Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 31

Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 31 Anna Blöndal — Kveðjuorð „f Jesú Kristi býr öll fylling guðdómsins," skrifaði Páll til kristinna manna. „Og þér hafið, af því þér heyrið honum til, öðlast hlutdeild í þessari fyllingu, enda er hann höfuð hverskonar tignar og valds. Af því að þér heyrið hon- um til, eruð þér og umskornir um- skurn sem ekki er með höndum gjörð, við það að afklæðast holds- líkamanum, sem er umskurn Krists, því þér voruð greftraðir með honum í skírninni. Og af því að þér heyrið honum til, voruð þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna sem guð kemur til leiðar, sá er uppvakti hann frá dauðanum." Kól. 2, 10-12. Ég á hlýjar og góðar minningar, og þakkir til Önnu Blöndal og Heiðveigar frá því þær tóku mig að sér á sínum tíma. Einnig vil ég þakka þér, Dísa mín, og bið guð að blessa þig sérstaklega, og gefa þér og ykkar nánustu sinn styrk. „Drottinn hefur þóknun á þeim er óttast hann, þeim er bíða mis- kunnar hans.“ Sálmur 147,11. Henný Bartels Minning: Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur Við Sigurður Þórarinsson rædd- um sjaldan um þjóðfélagsmál. Hann var heldur ekki einn þeirra sem velta vöngum yfir heimspeki- hliðum vísindanna, nema þá ef til vill einn og í hljóði. Samt má lesa mjög ákveðna lífssýn úr öllu æfi- starfi þessa ágæta vísindamanns. Þann þráð vil ég nú rekja en læt öðrum, vinum Sigurðar og fjöl- mörgum samstarfsmönnum, eftir að minnast á fjölhæfni hans og gífurleg afköst, hvort sem um var að ræða jarðvísindi, sagnfræði eða safaríkar og jarðbundnar Bell- mannsvísur. Það er réttilega sögð vera þjóð- félagsleg og siðferðileg skylda menntamannsins að veita öðrum hlutdeild í þekkingu sinni. Aðrir menntamenn læra af slíku og al- menningur öðlast nauðsynlega þekkingu á umhverfi sínu og nátt- úrunni. Það gerir fólk sjálfstæð- ara, betri þegna, betri stjórnend- ur. En visindamaðurinn verður sjálfur að velja sér viðmælendur og ráða hverjir fá að njóta þekk- ingarinnar, þröngur hópur eða al- menningur. Þekking vísinda- manns er heldur ekki söm og jöfn, hún breytist sífellt og þeim mun meir sem hann ber sig eftir nýjum niðurstöðum annarra og stundar eign rannsóknir. Þegar æfistarf Sigurðar Þórar- inssonar er metið, sést glöggt að hann sinnti skyldu sinni af meiri natni og dugnaði en flestir aðrir — og það í þágu fjöldans. Hann var óþreytandi rannsóknarmaður, bæði úti við og á bókina, og hann lúrði ekki á niðurstöðunum eða ályktunum. í þeim efnum varðar mig einna mestu að hann eyddi miklu af tíma sínum í að búa um allan fróðleikinn á auðskiljanlegu og lifandi máli og kom þeim fyrir almennings sjónir, á bók, í tíma- ritum, í kvikmyndum, fyrirlestr- um og í kennslu. Margir muna eft- ir bráðskemmtilegum og smelln- um fyrirlestri um jafn hversdags- leg fyrirbæri og afleiðingar frosts og þíðu, hnitmiðaðan texta með einhverri mynda ósvaldar Knud- sens eða skilmerkilega framsetn- ingu á öllum tiltækum fróðleik um Grímsvötn í bókinni „Vötnin stríð“. Sigurðar ber að minnast sér- staklega fyrir þá list að ná til fólks með því að flétta saman ör- lögum fólksins, sögunni, og jarð- fræðinni og samúð hans og vilji var hjá almúga þessa lands og annarra — hvort sem var í fortíð eða nútíð, í jafnréttisbaráttu eða í andófi gegn óhugnaði landvinn- ingastríða eins og dundi yfir á ár- um Sigurðar í Svíþjóð. Sigurður Þórarinsson dreif líka upp almenningsfélög til að auka náttúrufræðistörf, einmitt með því að treysta á alþýðu manna. Til dæmis er Jöklarannsóknarfélgið hið eina sinnar tegundar, þar sem lærðir og leikir taka höndum sam- an í vísinda þágu í jöklafræðinni. Nú er þessi kviki, blátt áfram, dálítið hlédrægi og glettni maður genginn mitt úr starfsönn, frá óloknu verki, öllum til eftirsjár. Ef einhver á skilið þá heiðurs- nafnbót að kallast vísindamaður fólksins, þá er það Sigurður Þór- arinsson. Honum á að skipa á bekk með mönnum eins og Þor- valdi Thoroddsen og Sigurði Nor- dal. Vonandi verður arfleifð hans öðrum hvatning til að efla kynn- ingarstarf og fræðslu um vísindin. Ari Trausti Guðmundsson Rannsóknir á sviði orkusparnaðar við fiskveiðar Á SL. ári hófst samnorrænt rann- sóknarverkefni á sviði orkusparnað- ar í fiskveiðum á vegum Nordforsk með þátttöku Dana, Færeyinga, Norðmanna og íslendinga. Nýlokið er í Kaupmannahöfn áfangafundi, þar sem niðurstöður af starfí síðasta árs voru kynntar og starfsemi þessa árs samræmd. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi fram á næsta ár og heildarkostnaður er áætlaður 19,2 milljónir d.kr. Verkefni þetta er að hluta fjármagnað af Norræna iðn- þróunarsjóðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, sem borizt hefur frá Fiskifélagi íslands. Tæknideild Fiskifélags íslands og Fiskveiðasjóðs Islands tekur þátt í verkefni þessu fyrir íslands hönd, en auk þess vinnur Raunvís- indastofnun Háskólans að af- mörkuðu verkefni. Verkefnið er unnið í nánum tengslum við hags- munasamtök í sjávarútvegi, ýms- ar stofnanir tengdar sjávarútvegi, ráðuneyti o.fl., og mynda fulltrúar frá þessum aðilum svonefndan fylgihóp. Verkefni Fiskifélagsins eru sjö, meðal þeirra eru: athugun á áhrif- um botngróðurs á olíunotkun og ganghraða; mælingar og athugan- ir á nýtni dieselvéla og skrúfubún- aðar við breytilegt álag og ganghraða og nýting afgangs- varma frá dieselvélum til upphit- unar íbúða. Fiskifélag íslands lagði fram niðurstöður í einstök- um verkefnum, má þar nefna eft- irfarandi: • Mælingar í skuttogurum af stærri gerð með rafofnaupphit- un sýna að um 80.000 lítrar af olíu fara á ári að meðaltali í íbúðaupphitun. í flotanum eru 12 skuttogarar af stærri gerð með rafofnaupphitun, sem þýð- ir að hægt væri að spara nálægt einni milljón lítra af olíu í þess- um flota eingöngu, ef breytt væri yfir í upphitun, þar sem afgangsvarmi væri nýttur. At- huganir hafa jafnframt leitt í ljós að meirihluti stærri fiski- skipa, er búinn rafofnaupphit- un, svo að eftir miklu er að slægjast. • Niðurstöður mælinga í fjórum skipum af mismunandi stærð gefa til kynna að val á snún- ingshraða og skrúfuskurði get- ur þýtt 15—30% mun í olíu- notkun ef miðað er við að siglt sé á ganghraða sem er 90% af hámarksganghraða skips. • Eitt skip hefur verið mælt fyrir og eftir botnhreinsun og sýndu niðurstöður að við sama ganghraða getur olíunotkunin verið allt að 40—50% meiri fyrir gróið skip borið saman við skip nýhreinsað og málað. Rétt er að taka það fram, að í þessu tilviki hafði skipið verið sam- fellt rúma 15 mánuði í sjó og þar af legið 13 Vfe mánuð við bryggju. Sem dæmi um það sem þátttak- endur frá hinum löndunum eru að vinna að má nefna: • Norska Fiskveiðitæknistofnun- in í Þrándheimi kynnti niður- stöður mælinga í skipi þar sem skipt var um skrúfubúnað og sett hæggeng skrúfa með miklu þvermáli, en fyrir í skipinu var hraðgeng skrúfa með litlu þvermáli. Niðurstöður gáfu til kynna 20—30% olíusparnað á siglingu. • Danir kynntu niðurstöður lík- antilrauna, sem Skibsteknisk Laboratorium í Lyngby stendur fyrir, og ganga út á að kanna áhrif perustefnis á minni fiski- skip. • Þá má geta þess að Færeyingar vinna að verkefni sem hefur það markmið að kanna mögu- legan orkusparnað við að skipta frá hefðbundnu skuttogi yfir í tveggjabáta-tog. Á næstu mánuðum eru fyrir- hugaðar mjög umfangsmiklar mælingar í allmörgum fiskiskip- um, en hjá Fiskifélaginu er mikil áherzla lögð á þann þátt, enda hef- ur reynsla undanfarinna ára sýnt og sannað að beinar mælingar og notkun mælitækja er árangursrík leið til bættrar nýtingar orkunn- ar. Vert er að nefna nýja mæli- tækni sem Fiskifélagið innleiddi hérlendis á sl. ári, en þar er um að ræða tækjabúnað, sem mælir afl út á skrúfuöxul, og hefur umrædd- ur búnaður sannað gildi sitt. Á verðlagi í dag er olíukostnaður fiskiskipaflotans á ári um 1250 milljónir kr. og hvert prósent sem unnt er að spara þýðir um 12,5 millj. kr. Sundlaug við Kópavogshælið - eftir Sonju Helgason Sund er holl og góð hreyfíng. Sundíþrótt hefur löngum verið vin- sæl hér á landi. Margir stunda sundlaugar daglega svo lengi sem geta leyfír, jafnvel þeir sem lítið synda. Þeir sækjast eftir því að fara í heitt vatn og hreyfa sig, ekki síst til þess að varna því að liðamót stirni reyna að hamla gegn gigt og tala um vellíðan eftir slíkar sundlaugarferð- ir. Félagslegi þátturinn er ekki hvað síst mikils virði. Fólk hittist og spjallar saman og nýtur andlcgrar vellíðunar. Margt einmana fólk fer gjarnan á sundstaði sér til upplyft- ingar. Þeir, sem ekki eru eins og fólk er flest í útliti eða hegðun eiga ekki eins hægt um vik að sækja almenningssundstaði. Á ég þar sérstaklega við líkamlega fatlað fólk og ekki hvað síst við þá sem eru bæði líkamlega fatlaðir og vangefnir. Þjálfun og hreyfing í vatni er ómetanleg þeim sem hafa skerta hreyfigetu. Stofnanir fyrir vangefna hér á landi hafa skilið þörfina á því að eignast sína eigin sundlaug. Það þykir ekki neitt tiltökumál í dag þó að fámennar fjölskyldur eigi sundlaug heima við hús. Sundlaug hefur verið árum saman við Sólheima í Grímsnesi og Tjaldanes í Mosfellssveit. Sömu sögu er að segja af Skálatúni þar er sundlaug til gagns og ánægju fyrir þá sem þar búa. Við Vonar- land á Fljótsdalshéraði er í undir- búningi sundlaug og er mikill skilningur á nauðsyn hennar. Á Akureyri sækir vistfólk Sólborgar sundlaug bæjarins, en hún er því miður ekki sniðin eftir þörfum fatlaðra. (Búningsklefar á efri hæð og ganga þarf niður stiga og útitröppur til að komast í laug- ina.) I Reykjavík er lítil sundlaug við Bjarkarás í Stjörnugróf, en á sömu lóð er einnig Lækjarás og vinnustofan Ás. Þessi litla sund- laug hefur verið mikið notuð og komið að gagni. Hún hefur verið notuð bæði fyrir vistfólk á þessum dagvistunarstofnunum og þar að auki hafa þar verið haldin sund- námskeið á sumrin. Þessi sund- námskeið hafa sótt nemendur úr Lyngási og skólanum þar, sem núna heitir Safamýrarskóli og reistur er af ríkinu. I hinum nýja Safamýrarskóla er bæði ágætis leikfimisalur og einnig sundlaug. Salurinn hefur verið tekinn í notk- un en sundlaugin er því miður ekki fullgerð. Ég skora hér með á yfirvöld að hraða framkvæmdum við hana. Þá er ég komin að erindi mínu með þessum línum, en það er að tala um sundlaugina sem er í smíðum við Kópavogshæli. Plötu- snúður gaf plastlaug, sem var seld fyrir 20.000 kr. og hafist handa við að byggja yfirbyggða laug. Vegna fjárskorts hefur þetta verk tafist. Vinir og aðstandendur vistfólks hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til þess að ljúka megi við laugina, svo að hún komist sem fyrst í notkun. Ég skora á fólk að leggja þessu máli lið. Tel mig tala af reynslu varðandi líkamsþjálfun vangefinna, sem ég hef starfað við sl. 10 ár og segi: Oft er þörf, en nú er nauðsyn að leggja hönd á plóg- inn til styrktar góðu málefni. For- eldra- og vinafélag Kópavogshælis hefur gíróreikning nr. 72700-8. Sonja llelgason Islenskir náms- menn í Osló: Styðja Hjörleif í álmálinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá deild SÍNE í Osló: Almennur fundur í Oslóar- deild SÍNE haldinn 3. febrúar 1983 lýsir yfir fullum og ein- dregnum stuðningi við iðnaðar- ráðherra Hjörleif Guttormsson og málsmeðferð hans í álmálinu svokallaða. Fundurinn undirstrikar nauð- syn þess að íslenskar auðlindir séu í eigu Islendinga, en þeim sé ekki stjórnað af erlendum auð- hringum, sem virða einskis rétt smáþjóða. Því skorar fundurinn á ís- lenska stjórnmálaflokka að fylkja sér um kröfur og málsmeð- ferð iðnaðarráðherra. Askrifnnsnninn vr S.KW

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.