæddist í Torquay í Devonshire 15. september árið 1890. Faðirinn var bandarískur, en móðirin ensk og mun það hafa verið ætlun foreldr- anna að setjast að í Bandaríkjun- um, en ömmusystir Agöthu, sem hún kallaði jafnan „Auntie- Grannie", kom því svo fyrir að þau keyptu hús í Torquay á Englandi svo Agatha varð ensk en ekki am- erísk. Ef til vill réðu forlögin því að hún ólst upp í Englandi en ekki Bar.daríkjunum og víst er, að sög- ur hennar hefðu orðið með öðrum brag ef hinna ensku áhrifa hefði þar ekki gætt í svo ríkum máli sem raun ber vitni. Agatha var yngst þriggja systkina og hafði hún lítið af eldri systur sinni og bróður að segja í uppvexti sínum enda voru þau lengst af fjarver- andi frá heimilinu við nám. „Ég var mjög hamingjusöm í bernsku," segir Agatha í sjálfs- ævisögu sinni og af lýsingu henn- ar má ráða að samkomulag hefur verið gott í fjölskyldunni og fer Agatha fögrum orðum um foreldr- ana, einkum þó föður sinn. Hann féll frá þegar hún var enn á barns- aldri og eftir það ólst hún upp undir verndarvæng móður sinnar. Agatha fór aldrei í skóla þegar hún var barn heldur kenndi móðir hennar henni heima og bjó hana undir lífið. Það var hins vegar ekki fyrr en hún var orðin sextán ára að hún fór fyrst í skóla og þá í Frakklandi. Á uppvaxtarárum sínum drakk Agatha í sig sögur Sir Arthur Conan Doyle um leyni- lögreglumanninn Sherlock Holm- es og segir Agatha sjálf að sögur þessar hafi haft mikil áhrif á rit- störf sín síðar meir. Engum datt hins vegar í hug á þessum árum að þessi prúða og vel upp alda stúlka yrði seinna vinsælasti glæpa- sagnahöfundur heims og srst af öliu hvarflaði það að Agöthu sjálfri. Árið 1914 giftist hún Archibald Christie ofursta og skömmu seinna skall fyrri heimsstyrjöldin á og Agatha hóf störf sem hjúkr- unarkona á herspítala. Umkringd eiturefnum á herspítalanum vakn- aði löngun hennar til að verða rit- höfundur um leið og hún gleypti í sig ævintýrabækur um Sherlock Holmes, de Rouletabille og Arsene Lupin. Og til að líkja eftir Sher- lock fann hún upp lögreglumann- inn Hercule Poirot, sem varð þekktasta sögupersóna hennar ásamt hinni rosknu fröken Marple. Hugmyndin fæðist I sjálfsævisögu sinni, sem kom út þegar Agatha var orðin 75 ára gömul, segir hún frá því hvernig hugmyndin að fyrstu sögunni þró- aðist. „Meðan ég vann á rannsóknar- stofunni datt mér fyrst í hug að skrifa leynilögreglusögu. Og ég fór að velta fyrir mér hvernig lög- reglusögu ég gæti skrifað. Þar sem ég var umkringd eiturefnum, var líklega ekki nema eðlilegt að ég veldi eiturmorð. Ég lék mér að hugmynd um aðferð sem mér sýndist nokkuð góð og sló mér að lokum á hana. Þá var komið að persónunum. Fyrir hvern átti að eitra? Hver eitraði fyrir hann? Agatha Christie hefur verið nefnd „Queen of Crime“, eða drottning leynilögreglusagnanna og ekki að ástæðulausu. Hækur hennar hafa selst í yfir hundrað milljónum eintaka og veriö þýddar á flest tungumál heims. Leikrit hennar hafa hvarvetna verið sýnd við metaðsókn og má í því samhandi nefna, að leikritið „Músagildran“, frá árinu 1952, hefur verið sýnt samfleytt í yfir þrjátíu ár í London og virðist enn ekkert lát á aðsókn, en þetta er einsdæmi í samanlagðri sögu leikbókmenntanna. I>á hafa kvikmyndir, gerðar eftir sögu skáldkonunnar, verið sýndar við góða aðsókn víða um heim og sjónvarpsleikrit, byggð á sögum Agöthu, njóta að sama skapi mikilla vinsælda. íslenskir sjónvarpsáhorfendur eiga þess nú kost að kynnast lítillega vinnubrögðum þessa metsöluhöfundar, þar sem sjónvarpið hefur tekið til sýninga tíu þætti sem byggðir eru á smásögum eftir Agöthu Christie, en þættirnir nefnast á frummálinu „The Agatha Christie Hour“. I eftirfarandi grein verður fjallað lítillega um ævi þessarar víðlesnu skáldkonu og fjallað um feril hennar á sviði skáldsagnagerðar af því tagi sem sumir kalla „afþreyingarbókmenntir“, en á því sviði sýndi hún ótvíræða hæfileika og reyndist öðrum fremri, sem útbreiðsla verka hennar og lesendafjöldi bera glöggt vitni. Hvenær? Hvernig? Hvers vegna? — Þetta yrði að vera dálítið ná- komið morð með tilliti til þess hvernig það var framið. Og auðvit- að yrði leynilögreglumaður að vera með í sögunni. Um þetta leyti var ég'vel fóðruð á Sherlock Holmes svo ég sá fyrir mér leynilögreglumann á borð við hann. En ég varð auðvitað að finna hann upp sjálf. Hann ætti líka vin, sem drægi fram ágæti hans. En hvað um hinar persón- urnar? Hvern átti að myrða? Eig- inmaðurinn gæti svo sem myrt konuna sína, — það virtist algeng morðtegund. Ég gæti auðvitað komið með óvenjulegt morð af óvenjulegu tilefni, en það sýndist mér ekki nógu listrænt. Höfuð- atriðið í góðri leynilögreglusögu væri að auðveldlega mætti gruna hinn seka, en af vissum ástæðum lægi sakleysi hans í augum uppi, svo að sekt hans mætti að lokum koma á óvart. Ég hélt áfram að leika mér að þessari hugmynd í nokkurn tíma. Brotin fóru að raðast saman. Ég sá nú fyrir mér morðingjann. Hann yrði að vera dálítið grun- samlegur í útliti. Þyrfti að hafa svart skegg, — það fannst mér á þeim tíma ákaflega grunsamlegt. Nýlega hafði fólk flutt í nágrenni við okkur, — maðurinn var með svart skegg og átti konu, sem var eldri og mjög rík. Já, hugsaði ég, þau gætu dugað í grunninn. Ég velti þessu fyrir mér. Þau komu vel til greina, en samt var ég ekki nógu ánægð. Þessi ákveðni maður myndi aldrei fara að myrða neinn, að mér fannst. Það sneri huga mínum frá þessum hjónum og ég var sannfærð um að ekki dygði að styðjast við lifandi manneskjur sem ég þekkti, heldur yrði ég að skapa persónurnar sjálf. Einhver, sem maður sér í lest, strætisvagni eða veitingahúsi, getur hins vegar komið manni af stað. Og viti menn, þar sem ég sat í strætis- vagninum daginn eftir sá ég ein- mitt manninn sem ég leitaði að í hlutverk morðingjans. Hann var svartskeggjaður og sat við hliðina á roskinni konu, sem malaði eins og köttur ..." Hercule Poirot Og í framhaldi af þessu kemur frásögn Agöthu um hvernig leyni- lögreglumaðurinn Hercule Poirot varð til: Dame Agatha Christie, heimsfrægur rithöfundur með aðalsnafnbót skömmu áður en hún lést árið 1976. „Hvernig gæti ég haft leyni- lögreglumanninn? Ég skoðaði þá í huganum, sem ég hafði kynnst og dáð í öðrum bókum. Sherlock Holmes, sá eini sanni. Aldrei gæti ég keppt við hann. Arsene Lupin? Var hann í rauninni glæpamaður eða leynilögregla? Hvað sem því liði, væri hann ekki við mitt hæfi. Þá var eftir ungi blaðamaðurinn Rouletabille í „Leyndardómur gula herbergisins“. Þess konar sögupersónu vildi ég geta skapað. Einhvern sem ekki væri ofnotað- ur. Hvern gæti ég nú nýtt? Skóla- nema? Dálítið snúið. Vísinda- mann? Hvað vissi ég svo sem um vísindamenn? Þá komu mér í hug belgísku flóttamennirnir okkar. I Tro-prestakalli vorum við með heila nýlendu flóttamanna frá Belgíu. Því ekki að hafa leynilög- regluflóttamann? Lögreglumann, sem sestur væri í helgan stein. Ekki of ungan. Þar gerði ég ljót mistök. Afleiðingin varð sú að skáldaði leynilögreglumaðurinn minn hlýtur að vera orðinn yfir 100 ára núna. Hvað um það. Ég sló mér á belg- ískan leynilögreglumann. Eg leyfði honum að falla smám sam- an inn í hlutverkið. Hann yrði að hafa verið lögregluforingi, svo að hann gæti haft staðgóða þekkingu á glæpaverkum. Hann átti að vera nákvæmur, ákaflega snyrtilegur, hugsaði ég á meðan ég var að tína upp alls konar dót í svefnherberg- inu mínu. Snyrtilegur, lítill mað- ur. Ég sá þennan snyrtilega litla mann fyrir mér, þar sem hann var alltaf að laga hlutina til, vildi hafa þá samsíða og ferkantaða fremur en kringlótta. Hann ætti að vera bráðgáfaður. Léti gráu heilasell- urnar starfa, — þetta var góð setning sem ég varð að muna. Já, hann mundi sannarlega láta litlu gráu heilasellurnar starfa. Nafnið á honum yrði að vera hljómfagurt, eitthvað í líkingu við Sherlock Holmes. Því skyldi litli leynilögreglumaðurinn minn ekki heita Herkules? Herkules væri gott nafn á hann. Eftirnafnið yrði erfiðara. Ekki vet ég hvernig ég hitti á Poirot, hvort mér datt það í hug eða sá það í einhverju blaði eða skrifað á vegg. Það kom alla vega. Ekki mundi það fara sérlega vel við Herkules. Hercule væri betra. Þar kom það, Hercule Poirot. Það virtist ágætt. Guði sé lof, þá var það ákveðið ..." Þetta varð upphafið að fyrstu skáldsögu Agöthu Christie, „The Mysterious Áffair at Styles“, en handritið var að velkjast á milli útgefenda í nokkur ár án þess að nokkur hirti um að gefa það út. Að lokum var það gefið út árið 1920 og Agatha sló í gegn. Sömu sögu var að segja um söguhetju hennar, belgíska leynilögreglumanninn Hercule Poirot, sem átti eftir að koma mjög við sögu í mörgum bóka hennar síðar. Dularfulla hvarfið En þótt byrlega blési fyrir Ag- öthu á rithöfundarbrautinni átti hún í erfiðleikum í einkalífinu og smátt og smátt fór hjónaband hennar í hundana. Og einmitt um þetta leyti gerðist dularfyllsti at- burðurinn í hinu annars kyrrláta lífi hennar, — en þetta var ráð- gáta sem jafnvel skákar hinni flóknustu atburðarás í glæpasögu eftir Agöthu Christie, — hið dul- arfulla hvarf hennar. Agatha, sem þá var 36 ára að aldri, falleg og þegar orðin kunnur rithöfundur, hvarf föstudags- kvöldið 3. desember árið 1926. Hún hafði ekið í tveggja sæta Morris- bifreið sinni frá Styles, húsinu sínu í Sunningdale, sem hún hafði nefnt eftir fyrstu skáldsögu sinni og árla morguninn eftir fannst bifreiðin yfirgefin undir hæð einni í fárra mílna fjarlægð, — í hlut- lausum gír og með kveikjuna í. 1 henni voru nokkrar flíkur Agöthu, þar á meðal loðfeldur hennar. Hvarf hennar olli gífurlegu um- tali, varð forsíðufrétt blaða og víð- tæk leit 500 lögreglumanna og þúsunda sjálfboðaliða fór fram. Kafarar leituðu meðal annars í „Þöglutjörn", pytti einum í grenndinni sem sagður var botn- laus. Lögreglan dró þá ályktun af loðfeldinum og nístingsköldu veðri að Agatha Christie hefði framið sjálfsmorð og blaðamennirnir sem unnu að málinu töldu hið sama.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.