Morgunblaðið - 06.02.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.02.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Elísabet var bara prinsessa þegar hún skaut fyrsta andarstegginn. Konungsfjölskyldan „vill fá að halda áfram að skjóta og lætur sig engu skipta almenningsálitið“ — TÓMSTUNDAGAMAN ÞRÆLKUN Fjögurra ára verkakonur Þúsundir indverskra barna á aldrinum fjögurra til fimm- tán ára eru vakin frá þrjú til fimm að nóttu og rekin upp úr rúmum sínum. Þeim er síðan skipað út í rútubíla og ekið til starfa í verksmiðjum. Þau eru flutt heim aftur eftir 12 stunda vinnudag, útkeyrð af þreytu, eins og nærri má geta. 1 skýrslu frá indversku sam- tökunum „Þjóðareining fyrir borgararéttindum" segir að vinnuskilyrði barnanna séu varla mönnum bjóðandi. Matur þeirra og klæði eru skorin við nögl og mörg eru heilsuveil og veikburða. Á Indlandi er mikið um barna- þrælkun. Engar nákvæmar tölur um það liggja á lausu, en könnun sem gerð var fyrir áratug leiddi í ljós að rúmlega 16 milljónir barna undir 15 ára aldri væru á vinnumarkaðinum. Samtökin, sem fyrr er vísað til, könnuðu vinnuskilyrði barna í eldspýtna- og flugeldaverk- smiðjum í ríkinu Tamil Nadu á sunnanverðu Indlandi. Þar starfa 100.000 manns og er tæp- ur helmingur þeirra á barns- aldri. Það þarf að leggja fram læknisvottorð með börnunum, svo þau fái vinnu, en slík vottorð ganga kaupum og sölum. Yngsta barnið, sem sást að störfum, var Þessi indverski snídi prfíar upp rinnupallana með fargið á höfðinu. undir fjögurra ára aldri. Telpur voru mun fleiri en drengir eða þrjár á móti einum. Vinnuveit- endur sögðust fremur vilja börn en fullorðna til að starfa í verk- smiðjunum, því að þau væru svo fim í fingrunum. Börn undir 10 ára aldri geta unnið sér inn sem svarar tveimur krónum á dag. Þau sem eldri eru geta fengið tæpar níu krónur í daglaun. 1 skýrslu samtakanna segir að öryggi í eldspýtna- og flugelda- verksmiðjum sé mjög ábótavant. Fyrir tveim árum fórust 32, þar af sex börn, er sprenging varð í flugeldaverksmiðju. Þá brunnu sex börn til bana á síðasta ári í verksmiðju, sem framleiðir blys. Oft er séð til þess að fréttir af minniháttar slysum berist ekki út. Verksmiðjurnar ráða sérstaka fulltrúa í þorpum og starf þeirra er fólgið í því að fá börn til vinnu og sjá um að þau séu vakandi, þegar bílarnir flauta til brott- farar um nætur. í skýrslunni segir, að allt að 200 börnum sé troðið inn í hvern bíl. Þau eru um 15 klukkustundir að heiman, ef ofan á langan starfsdag bæt- ist sá tími, sem fer í ferðir til og frá vinnustað. Þrælkun af þessu tagi varðar við lög, en í skýrsl- unni segir orðrétt: „Þessi smán- arlegu og stórhættulegu vinnu- skilyrði eru réttlætt sem ill nauðsyn í samfélagi eins og því, sem við búum í.“ í þessu felst sú merking, að börnin leggi fram veigamikinn skerf í tekjuöflun fjölskyldna sinna. JAFNRÉTTISBARÁTTAN Virginia Eleanor Foat hefur lengi verið í miklum metum hjá bandarískum kvenréttinda- konum. Hún er aðlaðandi og hinn mesti skörungur, virkur félagi í Demókrataflokknum og líklegur leiðtogi NOW-samtakanna, sem 300.000 konur eiga aðild að. í skýrslum bandarísku lögregl- unnar er dregin upp önnur og nokkuð dekkri mynd af Virginiu eða Ginny Foat. Þar segir, að hún sé 41 árs að aldri, fædd í Brooklyn af ítölsku foreldri, fyrrverandi barstúlka og go-go- dansmær, sem lagði snemma út á glæpabrautina og átti hugsan- lega aðild að ráni og tveimur óþrifalegum morðum. Ginny Foat hefur nú verið ákærð fyrir annað þessara morða, á öldruðum kaupsýslu- manni frá Argentínu, og situr þess vegna á bak við lás og slá í kvennafangelsi í Kaliforníu. Fyrir utan fangelsismúrana keppast menn hins vegar við að grafa upp allt, sem fundið verður um fortíð Ginny Foat. „Hún er sú kona, sem ég veit hvað vandaðasta að virðingu sinni," sagði ein vinkona hennar í kvenréttindasamtökunum. „Að vera að grafa upp þessar gömlu kærur er ekkert annað en póli- tískar ofsóknir gegn hreyfing- unni. Ginny mun líka verða sýknuð en þangað til munu karl- rembusvínin vissulega fá að njóta lífsins." Helsta vitnið í máli Virginiu er annar eiginmaður hennar af fjórum, John Sidote, sem árið 1965 var dæmdur í 25 ára fang- elsi fyrir morð en hefur nú verið látinn laus til reynslu. Sidote segir, að fundum þeirra Ginnyar hafi fyrst borið saman á bar í New Orleans þar sem hann var útkastari en hún vann fyrir sér G'inny: Fjórir eiginmenn og ef til vill trö morð. Agætur málstaður afleit fortíð sem dansmær. Þá var hún 24 ára gömul og fráskilin. Þeim varð fljótt vel til vina og að því er Sidote segir, hjálpaði Ginny honum við að tæla kaup- sýslumann frá Buenos Aries á afvikinn stað þar sem þau börðu hann í hel og hirtu af honum peningana, um 1400 dollara. Að því búnu settust þau að í spilavíti í Lake Tahoe í Nevada og drukku þar út ránsfenginn í slagtogi við framkvæmdastjóra fyrir ein- hverju hóteli. Þegar féð var gengið til þurrðar gerðu þau sér lítið fyrir og skutu drykkjufélaga sinn, tóku af honum hvern eyri og lögðu þýfið í bar í Carson í Kaliforníu, sem þau nefndu „No Regrets" eða „Engir bakþankar“. Ginny og Sidote giftust og bjuggu saman um hríð en þegar hann var fangelsaður fyrir þriðja manndrápið (ákæran hljóðaði ekki upp á morð) þá skildi hún við hann, giftist öðrum manni og fluttist til Los Angeles. Því hjónabandi lauk þegar áhugi hennar vaknaði á kvenréttindum en hann varð brátt meiri en manni hennar líkaði. Hún gekk í NOW-samtökin snemma á síð- asta áratug og gat sér strax orð fyrir mikinn dugnað. Árið 1977 var John Sidote handtekinn fyrir innbrot í New York og það kom vinum Ginnyar vissulega í opna skjöldu þegar hann játaði á sig morðin í Tahoe og New Orleans og bendlaði fyrrverandi eiginkonu sína við þau bæði. Hún var dregin fyrir rétt en ákærurnar voru látnar niður falla þegar Sidote, óður af bræði yfir 25 ára fangelsisdómi, hætti við að bera vitni. Þessar ákærur hafa nú verið bornar fram að nýju og er ástæð- an fyrir því sú, að Ginny sótti um starf hjá Los Angeles-borg. Þá var farið að athuga fortíð hennar og meðal annarra upplýsinga, sem „Stori bróðir" eða tölvan veitti, var, að Virginia Eleanor Foat væri eftirlýst af lögreglunni í Louisiana. Svo bættist það við, að John Sidote, fyrrverandi ekta- maki hennar, er nú tilbúinn til að vitna gegn henni fyrir réttinum. - WILLIAM SCOBIE Útlagarnir láta eins og apakettir Iskógivöxnum hliðum Emei- fjalls leika þrír útlagar lausum hala og þegar pílagrímar og aðrir ferðamenn leggja leið sína upp á fjallstindinn, sem er heilagur í augum búddatrúarmanna, setja þeir sig sjaldnast úr færi með að gera þeim einhverja skráveifuna. Það er því ekki að undra þótt þessir þrjótar séu orðnir alræmdir meðal fjallafólksins í Mið-Sichuan í Kína. Einn þeirra er eineygður, annar hefur aðeins þrjá fingur á hægri hendi og þeim þriðja er ýmist lýst þannig, að hann sé með klofna vör eða það vanti nokkuð á nefið á hon- um. í kínverskum blöðum segir, að á aðeins einu ári hafi þeir meira en 60 sinnum lagt til atlögu gegn ferðamönnum í Emei-fjalli. Sumir halda því þó fram, að þessir flóttamenn undan réttvís- inni eigi sjálfir harma að hefna og hafi snúist gegn mönnum eftir að hafa sætt mis- þyrmingum af hendi rauðra varðliða á tím- um menningar- byltingarinnar. „Sjálf alríkis- stjórnin hefur lagt blessun sína yfir eltingarleik- inn við þá,“ segir Yuan Shirong, umsjónarmaður Quidian-hofsins á Emei-fjalli, og púar í mestu rólegheitum heimaunnin vindil. „Þegar þeir nást verða þeir drepnir, því að þeir eru óvin- ir.“ Þrjótarnir, sem hér um ræðir, eru apar og þeir eiga svo sannar- lega sinn þátt í þeim þjóðsagnablæ, sem leikur um Emei, rúmlega 3.000 metra hátt fjall í Suðvestur-Kína, sem talið er eitt af fjórum helgum fjöllum búddatrúarinnar. Allt um- hverfis fjallið eru meira en 70 hof og helgistaðir, sumir allt að 14 alda gamlir, og dag hvern má sjá fjölda manna klífa brött klettariðin og einstigin, sem liggja upp á fjallið. Þeir, sem eru of gamlir eða las- burða fyrir ferðalagið, sem tekur tvo eða þrjá daga, geta fyrir and- virði 3—400 kr. leigt sér krafta- legan burðarmann, sem tekur þá viðkomandi á bakið og ber hann upp í áföngum. Þegar upp á tindinn er komið auðnast hinum trúuðu stundum að sjá sjálfa sig endurspeglast í skini búdda, sérkennilegu ljósfyrirbæri, sem síðustu geislar kvöldsólarinn- ar valda, og í fjallshlíðunum fyrir neðan breiðir regnboginn úr sér Mjög fjölbreytilegt dýralíf er í hlíðum Emei-fjalls. Þar lifir sjaldgæf geitategund, fljúgandi íkornar og jafnvel nokkrir panda- birnir, sem gæða sér á vöxtulegum bambusgróðrinum. Fyrirferðar- mestir eru þó aparnir, sem síðustu. 1.000 árin hafa lifað á 15 fermílna svæði í kringum hof nokkurt í rúmlega 2.000 metra hæð, en það er síðasti áfangastaðurinn á leiðinni upp. I aldanna rás hafa myndast um það ákveðnar venjur hvernig öpun- um skuli gefið. Gestum er sagt að gefa þeim allan mat, sem afgangs verður, til að þeir hætti betlinu. „Ef allur matur er búinn en ap- arnir vilja meira skuluð þið klappa saman lófunum og sýna öpunum að ekk- ert er eftir," seg- ir á skilti við hofið. „Þá munu aparnir fara burt.“ Ferðamenn hafa hins vegar fengið að reyna það um nokkurt skeið að sumir apanna líta ekki á neitun sem gilt svar. Eitt dag- blaðanna í Shanghai sagði t.d. frá því að aparnir hefðu hrifsað handtösku af fyrirmyndarverkakonu og hlaupið með hana upp í tré þar sem þeir hefðu tínt upp úr henni innihaldið og kastað því út í h.vldýpið fyrir neðan. Þar á meðal voru gleraugu konunnar, peningar og sjúkrasam- lagsskírteini, en ekkert matarkyns. Þegar aparnir komust að því urðu þeir svo reiðir, að þeir brutu grein- ar af trjánum og grýttu þeim á konuna og samferðafólk hennar. Fyrir nokkru sagði kvöldblaðið í Xinmin frá því, að forsprakkarnir þrír hefðu verið fórnarlömb menn- ingarbyltingarinnar þegar margir Kínverjar voru hraktir og illa leiknir af ofstækisfullum róttækl- ingum. Eineygði apinn missti aug- að þegar rauður varðliði réðst á hann með slöngvivað árið 1974, sagði í blaðinu. Hinir tveir meidd- ust þegar rauðir varðliðar gáfu þeim epli, sem þeir höfðu troðið rakvélarblöðum inn í. - CHRISTOPHER S. WREN Gengur ekki þrautalaust að kom- ast í nárist guðdómsins. viiuiii OHIUIH IIIIIIIICSIVU IllUIII. Komið hefur fyrir, að hinir trúuðu hafi orðið svo bergnumdir af þess- ari sýn, að þeir hafa kastað sér fram af klettabrúninni í von um að komast í það algleymisástand, sem nirvana heitir. Á tímum menningarbyltingar- innar ofsóttu maóistarnir áhang- endur búdda eins og annað trúað fólk, og hofið á Emei-fjalli, einn merkasti varðinn um komu búdd- ismans til Kína á 6. öld, varð hirðu- leysinu að bráð. Það var svo seint á síðasta áratug, að kínversk stjórnvöld leyfðu trúariðkanir á ný og útveguðu nauðsyn- legt fjármagn til að endurreisa mestu helgistaðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.