Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR
38. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skoðanakönnun í Bretlandi:
Stóraukið fylgi
íhaldsflokksins
Fengi 140 þingsæta meiri hluta í kosningum nú
Ixtndon, 15. febrúar. Al\
Líbanskir hermenn kanna persónuskilríki ökumanna í austurhluta Beirút í gær. Her Líbanonsstjórnar tók þennan
borgarhluta á sitt vald í fyrrinótt, en her kristinna hægrimanna hafði haft yfirráð yfír honum frá því í borgarastyrjöld-
inni 1975—1976. Mynd af Bashir Gemayel hangir uppi í bakgrunni myndarinnar. Hann var á sínum tíma kjörinn
forseti landsins, en var myrtur.
Her Líbanons tekur
austurhluta Beirút
Öll borgin nú undir yfirráðum Líbanonsstjórnar
Beirút, 15. febrúar. AP.
ÞRÁTT fyrir verkfoll, mikið at-
vinnuleysi og deilur um kjarnorku-
mál hefur brezki íhaldsflokkurinn
með frú Margaret Thatcher forsæt-
isráðherra í broddi fylkingar aukið
fylgi sitt svo, að flokkurinn hefur
nú 13% fram yfír helzta stjórnar-
AP
Að loknum
löngum kossi
Dino DeLorean og Barbara Kane
voru að niðurlotum komin þegar
loksins slitnaði á milli þeirra eft-
ir fímm daga og tólf stunda lang-
an koss í búðarglugga í Los Ang-
eles. Hér reyna þau eftir atvikum
að brosa sínu blíöasta til Ijós-
myndaranna en afrekið geröi það
að verkum, að nú verða þau
skráð sem heimsmeistarar í
kossaflensi í metabók Guinness.
Sjá á bls. 18: „Nýtt heims-
met.“
Afganistan:
UM 60% færri stúdentar þreyttu inn-
tökupróf við háskólann í Kabúl í ár
en í fyrra sökum þess ofurkapps,
sem stjórnvöld í Áfganistan leggja
nú á að kalla sem flesta unga menn
í herinn. Er það haft eftir áreiðanleg-
um heimildum, að ungir piltar ekki
eldri en 15 ára gamlir séu gripnir á
götum úti eða sóttir á hcimili sín og
að slíkir atburðir heyri ekki til und-
antekninga heldur séu daglegt
brauð.
Kommúnístastjórnin í Kabúl
fyrirskipaði fyrir löngu, að engir
karlmenn fengju að taka próf við
háskólann, nema þeir hefðu áður
gengt tveggja ára herskyldu. Nú
telur stjórnin það enn brýnna en
áður að fá nýja hermenn í stað
þeirra, er annað hvort hafa fallið
eða gerst liðhlaupar í stríðinu við
frelsissveitirnar, sem nú hefur
staðið í þrjú ár.
Her kommúnistastjórnarinnar,
sem berst við hlið 100.000 manna
innrásarliðs Sovétmanna í Afgan-
istan, var um 90.000 manns fyrir
þremur árum. Nú er hins vegar
talið, að ekki séu nema 30.000
andstöðuflokkinn, sem er Verka-
mannaflokkurinn. Kom þetta fram
í skoðanakönnun í London í dag.
Þetta þýðir, að íhaldsflokkurinn
myndi vinna yfírburðasigur í al-
mennum þingkosningum, ef þær
færu fram nú og fengi sennilega
um 140 þingsæta meirihluta.
Það var sjálfstæð skoðana-
könnunarstofnun, sem fram-
kvæmdi þessa skoðanakönnun
fyrir blaðið The Evening Stand-
ard. Niðurstaða könnunarinnar
var sú, að íhaldsmenn fengju
45% atkvæða, Verkamanna-
flokkurinn 32% og hinn nýi
flokkur sósíaldemókrata 21%. I
sams konar skoðanakönnunum
að undanförnu hefur íhalds-
flokkurinn haft 8—12% forskot.
Hið aukna forskot íhaldsflokks-
ins nú er talið auka mjög líkur á
því, að frú Thatcher láti efna til
þingkosninga annaðhvort í júní
eða október næstkomandi. Nú-
verandi fimm ára kjörtímabili
lýkur hins vegar í maí 1984.
Fylgi Ihaldsflokksins var kom-
ið langt niður fyrir 30% síðla árs
1981, en fór aftur vaxandi
snemma á árinu 1982 og jókst
síðan mjög í Falklandseyjastyrj-
öldinni við Argentínumenn, en
henni lauk með sigri Breta 14.
júní sl. Þá hefur brezka stjórnin
náð miklum árangri í baráttunni
við verðbólguna, sem var yfir
20% fyrir tveimur árum en er nú
aðeins um 5% á ári og er þetta
ekki hvað sízt skýringin á gengi
íhaldsflokksins nú.
manns í þessum her.
Talið er, að um 2.500 stúlkur
hafi tekið inntökupróf í Kabúl-
háskóla 4. febrúar sl. ásamt 1.500
piltum, sem annað hvort höfðu
lokið herskyldu eða voru synir
embættismanna kommúnista-
flokksins.
EFTIR margra mánaða hik tók líb-
anski herinn af skarið f dag og hélt
inn f austurhluta Beirút, þar sem
hann tók á sitt vald borgarhluta krist-
inna manna. Fram til þessa hafa
kristnir hægrimenn ráðið yfír þessum
borgarhluta og létu þeir hann af
hendi nú mótspyrnulaust. Sagði í til-
kynningu líbönsku stjórnarinnar, að
með þessu lyti öll Beirútborg, jafnt
borgarhluti kristinna manna sem mú-
hameðstrúarmanna, stjóm líbanskra
stjórnvalda.
Amin Gemayel, forseti Líbanons,
gaf hernum skipun skömmu eftir
miðnætti í nótt um að halda inn í
austurhluta borgarinnar og var öll-
um hernaðaraðgerðum lokið fyrir
dögun. Kristnir menn, sem höfðu
haft borgarhlutann á sínu valdi frá
því í borgarastyrjöldinni
1975—1976, lýstu því samtímis yfir,
að dvöl herliðs þeirra þar væri lok-
ið.
„Heimurinn beinir augum sínum
til okkar til þess að sjá, hvaða gildi'
hið líbanska ríki hefur og hvort það
er þess megnugt að rísa aftur upp,“
sagði Gemayel forseti, áður en líb-
anski herinn hélt inn í austurhlut-
ann. „Látið alla þegna okkar finna,
að þið eruð þeirra her og her Líb-
anons. Sannfærið þá um, að þið
haldið ekki með einum hóp gegn
öðrum," sagði hann ennfremur.
För lfbanska hersins inn í aust-
urhluta Beirút er talin þáttur í
þeirri viðleitni Gemayels að ávinna
sér frekara traust múhameðstrú-
armanna í landinu, en þeir hafa
lagt hart að forsetanum frá því í
fyrrahaust að ná yfirráðum yfir
austurhlutanum.
London, 15. febrúar. AP.
KISAVAXINN sovézkur kafbátur, sem
gefíð hefur verið nafnið „Hvirfilvind-
ur“, kann að fela í sér mikla hættu
fyrir Vesturlönd í framtíðinni, þar sem
unnt er að skjóta frá honum samtímis
fjórum eldflaugum af gerðinni SS-20,
en hver þeirra ber 12 kjarnorku-
sprengjur. Skýrðu varnarmálasérfræð-
ingar frá þessu í London í kvöld.
Talið er, að Sovétmönnum hafi
tekizt að leysa tæknileg vandamál,
sem eru samfara því, að skjóta svo
mörgum SS-eldflaugum samtímis
frá einum kafbát. Þessi nýi kafbátur
Líbönsk stjórnvöld vísuðu í dag á
bug þeirri staðhæfingu Israels-
manna, að þau hefðu fallizt á, að
herlið Saad Haddad hershöfðingja
yrði hluti af stjórnarher Líbanons.
Var sagt, að Haddad hefði áður
verið ákærður fyrir liðhlaup og sú
ákæra hefði ekki verið felld niður
enn.
Sovétmanna er sennilega stærsti
kafbátur, sem nokkru sinni hefur
verið smíðaður eða um 30.000 tonn.
Til samanburðar má nefna, að
kafbáturinn er þrisvar sinnum
lengri en þota af júmbó-gerð. Hann
er knúinn af tveimur kjarnorku-
hreyflum og nær 25 hnúta hraða. Þá
á kafbáturinn að vera með tvöföld-
um byrðing, svo sterkum að flest
þau tundurskeyti, sem Vesturlönd
ráða nú yfir, eiga ekki að geta
grandað honum.
Stjórnskipuð nefnd í Svíþjóð vill
leyfa sifjaspell sé fólk orðið 18 ára
Stokkhólmi, 15. febrúar. Al\
STJÓRNSKIPUÐ nefnd í Svíþjóð
hefur lagt til, aó viðurlög við sifja-
spellum verði afnumin ef um er að
ræða fullorðiö fólk, sem gengur
óþvingað til leiksins. Nefndin vill
hins vegar að tekið verði miklu
harðar á nauðgunum en hingað til.
Nefndin, sem skipuð var árið
1977, skilaði áliti sínu nú fyrir
nokkrum dögum og segir þar, að
helsta takmark hennar hafi verið
að „auka fordæmingu samfélags-
ins á nauðgunum". Hins vegar
segist hún vilja, að hætt verði að
refsa skyldmennum, sem hafa
kynmök, ef það er gert með sam-
þykki beggja. Lagt er þó til, að
viðurlög verði aukin þegar um er
að ræða sifjaspell þar sem börn
eru annar aðilinn og einnig að
melludólgum og þeim, sem hagn-
ast á vændi annarra, verði refsað
harðar en nú.
„Við í nefndinni spurðum okkur
þeirrar spurningar, hvort systk-
ini, sem ælust upp fjarri hvort
öðru, fremdu glæp með því að
fella hugi saman síðar og taka
upp samlíf," sagði einn nefndar-
manna, Ingrid Almdahl. Frjáls-
lyndi flokkurinn, sem er í stjórn-
arandstöðu, er á móti nefndarálit-
inu og telur að Svíar eigi „ekki að
afnema lög, sem gilda í öllum sið-
menntuðum samfélögum" auk
þess sem sifjaspell væru talin
óeðlileg af langmestum hluta
fólks.
Samkvæmt núverandi lögum
má dæma foreldri í tveggja ára
fangelsi ef það hefur kynmök við
barn sitt uppkomið og það varðar
árs fangelsi þegar systkini eiga í
hlut.
Stúdentum smalað
í stjórnarherinn
Islamabad, Pakistan, 15. Tebrúar. AP.
Nýr risavaxinn
kafbátur Rússa
Getur skotið fjórum SS-eldflaugum samtímis