Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 7

Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 7 Fáksfélagar Fræöslufundur veröur í Félagsheimílinu, fimmtudag- inn 17. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: 1. Reynir Aðalsteinsson flytur erindi um þjálfun gangtegunda. 2. Pallumræöur: Eyjólfur ísólfsson, Skúli Steinsson og Reynir Aöalsteinsson sitja fyrir svörum. Komiö og spyrjiö sérfræöingana. Fræðslunefndm. UM HELGINk [ulHEKLA ’ Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 212 40 Kork*o*Plast Sænsk gæðavara KORK-gólfflísar með vinyl-plast- áferð. Kork*o*Plast í 10 geröum. Veggkork í 8 geröum. Ávallt til á lager. Aðrar korkvörutegundir á lager: Undirlagskork í þremur þykktum Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum Einkaumboð á íslandi fyrir WICANDERS KORKFABRIKER: Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 sími 38640 „Þessi ríkis- stjórn er ekki sæmandi þingmanni með æru“ Yfirskrift þessarar klausu eru orð Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Alþýðubandalagsins, við blaöamann Morgunblaös- ins. Hún sagði ennfremur- úr ræðustól Alþingis í fvrradag: „allt samstarf við núverandi ríkisstjórn er mér óviðkomandi héðan í frá“! Hún sakaði og for- sætisráðherra, sem hún hefur stutt og starfaö með í þrjú ár, um „ódrengileg vinnubrögð og freklegar árásir á kjör launafólks í landinu...“! Alþýðubandalagið hefur staðið að þrettán verðbóta- skerðingum launa með lagakrukki í geröa kjara- samninga síðan 1978. I>að ber stjórnarfarslega ábyrgð á þeim skerðingum öllum sem og þróun efnahags- mála, þ.á m. á launastefn- unni og rekstrarstöðu at- vinnuveganna (skertu at- vinnuöryggi) á þessu tíma- bili. Ábyrgðin er Guðrúnar Helgadóttur ekkert síður en annarra þingmanna ráð- herrasósíalismans. Sá felu- leikur, sem nú er sviðsett- ur, að bregða yfir sig dulu sýndarandstöðu við nýjan vísitölugrundvöll, rétt á meðan kosningaslagur gengur yfir, þurrkar ekki út fjögurra ára stjórnar- aöild Alþýðubandalagsins og það sem henni hefur fylgt í hugum alþýðu. Týnd „æra" Alþýöubandalagsins vinnst ekki með látbragðs- leik! Og fólkið í landinu er ekki eins skyni skroppið og verðbótakrukkarar Álþýöu- bandalagsins virðast gera sér í hugarlund. „Spjöllum um þetta“ l>egar fréttamaður hljóð- GUORÚN HELGADÓTTIR varpsins leitaöi álits Gunn- ars Thoroddsens, forsæt- isráöherra, á afstöðu Guð- rúnar Helgadóttur til ríkis- stjórnarinnar strax að lok- inni atkvæðagreiðslunni um bráðabirgðalögin sagði Gunnar: „Við spjöllum nánar um það allt saman næstu daga.“ Er ekki að efa að forsætisráðherra hefur verið með Gerva- soni-málið i huga, þegar hann tók afstöðu Guðrúnar llelgadóttur með þessum hætti. Eins og menn muna hót- aði Guðrún því aö hætta stuðningi viö ríkisstjórnina nema hinn landflótta Frakki að nafni Gervasoni fengi að dveljast hér eins lengi og hún taldi nauö- synlegt. Varð dálítill hvell- ur út af þessari yfirlýsingu hennar skömmu fyrir eins árs afmæli ríkisstjómar- GUNNARTHORODDSEN .nnar. En allt féll í Ijúfa löð eftir að Gunnar Thorodd- sen hafði boðiö Guðrúnu Helgadóttur til kaffi- drykkju á heimili sínu og spjallaó um málið við hana. Tími til slíkra friðarvið- ra-ðna um vísitölumálið rnílli Guðrúnar og Gunnars gefst að vísu ekki strax vegna opinberrar heim- sóknar ráðherrans til Kaupmannahafnar en strax að henni lokinni mun ráðherrann vafalaust bjóða Guðrúnu Helgadóttur í opinhera heimsókn. Ingvar vaknaðu! I*að vakti athygli við nafnakallið í Alþingi um bráðabirgðalögin, þegar Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, varð fyrir því „óláni" að nafn hans var dregið fyrst af forseta, að ráðherrann kom eins og af fjöllum þegar hann þurfti aö svara án þess að hafa fengið línuna frá öðr- um. Kallaði Ingvar hátt svo allir heyrðu, að hann grei- ddi ekki atkvæði. Káðherr- arnir á bekknum við hlið- ina á Ingvari litu undrandi á hann og Páll Pétursson, formaður þingflokks fram- sóknarmanna, hljóp úr sæti sínu og beint til Ingv- ars. Mun þingflokksfor- maðurinn hafa mælst til þess við ráöherrann, að hann héldi sér vakandi við atkvæðagreiðsluna. Ólafur I>. I>órdarson, framsóknarmaður og ritari neðri deildar, vildi reyna að gera gott úr öllu saman og spurði stundarhátt: Hvernig greiddi mennta- málaráöherra atkvæði? I*á sagði Sverrir Hermanns- son, deildarforseti, eitt- hvað á þessa leiö: Hann greiddi ekki atkvæði, mér er það minnisstætt. Þolir þingið beint sjónvarp? í Bretlandi hefur löng- um verið um það deilt, hvort leyfa ætti beint sjón- varp frá umrseðum eða af- greiðslu mála í þingi. Hef- ur það ekki enn veriö leyft. Sú spurning vaknar hverj- um sé gerður greiði með því að sjónvarpa beint frá atkvæðagreiðslum á Al- þingi. I>að er gjörsamlega vonlaust fyrir fréttamenn sjónvarps að skýra gang mála á Alþingi um leið og þar fer fram atkvæða- greiðsla og bein sending frá atkvæðagreiöslum án þess aö ítarlegar skýringar séu gefnar getur sýnt al- ranga mynd af störfum þingsins og afstöðu þing- manna. Síst er ástæða til að auka á misskilning manna um störf Alþingis — jafnt þingmanna sem annarra. Lúxusíbúðir Reykjavík. ÍPúöirnar seljast tilbúnar undir tréverk, meö sameign og lóö fullfrágengnu. Bíl- geymsla fylgir hverri íbúö, afh. ca. í nóv. 1982. Uppl. á skrifstofu okkar frá kl. 9—12 og 13—17. ÓSKAR & BRAGISF BYGGINGAFÉLAG Háaleitisbraut 58—60 (Miðbær) Sími 85022.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.