Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983
21
JMtotgttitlrlitfeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Á ystu nöf
Ríkisstjórnin er á ystu nöf.
Til marks um þá sýndar-
mennsku sem nú er stunduð
eru yfirlýsingar forsætisráð-
herra um að staðfesting þings-
ins á bráðabirgðalögunum frá
því í águst breyti einhverju um
þróun efnahagsmála. Mikil-
vægustu ákvæði laganna komu
til framkvæmda 1. desember
síðastliðinn og engu að síður er
verðbólga hraðvaxandi, skulda-
söfnun í útlöndum í hættu-
marki, atvinna að bresta og
óvissa um hvað gerist 1. mars
næstkomandi þegar næst á að
greiða vísitölubætur á laun
samkvæmt gildandi samning-
um og lögum. Samþykkt bráða-
birgðalaganna á Alþingi breyt-
ir engu á betri veg í efna-
hagsmálum, hins vegar lengist
starfstími Alþingis að minnsta
kosti í nokkra daga og þann
tíma á að nota til að stíga skref
í réttlætisátt með áfanga í
kjördæmamálinu. Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði hér í blaðinu
í gær: „Andstaða okkar sjálf-
stæðismanna gegn bráða-
birgðalögunum byggðist að
vísu á efnislegum rökum, en
fyrst og fremst vildum við með
andstöðu okkar knýja fram
breytta stjórnarstefnu, þingrof
og nýjar kosningar. Þeim
markmiðum teljum við okkur
nú hafa náð.“
Þetta mat formanns Sjálf-
stæðisflokksins á breyttri
stöðu ríkisstjórnarinnar var
staðfest með yfirlýsingu for-
sætisráðherra á Alþingi í gær
um kjördag ekki síðar en 23.
apríl og einnig í málgögnum
stjórnarinnar í gær, daginn
eftir að bráðabirgðalögin
margræddu náðu loksins fram
á Alþingi. Þvert yfir forsíðu
Tímans stendur: „Brestur í rík-
isstjórninni?" og þvert yfir for-
síðu Þjóðviljans er þessi fyrir-
sögn: „Atlaga að stjórnarsam-
starfinu". Stjórnarmálgögnin
eru hér að vísa til þess að
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, hefur lagt fram
frumvarp á Alþingi sem felur í
sér að engar vísitölubætur
verði greiddar á laun 1. mars
næstkomandi en samkvæmt
nýjum grunni frá 1. apríl og
síðan á fjögurra mánaða fresti
í stað þriggja mánaða eins og
nú er. Þá gerir frumvarpið ráð
fyrir því að hvorki óbeinir
skattar né niðurgreiðslur hafi
áhrif á vísitöluna og auk bú-
vörufrádráttar og áfengis- og
tóbaksfrádráttar komi til
orkufrádráttur.
Sú ákvörðun forsætisráð-
herra að flytja vísitölufrum-
varpið sama dag og ákveðið
hafði verið að bráðabirgðalögin
kæmu til afgreiðslu sýnir, að
ummæli hans sjálfs um að
bráðabirgðalögin hafi einhver
varanleg áhrif á stjórn efna-
hagsmála eru út í bláinn. Eitt
út af fyrir sig mun vísitölu-
frumvarpið aðeins taka lítinn
dropa af verðbólguöldunni.
Forsætisráðherra segir sjálfur
í greinargerð fyrir frumvarp-
inu, að kerfisbreytingin með
því muni hafa í för með sér
5—6% lægri verðbólgu í ár en
með óbreyttu kerfi. Verðbólgan
stefnir nú í 70—80% en átti
1982 að vera komin niður í
minna en 10% samkvæmt há-
tíðlegri yfirlýsingu í stjórnar-
sáttmála forsætisráðherra. í
greinargerðinni með hinu nýja
frumvarpi ráðherrans er birtur
kafli úr bréfi þeirrar nefndar
sem lögin samdi. Þar segir:
„Hins vegar er ljóst að þær
breytingar á vísitölukerfinu
sem tillögur eru gerðar um eru
einar sér á engan hátt full-
nægjandi til að leysa þann
mikla jafnvægisvanda sem
þjóðarbúið stendur nú frammi
fyrir." Og enn er á það bent í
greinargerðinni hve oft hafi
verið „krukkað í“ vísitölukerfið
frá því það var lögfest 1939.
Öllum er ljóst, hver árangur-
inn af því hefur verið síðasta
áratug.
Um nýjasta vísitölufrum-
varpið er þullandi ágreiningur
innan ríkisstjórnarinnar. Á
stóryrðum alþýðubandalags-
ráðherra er þó ekki ástæða til
að taka mikið mark, þeir setja
jafnan vegtyllur ofar málefn-
um. Hins vegar hefur Alþýðu-
samband íslands lýst yfir and-
stöðu við frumvarp forsætis-
ráðherra og mun skýrast á
næstunni hvaða mynd verður á
henni. En framgangur forsæt-
isráðherra í váitölumálinu
verður líklega best metinn með
orðum sem hann lét falla í
febrúar 1980 þegar hann varði
myndun ríkisstjórnarinnar. Þá
sagði Gunnar Thoroddsen um
skerðingu á vísitölunni með
lögum í febrúar 1978: „Þá var
reynt að gera vissar ráðstafan-
ir, og því er náttúrlega ekki að
neita, að þær ráðstafanir voru
valdar á óheppilegasta tíma,
sem hugsast gat — með tvenn-
ar kosningar framundan." Við
skyldum þó ekki eiga eftir að
ganga í gegnum tvennar kosn-
ingar fyrr en varir? Stjórnin
stendur ekki lengi enn á nöf-
inni.
„Fyrir 1. október í ár verða fram-
kvæmdir við nýju flugstöðvarbygging-
una á Keflavíkurflugvelli að hefjast
samkvæmt þeim ákvörðunum sem tekn-
ar voru síðasta haust, annars fellur fjár-
veiting Bandarfkjamanna niður. Nú er
verið að vinna að endurskoðun á hönn-
un byggingarinnar og áfangaskiptingu
við smíði hennar. Niðurstöður liggja
fyrir innan skamms. Stjórnarsáttmálinn
er alveg skýr um þessa framkvæmd, Al-
þýðubandaíagið getur stöðvað hana með
neitunarvaldi. Hins vegar gefst tími til
þess eftir að þessi ríkisstjórn er farin frá
að hefja nauðsynlegar byrjunarfram-
kvæmdir, til þess er heimild samkvæmt
fjárlögum," sagði Olafur Jóhannesson
utanríkisráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
í framhaldi af þessu var ráðherr-
ann spurður að því, hve langra lifdaga
hann spáði ríkisstjórninni.
„Ég á erfitt með að segja nokkuð
um það. En ég spái að ríkisstjórnin
lifi fram yfir þingkosningar.“
Hvenær áttu von á kosningum?
Rætt við Ölaf
Jóhannesson,
utanríkisráðherra,
um flugstöðina,
varnarliðsfram-
kvæmdir, kjördag,
kjördæmamálið,
neitunarvaldið,
stjórnskipulegt
vald ráðherra og
hvort hann ætli að
verða forsætis-
ráðherra á ný
Ólafur Jóhannesson
undanfarið, flugskýlin, olíustöðin í
Helguvík og endurnýjun á orrustuþot-
um?
„Varnarliðið fór þess á leit að fá að
reisa 9 steinsteypt flugskýli fyrir
orrustuþotur. Ég hef samþykkt smíði
þriggja skýla og verða þau reist næsta
sumar. Akvarðanir um framhaldið
bíða.
í Helguvík gengur allt samkvæmt
áætlun. Rannsóknum miðar vel við
höfnina og löndunaraðstöðuna. í
sumar verða reistir þar tveir geymar
sem rúma helming þess olíumagns
sem er í geymunum milli Keflavíkur
og Njarðvíkur sem á að fjarlægja.
Formlega hefur okkur ekki borist
erindi um að F-15-orrustuþotur muni
leysa Phantom-þoturnar af hólmi.
Hins vegar hefur verið fylgt sömu
stefnu og áður í viðræðum um þetta
mál, að við stöndum ekki í vegi fyrir
eðlilegri endurnýjun á tækjakosti.
Nýju þoturnar eru til að mynda hljóð-
látari en þær sem nú eru á vellinum.
Engin ákvörðun hefur hins vegar ver-
„Spái því að ríkisstjórnin
lifi fram yfir þingkosningar“
„Ég býst við kosningum 23. apríl en
það getur auðvitað breyst viku til eða
frá. Samkomulag virðist hafa tekist í
kjördæmamálinu. Það tekur einhvern
tíma að hrinda því í framkvæmd.
Þingrofi verður vafalaust hagað í
samræmi við framgang kjördæma-
málsins. En auðvitað gætu þau ótíð-
indi gerst, að stjórnin þyrfti að rjúfa
þingið strax án þess að kjördæmamál-
ið næði frarn."
Hvaða ótíðindi?
„Nú, það er til dæmis álmáliö og svo
hið nýjasta, viðmiðunarkerfið nýja
við útreikning vísitölubóta á laun,
frumvarpið um það sem forsætisráð-
herra lagði fram á mánudag. Fyrir
utan ýmis mál sem stjórnin telur sig
þurfa að koma í gegnum þingið, ef þau
sæta andstöðu gæti komið til þess að
þing yrði rofið án þess að kjördæma-
málið fengist afgreitt."
Kruð þið framsóknarmenn sáttir við
þær hugmyndir sem nú ber hæst í kjör-
dæmamálinu, mun þingflokkur ykkar
standa óskiptur að samþykkt þeirra?
„Það er ómögulegt að binda þing-
menn í máli sem þessu og því ekki
unnt að útiloka að einhverjir úr þing-
flokki framsóknarmanna skerist úr
leik. Meirihlutinn stendur að baki
formanni flokksins og samþykkir það
sem hann nær samkomulagi um.“
Takast menn á í Kramsóknarflokkn-
um vegna ágrcinings milli þéttbýlis og
dreifbýlis?
„Þau sjónarmið eru auðvitað ofar-
lega í hugum manna. En við sem er-
um þingmenn þéttbýlis í Framsókn-
arflokki þurfum líklega ekki sérstak-
lega að fagna hugmyndunum um jöfn-
un á milli kjördæma, komist þær í
framkvæmd gætu þær bitnað illa á
okkur. Við munum fylgjast náið með
útfærslu á þessu atriði."
Þú minntist á það, að vegna ákvæða í
stjórnarsáttmálanum yrðir þú að beygja
þig undir ncitunarvald Alþýðubanda-
lagsins í flugstöðvarmálinu. Er þetta
eina ákvæði sáttmálans sem er í gildi?“
„Kannski hafa nú einhver komist til
framkvæmda. En þetta ákvæði um neit-
unarvaldið er alveg skýrt."
Nú segir Alþýðubandalagið, að for-
sætisráðherra sé að brjóta ákvæði
stjórnarsáttmálans með því að flytja
vísitölufrumvarpið. Til þess hafi þurft
samþykki allra aðila ríkisstjórnarinnar.
Hvert er þitt álit á þessu?
„Þeir segja, að flutningur forsæt-
isráðherra á þessu máli þrjóti 1 bága
við hin skráðu ákvæði stjórnarsátt-
málans."
Sem sé ekki leynisamkomulagið?
„Ef þú vilt kalla hina óbirtu yfirlýs-
ingu við stjórnarmyndunina því
nafni. En menn verða að átta sig á því
að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað
stjórnvald. Einstakir ráðherrar hafa
forræði hver á sínu sviði. Þeir leggja
mál fram í ríkisstjórninni og þar geta
ráðherrar að vísu gert athugasemdir
en ekki svipt aðra forræði þeirra mála
sem undir þá heyra. Stjórnskipulega
ætti þetta að duga til að ráðherra
flytji mál sem stjórnarfrumvarp, en
hugsanlega gæti hann gerst brotlegur
við stjórnarsamning eða pólitískt
samkomulag. Þá eru til mál sem ríkis-
stjórnin verður lögum samkvæmt að
standa að í heild og við meðferð
þeirra getur komið til þess að í ríkis-
stjórn myndist meirihluti en minni-
hlutinn kjósi að bóka sérstöðu sína.
Hitt er annað mál sem ég vil ekki fara
út í, hvort menn geta firrt sig ábyrgð
með bókun einni saman. Vafalaust má
segja að það sé unnt hvað lagalegu
ábyrgðina varðar en um pólitísku
ábyrgðina er endalaust deilt."
Hvernig er staða þeirra mála sem
hæst hefur borið gagnvart varnarliðinu
ið tekin um að fjölga orrustuvélun-
um. “
A kreiki eru sagnir um það hjá þeim
sem leggja stund á að ráða í flókna
taflstöðu stjórnmálanna, að þú hafir stór
pólitísk áform í huga eftir að þessi
stjórn er farin frá og kosið hefur verið til
þings?
„Ég geri ekki ráð fyrir, að ég verði
oftar ráðherra. En maður heyrir að
þeir vilji endilega gera mig að forsæt-
isráðherra, mér finnst það nú ekki
líklegt. Það er ekki þar fyrir, að ég hef
aldurinn til þess. Góðir stjórnmála-
menn batna með aldrinum. Ætli mað-
ur verði ekki sjálfur að telja sig í hópi
góðra stjórnmálamanna."
Fyrir stjórnarslitin 1979 sagðir þú
mér, að þú ætlaðir ekki oftar í framboð.
Og svo varstu kominn í efsta sætið hjá
framsóknarmönnum í Reykjavík fyrr en
varði. Á hið sama eftir að gerast með
ráðherradóminn?
„Menn eru alltaf að skipta um skoð-
un. Það gera allir skynsamir menn
eftir því sem aðstæður breytast. Ég er
nú búinn að vera nokkuð lengi í ríkis-
stjórn. Mér telst til að ég hafi setið
með 25 í ríkisstjórnum síðan sumarið
1971. Ég er því reynslunni ríkari."
Bj.Bj.
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um frumvarpið um nýja vísitölugrunninn:
Frumvarpið tekur undir sjónar-
mið Vinnuveitendasambandsins
„Eins og fram kemur í samþykkt
miðstjórnar Alþýðusambandsins síð-
astliðinn fímmtudag, hefur ekki stað-
ið á verkalýðssamtökunum að taka
upp nýjan vísitölugrundvöll. Málið
hefur strandað á því að atvinnurek-
endur neituðu nýja grunninum nema
nýir og auknir frádráttarliðir kæmu
til,“ sagði Ásmundur Stefánsson, for-
seti Alþýðusambands íslands, þegar
Morgunblaðið spurði hann um álit Al-
þýðusambandsins á frumvarpinu um
nýja vísitölugrunninn, sem forsætis-
ráðherra lagði fram í neðri deild í
fyrradag.
„í frumvarpinu er í þessu efni
tekið undir sjónarmið Vinnuveit-
endasambandsins, því gert er ráð
fyrir að tekinn verði upp nýr
orkufrádráttur. Orkuútgjöld, þ.e.
útgjöld til rafmagns og hita, nema i
dag rúmlega 5% f framfærsluvísi-
tölu og frumvarpið gerir ráð fyrir
að við hvern visitöluútreikning
verði látið eins og þau útgjöld hafi
ekki hækkað. Það er ljóst að stefnt
er að mikilli verðhækkun innlendr-
ar orku og þó ekki sé hægt að segja
um það með nákvæmni fyrirfram,
er líklegt að aukinn vísitölufrá-
dráttur samkvæmt frumvarpinu
myndi leiða til 2—3% rýrnunar
kaupmáttar, umfram það sem yrði
samkvæmt núverandi kerfi.
1 öðru lagi gerir frumvarpið ráð
fyrir lengri verðbótatímabilum,
fjórum mánuðum í stað þriggja áð-
ur. Þegar verðbólga er um 5% á
mánuði, er ljóst að viðbótarmánuð-
urinn er dýr biðtími.
I þriðja lagi er meðferð á sköttum
samkvæmt frumvarpinu óljós, en
svo virðist sem ákvæði þar gefi
stjórnvöldum nánast sjálfdæmi um
kaupið á hverjum tíma. Það verður
ekki annað séð en mögulegt yrði að
leggja söluskatt á mjólk, án þess að
sú verðhækkun sem af því leiddi
mældist í verðlagi við verðbótaút-
reikning og jafnframt að niður-
greiða fjármagnskostnað bænda og
ná með þeim hætti lækkun á bú-
vöruverði, sem kæmi fram við
verðbótaútreikning. Þó verðlag
héldist þannig óbreytt, hefði það
lækkað á mælikvarða visitölunnar.
Eins og þessi ákvæði sýna, stefnir
frumvarpið að mjög víðtækri vísi-
töluskerðingu og þar að auki er
miðað við að allar útreikningsregl-
ur verði háðar geðþótta forsætis-
ráðherra og umfjöllun um þau mál
tekin úr höndum aðila vinnumark-
aðarins, sem hingað til hafa ráðið
starfsreglum kauplagsnefndar.
Verðbólgan hefur vaxið mjög að
undanförnu og áætlanir hagdeildar
ASÍ benda til þess að að óbreyttu
vísitölukerfi yrði kaupmáttur árs-
ins 1983 8% lakari, en var á síðasta
ári, ef þessum forsendum yrði ekki
breytt með samningum. Það er því
einsýnt, að þó ekki kæmi til aukin
„Við höfum sent Alþingi bréf þar
sem við vörum við samþykkt þessa
frumvarps og hvetjum til að það verði
fellt," sagði Kristján Thorlacius for-
maður BSRB í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gærkveldi, er hann
var spurður álits á nýframkomnu
„vísitölufrumvarpi" dr. Gunnars
verðbótaskerðing, stefna stjórnvöld
að því að rýra kaupmátt á þessu ári
langt umfram það sem nemur rýrn-
un þjóðartekna og það er bein
hætta á því að ástand geti orðið enn
verra en var fyrir samningana 1977.
Þess vegna hljótum við að treysta
því að Alþingi beri gæfu til þess að
fella frumvarpið. Það er alvarlegt
íhugunarefni að stjórnmálamenn
skuli ætíð einblína á kaupið og
neita því með öllu að takast á við
Thoroddsen forsætisráðherra. Stjórn
Bandalagsins hittist á mánudag, þar
sem málið var rætt og fyrrgreind af-
staða mótuð, að sögn Kristjáns.
„Við héldum þennan fund í til-
efni þess að daginn eftir vorum við
boðuð á fund fjárhagsnefndar
neðri deildar Alþingis daginn eftir.
þann vanda sem við er að etja. Þeg-
ar bráðabirgðalögin voru gefin út í
ágúst voru boðaðar víðtækar efna-
hagsaðgerðir, en í stað þess að móta
samræmda efnahagsstefnu eru
viðbrögðin þau ein að ráðast enn á
ný á kaupið. Með því opinberast á
hörmulegan hátt það úrræðaleysi,
sem nú einkennir íslensk stjórn-
mál,“ sagði Ásmundur Stefánsson
að lokum.
Það var einróma álit manna á þess-
um fundi, og gerð um það ályktun,
að mótmæla skyldi þessu frum-
varpi. Við bentum á og mótmæltum
sérstaklega þeim ákvæðum frum-
varpsins, þar sem brotið er í bága
við gildandi kjarasamninga opin-
berra starfsmanna, bæði ríkis-
starfsmanna og starfsmanna bæj-
arfélaganna. Þau efnisatriði sem
við mótmæltum sérstaklega eru að
verðbótavísitala skuli reiknuð út á
fjögurra mánaða fresti í stað
þriggja nú. I öðru lagi mótmælum
við því alveg sérstaklega, að óbein-
ir skattar skuli teknir út úr vísitöl-
unni. í þriðja lagi er því mótmælt
að verð á heitu vatni og rafmagni
til húsahitunar skuli vera tekið út.
Það er sérstakt áhyggjuefni
okkar að óbeinir skattar skuli tekn-
ir út úr vísitölunni. í raun teljum
við það jafngilda því að afnuminn
verði samningsréttur samtaka
launafólks í landinu, eða að svo geti
að minnsta kosti farið. Það er
augljóst, að stjórnvöld opna með
þessu upp á gátt þá leið, að fram-
vegis verði unnt að hækka óbeina
skatta í kjölfar kjarasamninga á
móti þeim hækkunum er gerðar
hafa verið. Gerðir samningar verði
í reynd ógiltir um leið. Þessu er
mótmælt í bréfi til Alþingis og
skorað á alþingismenn að fella
frumvarpið," sagði Kristján að lok-
um.
VSI um nýja vísitölugrundvöllinn:
Ekki á móti, en finnst
það ganga of skammt
„Við erum í sjálfu sér ekki á móti því,
þó okkur fínnist það að vísu ganga of
skammt," sagði Vilhjálmur Egilsson,
hagfræðingur Vinnuveitendasam-
bandsins, þegar Morgunblaðið spurði
hann um álit Vinnuveitendasam-
bandsins á frumvarpinu um nýjan
vísitölugrundvöll, sem forsætisráð-
herra lagði fram í neðri deild í fyrra-
dag.
„Við teljum að það sé ekki nóg að
gert, til að hefta víxlverkanir verð-
lags og kaupgjalds. Okkar sjón-
armið hefur verið að það þyrfti að
bregðast við því á ákveðnari hátt.
Til dæmis höfum við nefnt þá
hugmynd í samningum og í áliti
sem við gáfum um þennan nýja
grundvöll í haust, þegar okkar áíits
var óskað á þessu frumvarpi, að
launahækkanir yllu ekki frekari
launahækkunum, að þær yrðu allt-
af teknar út úr vísitölunni. Þær
verðhækkanir sem yrðu af völdum
launahækkana, kæmu því ekki til
álita þegar næst ætti að hækka
kaupið.
Við höfum verið með hugmyndir
á þessum nótunum og þær hafa
ekki fengið undirtektir núna, en
þrátt fyrir það erum við ekki á
móti þessum nýja grundvelli,"
sagði Vilhjálmur Egilsson.
Jafngildir þyf að samningsrétt-
ur launafólks verði afnuminn
- segir Kristján Thorlacius formaður BSRB um vísitölufrumvarpið
Engimi nýr í efra flokk
*
Uthlutun listamannalauna 1983:
135 listamenn hlutu iistamannalaun í ár, þar af 92 í efra flokki
og 43 í neöra flokki, aö því er fram kom á blaöamannafundi sem
Uthlutunarnefnd listamannalauna boöaöi til í gær. Enginn nýr
aöili er í efra flokki og enginn af þeim sem hlaut úthlutun í
neðra flokki var þar síðastliöiö ár og 23 þeirra hafa aldrei hlotiö
listamannalaun áöur. Listamannalaun í ár eru 7.500 krónur í
neöra flokki og 15.000 kr. í efra flokki, sem er 50% hækkun frá
síöastliönu ári.
Það kom fram hjá nefndinni, að
tími sé til kominn að heildarendur-
skoðun eigi sér stað á fyrirkomulagi
úthlutana til listamanna vegna nýrra
úthlutunarleiða sem bæst hafa við, án
þess að samræming hafi átt sér stað.
Það fjármagn, sem nefndin hefur
fengið til úthlutunar á undanförnum
árum, hefur stöðugt farið minnkandi
ogfremur bæri að leggja launin niður
í núverandi formi, heldur en að halda
áfram með sama móti. Þá kom fram
að nefndin hefði haft mikinn áhuga á
að færa menn upp í efra flokk, ýmis
nöfn hefðu komið til greina í því sam-
bandi, en nefndin hefði komið sér
saman um að mótmæla lágum laun-
um á þennan hátt.
í úthlutunarnefnd listamanna-
launa eiga nú sæti: Magnús Þórðar-
son, framkvæmdastjóri; formaður,
Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri;
ritari, Bessí Jóhannsdóttir, kennari,
séra Bolli Gústavsson, sóknarprestur,
Gunnar Stefánsson, bókmenntaráðu-
nautur, Halldór Blöndal, alþingis-
maður, og Sverrir Hólmarsson,
menntaskólakennari.
Hér fer á eftir greinagerð nefndar-
ihnar með úthlutuninni, ásamt nöfn-
um þeirra listamanna cr úthlutun
hlutu. Merkt er við þá listamenn í
neðra flokki, sem úthlutun hljóta nú í
fyrsta skipti:
Úthlutunarnefnd listamannalauna
hefur lokið úthlutun fyrir árið 1983.
Samkvæmt lögum nr. 29 frá 1967 er
listamannalaunum skipt í tvo flokka,
og skal hver listamaður í efra flokki
hljóta helmingi hærri laun en lista-
maður í neðra flokki.
Sú hefð hefur komizt á í nefndinni,
(sem Alþingi kýs), að enginn er felld-
ur úr efra flokki, sem þangað hefur
einu sinni komizt. Um mörg undan-
farin ár hafa menn því verið endur-
kjörnir í efra flokk, en á hverju ári
hafa nokkrir nýir bætzt við. Fækkað
hefur í neðra flokki á þessum árum.
Ljóst er af framansögðu, að hver
maður í efra flokki þiggur laun
tveggj a í hinum neðra.
Deila má um réttmæti þess, hvort
greiða skuli listamönnum laun af al-
mannafé, en meðan Alþingi gerir ráð
fyrir því, verður að ætlast til þess, að
hægt sé að gera það á sómasamlegan
hátt og sambærilegan við aðrar út-
hlutanir. Vegna þess, hve hlutur
listamannalauna hefur rýrnað að til-
tölu á undanförnum árum, meðan
listamönnum hefur stórlega fjölgað,
virðist ljóst, að löggjafarvaldið hefur
lítinn áhuga á þvi, að launin komi
listamönnum að umtalsverðu gagni.
Á árinu 1982 fengu 94 listamenn
10.000 krónur hver og 40 listamenn
5.000 krónur hver.
Á núverandi fjárlögum hefur Al-
þingi hækkað heiðurslaun lista-
manna, sem það veitir sjálft, úr
506.250 krónum í 1.200.000 krónur;
þannig, að hver sá, sem þau hlýtur (15
að tölu), fær nú 80.000 krónur í sinn
hlut, en 33.750 krónur í fyrra.
Um leið hafa starfslaun listamanna
verið hækkuð úr 1.115.000 krónum í
2.500.000 krónur
Listamannalaun hafa hins vegar
aðeins hækkað úr 1.115.000 krónum í
1.700.000 krónur, sem er í raun rýrn-
un.
Þess vegna var það einróma álit
nefndarinnar, að hún hefði ekkert
svigrúm til þess að fjölga í efra flokki
og gæti aðeins hækkað upphæðir til
einstaklinga um 50% frá því í fyrra í
hvorum flokki. Því eru sömu menn í
efra flokki í ár sem í fyrra, að undan-
skildum tveimur; Sigurjóni Ólafssyni,
sem Alþingi kaus í heiðurslaunaflokk,
og Hannesi Péturssyni, er færðist
undan því að taka við listamanna-
launum.
Nefndin var einnig á einu máli um
það, að skipta bæri um menn í öllum
sætum í neðra flokki, eins og gert var
í fyrsta skipti í fyrra.
Nefndarmenn telja, að starfsskil-
yrði nefndarinnar séu með öllu óvið-
unandi og brýna nauðsyn beri til þess
að taka fjárveitingar og fyrirkomulag
listamannalauna til gagngerðrar
endurskoðunar.
Árið 1983 hljóta þessir 135 menn
listamannalaun:
Efri flokkur 15.000
krónur hver (92)
Agnar Þórðarson, Alfreð Flóki,
Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Peter-
sen, Ármann Kr. Einarsson, Árni
Björnsson, Árni Kristjánsson, Bene-
dikt Gunnarsson, Björn J. Blöndal,
Björn Ólafsson, Bragi Ásgeirsson,
Bragi Sigurjónsson, Einar Bragi, Ein-
ar Hákonarson, Eiríkur Smith, Eyþór
Stefánsson, Gísli Halldórsson, Gísli
Magnússon, Gísii Sigurðsson, Gréta
Sigfúsdóttir, Guðbergur Bergsson,
Guðmunda^ndrésdóttir, Guðmundur
L. Friðfinnsson, Guðmundur Frí-
mann, Guðmundur Jónsson, Guð-
mundur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á.
Símonar, Gunnar Dal, Gunnar Eyj-
ólfsson, Gunnar M. Magnúss, Hall-
grímur Helgason, Hannes Sigfússon,
Heiðrekur Guðmundsson, Hringur
Úthlutunarnefnd
listamannalauna
1982.
Talið frá vinstri: Halldór Blöndal, al-
þingismaður, Gunnar Stefánsson,
bókmenntaráðunautur, Bessí Jóhanns-
dóttir, kennari, Magnús Þórðarson,
framkvæmdastjóri, formaður nefndar-
innar, Jón R. Hjálmarsson, fræðslu-
stjóri, ritari nefndarinnar, séra Bolli
Gústavsson, sóknarprestur, og Sverrir
Hólmarsson, menntaskólakennari.
Jóhannesson, Ingimar Erlendur Sig-
urðsson, Jakobína Sigurðardóttir, Jó-
hann Briem, Jóhann Hjálmarsson,
Jóhannes Geir, Jóhannes Helgi, Jó-
Morfpinbladið/KAX
hannes Jóhannesson. Jón Ásgeirsson,
Jón Björnsson, Jón Dan, Jón Helga-
son, Jón Nordal, Jón óskar, Jón Þór-
arinsson, Jón úr Vör, Jónas Árnason,
Jónas Guðmundsson, Jórunn Viðar,
Karen Agnete Þórarinsson, Karl
Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Krist-
inn Reyr, Kristján Albertsson,
Kristján Davíðsson, Kristján frá
Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, Manu-
ela Wiesler, Matthías Johannessen,
Oddur Björnsson, Ólöf Pálsdóttir,
Óskar Aðalsteinn, Pétur Friðrik,
Ragnheiður Jónsdóttir, Róbert Arn-
finnsson, Rúrik Haraldsson, Rögn-
valdur Sigurjónsson, Sigfús Daðason,
Sigfús Halldórsson, Sigurður A.
Magnússon, Sigurður Sigurðsson,
Skúli Halldórsson, Stefán Hörður
Grímsson, Stefán Júlíusson, Steinþór
Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Sverr-
ir Haraldsson, Thor Vilhjálmsson,
Tryggvi Emilsson, Valtýr Pétursson,
Veturliði Gunnarsson, Vésteinn Lúð-
víksson, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þorkell Sigurbjörnsson, Þorsteinn frá
Hamri, Þorsteinn Ö. Stephensen,
Þóroddur Guðmundsson, Þuríður
Pálsdóttir og Örlygur Sigurðsson.
Neðri flokkur 7.500
krónur hver (43)
Andrés Indriðason, Anton Helgi
Jónsson, Áslaug Ragnars, Baltazar,
Birgir Engilberts, Birgir Helgason,
Eggert Guðmundsson, Einar Már
Guðmundsson, Einar Þorláksson, Fil-
ippía Kristjánsdóttir (Hugrún), Guð-
mundur Karl Ásbjörnsson, Guð-
mundur Emilsson, Guðmundur
Steinsson, Guðný Guðmundsdóttir,
Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnar
Örn Gunnarsson, Halldór Vilhelms-
son, Helgi Sæmundsson, Hjálmar
Helgi Ragnarsson, Hjörtur Pálsson,
Hrafn Gunnlaugsson, Jón Kristins-
son frá Lambey, Jón Stefánsson, Jón-
as Svafár, Jónína Guðnadóttir, Karó-
lína Eiríksdóttir, Karólína Lárusdótt-
ir, Kristján Guðmundsson, Kristján
Jóhannsson, Lára Rafnsdóttir, Ragn-
ar Páll Einarsson, Ragnar Þor-
steinsson, Ragnhildur Gísladóttir,
Rut Ingólfsdóttir, Sigurður Pálsson,
Steingerður Guðmundsdóttir, Stein-
þór Marinó Gunnarsson, Svava Jak-
obsdóttir, Sveinbjörn Beinteinsson,
séra Sverrir Haraldsson, Þorsteinn
Antonsson, Þórður Hall og Þórunn
Elfa Magnúsdóttir.