Morgunblaðið - 06.02.1983, Side 16

Morgunblaðið - 06.02.1983, Side 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Veröld iFASTEIGNIRi Sprengjur valda verð- hruni á húsamarkaði Ef fólk langar í einbýlishús á sólríkum stað á milli hins fagra Miðjarðarhafs og fjalla- tinda, sem eru snævi þaktir á vetr- um, ætti það að geta fengið ósk sína uppfyllta við vægu verði á Korsíku þessa stundina. „Þau eru öll galtóm" sagði leigu- bílstjóri einn og benti á húsin uppi í hæðunum meðfram flóanum utan við Ajaccio, höfuðborg Kors- íku. „Ég á allt mitt undir svona fólki og það sama er að segja um fjölmargar fjölskyldur hérna. Við teljum, að það eigi að koma vel fram við fólk, sem maður hefur lifibrauð sitt af. Það á að sýna því kurteisi, en ekki ógna því með sprengjum." Leigubílstjórinn mælir fyrir munn sívaxandi fjölda vinnandi fólks á Korsíku, sem hefur áhyggj- ur af harðnandi baráttu skæruliða þjóðernissinna fyrir sjálfstæði eyjarinnar. Korsíka er eins og kunnugt er hluti af franska ríkinu. Átta hundruð sprengjur löskuðu íbúðarhús og verzlanir á eynni síð- astliðið ár. FLNC — þjóðfrelsis- fylking Korsíku — lýsti yfir ábyrgð á tæpum helmingi af til- ræðum þessum, en hér er um að ræða mjög herskáa þjóðernis- hreyfingu, sem stofnuð var fyrir sex árum. f mörgum öðrum tilvik- um voru að verki glæpamenn, sem reyna að maka krókinn í hinni pólitísku ringulreið á eynni. Sumir þeirra voru einfaldlega að bítast innbyrðis en aðrir reyndu að kúga verndarfé út úr kaupsýslu- mönnum og „nýlendusinnunum" frönsku. Ríkisstjórn franska Sósíalista- flokksins hefur reynt að kaupa sjálfstæðishreyfinguna af höndum sér með því að auka sjálfsforræði eyjarskeggja. Þeir eru 230.000 talsins og hafa nú meira vald í eigin málefnum en íbúar annarra hluta franska ríkisins. En skæru- liðar FLNC, sem njóta aðeins stuðnings lítils brots af íbúafjölda eyjarinnar, hafa hins vegar hert árásir sínar á eignir franskra „nýlendusinna". Þá brugðu þeir á það ráð að kúga fé, svokallaðan byltingaskatt, út úr fólki á megin- landinu og efnuðum Korsíku- mönnum. Sá sem neitar að gjalda þeim skattinn fær sérstaka kveðju, þ.e. dínamít á tröppurnar hjá sér, framan við búðarglugg- ann eða undir bílinn. Opinberir starfsmenn sem koma frá meginlandinu til starfa í skólum á Korsíku, við póstþjón- ustuna og víðar fá skipun frá FLNC um að taka föggur sínar og hypja sig heim hið bráðasta. Ef þessir „meginlandsbúar" þver- skallast við og fara hvergi, fá þeir sinn skammt af dínamíti skæru- liðasamtakanna. Á Korsíku hefur jafnan verið feikinóg af ótíndum glæpa- mönnum, og þeir taka drjúgan toll af fórnarlömbum sínum. Svo er sagt, að í þeirra hópi séu sprengju- sérfræðingar, sem selji t.d. þjón- ustu sína kaupsýslumönnum, sem vilji ná sér niðri á keppinautun- um. Nú hefur Mitterrand Frakk- landsforseti gert sér grein fyrir því að umburðarlyndi sósíalista gagnvart öfgasinnuðum þjóðernis- öflum hefur haft allt önnur áhrif en að var stefnt. í síðasta mánuði tók hann það til bragðs að senda frægasta ógnvald glæpamanna á meginlandinu til Korsíku og fela honum að taka í sínar hendur bar- áttuna gegn hryðjuverkamönnum á eynni. Maðurinn heitir Robert Broussard og var til skamms tíma yfirmaður sérstakrar deildar frönsku lögreglunnar, sem berst gegn hryðjuverkamönnum. Hætt er þó við því, að efnahag- urinn á þessari fögru eyju beri ekki sitt barr í langan tíma eftir þessa hryðjuverkaöldu þótt að- gerðirnar núna skili einhverjum árangri. Byggingariðnaður er 70% af allri iðnaðarstarfsemi á eynni, og ríkir þar alger stöðnun nú um stundir. Dæmi eru um, að hús, sem reisa átti fyrir „útlendinga", hafi verið sprengd í tætlur áður en þau voru fullbúin. Enginn hefur Sum eru sprengd í loft upp áður en þau eru fullsmíðuð. efni á að reisa hús, sem aldrei verður búið í, enda þótt mönnum auðnist að ljúka við þau. Sumir húseigendur eru hvorki Korsíkumenn né franskir „ný- lendusinnar" og hafa þeir aldrei verið krafnir um byltingarskatta. Eigi að síður er þeim ekki rótt. Þeir óttast að allir þeir, sem eru af erlendum uppruna og virðast sæmilega fjáðir, muni fyrr eða síðar verða skotspónar hryðju- verkasamtaka. Afleiðingarnar eru þær að glæsileg einbýlishús eru auglýst til sölu, eitt af öðru, en fáir vilja kaupa. Samkvæmt gamalli hefð á Kors- íku njóta glæpamenn virðingar og fólk er þögult sem gröfin yfir gjörðum þeirra. Hingað til hafa skæruliðarnir skákað í þessu skjóli. En reiði í garð FLNC ólgar nú undir niðri. „Eins og sakir standa eru allir hræddir," segir roskinn Korsíku- búi.“ „En ef þessir villimenn snerta hár á höfði einhvers úr samheldinni Korsíkufjölskyldu, þá má búast við, að margir liggi í valnum, áður en yfir lýkur.“ Þegar þögnin er sterkasta vopnið Klukkan hálf sex að morgni dag nokkurn í síðasta mánuði ruddust lögreglumenn inn í hús eitt í London og frelsuðu þar ung- an mann, sem lent hafði í klóm mannræningja. Þar með lauk enn einum þættinum f baráttu Scot- land Yard við mannræningja, sem sumir líkja við samfellda sigur- göngu. Þetta var í fjórða sinn á átta árum, sem Lundúnalögreglunni tekst að bjarga fórnarlambi mannræningja án þess að nokkurt lausnargjald hafi verið greitt og jafnframt að hafa hendur i hári glæpamannanna. Ein megin- ástæðan fyrir þessum árangri er sú, að dagblöð, útvarp og sjónvarp hafa lagt sitt af mörkum til að hjálpa lögreglunni. Þau hafa í öll fjögur skiptin verið beðin um að þegja sem fastast um málið þar til þvi væri lokið og hafa alltaf orðið við þeirri bón vegna hættunnar á því, að fórnarlömbum mannræn- ingjanna yrði annars gert mein eða þau jafnvel drepin. Aðferðir lögreglunnar eru i beinu framhaldi af þeirri ósk mannræningja, að fjölskyldur fórnarlambanna geri ekki lögregl- unni viðvart. Upplýsingar um það fá þeir ekki annars staðar en úr blöðunum eða í útvarpi og sjón- varpi og þess vegna er hægt að telja þeim trú um, að gengið hafi verið að kröfum þeirra og að þeir geti sótt lausnargjaldið án ótta við lögregluna. Þegar ræningjarnir halda að allt gangi að óskum, er þeim hætt- ara við kæruleysislegum mistök- um, sem geta auðveldað lögregl- unni að hafa uppi á þeim og gísl- um þeirra. Þegar lögreglan tók hús á mannræningjunum nú síð- ast og frelsaði gísl þeirra, Emm- anuel Xuereb, sem er 33 ára gam- all, var það líklega í fyrsta sinn, sem glæpamennirnir höfðu eitt- hvert hugboð um að lögreglan væri með í spilinu. Það var ekki fyrr en Xuereb hafði verið leystur úr haldi, að EKKI OR0UM FÓLVÐÍ * lllaðamönnum er ekki alls varnað. fjölmiðlar skýrðu frá málinu, sem hafði hafist fimm dögum áður þegar grímuklæddir menn höfðu dregið hann og konu hans, Maríu, út af heimili þeirra þar sem þeir höfðu beðið þeirra þegar þau komu heim um kvöldið. Strax eftir að manræningjarnir höfðu haft samband við fjölskyldu Xuerbs sneri hún sér til lögregl- unnar og á aðeins nokkrum stund- um var búið að tryggja, að fjöl- miðlarnir þegðu um málið. Blaða- menn fengu hins vegar að fylgjast með málinu á daglegum fundum með Scotland Yard og vegna trún- aðartraustsins, sem þessi sam- vinna hefur leitt af sér, voru lög- reglumennirnir miklu opinskárri við þá en annars er venjan. Fjórum dögum eftir að þeim hjónunum hafði verið rænt, létu glæpamennirnir Maríu lausa, sem benti til, að þeir væru vissir um, að allt gengi þeim í haginn. Sól- arhring síðar komust þeir að raun um annað. Lögreglan vill hins veg- ar ekki segja hvað það var, sem varð ræningjunum endanlega að falli og leiddi í ljós hvar þeir voru niður komnir. „Án hjálpar fjölmiðlanna hefði starf okkar samt verið til einskis," sagði talsmaður Scotland Yard um þetta mál. — ROBERT LOW TÓMSTUNDAGAMAN Bretar hreykja sér af því að vera dýravinir er þrátt fyrir það eru þeir annálaðir fyrir mikla skotgleði þegar fuglar og lágfætt dýr með loðið skott eru annars vegar. Það er því ekki að furða að deilur skuli standa um dýradrápið og svo hatrammar eru þær, að líklega munu þær hafa allnokkur áhrif í næstu þingkosningum í Bretlandi, sem geta orðið fyrr en varir. í Bretlandi var þetta orðið að pólitísku hitamáli löngu áður en öfgafullir dýravinir sendu Mar- garet Thatcher bréfasprengju í pósti, eins og kom fyrir nú á dög- unum, og alltaf þegar um þessi mál er rætt, ber hennar hátign, drottninguna, og hennar fólk á góma. Elísabet drottning var bara prinsessa þegar hún skaut fyrsta andarstegginn sinn og síðan hef- ur hún verið forfallinn sport- veiðimaður. Díana prinsessa felldi sinn fyrsta nú nýlega og Karl, maður hennar, veit ekkert dýrlegra en að veiða með hunda- stóði. Anna, dóttir drottningar, lætur heldur ekki sinn hlut eftir liggja. Áhuga þessara tignu kvenna á veiðimennsku má rekja til Vikt- oríu drottningar. Fyrir rúmri öld horfði hún á mann sinn, Al- bert prins, skjóta hjört og sagði þannig frá því í dagbókinni: „Tígulegt dýrið barðist um á hæl og hnakka og það rumdi í því. Albert skaut það þá aftur ... Þetta var afar spennandi." Á þessum dögum hafði al- menningur meira en nóg að gera við að draga fram lífið við hinar ömurlegustu aðstæður og hafði því engan tíma til að vera með áhyggjur af illri meðferð á skepnum. Konungsfjölskyldan breska hefur þó alltaf reynt að vera í takt við tímann, nema ekki í þessu eina máli. Hún vill fá að halda áfram að skjóta og lætur sig engu skipta almenn- ingsálitið. I þessum átökum hefur jafnt verið úthellt blóði manna og dýra. Hús og bílar vísinda- manna, sem fást við tilraunir á dýrum, hafa verið útbíuð í alls konar krassi eins og „kvikskurð- arúrþvætti" og sportveiðimenn- irnir borga svo fyrir sig með því að skjóta skepnur, sem dýravin- irnir hafa skotið skjólshúsi yfir. Ákafur andstæðingur sport- veiðimennskunnar var nú fyrir skemmstu sektaður um nærri Hinn blóðugi ferill hennar hátignar 16.000 ísl. kr. fyrir að hafa lamið veiðimann með lurk og þegar tveir skoðanabræður hans tóku upp á því að úða einhverju efni á jörðina til að villa um fyrir veiðihundunum, gengu veiði- mennirnir í skrokk á þeim og börðu þá með svipusköftum þar til þeir misstu meðvitund. „Þetta er barátta upp á líf og dauða,“ segir Dave Wetton, fé- lagi í samtökum, sem kalla sig „Veiðispillana". „Við viljum upp- ræta þessa hlið á lifnaðarhátt- um þeirra og þar kemur engin málamiðlun til greina." Veiðimennirnir eru alveg jafn staðráðnir í að standa vörð um áhugamál sín. íhaldsmaðurinn Stephen Hastings, sem er for- maður í samtökum breskra sportveiðimanna, segir, að hér sé um að ræða heldur skuggalega herferð pólitískra öfgamanna, sem stefni að því að uppræta gamlar og grónar hefðir í sveit- um Iandsins. „Veiðarnar eru hluti af þjóðararfinum. Það, sem við erum að berjast við, er sam- bland af fávisku og fordómum,“ segir Hastings. Dýra-, fugla- og fiskveiðar eru enn sem fyrrr vinsælasta tóm- stundagaman efri stéttanna bresku, en nú virðist sem jafnvel síðasttalda sportið verði brátt talið siðferðilega rangt. Dr. Hor- ace Dobbs, sem hefur helgað sig umhverfisverndinni á hafsbotni og við strendur landsins, segist óttast, að áhugakafarar geti eytt öllum fiski við strendur Bret- landseyja. „Allt, sem hefur ugga, er í hættu fyrir spjótum þeirra," segir hann. _ PETER DEELEY Elísabet kvað vera „forfallin sportveiðimaður". Hér fer hún ein- kennisklædd fyrir lífverði sínum á hinum „opinbcra afmælisdcgi“ sínum sem er í júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.