Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 landhelgismálinu, er fylgdu ljósprentaðar. Á fundi þingflokksins, sem haldinn var í Borgarnesi dag- ana 23. og 24. þ.m., var mál þetta ítarlega rætt báða dag- ana. Þá hélt þingflokkurinn fund um málið 30 þ.m., þar sem samþykkt var tillaga til sam- eiginlegs fundar þingflokks og miðstjórnar. Samdægurs var þessi tillaga samþykkt sem ályktun sameiginlegs fundar þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Þessi ályktun er hér með send yður. f niðurlagi ályktunarinnar seg- ir: Með hliðsjón af því, sem að framan greinir, telja þingfl. og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins nauðsyn á nýrri ákvörðun af hálfu íslendinga um víðáttu fiskveiðilögsögunnar áður en sjálf hafréttarráðstefnan hefst og lýsa yfir eindregnum stuðn- ingi við 200 mílna fiskveiði- lögsögu, en miðað verði við miðlínu milli landa, þar sem vegalengd er minni en 400 míl- ur. Þingflokkur og miðstjórn telja rétt, að fiskveiðilögsagan verði færð út í 200 mílur eigi síðar en fyrir árslok 1974. Sjálfstæðisflokkurinn óskar nú sem fyrr þjóðareiningar um landhelgismálið og mun leita samstöðu á Alþingi um- út- færsluna í 200 mílur. Ég tel að þeim, sem vilja hafa það er sannara reynist, sé nú ljóst hvernig þessi mál þróuðust fyrir nær tíu árum. Framhaldið varð það að eftir kosningarnar 1974 mynduðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ríkisstjórn sem svo ári síðar kom þessari stefnu- ákvörðun Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd og færði fiskveiði- lögsöguna út í 200 mílur. Þegar staðreyndir málsins eru nú dregnar saman verður ljóst, að margt það sem dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur sagt og hægt er að sannreyna er hrein ósannindi. En hvað þá um vitnaleiðsluna, dylgjurnar og róginn um Hans G. Andersen? Það verða þeir sem þessa grein lesa að dæma um sjálfir. M.S. 200 mílurnar og aðdragandí þeirra eftir Magnús Sigurjónsson í Morgunblaðinu þann 9. febrú- ar síðastliðinn er einkennileg grein um landhelgismálið eftir dr. Gunnlaug Þórðarson, þar sem hann á mjög grófan hátt leitast við að kasta rýrð á allt starf Hans G. Andersen að landhelgis- og hafréttarmálum. Ljóst er að þarna fer maður sem hefur engan hemil á margra ára innbyrgðri óvild, knúinn áfram af þeirri kennd að finna sig aldrei metinn að verðleikum. í greininni, sem spannar nær 40 ára tímabil, er komið víða við og ýmis vitni leidd fram á sviðið. Aðferðin sem dr. Gunnlaugur beitir í þeim vitnaleiðslum er með eindæmum ógeðfelld og mikil óvirðing við mætan mann sem ekki fær neitt að gert. Undir lok greinarinnar ræðir doktorinn einnig um síðustu atburði land- helgismálsins, úrfærsluna í 50 og 200 mílur, en það er einmitt rang- færsla hans og fölsun um þá at- burði sem fær mig til að bregðast við skrifum hans. Vitnaleiðslan Eftir að hafa með sínum hætti rakið feril Hans G. Andersen frá því honum voru fengin hafrétt- armálin í hendur og fram á þenn- an dag, snýr dr. Gunnlaugur sér að því að upplýsa þátt sinn í land- helgismálinu. Ekki verður annað af þeim upplýsingum ráðið en hann hafi verið innstur um alla ráðagerð með Hermanni heitnum Jónassyni fyrrv. forsætisráðherra í þessu máli, og raunar segist hann hvað eftir annað hafa bjarg- að því sem bjargað varð undan skemmdarverkum Hans G. And- ersen og Guðmundar í. Guð- mundssonar þáv. utanríkisráð- herra. En til að gera þetta sem áhrifamest leggur hann Hermanni í munn lítilsvirðandi ummæli um þessa tvo menn sem báðir voru samstarfsmenn hans á þessum tíma. Dr. Gunnlaugur tekur það skýrt fram í grein sinni að hann sé menntamaður, og vill auðsjáan- lega með því undirstrika að hann sé vel siðaður og að orðum hans megi treysta. Areiðanleiki um- sagna þar sem vitnað er í persónu- leg samtöl, sem engin leið er að fá staðfest, verður að byggjast á því, að allt annað sem sagt er sé rétt. Frásögnin af 50 og 200 mfla útfærslunni Undir lok greinarinnar eru kafl- ar þar sem hann m.a. segir frá því, að Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag hafi gert 50 mílna land- helgi að kosningamáli og unnið kosningarnar, síðan hafi verið fært út í 50 mílur og það sé lang- samlega þýðingarmesta og heilla- drýgsta ákvörðun í landhelgismál- inu. Og aðeins seinna í greininni segir: „Með úrfærslunni í 50 sjómílur voru erlendar þjóðir hraktar af miðunum umhverfis landið, það var því mikilvægasti áfanginn í landhelgismálinu." Lítum nú aðeins á þetta áður en lengra er haldið. Hvað er doktor- inn að segja? 50 mílurnar voru kosningatala, það er rétt, falleg tala sem þjónaði pólitískum tilgangi í atkvæðaveið- um innanlands. Á þeim tíma, eins og málum var háttað í heiminum, var þetta neyðartala fyrir okkur íslendinga; fyrir utan 50 mílna línuna voru 3/\ landgrunnsins og mörg auðugustu fiskimið okkar og uppe'disstöðvar. Með útfærslu í 50 míiur voru erlendar þjóðir hraktar af miðun- Magnús Sigurjónsson um umhverfis landið, segir hann. Þetta er augljós fölsun. Hér var aragrúi erlendra skipa sem fisk- uðu innan markanna allan tímann sem við miðuðum við 50 mílur. Það var ekki fyrr en með sigri 200 mílnanna og samningunum við Breta sem fullnaðarsigur vannst og allar erlendar þjóðir voru að fullu hraktar af íslenskum haf- svæðum. Þeir sem aidrei hafa gctað sætt sig við aó fullnaðarsigur vannst í landhelgismálinu undir merkjum 200 mílna stefnunnar hafa notað hvert tækifæri sem gefist hefur til að rangtúlka og skekkja allar staðreyndir um aðdraganda, upp- haf og framkvæmd þess máls. Ragnfærslur f grein sinni segir dr. Gunnlaug- ur: „Seinna hlaut að koma að því, að langhelgin yrði færð út í 200 sjómílur, það er eðlileg þróun; var það að frumkvæði nokk- urra manna, sem báru þessa ósk þjóðarinnar fram við for- ystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem þá var í ríkisstjórn." Þessi málsgrein sýnir að stað- reyndum er svo snúið að um grófa fölsun er að ræða, og skal því í stuttu máli rifjað upp það sanna. Er þá hægt að bera það saman við doktorsritgerðina. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar var við völd árið 1973, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Þá þegar var orðið ljóst, að 50 mílna íögsaga fullnægði ekki þeim kröf- um sem við urðum að gera til hafsvæðanna umhverfis landið. Þetta sumar var 200 mílna stefnan mörkuð og undirritaður ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum hófu undirbúning að framkvæmd málsins. Ákveðið var að ná til sem flestra aðila í sjávarútvegi og greinum tengdum honum, en það voru útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslan, landhelgisgæslan, fiskifræðingar og margir fleiri slíkir aðilar. Fylgt var liði um áskorun til stjórnvalda sem 50 einstaklingar báru fram og hljóð- aði svo: „Undirritaðir skora á Al- þingi íslendinga og ríkisstjórn að lýsa nú þegar yfir að íslendingar rauni krefjast 200 mílna fiskveiði- lögsögu á væntanlegri hafréttarráð- stefnu og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa þegar lýst yfir 200 mílum.“ Þegar hér var komið var alveg Ijóst að engan tíma mátti missa, því hvenær sem var gátu Bretar tekið upp á því, að semja við vinstri stjórnina og þá varð ekki aftur snúið, en 50 mílna fjöturinn lagður á okkur um ófyrirsjáanleg- an tíma og tryggilega búið um hnútana. Það var landgrunnið allt 200 mílur og ekkert annað sem kom til greina að þessu sinni, öll fiskimiðin og allar uppeldisstöðv- arnar. Meðan á undirskriftunum undir áskorunina stóð vitnaðist ekkert um málið og þess var vandlega gætt að engin pólitík kæmist þar nærri. Þetta mál var og átti að vera fyrir utan og ofan pólitískar deilur: mál allrar þjóðarinnar. Það var svo 26. júlí 1973 að und- irskriftarskjölin voru tilbúin og afhent ríkisstjórninni. Við þeim tók Einar Ágústsson þáv. utanrík- isráðherra, sem gegndi starfi for- sætisráðherra í fjarveru Ólafs Jó- hannessonar. f framhaldi af þessu sendum við daginn eftir þann 27. júlí formönnum allra þingflokka ljósrit af undirskriftarskjölunum, þar sem óskað var eftir stuðningi þeirra og þingflokkanna við þess- ar ákveðnu aðgerðir. Nú var raunar hlutverki okkar fimmtíumenninganna lokið, þvi á þessari stundu var málið í hönd- um vinstri stjórnarinnar, þar sem Lúðvík Jósefsson var sjávarút- vegsráðherra. Það sem síðan gerð- ist er mörgum enn í fersku minni, þó síðan séu nær tíu ár. Viðbrögðin f stað þess að stjórnvöld hæfu strax undirbúning að útfærslunni í 200 mílur var henni fundið allt til foráttu. Þjóðviljinn, annað að- almálgagn ríkisstjórnarinnar, hóf hatrammar árásir á þann sem þeir töldu að haft hefði forystu um málið, ef með þeim hætti mætti ónýta það. Það gerningaveður og sú orusta sem hófst um líf 200 mílna stefnunnar skal ekki rifjuð upp hér, en í stað þess sagt frá úrslitum málsins. Sigurinn Eins og fyrr segir var málið einnig lagt í hendur allra þing- flokkanna. Engar undirtektir urðu við þessari málaleitun nema hjá einum þeirra. Þegar sýnt var af viðbrögðum stjórnarliða hvaða stefnu málið tók, var öllum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins stefnt til fundar í Borgarnesi þann 23. ágúst og formaður þingflokks- ins sem áður hafði setið fund með fulltrúum frá okkur lagði málið fyrir til afgreiðslu. Og nú komst skriður á málið. Hinn 31. ágúst 1973 barst okkur bréf undirritað af formanni þing- flokks sjálfstæðismanna þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöð- um Borgarnesfundarins. Bréfið er á þessa leið: Þingflokkur sjálfstæð- ismanna hefur tekið til með- ferðar bréf yðar dags. 27. júlí sl., þar sem vænzt er stuðnings míns og flokksins við hug- myndir um ákveðnar aðgerðir í Fulltrúar 50-menninganna afhcnda undirskriftarskjölin. Einar Ágústsson, sem þá gegndi sUrfi forsætisráðherra, tekur við þeim úr hendi Eiríks Kristóferssonar, fyrrum skipherrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.