Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Heitt vatn á ný úr borholunni á Hellu DÆLAN í borholu Hitaveitu Rang- æinga á Hellu var sett í gang síðdeg- is í gær og undir kvöld var hún farin að dæla 12 sekúndulítrum af um 86 gráðu heitu vatni. Áður en dælurnar biluðu í hol- unni gaf hún nokkru heitara vatn og um 20 lítra á sekúndu. Jón Þorgilsson sagði í gærkvöldi, að hljóðið væri nú ólíkt léttara í mönnum og vonir stæðu til að hægt yrði að tengja hús við hita- veituna eftir helgi. Að öllu verður þó farið með gát og reynt að finna hvað raunverulega gerðist. Umræður um álviðræðiinefnd á Alþingi: Hjörleifur ætlaði aldrei að semja við Alusuisse FRIÐRIK SOPHUSSON, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, mælti í gær fyrir þeirri tillögu meirihluta at- vinnumálanefndar sameinaðs Al- þingis, um skipan álviðræðunefndar, sem felur þaö í sér að samningar við Alusuisse verði teknir úr höndum iðnaöarráðherra, en þess í stað yrði málið falið sérstakri nefnd, skipaðri sex mönnum. f ræðu sinni rakti Frið- rik gang álmálsins og sagði að iðnað- arráðherra hefði misnotað álvið- ræðunefndina svokölluðu og hefði nefndin ekki verið viðræðunefnd, heldur áhorfendahópur, hópur stat- Beint sjónvarp frá þingrofi ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að sjónvarpa eldhús- dagsumræðum í Alþingi, sem vænt- anlcga fara fram á mánudagskvöld. Síðan yrði þing rofið í fram- haldi af umræðum þessum og yrði einnig sjónvarpað beint frá þeirri athöfn. Enn er ekki ljóst hvort tekst að ljúka þingstörfum á mánudag, en að því er enn stefnt á Alþingi. ista. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra hefði aldrei ætlað sér að semja við Alusuisse, heldur aðeins verið að styrkja stöðu sína innan Al- þýðubandalagsins. Friðrik sagði að ráðherrann hefði hafið ófræingarherferð á hendur þeim mönnum sem gerðu álsamninginn á sínum tíma og þeim sem endurskoðuðu hann síð- ar. Enda hefðu samstarfsflokkar Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni gefist upp á Hjörleifi og hefði Guðmundur G. Þórarinsson sagt að Hjörleifur hefði aldrei getað, eða viljað ná samningum við Alu- suisse. Friðrik sagði að ráðherr- ann hefði þyrlað upp moldviðri í kringum málið, sem allra síst stuðlaði að þjóðarsamstöðu. Hann hefði gert allt til að spilla slíkri samstöðu, sem auðvitað væri nauðsynleg í þessu máli. Hjörleifur Guttormsson sagði að málefnafátækt byggi að baki tillöguflutningi þessum. Alusuisse hefði sýnt óbilgirni og hafnað sanngjörnum kröfum og því væri einhliða hækkun nauðsynleg. Þá gagnrýndi hann flokkana fyrir af- stöðu í málinu og sagði að sér þætti miður að Framsóknarflokk- urinn skyldi bregðast í þessu máli á úrslitastundu. Ljósm: KrÍNtján KinarsNon. Kirkjulist á Kjarvalsstöðum: Koparstjakar frá 1734 Kertastjakar þessir eru meðal muna, sem verða á kirkjulistarsýning- unni á Kjarvalsstöðum um páskana. Þeir eru úr Bessastaðakirkju, og voru gefnir þangað árið 1734, af Katrínu Hólm, og er ártalið grafið á stjakana, sem eru úr kopar. Katrín var á sinni tíð grunuð um að vera völd að dauða Appoloníu Swartzkopf eða Hrafnhettu eins og hún hefur verið nefnd af íslendingum, en mæðgurnar voru sýknaðar. Stjakarnir eru stórir og miklir og engin smákerti, sem í þá passa, og sagði Björn Th. Björnsson, listfræöingur, í samtali við Mbl. að hvaða kirkja sem væri í Evrópu, myndi telja sig sæmda af gripum sem þessum. . Dómur í dag í máli Einars Benediktssonar BÚIST er við, að niðurstaða fáist í dag í máli skipstjórans á Einari Benediktssyni í Vestmannaeyjum í dag. Skipið var staðið að meintum ólöglegum veiðum röskum fjórum sjómflum undan Vík í Mýrdal síð- astliðinn þriðjudag. Málið var tek- ið fyrir í Vestmannaeyjum á mið- vikudag. Frekari gagnasöfnun var nauðsynleg í málinu þar sem mál þetta er sérstaks eðlis. Deilan snýst um það hvort líta beri á Ein- ar Benediktsson sem skuttogara eða bát, en hvað iengd varðar er skipið ekki skuttogari, en hins veg- ar er ágreiningur um vélarstærð skipsins. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Siglingamálstofn- un, hefur Einar Benediktsson, BA 377, aðeins haffærisskírteini til bráðabirgða. Er skipið kom til landsins á síðasta ári voru ýms- ar athugasemdir gerðar við skip- ið og var ekki bætt úr öllu því sem talið var ábótavant. Það bráðabirgðaskírteini, sem nú er í gildi rennur út um næstu mán- aðamót. Albert Guðmundsson á fundi með stuðningsmönnum: Eindreginn vilji til sam- stöðu sjálfstæðismanna „ÉG EFNDI til fundar með um 100 mönnum úr stuðningsmanna- hópi mínum í prófkjörinu á fimmtudagskvöldiö og þar kom fram eindreginn vilji til að reyna að koma í veg fyrir klofningsfram- boð frá sjálfstæöismönnum og standa vörð um Sjálfstæðisflokk- inn,“ sagði Albert Guðmundsson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var góður hugur í mönnum á þessum fundi," sagði Albert ennfremur, „og þar voru allir þeir sem unnið hafa að mál- efnum Sjálfstæðisflokksins í síð- asta prófkjöri og endranær hvattir til þess að vinna dyggi- lega að góðum sigri flokksins í komandi kosningum og vel- gengni þeirra mála sem flokkur- inn berst fyrir. Auk þess yrðu menn að vera undir það búnir að taka þátt í skipulegu kosninga- starfi flokksins næstu vikur og á kjördag. Það kom sem sé fram eindreg- in ósk um það að ekki yrði klofn- ingsframboð og sjálfstæðismenn niðurstaða þessa fundar og um gætu allir staðið að sigri Sjálf- hana var samstaða," sagði Al- stæðisflokksins. Það var megin- bert Guðmundsson að lokum. Valtýr Bjarnason fyrrv. yfirlœknir látinn ÞANN 10. mars sl. lést í Reykjavík Valtýr Bjarnason, fyrrverandi dós- ent og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans, eftir langvinn veikindi. Valtýr fæddist 6. mars 1920 í Meiri-Tungu í Holtum. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla íslands 1952 og sérfræðinámi við Mayo Clinic, Rochester í Banda- ríkjunum 1957. Hann starfaði eft- ir það sem svæfingalæknir við Landspítalann og síðar sem yfir- læknir svæfingadeildar. Jafn- framt því var hann lengi forstöðu- maður Blóðbankans. Hann var einn af stofnendum Svæfingafé- lags Islands og lengi formaður Valtýr Bjarnason þess. Eftirlifandi eiginkona Valtýs unarfræðingur og eignuðust þau 4 er Sigríður Jóhannsdóttir hjúkr- börn> sem ðll eru uppkomin Yfirlýsing frá fulltrúum VSÍ og Verzlunarráðsins: Verðlagsráð ákveði ekki verð niðurgreiddrar þjónustu MORGUNBLAÐINU barst í gær yfirlýsing frá fulltrúum Vinnuveitcndasam- bands íslands og Verzlunarráðs íslands í Verðlagsráði vegna SVR-málsins, sem verðlagsstjóri hcfur kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins og krafizt lögbanns á þá aðgerð, að ekki séu seld afsláttarkort í vögnunum. Yfirlýsing fulltrúanna, Árna Árnasonar og Skúla Jónssonar er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni viljum við full- trúar Vinnuveitendasambands ís- lands og Verzlunarráðs íslands í Verðlagsráði taka það fram, að við höfum ekki með atkvæðum okkar í Verðlagsráði stutt þær aðgerðir og þá málsmeðferð, sem Verðlags- stofnun hefur viðhaft gagnvart far- gjaldahækkunum Strætisvagna Reykjavíkurborgar, eða lagt bless- un okkar yfir þær. Höfum við ítrek- að lýst okkur ósammála málsmeð- ferð Verðlagsstofnunar. Grundvallarsjónarmið okkar hef- ur ávallt verið að verðlagning niðurgreiddrar opinberrar þjónustu eigi ekki að vera ákvörðunaratriði Verðlagsráðs. Niðurskurð á hækk- unarbeiðni SVR, sem er upphaf deilu SVR og Verðlagsstofnunar, teljum við ekki hafa samrýmst hlutverki Verðlagsráðs, enda var með því verið að ákveða hvernig Reykjavíkurborg ráðstafar útsvör- um Reykvíkinga. Við lentum i þessu máli í minni- hluta í Verðlagsráði. Að svo miklu leyti sem málefni SVR hafa síðar komið til afgreiðslu í Verðlagsráði, en ekki verið afgreidd og ákveðin að frumkvæði Verðlagsstofnunar, hafa sjónarmið okkar orðið undir í ráð- inu. Verkaskipting Verðlagsráðs og Verðlagsstofnunar leiðir af sér, að Verðlagsráð þarf ekki að sam- þykkja lögbannsaðgerðir stofnun- arinnar, enda hefur ekki verið eftir slíkri samþykkt leitað. Þótt verðlagsstjóri hafi starfað á grundvelli laga og meirihlutasam- þykkta Verðlagsráðs í þessu máli, sem við viðurkennum fyllilega, verður það ekki skoðað sem stuðn- ingur okkar við meðferð málsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.