Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 23 Innvegin mjólk 1,6% meiri 1982 en árið á undan INNVEGIN mjólk allt árið 1982 var 104.573.239 lítrar, sem er 1,6% meira en árið á undan. Mest var aukningin hjá Mjólkurbúi Flóa- manna 779 þúsund lítrar, en þar var alls tekið á móti 38,4 milljónum lítra, sem er mesta magn sem eitt mjólkurbú tók við á síðasta ári. Illutfalllslega mest aukning varð hjá Mjólkursamlaginu á Djúpavogi 8,7%. Hjá þremur samlögum minnk- uðu innlagnir mjólkur frá árinu á undan. I»að var hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík og mjólkursamlögunum á ísafirði og Hvammstanga. Aukning á sölu nýmjólkur- afurða, þ.e. nýmjólkur, léttmjólk- ur og súrmjólkur varð 1,6% miðað við árið á undan. Salan var 46,01 milljón lítrar, þar af 38,2 milljón lítrar af nýmjólk. 10,6% aukning varð á sölu á skyri, en jógúrtsala dróst lítillega saman. Af smjöri og smjörva voru samtals seldar 1435 lestir, sem er 22.8% aukning frá árinu áður. 1636 lestir voru seldar af ostum innanlands, sem er aukn- ing um 10%. Aukning á sölu rjóma var 2.6%. Krossinn fær bandaríska gesti REV. B.R. Hicks frá Jeffersonville í Indiana er væntanleg hingað til lands þann 16. þessa mánaðar ásamt negrasöngkonunni Gloria Jones. B.R. Hicks er víðkunn fyrir bibl- íukennslu sína. Það starf sem hún veitir forstöðu rekur biblíuskóla í Indiana og öflugt safnaðarstarf víðsvegar í Bandaríkjunum og Mexíkó. Gloria Jones er eiginkona for- stöðumanns i negrasöfnuði í Texas og er hún kunn fyrir söng sinn, en hún syngur með þeim þrótti og innblæstri sem negrum einum er lagið. Þessir gestir koma hingað til lands á vegum safnaðarins Kross- ins sem hefur aðsetur sitt að Álf- hólsvegi 32, Kóp. og fyrsta sam- koman verður í kvöld kl. 20.30, miðvikudag. (Frc(l»tilkynnÍD(-.) Rev. B.R. Hicks Um áramótin voru birgðir af mjólkurvörum í landinu 193 lestir af smjöri og 740 lestir af ostum. Helgi- og bæna- stundir í Hafnarfjarð- arkirkju Á ÞEIRRI föstu, sem nú er að hefjast verða helgi- og bæna- stundir í Hafnarfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum og hefjast þær kl. 20.30 og standa yfir í um það bil hálfa klukkustund. Hin fyrsta þeirra verður í kvöld. Fel- ast þær í íhugun kærleiksfórnar Krists, söng og bæn og ættu að geta reynst endurnæring sál og lífi. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. Menntaskólanemar reka útvarpsstöð DAGANA 16.—18. febrúar næst- komandi verður gengist fyrir svonefndum Lagningadögum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Lagningadagar cru starfs- og skemmtidagar nemenda og verður kennsla felld niður ofangreinda daga. Nemendur hafa þegar hafið hópstarf til undirbúnings þeirri fjöl- breyttu dagskrá sem flutt verður á Lagningadögum. Þeir vinna saman að ýmsum áhugamálum sínum í hópunum, og flytja síðan að lokum dagskrá sem getur t.d. verið í formi uppákomu, sýninga, kvikmynda eða umræðna. Til nýjunga á Lagningadögum telst útvarpsrekstur, en útvarpað Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! verður alla dagana frá kl. 10—17. Sent verður út á FM-bylgju (91,5 MHz), og ætti að vera hægt að ná útsendingunni á stórum hluta höf- uðborgarsvæðisins. Meðal efnis má telja viðtöl ýmiskonar, kynn- ingar á dagskrá og svo auðvitað létta tónlist. Ekki munu nemend- ur sjá um alla dagskrá Lagninga- daga, og hefur verið leitað til fólks utan skólans, s.s. þekktra og óþekktra skemmtikrafta, fyrirles- ara, listamanna og íþróttafólks, svo að dæmi séu nefnd. (FrctUtilkynning.) FRAM TÖLVUSKÓT.T Síðumúla 27, •. 39566. (3 [3 [S| [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 [3 @ [3 [3 [3 [3 [3(3 [3 [3 @ [3 I HÚSBYGGJENDUR • ATVINNUREKENDUR I TÆKNIMENN Danska fyrirtækið SUPERFOS GLASULD A/S og O. JOHNSON & KAABER H/F efna til kynningarfundar í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fimmtudaginn 17. febrúar og föstudaginn 18. febrúar n.k. kl. 17.00 báða dagana. Kynnt verður eftirfarandi: 1. Efni til endureinangrunar eldri húsa. 2. Efni til hljóðeinangrunar. Superfos Glasuld A/S O. Johnson & Kaaber h.f. |3í3|ci|cJ|cU3f3nclí3í3f3í3r3fE]|e]|cJíc]|3í3r3ícl|cJFcJf3|3yElf3f3í3|3rE} Þó að reynslan hafi sýnt, að MAZDA bílar hafi lágmarksbilana- tíðni og mjög góða endingu, þá geta alltaf skeð óhöpp, eða smábilanir, þannig að varahluta sé þörf. Frá því að Bílaborg hf. hóf innflutning á MAZDA bílum fyrir rúmum 10 árum hefur ávallt verið kappkostað eftir bestu getu að eiga jafnan til nægar birgðir af varahlutum í allar gerðir MAZDA bíla. Við fullyrðum að fáir bjóði betri þjónustu á þessu sviði og að verð á okkar orginal varahlutum stenst fyllilega verðsamanburð við óorginal varahluti. Því skaltu hafa í huga, að ef varahluta er þörf í MAZDA bílinn þinn — þá skaltu leita fyrst til okkar. MAZDA gæði — öryggi — þjónusta mmmP8 Bm ÆTm 8LkJ8 8 M 8 88 & Smiöshöföa 23 sími 812 65 Mazda eigendur! Ohöppin gera ekki boð á undan sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.