Morgunblaðið - 06.02.1983, Side 22

Morgunblaðið - 06.02.1983, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 62 Á Biblíudegi an A DROmNsrau ■UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson „Heilög ritning er ómissandi tengill milli Krists og okkar“ Rætt við dr. Sigurbjörn Einarsson biskup í tilefni Biblíudags Bibiíudagur — dagur þessarar gömlu bókar sem inniheldur 66 ólík rit. Hvers vegna meta kristnir menn þau svo mikils? Hvernig á að lesa þau? Hvernig á að skilja þau? Við fórum á fund dr. Sigur- björns Kinarssonar biskups í von um svör við spurningum okkar á Biblíudegi. „Mikill hluti Biblíunnar er þjóðarsaga Gyðinga. En óvenju- leg þjóðarsaga, því að hún snýst öll um Guð. Hann er alltaf og alls staðar í nánd. Og jafnframt er þjóðarsagan sérstök að því leyti, að hún er sögð og túlkuð sem saga mannkynsins. Guð, skapari mannsins, kallar þessa litlu þjóð til þess að verða full- trúi mannkyns. Hún á að agast og þroskast í höndum Guðs, verða verkfæri hans í því að koma fram vilja hans og mark- miði með sögu og tilveru manns- ins á jörð. Guð sendi þessari þjóð hvert stórmennið af öðru, spámennina. Móse var fyrstur þeirra, er fékk köllun til þess að bjarga þjóðinni úr ánauð og undan tortímingu til nýrra heimkynna, „hins fyrir- heitna lands". Jafnframt fól Guð honum að birta þjóðinni þau grundvallarlög, er líf hennar skyldi byggt á. Eftir Móse komu aðrir spá- menn er fluttu samtíð sinni orð frá Guði af einstæðum myndug- leik, leiðréttu þjóðina á fráfalls- tímum, vöktu hana af andvara- leysi, hirtu hana fyrir ótrúnað við Guð og ranglæti í þjóðfélag- inu. Þegar illa horfði töldu þeir kjark í þjóðina og bentu sífellt fram til hins komandi Guðsríkis, þegar réttlæti Guðs hefði sigrað allt ranglæti og friður hans ríkti meðal manna og þjóða. Þeirri framtíðarsýn tengdist vissan um það, að Guð myndi gefa mönnunum fullkominn valdhafa, konung, sem stjórnaði samkvæmt vilja Guðs og frelsaði allan heim. Sá konungur er Messías, Kristur." Þannig að Gamla testamentið fjallar einnig um Krist á vissan hátt? „Vissulega. Sem Gyðingur leit hann á það sem Biblíu sína. Hann hefur kunnað hana og unnað henni, beðist fyrir með bænarmálum hennar og leitað leiðsagnar Guðs í orðum hennar. í starfi sínu og boðun stóð Jes- ús á grundvelli „lögmálsins og spámannanna“, þ.e.a.s. Gamla testamentisins. Hann lifir og kennir í ljósi fyrirheita ritning- anna fornu. Hann bendir á kjarnann í öllum boðorðum Guðs með tvöfalda kærleiksboðorð'nu. En um leið er hann hafinn yfir orð Biblíu sinnar: „Þér hafið heyrt að sagt var ... en ég segi yður.“ Hann umboð Guðs til þess að túlka ritningarnar og bregða nýju Ijósi yfir allt, sem þar er skráð. Jesús lítur á sjálfan sig sem uppfyllingu fyrirheita Guðs um Messías. Hann segir ritningarn- ar vitna um sig. Og öll verk hans og framkoma árétta þennan sjálfskilning. Þessi vitnisburður hans um sjálfan sig vakti andstöðu. Menn höfðu gert sér aðrar hugmyndir um Messías. Jesús var dæmdur til dauða fyrir að gera tilkall til þess að vera konungur." Hvernig verður þá Nýja testa- mentið til? „Lærisveinar Jesú Krists urðu vottar að því, að hann reis upp frá dauðum. Þar með hafði Guð sjálfur staðfest það sem hann sagði um sjálfan sig og ætlunar- verk sitt. Nýja testamentið varð til í ljósi páskanna. Guðspjöllin geyma minningar lærisveinanna um feril og kenningu Jesú. Ekki minningar um dáinn mann, minnisstæðan en horfinn meist- ara, heldur vitnisburð um lifandi Drottin, sem starfar í mætti kærleika síns meðal mannanna, fyrirgefur, líknar, gefur nýtt líf. Önnur rit Nýja testamentisins eru eins að þessu leyti, þótt form þeirra sé annað." Biblían er trúarbók kristinna manna. Hvernig eigum við að lesa hana og skilja? „Kristnir menn trúa ekki á bók. Kristur er orðið sem þeir trúa á, eins og kemur fram í 1. kafla Jóhannesarguðspjalls. Hann er orðið, sem birtir huga Guðs, leysir og lífgar. Heilög ritning lýtur og þjónar honum einum. Nýja testamentið er fætt af Kristi — hið gamla endurfætt af honum. í ritum Nýja testa- mentisins sést, hvernig ritning- arlestur hins kristna safnaðar miðast eindregið við Krist, pers- ónu hans, Guðsopinberun hans. Þess vegna er Ritningin ómissandi tengill milli Krists og okkar, Gyðingar lesa Ritningu sína án Krists. Það gera margir fleiri. Páll postuli segir þá lesa með skýlu fyrir augum. Sú skýla verður aðeins tekin í burtu í samfélagi við Krist. Að lesa með opnum augum er að lesa í trú á þann Jesúm, sem sagðist vera kominn til að leita týndra og frelsa þá, sagði, að sá sem sæi hann og fyndi hann, sæi Guð, fyndi Guð og þar með sáluhjálp sína.“ Að lokum, dr. Sigurbjörn. Hef- urðu einhverjar ábendingar til þeirra, sem hafa lítið lesið í Ritn- ingunni hingað til, en vilja breyta því? „Hver kristinn maður les Bi- blíuna í samfélagi þeirrar kirkju, sem játar upprisinn, lif- andi Drottin og tilbiður hann. Hann les með opnum huga og bæn um, að Heilagur andi ljúki lesmálinu upp og leiði fram Krist. Það er gott fyrir byrjend- ur að lesa guðspjöllin og Postulasöguna. Biblían hefur engin ótvíræð og almennt augljós rök fyrir því, að vitnisburður hennar sé gildur og feli í sér orð eilífs lífs. Hún sannar ekki að hún geymi orð Guðs. En hún segir eins og meistari hennar og Drottinn, Jesús Kristur: Komið! Leitið! Þiggið! „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það“ (Lúk. 11:28). „Sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér“ (Matt. 11:6).“ Við kveðjum dr. Sigurbjörn með þá bæn í huga, að íslenska þjóðin megi fá náð til að rækja samfélag sitt við Krist Biblíunnar, lúta hon- um einum. Árið 1984 verður merkisár í sögu Heilagrar ritningar á íslensku. Þá verða 400 ár síðan fyrsta Biblían á íslensku var gefin út, en það gerði Guðbrandur Hólabiskup Þorláks- son árið 1584. Einnig verða liðin 444 ár frá útkomu fyrsta Nýja testamentisins á íslensku, en það var fyrsta prentaða bókin sem út kom á máli okkar. í tilefni þessara útgáfuafmæla verður haldin Bibl- íuhátið. Hún felst m.a. í því, að gef- in verður út ljósprentuð Guð- brandsbiblía og óbreytt þýðing Odds Gottskálkssonar á NT, þó með nútímastafsetningu. En þótt verðugt sé að minnast þannig merkra atburða sögunnar, er hlutverk Hins íslenska Biblíu- félags fyrst og fremst að gefa Heil- aga ritningu út á máli sem almenn- ingur skilur og í broti og leturstærð sem hverjum hentar. Árið 1981 kom út endurskoðuð þýðing Biblíunnar, en einungis í einni stærð. Á árinu 1983 er ætlun- in að gera stórátak til úrbóta í þessu efni: Fyrsta upplag Biblíunn- ar frá ’81 er senn þrotið og þarf að endurprenta hana. Væntanleg er á næstunni sérprentun á NT og Sálmunum, ásamt viðauka Biblí- unnar ’81, bæði í upphaflegu broti þeirrar útgáfu og vasabroti. Síðar á árinu má gera ráð fyrir NT og Sálmunum í nýrri setningu í þrem- Já, eins og sæðið grær og vex, ber orð Guðs ávöxt. Mönnum kann að finnast það hversdagslegt, lítilvægt, kraft- laust — en það ber ávöxt! Eins og agnarsmátt mustarðskorn felur í sér vaxtarmagn stærsta trés, fylgir Heilagur andi orði Guðs eftir og gefur mikinn ávöxt af boðun þess. í frumkristninni kom þessi ávöxtur vel í ljós þegar ofsóttir og hraktir lærisveinar Drottins sýndu óvinum sínum djörfung og kærleik og áunnu marga til fylgd- ar við Krist. Á öllum tímum hef- ur ávöxturinn sést þegar fagnað- arerindið hefur borist þeim sem lifðu í myrkri og ótta heiðni. Samfélagið við Guð í Kristi hefur gefið mönnum breytt viðhorf til lífsins og náungans. Ávöxtur Orðs Guðs hefur sést í lífi manna, en aldrei verið einkamál hins kristna einstaklings. ur stærðum: vasaútgáfu, stækkaðri útgáfu fyrir sjóndapra og milli- stærð fyrir skólabörn. Loks á að gefa út Biblíuna I mun stærra broti, einkum ætlaða sem altaris- biblíu í kirkjur. En þótt vissulega sé þörf fyrir þessa fjölbreytni í útgáfu Orðs Guðs á íslensku, megum við ekki gleyma og bregðast öllum þeim fjölda manna í öllum heimi sem á langt í að fá Biblíuna á eigin máli. Sameinuðu Biblíufélögin leggja áherslu á, að ríkari þjóðir heimsins taki þátt í að fjármagna útgáfu Ritningarinnar í fátækari heims- hlutum og Iöndum, þar sem stjórn- völd hafa horn í síðu hennar. Orð Guðs er ætlað öllum mönnum og enginn ætti að standa gegn því með afskiptaleysi að allir íbúar jarðar- innar eigi aðgang að Biblíunni. Hið íslenska Biblíufélag á enga digra sjóði, því að söluverð Ritning- arinnar er ávallt undir kostnaðar- verði. Því er hér með heitið á alla kristna landsmenn að styðja starf- semi þess með fjárframlögum eftir efnum og ástæðum. Prestar landsins taka við peningum í því skyni, og er hér með þakkað fyrir þær gjafir sem berast. Nánari upplýsingar um allt framansagt er unnt að fá í Guð- brandsstofu Hallgrímskirkju milli kl. 15—17 mánudag til föstudags, í síma 91-17805. Við íslendingar búum við margs kyns ávöxt fagnaðarerind- isins, þótt við lítum ekki alltaf á málin í því samhengi. Samt er okkur öllum nauðsynlegt að stað- næmast við spurninguna: Fær boðskapur Guðs í Heilagri rit- ningu að tala til mín, þannig að Orð Guðs grópist inn í líf mitt og beri þar ávöxt? Er ég í raun og veru kristinn, mótaður af fagnað- arerindinu? Ég hef Biblíuna, get lesið hana og skilið að vissu marki, en notfæri ég mér það sem skyldi? í framhaldi af því hlýtur að vera eðlilegt að spyrja sjálfan sig: Hvað geri ég til þess að aðrir komist í snertingu við Orð Guðs og það geti borið ávöxt hjá þeim? Guð gefi, að hugsanir okkar í þessu efni leiði til þess að Heilög ritning fái hærri sess í hvers- dagslífi okkar og boðskapur hennar sé grundvöllur lífs okkar. Biblíulestur vikuna 6.—12. febr. Frá og með deginum í dag, Biblíudeginutn, fylgja 2—3 íhugun- aratriði hverjum kafla í dálknum „Biblíulestrar vikuna ..Með þvf er ætlunin að auðvelda lesendum að íhuga aðalatriöi leskafl ans, og taka boðskap hans. Sunnudagvr 6. febrúar: Lúk. 8: 4—15. a) Gatan — klöppin — þyrnarnir: Við hvað í lífi okkar gæti verið átt? b) Hver er ávöxtur þess að heyra og varðveita orð Guðs? Mánudagur 7. febrúar: I. Mós. 9:1—19. a) Guð setur manninn sem ráðsmann yfir sköpunina. Hvað felst í því? b) Guð gefur manninum sáttmála við sig. Til hverra nær sáttmál- inn? Hvað felur hann í sér? Þriðjudagur 8. febrúar: 1. Mós. 11:1—9. a) Enn reyna menn að ná til himins með eigin verkum og athöfnum... b) Þegar menn lifa í ósamræmi við vilja Guðs, verður sundr- ung meðal þeirra. Midrikudagur 9. febrúar: Davíðssálmur 102. a) Hrjáður og illa farinn maður á von, þrátt fyrir allt vonleys- ið. b) Einstæðingurinn á alltaf einn að, sem hlustar, vill hjálpa og getur hjálpað. c) Guði ber lof, því að hann varir og breytist ekki eins og allt annað. Fimmtudagur 10. febrúar: Davíðssálmur 103:1—12. a) íhugum fyrir hvað við ættum að lofa Drottin. Okkur háettir um of til að líta á gjafir hans sem sjálfsagðar. b) Fyrst og fremst ber Guði lof fyrir algera fyrirgefningu hans og miskunn. Föstudagur 11. febrúar: Davíðssálmur 103:13—22. a) Þrátt fyrir fallvaltleik mannsins, varir miskunn Guðs. b) Hvernig ætti lofgjörð til Guðs að koma fram í lífi okkar? Laugardagur 12. febrúar: Davíðssálmur 104:1—18. a) 1 myndrænu máli er dýrð Guðs lýst. Hann heldur öllu í skefjum. b) Öll sköpun Guðs hefur ákveðinn tilgang — allt er á sínum stað, að vilja hans. Orð Guðs ber ávöxt! Mark. 4:26—32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.