Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 3 Vænti stuðnings sjálfstæðismanna „ALÞÝÐUBANDALAUIÐ hefur ákveðið að segja sig ekki úr ríkisstjórninni, þó þetta frumvarp hafi verið lagt fram. I»eir hafa lýst því yfir að ef frumvarpið verður að lögum muni þeir taka til nýrrar athugunar hvort þeir slíta stjórnarsamstarf- inu,“ sagði (iunnar Thoroddsen forsatisráðherra, er Mbl. spurði hann álits á afstöðu Alþýðubandalagsins til frumvarps um breytingar á vísitöluviðmiðun. Gunnar var þá spurður hvenær fastlega að muni styðja frumvarpið, hann teldi að frumvarpið yrði að lög- hefur ekkert látið uppi um afstöðu um. Hann svaraði: „Þingflokkur sína, en ég vænti þess fastlega að sjálfstæðismanna, sem ég vænti þingflokkurinn styðji frumvarpið." Samþykkt þess brot á stjórnarsáttmálanum „KK ÞETTA frumvarp verður samþykkt, þa er það brot a stjornarsáttmálanum og hlýtur að mcðhöndlast sem slfkt," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, um afstöðu flokks síns til vísitölumálsins. Svavar var beðinn að útskýra nán- ar hvernig slík „meðhöndlun" yrði. Hann svaraði: „Það hlýtur að hafa þær afleiðingar sem brot á stjórn- arsáttmálanum hefur." Nánar að- spurður sagði hann: „Eg tala ekki skýrar en þetta, enda eiga menn að skilja þetta. Hins vegar er það ekki ég heldur miðstjórn og þingflokkur sem tekur afstöðu til aðildar að rík- isstjórn." Svavar sagði í lokin, að hann teldi frumvarpið um breytingar á vísi- töluviðmiðun og fleira ekki stjórnar- frumvarp. „Þetta er frumvarp for- sætisráðherra. Það þarf atbeina for- setans til þess að ráðherrar geti lagt fram frumvarp í annarri deild en hann situr í,“ sagði hann. Þeir geta ekki hlaup- ist undan merkjum „ÞAÐ ERl! mér mikil vonbrigði að þeir skuli ekki standa að þessu, þvi Svavar Gcstsson hefur unnið ötullega að málinu, en það tókst ekki hjá honum að ná samstöðu, þrátt fyrir að búið sé margítrekað að lofa þessu," sagði Steingrímur llermannsson sjávarútvegsráðherra um málsins. Steingrímur sagði einnig, aðspurð- ur um hvort hann teldi að til þess kæmi að Alþýðubandalagið færi úr ríkisstjórninni: „Ég held að þeir séu það nátengdir þessari vinnu allri í afstöðu Alþýðubandalagsins til vísitölu- gegnum eitt og hálft ár, að þeir geti ekki hlaupist undan merkjum, enda geri ég ekki ráð fyrir því. Ætla þeir ekki að sitja áfram? Er það ekki ljóst?“ Deilur um meðferð þingmála milli stjórnarliða: Fuiltrúar Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks sóttu ekki þingnefndarfund „VIÐ mótmælum einnig þessum fundi kl. 17. Okkar krafa er að það verði haldinn fundur þegar málið kemur til nefndarinnar, ekki fyrr, og það er alveg Ijóst að hvorki fulltrúi Alþýðuflokksins né Alþýðubandalags munu mæta á fundinum,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson þingflokksformað- ur Alþýðubandalags um miðjan dag í gær í tilefni fundar fjár- hags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis, sem boðaður var kl. 17 til að fjalla um vísitölufrumvarpið, en það hafði þá ekki verið afgreitt til nefndar og 2. umræðu. Fundinn, sem hófst um kl. 17.30, sátu aðeins fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, auk nokkurra tilkvaddra sérfræðinga. Fundur var boðaður í nefnd- inni kl. 9 í gærmorgun, en var frestað eftir stuttan fund nefndarinnar í fyrrakvöld, en mikill ágreiningur hefur verið meðal stjórnarliða um mál þetta, eins og komið hefur fram í fréttum. Forsætisráð- herra hefur aftur á móti þrýst mjög á að nefndin taki málið strax til umfjöllunar og var Halldór Asgrímsson formaður hennar spurður álits á þessu í gær. Hann sagði: „Ég tel að ; þingflokkaformenn eigi ekki að vera að skipta sér af störf- um nefnda. Það er mjög mik- ilvægt að þeir reyni að ná sam- komulagi um störf hér á þingi og þeir hafa nóg með það. Það er nefndarformanna að reyna að skipuleggja störfin í sínum nefndum." Halldór tók það fram, að fundinum sem halda hefði átt árdegis hefði ein- göngu verið frestað vegna þess að meirihluti nefndarmanna hefði lýst því yfir að þeir gætu ekki mætt kl. 9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni eru þrír og fram- sóknarmanna tveir, þannig að þeir mynda meirihluta gegn einum fulltrúa frá hvorum hinna flokkanna, en þeir eru Sighvatur Björgvinsson frá Alþýðuflokki og Guðmundur J. Guðmundsson frá Alþýöu- bandalagi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í upphafi nefndarfundar fjárhags- og við- skiptanefndar síðdegis í gær. Matthías Bjarnason lengst til vinstri, þá Ingólfur Guðnason, Halldór Asgrímsson, Matthías Á. Mathiesen og Albert Guðmunds- SOt- Ljósm. Mbl. KOE. röaúrvaliö er hiá Otsýn ffÆíöSS UIR STREYMA tNN ■rö meö toppalslæU' satnningum viö f lágmarksverí ,g vandaöri þionustu, sem UTSYNAR. kemur beint tram -g^g-^SWAFSUEH.. TIL AnnAHRA LAÍ1DA fEHpA^KRUyOrAN UTSYM tmMuwW* * T IÆRCBORG AMf.WCAN WAjlg iTRAl' H H&PFEfrólK f . 5. BEINT LEIGUFLUG BEZTU STAÐINA ENN LANGODYRASTI 0G BEZTI VALKOSTURINN í SUMARLEYFINU Costal del Sol - TORREMOLINOS/ MARBELLA Fjölsottasta ferðaparadisin, sindr- andi sólskin, tjörugt mannlif 25 ár i leiguflugi. — Verð frá kr. 11.700.- Sikiley — TAORMINA/ NAXOS Heimsfræg fegurð, saga. listir, róm- antik. Fegursfa eyja Miöjarðarhafs- ins, fádæma vinsæl. — Verö fré kr. 11.900.- Mallorca — PALMA NOVA/ MAGALUF Sivinsæi, en þá gildir að vera á rétfu ströndinni með vaidan gististað. — Verð frá kr. 11.700.- Portúgal — ALGARVE Einn sólrikasfi staður Evrópu með heillandi þjóðlif. hreinar, Ijósar strendur og hagstætt verölag Spennandi nyjung á markaðnum. — Verð frá kr. 12.400.- FORFALLATRYGGING Útsýn er fyrsta íslenzka feröaskrifstofan, sem býöur tryggingu fyrir fullri endur- greiöslu, veröiröu aö afpanta ferö. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 5% af pöntunum, sem berast fyrir 1. marz og eru greiddar á gjalddaga. SÓLAR- SJÓÐUR auðveldar þér greiöslu fargjaldsins meö jöfnum afborgunum og gengis- tryggingu. Lignano Sabbiadoro — HIN GULLNA STRÖND ITALIU 10 ár Utsýnar i sérhannaðri sumar- paradis. — Verð frá kr. 12.900.- Flug og bíll í suöurlöndum — Verð frá kr. 8.630,- Vikusigling meö M/S Vacationer í sólríku Miðjarðarhafinu. — Verð frá kr. 7.600.- með futlu fæði. Sumar á Sjálandi Ibúðir eða sumarhús. — Verð frá kr. 9.660.- Það er sama hvernig þi reiknar — ÚTSÝN býöur hagstæöustu lausnina. Feróaskrifstofan ÚTSÝN Þú nýtur lífsins í Útsýnarferöum Austurstræti 17, Reykjavik, s: 26611 Hafnarstræti 98. Akureyri, s: 22911. Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.