Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 28

Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 Frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins: Ágóði af merkja- sölu á öskudag rennur til Múlabæjar IIM langt árabil hefur öskudagurinn verirt kynningar- og merkjasöludag- ur Kauða krossins um land allt. Við þetta tækifæri hefur Reykjavíkurdeildin notið margra ágætra sjálfboðaliða, þar sem stærstu hóparnir hafa verið nem- endur grunnskóla í Reykjavík, en þeir hafa alla tíð verið boðnir og búnir að annast merkjasölu með miklum dugnaði og þannig styrkt starf Rauða krossins og tekið þátt í að efla mannúðar- og samhjálp- arstarf stofnunarinnar. Á þessum degi kynnist fjöldi skólabarna Rauða krossinum í fyrsta sinn. Sú þekking og fræðsla um starf Rauða krossins hefur fest rætur í traustu minni hinna ungu borg- ara. Stór hluti fulltíða Reykvík- inga hefur á unga aldrei tekið þátt í merkjasölu Rauða krossins á öskudegi. Þetta hefur orðið grundvöllur vinsælda og virðingar Rauða krossins og skapað traust tengsl stofnunarinnar við þjóðfé- lagið. Starf Rauða krossins beinst að því að efla mannúð og sam- hjálp, og auk virðingu fyrir því jákvæða í heiminum. Rauði kross íslands vinnur að þessum málum bæði hér heima og erlendis í samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn, en hver deild vinnur fyrst og fremst að verkefn- um á sínu félagssvæði. Sjúkraflutningar hafa allt frá stofnun deildarinnar verið meðal meginverkefna hennar og farið vaxandi með ári hverju. Deildin á nú 5 sjúkrabíla og starfrækir þá í samvinnu við Slökkvilið Reykja- víkurborgar, Sjúkraflutninga- nefnd Reykjavíkurborgar og Borg- arspítalann. Einn bílanna er gerð- ur fyrir erfiðan akstur í torfærum og ófærð. Á síðasta ári fékk Reykjaíkurdeild til landsins sjúkrabíl, búinn nútíma lækn- ingatækjum, ásamt starfsaðstöðu fyrir lækni, til þess að veita hjálp í bráðustu tilfellum. Áratugir eru síðan slíkir bílar voru teknir í notkun erlendis, með aðstöðu í tengslum við gjörgæslu og slysa- deildir. Slíkur búnaður og fyrir- komulag sjúkraflutninga hefur sannað gildi sitt við björgun mannslífa. Bifreiðin er af Ford- gerð, en yfirbyggingin smíðuð í sérstakri sjúkrabílaverksmiðju í Bandaríkjunum. Þetta er í raun- inni fyrsti neyðarbíllinn, sem starfræktur er hér á landi. Frá 28. sept. hefur hann verið í tengslum við slysadeild Borgarspítalans og Múlabær að Ármúla 34. starfrækslan er byggð á samvinnu lækna slysadeildar Borgarspítal- ans og slökkviliðsmanna. Aðalverkefni Reykjavíkurdeild- ar RKÍ á síðasta ári voru rekstur sjúkrabíla og stofnun þjónustu- miðstöðvar aldraðra, Múlabær, Ármúla 34. En auk þess má nefna margþætt starf kvennadeildar (sjálfboðadeildar), en þar starfa um 300 sjálfboðaliðar og annast rekstur sjúkrabókasafna á sjúkra- húsum, heimsóknarþjónustu, Tengsl áfengisneyslu og heilsufars Skýringartextar féllu því miöur niöur meö línuritunum, sem fylgdu grein Ólafs Ólafs- sonar landlæknis í blaöinu sl. laugardag. — Eru línuritin því birt hér aftur meö tilheyrandi texta. mynd 1... Áfengissala á íslandi 1881—1980. Lítrar af hreinum vínanda, árlegt meðaltal á hvern íbúa. Neðri hluti hverrar súlu táknar sterka drykki en efri hlutinn létt vín. 3,1 mynd II.. Dánartíðni vegna skorpulifrar (á 100.000 íbúa) og heildarneysla hreins vínanda í lítrum á íbúa (um 1975). Skorpulifur Áfengisneysla wmn E vmin VM7ZZi T77X UEZzzm Z7ZZ1 vzzmmii V//////////////A mmMa rZ7Z7?//////////M/J/X r77//z///7//wm */////*///?/>,Æ//r*/»/7//wm///xm w/7/7///7/J7//r//////zm///////>//mm * ■---------1 L 40 30 20 10 0 Dauðsfóll vegna skorpulifur á 100.00 íbúa. Itland Noregur Sviþjóð Finnland England t Walet Pólland Holland V-Þýikaland Júgóilavía Danmörk Tékké- tlóvakía Belgia Sviu Ungverjaland Auiturríki A.-Þýikaland Spánn Frakkland VZWJ/Z//////Z7/Ætm w//jm>///w///#/A iwmMEZfázm \mm>/»/7/////zwzn w/mw/m/7?///r//zm W/r//////MWWAM/M r////r/r///r////mar////M v7///zæ/7///mr///////////A w////M/7M/z/zzzmvm v//////////z/////m///////////////^^ v»//////////////////////7///////////r/77xmz. ■ a 1 0 5 10 15 20 Lífrar af hreinum vinandi; á íbúa heimsendingar máltíða til aldraðra, hljóðbókaþjónustu og fjáröflun til heilbrigðis- og mann- úðarmála. Af öðrum starfsþáttum deildarinnar má nefna námskeið í skyndihjálp og aðhlynningu sjúkra í heimahúsum, þátttaka í almannavarnarstarfi o.fl. Á ári aldraðra vann deildin að stofnun Múlabæjar. Húsið var til- búið 15. desember. Rekstrarleyfi var veitt 29. desember 1982 fyrir 24 dvalargesti. Ætlunin er að fjölga þeim í 48 á þessu ári. Sé heimilið nýtt til þess ítrasta getur það tekið 64 dvalargesti samtímis. Á heimilinu er veitt ýmiskonar þjónusta, en auk þess föndur og nokkur vísir að verkstæði og bók- bandi. Gert er ráð fyrir að þar verði verzlun með brýnustu þarfir fyrir dvalargesti og starfsfólk. Að- staða verður fyrir lækni, prest og félagsráðgjafa. Þar er setustofa, borðsalur, eldhús, fjögur hvíld- arherbergi. Einnig verður full- komin aðstaða fyrir bað, fyrir sjúkraleikfimi, fótsnyrtingu, hár- snyrtingu o.fl. Reykjavíkurdeild hefur kostað allar innréttingar og breytingar á húsnæðinu, sömuleiðis húsgögn öll, borðbúnað og flest þjónustu- tæki. Heildarkostnaður var alls 2,8 milljónir króna, þar af hefur Kvennadeild Reykjavíkurdeildar lagt til húsbúnað í borðstofu og setustofu, borðbúnað og sjúkra- baðker af fullkomnustu gerð, að verðmæti alls kr. 550.000,00. Reykjavíkurdeild RKÍ hefur notið styrks úr sérverkefnasjoði Rauða kross íslands til þessara fram- kvæmda alls 980.000,00 krónur. Einnig hafa ýmis félagasamtök og einstaklingar gefið heimilinu rausnarlegar gjafir. Forstöðumað- ur heimilisins er Guðjón Brnáns- son félagsráðgjafi. Símar stöðvar- innar eru 32550 og 32517. Enn vantar nokkuð af búnaði fyrir heimili þetta. Lovisa Christiansen arkitekt var ráðin til að gera til- lögur og teikningar varðandi breytingar og innréttingar á hús- inu. Annaðist hún það verkefni af mikilli kostgæfni og smekkvísi, og hefur tekist að breyta þessu verk- smiðjuhúsi í vistlegt heimili. Allar teikningar voru gerðar á Litlu teiknistofunni, Hafnarfirði. Ágóða af merkjasölu á öskudag mun Reykjavíkurdeildin láta renna til þjónustumiðstöðvar Múlabæjar. Skíðamenn bíða þess að komast með nýju stólalyftunni í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli: Ný þjónustumiðstöð og stólalyfta vígð VÍGD VAR ný þjónustumiðstöð á skíðasvæðinu í Skálafelli á laugardag, og jafnframt tekin formlega í notkun 1200 metra löng stólalyfta, sú lengsta hér á landi. Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnaði lyftuna formlega. Saga skíðalyftubygginga í Skálafelli spannar yfir 25 ár. Þar stendur fyrsta varanlega skíða- lyftan sem byggð var hér á landi, en hún var tekin í notkun fyrir 22 árum. Því næst var tekin í notkun lyfta 1975 og önnur 1978. Alls eru nú í Skálafelli átta skíðalyftur og geta þær flutt um 3700 manns á klukkustund. Fyrstir upp í nýju stólalyftunni voru Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra. í ræðu við opnun lyftunnar sagði Þórir Jónsson, sem veitt hefur byggingarnefnd þjónustumið- stöðvarinnar og lyftunnar for- stöðu, að með sanni mætti segja að Eysteinn væri „guðfaðir" Bláfj- allanna og um leið þess mikla skíðaáhuga er hófst með opnun fólkvangs í Bláfjöllunum. Það hefði verið hann sem tók af skarið og opnaði almenningi leið inn f Bláfjöllin með vegagerð þangað fyrir áratug, og væri allt skíðafólk honum þakklátt fyrir það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.