Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 40
_/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 ^^^skriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 Ákvörðun rfkisstjórnar: Þingkosningar eigi síðar en 23. apríl næstkomandi Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra greindi frá því á Alþingi í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi um nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun o.H., að ríkisstjórnin hefði ákveðið, samkvæmt tillögu hans sjálfs, að kosningar til Alþingis fari fram eigi síðar en laugardaginn 23. apríl nk. Kemur ákvörðun þessi í framhaldi af samkomulagi stjórnmálaflokkanna um breytingar á kjördæmamálinu, en formenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags lögðu ríka áherzlu á að ná fram ákvörðun um kjördag á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, þeir höfðu áður lagt til að kosningar færu fram þennan sama dag. í umræðum við þingmenn í gær kom fram að þeir reikna með að þinglausnir verði viku eða tíu daga af marzmánuði. Fram að þeim tíma verði unnið að því að koma nauðsynlegum málum í gegnum þingið. Um- ræða um hið nýja viðmiðunar- kerfi er lauslega rakin á þing- síðu Mbl. í dag. Vertíðin fer rólega af stað, en einn og einn neisti bætir skap manna VíIRTIÐIN hefur yfirleitt farið rólega af stað og alli víðast hvar verið rýr fram til þessa. I»ó eru á þessu góðar undantekningar, til dæmis öfluðu línubátar frá Snæfellsnesi ágætlega í janú- armánuði og þeir sem róið hafa með línu á djúpmið fyrir Suður- landi hafa fengið ágætan afla, en þeir eru yfirleitt með 80 bjóð. Einn og einn bátur hefur rek- ið í róður. Til dæmis fékk Hornafjarðarbátur tæp 30 tonn í net í síðustu viku, en sáralítið næstu daga. Ufsinn hefur brugð- ist til þessa, en góður afli nokk- urra báta um síðustu helgi kann að boða betri tíð, þá kom Svan- ur RE t.d. með góðan afla að landi. Ufsinn hefur oft bjargað netavertíðinni framan af. Burtséð frá einum og einum neista, sem hressir upp á sálar- tetrið og skap sjómanna jafnt sem útgerðarmanna, er yfirleitt dauft hljóð í mannskapnum," sagði sjómaður nokkur í sam- tali við Mbl. í gær. Nú er loðnan hins vegar að ganga á hrygn- ingarstöðvarnar fyrir Suður- landi og ekki er ólíklegt, að þorskurinn haldi úr djúpinu í humátt á eftir henni. Sól, staurar og langir skuggar í Bláfjöllum. Ljósm. Lárus Karl. V estmannaeyjar: 4ra ára dreng- ur fannst heill á húfi Vestmannaeyjum, 15. febrúar. í GÆRKVELDI var sett hér af stað umfangsmikil leit að fjögurra ára dreng. Dreng- urinn hafdi farið að heiman frá sér um kvöldmatarleyt- ið, og er hann haföi ekki skilað sér heim aftur um klukkan 21, og fyrirspurnir um hann ekki borið árang- ur, var kallað út lið frá lög- reglu, Hjálparsveit skáta og Björgunarfélaginu, auk þess sem fjöldi sjálfboðaliða gaf sig fram til leitarinnar. Alls munu um 100 manns hafa tekið þátt í leitinni. Það var svo um klukkan liðlega 23 í gærkveldi að drengurinn fannst heill á húfi, þar sem hann var að leik með öðrum börnum í húsi í nágrenni við heimili sitt. Höfðu börnin ekki gert sér grein fyrir því hvað tímanum leið, og am- aði ekkert að þeim. — Hermann Vfsitölufrumvarp forsætisráðherra: Afiiám samningsréttar launafólks í landinu - segir formaöur BSRB - Frumvarpið gengur of skammt segir hagfræðingur VSÍ „Samþykkt frumvarpsins jafngild- ir því að samningsréttur launafólks verði afnuminn, eða svo getur að minnsta kosti farið,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður B8RB, er Morgunblaðið leitaði í gær álits hans á svonefndu vísitölufrumvarpi forsætisráðherra. „Frumvarpið stefnir að mjög víðtækri vísitölu- skerðingu," sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, er málið var borið undir hann í gær. „Þegar Bráðabirgðalögin enn óafgreidd: Tillaga frá sjávarútvegs- ráðherra féll öðru sinni Staðfestingarfrumvarp á bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar frá í ágúst sl. var loks afgreitt frá neðri deild Alþingis í gær, að lokinni þriðju umræðu, með 19 atkvæðum stjórnarliða gegn 7 atkvæðum Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna, 12 þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá, 2 þingmenn vóru fjarverandi. Breytingartillaga frá Steingrími Hermannssyni, sjávarútvegs- ráðherra, þess efnis, að taka skuli 5,5% gjald (gengismun) af útfluttum skreiðarafurðum, var felld að viðhöfðu nafnakalli með jöfnum atkvæðum, 19:19, 2 þingmenn vóru fjarverandi, þ.á m. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra. Frumvarpið þarf aftur til efri deildar, vegna breytingartillögu, sem neðri deild samþykkti við aðra umræðu. Frumvarpið í upphaflegri mynd gerði ráð fyrir að taka 6,5% geng- ismun af skreiðarafurðum, en breytingartillaga Matthíasar Bjarnasonar og Matthíasar Á. Mathiesen, sem samþykkt var, felldi niður þessa gengismunar- kvöð skreiðarframleiðsiunnar. Það þýðir að skreiðarafurðir verða greiddar á kaupgengi, sem í gildi er þegar útflutningsskjöl eru af- greidd í banka við gjaldeyrisskil. Sjávarútvegsráðherra brást svo við þessari breytingu, að hann flutti tillögu á ný við þriðju um- ræðu og nú um 5,5% gjald af skreiðarafurðum (gengismun). Sú tillaga var felld í gær, sem fyrr segir, á jöfnum atkvæðum. Efri deild vannst ekki tími til að taka frumvarpið fyrir á ný í gær. Þar sem forsætisráðherra, sem sæti á í efri deild, er á förum utan, kann málið að dragast unz hann kemur aftur heim, en afgreiðsla frumvarpsins í fjarveru hans er þó enganveginn útilókuð. bráðabirgöalögin voru gefin út í ág- úst voru boðaðar víðtækar efnahags- aðgerðir, en í stað þess að móta sam- ræmda efnahagsstefnu, eru við- brögðin þau ein að ráðast enn á ný á kaupið. Með því opinberast á hörmu- iegan hátt það úrræöaleysi, sem nú einkennir íslensk stjórnmál," sagöi Ásmundur einnig. Kristján Thorlacius sagði það einkum þrennt sem BSRB hefði við frumvarpið að athuga. 1 fyrsta lagi að verðbótavísitala skuli eiga að reiknast út á fjögurra mánaða fresti, í stað þriggja nú. í öðru lagi að óbeinir skattar skuli teknir út úr vísitölunni. í þriðja lagi að verð á heitu vatni og rafmagni til hús- hitunar skuli eiga að taka út úr vísitölunni. Varðandi ákvæðið um óbeina skatta sagði Kristján, að það gæti jafngilt afnámi samn- ingsréttar launafólks í landinu. Stjórnvöldum á hverjum tíma væri í lófa lagið að hækka óbeina skatta þegar á eftir til jafns við launahækkunina, og gera hana þar með að engu. „Þess vegna höf- um við í bréfi til Alþingis hvatt til þess að frumvarpið verði fellt," sagði Kristján. Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands ís- lands, segir á hinn bóginn í sam- tali við Mbl. í dag, að „við erum í sjálfu sér ekki á móti því, þó okkur finnist það að vísu ganga of skammt". Segir hann frumvarpið ekki ganga nógu langt í viðleitn- inni til að hefta víxlverkanir verð- lags og kaupgjalds. Ásthildur Erlingsdóttir, for- maður launamálaráðs BHM, vildi í gær ekki tjá sig um efni frum- varpsins. Sagði málið verða rætt innan BHM í dag, miðvikudag. Sjá viðtöl við Ásmund Stefáns- son, Kristján Thorlacius og Vil- hjálm Egilsson á miðopnu í Morg- unblaðinu í dag. „Bankaræningi“ gómað- ur í Garðabæ: Ætlaði að stela víxli sem féll í gær „BANKARÆNINGI" var gómaður í Búnaðarbankanum í Garðabæ klukkan rúmlega 6 í gærmorgun. Maðurinn hafði brotið rúðu og komist á þann hátt inn í bankann. Ekki var ætlun mannsins að stela peningum, heldur ætlaði hann að eigin sögn að hafa á brott með sér 7.500 króna víxil, sem átti að falla í gær og maðurinn gat ekki borgað. Ekki var hann bú- inn að finna víxilinn þegar hann var gómaður. Maðurinn var ölvaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.